Jason Már hreppti aðalvinninginn

04. september 2023

Jason Már Bergsteinsson hlaut aðalvinninginn í Regluverðinum í ár og vann sér inn glæsilega lúxus golfferð fyrir tvo á Fairplay golfhótelið á Spáni í boði Golfsögu og Verdi. Dregið var úr fjölmennum hópi þeirra sem tóku þátt í golfleiknum í sumar.

Vörður og Golfsamband Íslands hafa síðastliðin 11 ár boðið upp á golfleikinn þar sem þátttakendur geta látið reyna á þekkingu sína á golfreglunum. Leikurinn nýtur mikilla vinsælda og er spilaður af tugþúsundum einstaklinga á hverju ár.

Í ár var leikurinn uppfærður í nýtt útlit og skemmtilegum nýjungum bætt við, eins og stigagjöf, tímatöku og fleira. Þá bættu golfdómarar við nýjum spurningum sem eru nú yfir 300 talsins. Það má með sanni segja að nýja útlitið og leikfyrirkomulagið hafi slegið í gegn hjá þátttakendum þar sem met var slegið í fjölda útskrifaðra Regluvarða. Regluverðir fá hin eftirsóknarverðu Regluvarðar verðlaun, sem er líka flatarmerki. Merkið er ártalsmerkt og staðfesting á því að sá sem vinnur verðlaunin er með golfreglurnar á hreinu.

Frá vinstri: Karen Sævarsdóttir, úr stjórn GSÍ, Jason Már Bergsteinsson vinningshafi, Hörður Hinrik Arnarson frá GolfSögu og Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, forstjóri Varðar.

Leiknum er einnig ætlað að vekja athygli á Golfvernd Varðar, sem er sérstök trygging fyrir kylfinga gegn þjófnaði á golfbúnaði og öðrum óvæntum atvikum utan vallar sem innan.

Vörður óskar Jasoni Má innilega til hamingju með vinninginn og þakkar um leið öllum þeim sem tóku þátt í golfleiknum í sumar.

Golfvernd

Golfvernd er sérsniðin trygging fyrir kylfinga. Tryggðu þig á vellinum og sláðu áhyggjulaust í boltann. Við bjóðum Golfvernd á 50% afslætti fyrsta árið, eða á aðeins kr. 5.315.

Skoða nánar

author

Vörður tryggingar

04. september 2023

Deila Frétt