Vörður tryggingar

Vörður tryggingar

Vörður hefur það að markmiði að bjóða viðskiptavinum viðeigandi vátryggingarvernd á samkeppnishæfu verði. Félagið leggur áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti og persónulega þjónustu.

Vörður hefur á að skipa þjónustulipru og vel upplýstu starfsfólki sem vinnur í fjölbreyttu og hvetjandi starfsumhverfi. Lögð er áhersla á traust og áreiðanleika í samskiptum.


MANNAUÐUR

Starfsfólk

Listi yfir starfsmenn Varðar, netföng og símanúmer.

Störf í boði

Lykillinn að farsælum rekstri Varðar er fólkið sem þar starfar. Við leggjum áherslu á starfsánægju, jafnrétti, gott starfsumhverfi, markvissa fræðslu og þjálfun starfsfólks og skemmtilegan vinnustað þar sem hver einstaklingur hefur áhrif og skiptir máli.

VÖRÐUR HEFUR Á AÐ SKIPA ÞJÓNUSTULIPRU OG VEL UPPLÝSTU STARFSFÓLKI

Þú nærð sambandi við okkur alla virka daga milli kl. 9:00 og 16:30 í síma 514 1000, í netfangið vordur@vordur.is eða á netspjallinu.

UM VÖRÐ

Fjárhags-upplýsingar

Ársreikningar og aðrar fjárhagsupplýsingar.

Stjórn og skipurit

Hér eru upplýsingar um skipurit, stjórn og stjórnarhætti.

Hlutverk og gildi

Vörður tryggir fjárhagslegt öryggi viðskiptavina sinna með viðeigandi vátryggingarvernd. Vörður leggur áherslu á lipra og ábyggilega þjónustu með einfaldleika að leiðarljósi.

  • Frumkvæði

  • Snerpa

  • Heilindi

Persónuvernd

Það skiptir okkur máli að fyllsta öryggis sé gætt við meðhöndlun persónu-upplýsinga sem þú veitir okkur.

UPPLÝSINGAR

Saga Varðar

Vörður er ungt vátryggingafélag með langa sögu. Rætur félagsins má rekja allt aftur til ársins 1926 þegar Vélbátasamtrygging Eyjafjarðar var stofnuð.

Arion Banki

Arion banki er í samstarfi við Vörð um sölu vátrygginga til einstaklinga og fyrirtækja.

Fréttir

fréttir

5. sep 2019

Tryggingar frá Verði í Arion appinu

Nú er hægt að kaupa tryggingar frá Verði í Arion appinu. Á örfáum sekúndum er hægt að fá tilboð í bíla- og heimilistryggingar og ganga frá kaupum með einum smelli. Fljótlega verða líf- og sjúkdómatryggingar einnig fáanlegar í appinu.

Betri yfirsýn yfir tryggingarnar Í Arion appinu er líka hægt að fylgjast með tryggingavernd fjölskyldunnar, skoða skilmála trygginga og stöðu þeirra með örfáum smellum. Hægt er að bæta við tryggingum ef eitthvað vantar eða þegar aðstæður breytast. 

Vörður hefur það að markmiði að bjóða viðskiptavinum viðeigandi vátryggingarvernd á samkeppnishæfu verði, með áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti og persónulega þjónustu.

Náðu í Arion appið á Google Play eða App Store og hafðu þægindin í fyrirrúmi

fréttir

4. sep 2019

Truflanir á umferð

Vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, í Höfða verða truflanir á umferð til og frá Borgartúni. Umtalsverð öryggisgæsla verður í tengslum við fundarhöldin og einhverjar lokanir fyrir bílaumferð í Borgartúni milli klukkan 09:00 – 17:00. Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda viðskiptavinum sem heimsækja Borgartúnið í dag. Við hins vegar bendum viðskiptavinum okkar á netspjallið hér á heimasíðunni okkar eða þjónustuverið í síma 514 1000.

Þjónusta

Fyrirmyndar þjónusta

Fyrirmyndarþjónusta Varðar er verkefni sem ætlað er að skapa víðtæka þjónustumenningu meðal starfsfólks og skapa félaginu þannig sérstöðu á markaði.

Þjónustu skrifstofur

Hér getur þú nálgast upplýsingar um þjónustuskrifstofur Varðar.

Styrktarbeiðni

Vörður leggur áherslu á forvarna- og velferðarmál í styrktarstefnu sinni en er þó einnig virkur stuðningsaðili margra annarra góðra málefna.

Markaðsefni

Hér getur þú nálgast merki, bæklinga, auglýsingar og annað markaðsefni Varðar.