Vörður tryggingar

Vörður tryggingar

Vörður hefur það að markmiði að bjóða viðskiptavinum viðeigandi vátryggingarvernd á samkeppnishæfu verði. Félagið leggur áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti og persónulega þjónustu.

Vörður hefur á að skipa þjónustulipru og vel upplýstu starfsfólki sem vinnur í fjölbreyttu og hvetjandi starfsumhverfi. Lögð er áhersla á traust og áreiðanleika í samskiptum.


MANNAUÐUR

Starfsfólk

Listi yfir starfsmenn Varðar, netföng og símanúmer.

Störf í boði

Lykillinn að farsælum rekstri Varðar er fólkið sem þar starfar. Við leggjum áherslu á starfsánægju, jafnrétti, gott starfsumhverfi, markvissa fræðslu og þjálfun starfsfólks og skemmtilegan vinnustað þar sem hver einstaklingur hefur áhrif og skiptir máli.

VÖRÐUR HEFUR Á AÐ SKIPA ÞJÓNUSTULIPRU OG VEL UPPLÝSTU STARFSFÓLKI

Þú nærð sambandi við okkur frá mánudegi til fimmtudags milli kl. 9:00 og 16:00 en á föstudögum frá 9:00 til 15:30. Hægt er að hafa samband við okkur í síma 514 1000, í netfangið vordur@vordur.is eða á netspjallinu.

UM VÖRÐ

Fjárhags-upplýsingar

Ársreikningar og aðrar fjárhagsupplýsingar.

Stjórn og skipurit

Hér eru upplýsingar um skipurit, stjórn og stjórnarhætti.

Hlutverk og gildi

Með virku forvarnarstarfi lágmörkum við líkur á óhöppum. Þegar áföll ber að garði stöndum við þétt að baki okkar viðskiptavinum og bætum tjón þeirra.

  • Frumkvæði

  • Snerpa

  • Heilindi

Persónuvernd

Það skiptir okkur máli að fyllsta öryggis sé gætt við meðhöndlun persónu-upplýsinga sem þú veitir okkur.

UPPLÝSINGAR

Saga Varðar

Vörður er ungt vátryggingafélag með langa sögu. Rætur félagsins má rekja allt aftur til ársins 1926 þegar Vélbátasamtrygging Eyjafjarðar var stofnuð.

Arion Banki

Arion banki er í samstarfi við Vörð um sölu vátrygginga til einstaklinga og fyrirtækja.

Fréttir

fréttir

29. maí 2020

Komum öll heil heim

Vörður minnir vegfarendur á að fara varlega í umferðinni um Hvítasunnuhelgina sem er fyrsta stóra ferðahelgi sumarsins. Búast má við aukinni umferð um vegi landsins og því er mikilvægt að aka eftir aðstæðum og gefa sér góðan tíma til að komast á milli staða. Mikilvægt er að hafa fulla aðgát við framúrakstur en hann er alltaf varasamur í þungri umferð. Nauðsynlegt er að velja vel stund og stað þannig að unnt sé án áhættu að taka framúr öðru ökutæki.

Við minnum ökumenn og farþega á að nota alltaf bílbelti og að ökumenn bera ábyrgð á öryggisbúnaði barna undir 15 ára aldri. Höfum augun á veginum, virðum leyfðan hámarkshraða og pössumbilið. Ökum ekki undir áhrifum áfengis, lyfja eða annarra vímuefna og leggjum ekki af stað þreytt eða þunn því vímuefni og þreyta sljóvgar dómgreind manna.

Skemmtum okkur vel um helgina og komum öll heil heim.

fréttir

14. maí 2020

Vörður er Fyrirtæki ársins 2020

Samkvæmt árlegri vinnumarkaðskönnun VR sem kynnt var 14. maí er Vörður Fyrirtæki ársins 2020. Vörður fær viðurkenninguna ásamt fjórum öðrum fyrirtækjum í flokki stórra fyrirtækja.

Fyrirtækin voru valin samkvæmt niðurstöðum viðamikillar könnunar á meðal þúsunda starfsfólks hjá fjölbreyttum hópi fyrirtækja á almennum vinnumarkaði. VR hefur staðið fyrir könnuninni í tvo áratugi en markmið hennar er að gefa starfsfólki tækifæri til að koma viðhorfum sínum varðandi vinnustaðinn á framfæri. Könnunin er einnig vettvangur starfsfólks til að koma því á framfæri hvað vel er gert og hvað betur mætti fara innan vinnustaða. Horft er til níu lykilþátta í starfsumhverfi fyrirtækja, m.a. til starfsanda, jafnréttis, vinnuaðstöðu og sveigjanleika í vinnu svo eitthvað sé nefnt.

Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri Varðar, er að vonum ánægð með niðurstöðuna. Hún segir að markvisst hafi verið unnið að því að gera starfsumhverfi Varðar nútímalegt og skapa umgjörð fyrir framsækna hugsun, sveigjanleika, árangur og starfsánægju. Vörður sé með metnaðarfulla mannauðsstefnu sem stöðugt sé verið að styrkja og bæta. „Við erum mjög þakklát fyrir þessa viðurkenningu en hún er bæði staðfesting á því að við erum á réttri leið og hvatning til að halda áfram og gera enn betur,“ segir Harpa.

Vinnumarkaðskönnun VR hefur ávallt verið kynnt við hátíðlega athöfn að viðstöddum forsvarsmönnum fyrirtækja en að þessu sinni var það ekki gert í ljósi aðstæðna í samfélaginu. „Hér innandyra fögnum við þessum sigri innilega og gleðjumst yfir áfanganum með okkar fólki,“ segir Harpa að lokum.

Nánari upplýsingar um heildareinkunn og einkunnir lykilþátta má sjá hér.

Þjónusta

Fyrirmyndar þjónusta

Fyrirmyndarþjónusta Varðar er verkefni sem ætlað er að skapa víðtæka þjónustumenningu meðal starfsfólks og skapa félaginu þannig sérstöðu á markaði.

Þjónustu skrifstofur

Hér getur þú nálgast upplýsingar um þjónustuskrifstofur Varðar.

Styrktarbeiðni

Vörður leggur áherslu á forvarna- og velferðarmál í styrktarstefnu sinni en er þó einnig virkur stuðningsaðili margra annarra góðra málefna.

Markaðsefni

Hér getur þú nálgast merki, bæklinga, auglýsingar og annað markaðsefni Varðar.