Vörður tryggingar

Vörður tryggingar

Vörður hefur það að markmiði að bjóða viðskiptavinum viðeigandi vátryggingarvernd á samkeppnishæfu verði. Félagið leggur áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti og persónulega þjónustu.

Vörður hefur á að skipa þjónustulipru og vel upplýstu starfsfólki sem vinnur í fjölbreyttu og hvetjandi starfsumhverfi. Lögð er áhersla á traust og áreiðanleika í samskiptum.


MANNAUÐUR

Starfsfólk

Listi yfir starfsmenn Varðar, netföng og símanúmer.

Störf í boði

Lykillinn að farsælum rekstri Varðar er fólkið sem þar starfar. Við leggjum áherslu á starfsánægju, jafnrétti, gott starfsumhverfi, markvissa fræðslu og þjálfun starfsfólks og skemmtilegan vinnustað þar sem hver einstaklingur hefur áhrif og skiptir máli.

VÖRÐUR HEFUR Á AÐ SKIPA ÞJÓNUSTULIPRU OG VEL UPPLÝSTU STARFSFÓLKI

Þú nærð sambandi við okkur frá mánudegi til fimmtudags milli kl. 9:00 og 16:00 en á föstudögum frá 9:00 til 15:30. Hægt er að hafa samband við okkur í síma 514 1000, í netfangið vordur@vordur.is eða á netspjallinu.

UM VÖRÐ

Fjárhags-upplýsingar

Ársreikningar og aðrar fjárhagsupplýsingar.

Stjórn og skipurit

Hér eru upplýsingar um skipurit, stjórn og stjórnarhætti.

Hlutverk og gildi

Með virku forvarnarstarfi lágmörkum við líkur á óhöppum. Þegar áföll ber að garði stöndum við þétt að baki okkar viðskiptavinum og bætum tjón þeirra.

  • Frumkvæði

  • Snerpa

  • Heilindi

Persónuvernd

Það skiptir okkur máli að fyllsta öryggis sé gætt við meðhöndlun persónu-upplýsinga sem þú veitir okkur.

UPPLÝSINGAR

Saga Varðar

Vörður er ungt vátryggingafélag með langa sögu. Rætur félagsins má rekja allt aftur til ársins 1926 þegar Vélbátasamtrygging Eyjafjarðar var stofnuð.

Arion Banki

Arion banki er í samstarfi við Vörð um sölu vátrygginga til einstaklinga og fyrirtækja.

Fréttir

fréttir

5. apr 2020

Vörður stendur með viðskiptavinum sínum

Vörður hefur undanfarna daga unnið hörðum höndum að aðgerðum til handa viðskiptavinum vegna þess fordæmalausa ástands sem kórónuveirufaraldurinn veldur. Aðgerðirnar verða kynntar viðskiptavinum næstu daga.

Efnahagslegar afleiðingar faraldursins eru án allrar hliðstæðu og ógnar hann fjárhagslegu öryggi margra. Stjórnvöld hafa hrundið af stað umfangsmiklum aðgerðum til að koma í veg fyrir að fólk missi vinnuna eða að fyrirtæki fari í þrot. Aðgerðirnar eiga einnig að styðja við og verja lífsafkomu fólksins í landinu. Sveitarfélög og fyrirtæki hafa lagt hönd á plóg með stjórnvöldum og kynnt aðgerðir í sama tilgangi. Það er í anda samfélagslegrar ábyrgðar Varðar að gera slíkt hið sama gagnvart sínum viðskiptavinum.

Það sem skiptir okkur þó mestu er heilsa okkar og þeirra sem okkur þykir vænt um. Þess vegna skiptir öllu máli að allt sé gert til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar og tryggja að heilbrigðiskerfið geti hlúð að þeim sem þess þurfa. Þar getum við öll lagst á árarnar og farið eftir fyrirmælum yfirvalda um sóttvarnir. Því hvetjum við viðskiptavini og aðra að „hlýða Víði“ áfram næstu vikurnar og ferðast innanhúss um páskana.

fréttir

4. apr 2020

Aftakaveður um allt land

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir allt landið vegna aftakaveðurs, að höfuðborgarsvæðinu undanskildu, en þar er gul viðvörun í gildi. Spáð er stormi, roki og stórhríð á öllu landinu í dag og á morgun. Meðalvindhraði verður á bilinu 18 til 28 metrar á sekúndu og hvassara í vindhviðum. Við minnum fólk á að ganga tryggilega frá öllum lausamunum utandyra og fylgjast vel með veðri og færð.

Þjónusta

Fyrirmyndar þjónusta

Fyrirmyndarþjónusta Varðar er verkefni sem ætlað er að skapa víðtæka þjónustumenningu meðal starfsfólks og skapa félaginu þannig sérstöðu á markaði.

Þjónustu skrifstofur

Hér getur þú nálgast upplýsingar um þjónustuskrifstofur Varðar.

Styrktarbeiðni

Vörður leggur áherslu á forvarna- og velferðarmál í styrktarstefnu sinni en er þó einnig virkur stuðningsaðili margra annarra góðra málefna.

Markaðsefni

Hér getur þú nálgast merki, bæklinga, auglýsingar og annað markaðsefni Varðar.