Tilkynning

Breyt­ing­ar á gjald­skrá NTÍ

28. nóvember 2024

Nýverið samþykkti Alþingi breytingar á lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands, eða NTÍ. Samkvæmt þessu hefur stofnunin nú heimild til þess að hækka iðgjöld tímabundið, en breytingin tekur gildi 1. janúar 2025.

Lögum samkvæmt þurfa öll tryggingafélög að innheimta þetta breytta iðgjald.

Breytingin felur í sér að iðgjöld til NTÍ verða innheimt með 50% álagi samhliða brunatryggingariðgjöldum - iðgjald fyrir húseignir, innbú og annað lausafé fer úr 0,025% í 0,0375% af tryggingarfjárhæð.

Þessi hækkun verður innheimt samhliða iðgjaldi af brunatryggingum og miðast við brunabótamat húseigna og tryggingarfjárhæð innbús og lausafjár.

Þú getur skoðað tilkynningu frá NTÍ hér.

Við skiljum vel að breytingar af þessu tagi veki upp ýmsar spurningar. Þess vegna höfum við tekið saman algengar spurningar og svör sem gætu komið þér að góðum notum.

Hvað er NTÍ?

Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) er opinber stofnun sem tryggir húseignir og brunatryggða muni, þ.m.t. innbú, gegn tjóni af völdum jarðskjálfta, eldgosa, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða.

Hvernig tengist NTÍ mínum tryggingum?

Tryggingarfélög sjá um að innheimta iðgjöld fyrir hönd NTÍ.

Hvaða tryggingar falla undir þessar breytingar?

Brunatryggingar húseigna, lausafjártryggingar og innbústryggingar.

Hvað tryggir NTÍ?

NTÍ tryggir húseignir, brunatryggða muni og innbú gegn tjóni af völdum jarðskjálfta, eldgosa, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða.

Hvaða áhrif hefur þetta á viðskiptavini Varðar?

Vörður sér um að innheimta iðgjöld NTÍ samhliða innheimtu iðgjalda fyrir brunatryggingar húseigna, innbús og lausafjár. Viðskiptavinir munu því verða varir við hækkanirnar við næstu endurnýjun á tryggingum.

Hversu há er hækkunin?

Iðgjaldið hækkar úr 0,025% í 0,0375% af tryggingarfjárhæð húseigna, innbús og annars lausafjár.

Hvenær tekur hækkunin gildi?

Breytingin mun eiga sér stað 1. janúar 2025. Í kjölfarið munu iðgjöld viðskiptavina hækka þegar tryggingarnar endurnýjast.

Hvernig mun þetta hafa áhrif á iðgjöldin mín?

Iðgjaldið til NTÍ hækkar úr 0,025% í 0,0375% af tryggingarfjárhæð húseigna, innbús og annars lausafjár. Til dæmis mun iðgjald af 80 milljón króna eign hækka úr 20.000 kr. í 30.000 kr. á ári. Þá mun iðgjald af innbústryggingu á 20 milljón króna innbúi hækka úr 5.000 kr. í 7.500 kr. á ári.

Hvernig eru iðgjöld NTÍ innheimt?

Iðgjöld NTÍ eru innheimt samhliða brunatryggingariðgjöldum hjá almennum tryggingarfélögum og miðast við brunabótamat húseigna og tryggingarfjárhæð lausafjár.

Hafa allar eignir í landinu sama iðgjaldshlutfall?

Já, iðgjald NTÍ hefur ávallt verið fast hlutfall af brunabótamati og tryggingarfjárhæðum, óháð staðsetningu og áhættu.

Tilkynning NTÍ er svohljóðandi:

Al­þingi sam­þykkti ný­ver­ið breyt­ingu á lög­um um Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingu Ís­lands (NTÍ) sem fel­ur í sér heim­ild stofn­un­ar­inn­ar til þess að hækka ið­gjöld tíma­bund­ið um 50%.

At­burð­irn­ir, sem átt hafa sér stað á Reykja­nesi und­an­far­ið, hafa haft veru­leg áhrif á fjár­hags­lega stöðu NTÍ. Stofn­un­in þarf á hverj­um tíma að eiga fjár­muni til að greiða bæt­ur vegna tjóns á hús­eign­um, inn­búi og öðru lausa­fé sem vá­tryggt er hjá NTÍ.

Heim­ild til hækk­un­ar á ið­gjöld­um NTÍ verð­ur nýtt og frá og með 1. janú­ar 2025 og verða þau inn­heimt með 50% álagi sam­hliða bruna­trygg­ingar­ið­gjöld­um. Ið­gjald fyr­ir hús­eign­ir, inn­bú og ann­að lausa­fé fer úr 0,025% í 0,0375% af vá­trygg­ing­ar­fjár­hæð.

Sem dæmi um áhrif þess­ara breyt­inga mun ið­gjald til NTÍ af 80 millj­ón króna eign hækka úr kr. 20.000 á ári í kr. 30.000 á ári og ið­gjald af inn­bús­trygg­ingu á 20 millj­ón króna inn­búi mun hækka úr kr. 5.000 í kr. 7.500 á ári.

Nánar um Náttúruhamfaratryggingu Íslands og iðgjöld

Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing Ís­lands er op­in­ber stofn­un sem hef­ur það hlut­verk að vá­tryggja hús­eign­ir og bruna­tryggt lausa­fé, þ.m.t. inn­bú, gegn tjóni af af völd­um jarð­skjálfta, eld­gosa, skriðu­falla, snjóflóða og vatns­flóða.

Með­al þeirra gjalda sem inn­heimt eru sam­hliða bruna­trygg­inga­ið­gjöld­um hjá al­mennu vá­trygg­ar­fé­lög­un­um (Sjóvá, TM, Verði og VÍS) er lög­bund­ið ið­gjald sem renn­ur til Nátt­úr­ham­fara­trygg­ing­ar Ís­lands (NTÍ). Ið­gjald­ið hef­ur í ára­tugi ver­ið inn­heimt óháð áhættu, af eign­um um allt land sem fast hlut­fall af bruna­bóta­mati hús­eigna og vá­trygg­ing­ar­fjár­hæð­um lausa­fjár.

author

Vörður tryggingar

28. nóvember 2024

Deila Frétt