Lykillinn að farsælum rekstri Varðar er fólkið sem þar starfar. Við leggjum áherslu á starfsánægju, jafnrétti, gott starfsumhverfi, markvissa fræðslu og þjálfun starfsfólks og skemmtilegan vinnustað þar sem hver einstaklingur hefur áhrif og skiptir máli.
Við leitum að öflugum einstaklingi til að ganga til liðs við líf- og heilsutryggingateymi Varðar. Um er að ræða frábært tækifæri fyrir þá sem vilja hafa áhrif á framtíð persónutrygginga og taka þátt í að móta og bæta þjónustu okkar við viðskiptavina.
Hjá Verði starfar vaskur hópur starfsmanna að hinum ýmsu verkefnum allt frá hefðbundnu bókhaldi, áhættumati, almennri þjónustu við viðskiptavini að úrvinnslu og aðstoð vegna tjóna.