04. nóvember 2024
Nú er bæði einfaldara og öruggara að nálgast allt sem snýr að tryggingum fyrirtækisins. Fyrirtæki geta nú notað rafræn skilríki til að skrá sig inn á Mínar síður. Hér að neðan finnur þú allar helstu spurningar og svör sem gætu komið þér að góðum notum.
Ef þú ert prókúruhafi fyrirtækis (lögaðili) þarftu ekki að sækja um nýjan aðgang að Mínum síðum. Þú einfaldlega skráir þig inn með rafrænum skilríkjum. Ef þig vantar aðgang getur prókúruhafi veitt þér hann.
Þú einfaldlega skráir þig inn, smellir á Meira og Aðgangsstýringar, þar getur þú valið um að veita viðkomandi annaðhvort stjórnenda- eða lesaðgang. Athugaðu að aðeins prókúruhafar (lögaðilar) geta veitt öðrum notendum aðgang.
Því miður er ekki hægt að nota núverandi lykilorð til að komast inn á mínar síður. Þú getur þó smellt á Vantar lykilorð á innskráningarsíðunni. Þar slærðu inn kennitöluna þína og við sendum nýtt lykilorð í netbanka – athugaðu að það getur tekið allt að 10 mínútur að berast.
Ef þú ert ekki með rafræn skilríki getur þú skráð þig inn með lykilorði. Þú smellir á Vantar lykilorð á innskráningarsíðunni. Þar slærðu inn kennitöluna þína og við sendum nýtt lykilorð í netbanka – athugaðu að það getur tekið allt að 10 mínútur að berast.
Rafræn skilríki eru einföld og örugg leið sem nota má til auðkenningar og undirritunar.
Best er að byrja á því að fletta upp símanúmerinu þínu á vef Auðkennis. Ef SIM-kortið þitt styður rafræn skilríki mætir þú á næsta afgreiðslustað með skilríki, s.s. ökuskírteini (ekki stafrænt), vegabréf eða íslenskt nafnskírteini og færð rafræn skilríki í símann þinn.
Vörður tryggingar
04. nóvember 2024