Áhugamálgolfvernd

Golfvernd

Golfvernd er sérsniðin trygging fyrir kylfinga og gildir fyrir alla á heimilinu.

Hvað er innifalið

Hola í höggi

Gerir kylfingi kleift að gera vel við meðspilara sína fari hann holu í höggi

Golfbúnaðartrygging

Tryggir golfbúnað fyrir utanaðkomandi atvikum og þjófnaði.

Leiga á búnaði erlendis vegna farangurstafa

Endurgreiðir kostnað vegna leigu á golfbúnaði ef tafir verða á farangri.

Árgjaldatrygging

Endurgreiðir árgjald í golfklúbb ef kylfingur er með öllu ófær um að spila golf vegna veikinda eða slyss.

Ábyrgðartrygging

Tekur á skaðabótaábyrgð sem getur fallið á kylfing við golfiðkun.

Óhappatrygging

Bætir tjón á mönnum og munum sem kylfingur kann að valda við golfiðkun.

Golfslysatrygging

Tekur á slysum við golfiðkun.

Húftrygging bifreiða

Tekur á því tjóni sem kylfingur verður fyrir fari golfbolti í bifreið hans.

Upptalning er ekki tæmandi. Sjá nánar skilmála tryggingar.

Tryggingar á mannamáli

Tryggingamál getur verið flókið. Til að gera okkur skiljanlegri höfum við tekið saman allar helstu upplýsingar um trygginguna í upplýsingaskjal sem hægt er að skoða með skilmálum.

Upplýsingaskjöl
Skilmálar