Hvernig getum við aðstoðað?

Hvernig getum við aðstoðað?

Fáðu tilboð

Endilega fylltu út formið og við sendum þér tilboð um hæl.

Ertu með fyrirspurn?

Sendu okkur línu og við höfum samband eins fljótt og auðið er.

Spjallið

Spjallið er opið alla virka daga
frá kl. 9:00 - 16:30.

Fara í spjallið

Tilkynna tjón

Sendu inn tjónstilkynningu og við Höfum samband eins fljótt og auðið er.

Tilkynna tjón

Fáðu tilboð í þínar tryggingar

Takk fyrir! Við höfum móttekið tilboðið þitt og ráðgjafar okkar hafa samband við fyrsta tækifæri.

Endilega fylltu út þetta einfalda form og við sendum þér tilboð um hæl.

Vinsamlegast fyllið út þá reiti sem eru skyldugir.

Kennitala er ekki af réttu formi.

Óskað er eftir tilboði í:

Ertu með fyrirspurn?

Takk fyrir fyrirspurnina.

Við munum svara þér eins fljótt og auðið er.

Endilega fylltu út þetta einfalda form og við svörum eins skjótt og hægt er.

Vinsamlegast fyllið út þá reiti sem eru rauðmerktir.

Mínar síður

Yfirlit frétta

Fréttir 10. júl. 2018

Persónuvernd

Í nýjum persónuverndarlögum sem taka gildi hér á landi 15. júlí næstkomandi eru lagðar ýmsar nýjar skyldur á fyrirtæki og stofnanir. Markmið lagasetningarinnar er að auka vernd og réttindi einstaklinga á Evrópska efnahagssvæðinu en við hjá Verði höfum unnið ötullega að undirbúningi innleiðingarinnar undanfarið ár og hefur persónuverndarstefna Varðar nú tekið gildi.

Það skiptir okkur miklu máli að fyllsta öryggis sé gætt við meðhöndlun persónuupplýsinga sem þú veitir. Vörður hefur sett sér persónuverndarstefnu með vísan til gildandi laga um persónuvernd en henni er ætlað að upplýsa viðskiptavini okkar um meðferð og meðhöndlun persónuupplýsinga hjá Verði.

Okkur er annt um gögnin þín

Við höfum það að leiðarljósi að gæta öryggis þeirra persónuupplýsinga sem við vinnum með. Persónuupplýsingar eru unnar samkvæmt lögum og í lögmætum, öruggum og gagnsæjum tilgangi. Við öflum persónuupplýsinga um þig á grundvelli samnings við þig, á grundvelli lagaheimildar eða með sérstöku samþykki þínu, sem þú getur ávallt afturkallað. Í ákveðnum tilfellum fáum við upplýsingar um þig frá þriðja aðila.

Við söfnum einungis upplýsingum sem eru nauðsynlegar starfsemi okkar. Við miðlum ekki upplýsingum þínum til annarra en þeirra sem þurfa á þeim að halda vegna samningssambands okkar eða þurfa upplýsingarnar til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Tryggt er að upplýsingar sem nauðsynlegt er að miðla vegna þjónustu okkar séu meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Þá eru persónuupplýsingar ekki geymdar lengur en málefnalegur tilgangur er til og lög og reglur kveða á um. Persónuverndarlögin tryggja þér jafnframt ákveðin grundvallarréttindi varðandi t.d. aðgang að þeim upplýsingum sem við geymum. 

Fréttir 20. jún. 2018

Lokað vegna HM

Við erum svo spennt að sjá leik Íslands gegn Nígeríu þann 22. júní að við opnum kl. 8 á föstudag en ætlum að loka kl. 14:30 til að geta fylgst með og stutt strákana.

Tjónavaktin verður opin eins og vanalega en bendum líka á að alltaf er hægt að tilkynna tjón á heimasíðu félagsins.

Fréttir 15. jún. 2018

Við styrkjum Unicef

Við þurftum ekki að hugsa okkur tvisvar um þegar þessi áskorun barst frá Unicef og verðum að sjálfsögðu með. Fyrir hvert mark sem íslenska liðið skorar á HM heitir Vörður 250.000 kr. til Unicef og barna um allan heim.

Áheit fyrirtækjanna verða síðan notuð til kaupa á leikjakössum fyrir börn í flóttamannabúðum og á hamfarasvæðum víða um heim, en hann inniheldur m.a. fótbolta, leikföng og námsgögn. Áfram Ísland og megi strákarnir skora sem oftast!
Fréttir 07. jún. 2018

HM í Rússlandi

Framundan er HM í Rússlandi, stærsta mót sem íslenskt karlalandslið í fótbolta hefur tekið þátt í. Margir Íslendingar ætla að fylgja landsliðinu á mótið og hvetja þá til dáða. Ef þú ætlar að fara til Rússlands er mikilvægt að huga vel að tryggingamálum áður en lagt er af stað.

Vegabréfsáritun til Rússlands eða FAN ID
Ef sækja á um vegabréfsáritun til Rússlands þarf að sýna fram á staðfestingu á ferðatryggingu en hana má nálgast með því að senda tölvupóst á vordur@vordur.is, á netspjalli eða í síma 514-1000. Athugið að þetta gildir eingöngu ef sótt er um vegabréfsáritun til Rússlands. Ef sótt er um FAN ID er ekki þörf á slíkri staðfestingu.

Ferðatrygging innifalin í Heimilisvernd
Algengt er að viðskiptavinir okkar séu með ferðatryggingar innifaldar í Heimilisvernd sinni en þær gilda fyrir vátryggingartaka, maka hans og ógift börn, enda eiga þessir einstaklingar sameiginlegt lögheimili á Íslandi, búa á sama stað og hafa sameiginlegt heimilishald. Einnig gildir tryggingin fyrir börn vátryggingartaka og/eða börn maka hans, yngri en 16 ára, sem eiga lögheimili á öðrum stað en vátryggingartaki, þegar þau eru á ferðalögum erlendis í umsjá vátryggingartaka og/eða maka hans.

Tryggingin gildir í Rússlandi og samanstendur af eftirtöldum þáttum:

Ferðasjúkratryggingu
Ferðasjúkratrygging greiðir kostnað vátryggðs vegna slysa, veikinda eða andláts á ferðalagi erlendis.

Ferðarofstrygging
Ferðarofstrygging greiðir nauðsynleg viðbótarútgjöld vegna heimferðar ef andlát, alvarlegt slys eða veikindi koma upp hjá nánustu ættingjum vátryggðs, verulegt eignartjón verður á heimili vátryggðs eða hjá einkafyrirtæki hans. Bætur greiðast einungis vegna ferðar sem varir sex daga eða lengur.

Endurgreiðsla ferðar
Verði ferðin rofin að læknisráði áður en hún er hálfnuð eða hinn vátryggði liggur á sjúkrahúsi a.m.k helming ferðar kemur til endurgreiðslu andvirði ferðar sjúklings.

Forfallatryggingu
Greiðir fyrirframgreiddan ferðakostnað ef hinn vátryggði neyðist til að hætta við ferð sökum alvarlegra veikinda eða slysa vátryggðs eða nánustu ættingja.

Farangurstryggingu
Farangurstrygging nær yfir farangur á ferðalagi erlendis og bætir tjón m.a. vegna bruna, innbrota, skemmdarverka eða þess að farangur tapast hjá flutningsaðila. Ef ferðast er með dýra hluti er nauðsynlegt að vátryggja þá sérstaklega.

Farangurstafartrygging
Greiðir bætur vegna tafar á afhendingu farangurs í áætlunar- eða leiguflugi.

Á Mínum síðum geta viðskiptavinir séð hvort ferðatryggingarnar eru innifaldar í Heimilisvernd. Séu ferðatryggingar ekki innifaldar í Heimilisverndinni kemur það skýrt fram á skírteini. Óski viðskiptavinir eftir því að bæta ferðatryggingum við Heimilisverndina sína þá er hægt að hafa samband við okkur á vordur@vordur.is, á netspjalli eða í síma 514-1000.

Ferðatryggingar kreditkorta
Við bendum einnig á að ferðatryggingar eru innifaldar í mörgum kreditkortum.

Ferðatryggingar eru innifaldar í eftirfarandi kreditkortum Arion banka:
Almenn kreditkort
Mastercard Silfur
Bláa kortið
Visa Gullkort og Mastercard Gullkort
Gullviðskiptakort
Platinum kort
World Elite kort

Ferðatryggingar allra ofangreindra korta gilda í Rússlandi en þær geta verið misvíðtækar. ATHUGIÐ að tryggingarnar sem eru innifaldar í kreditkortum Arion banka gilda þrátt fyrir að ferðin hafi ekki verið greidd með kortinu. Nánari upplýsingar um ferðatryggingar þessara korta má finna hér.
Upplýsingar um kreditkort annarra banka má finna á heimasíðu viðkomandi banka.

Undanþágu ákvæði í skilmálum Gull viðskiptakorts, Platinum korts og World Elite korts um að bílaleigutryggingar gildi ekki í Rússlandi hefur verið afnumið tímabundið. Bílaleigutryggingarnar gilda því í Rússlandi á meðan HM stendur yfir, 12. júní 2018 til 18. júli 2018.

Slys eða veikindi á ferðalagi erlendis
Ef alvarlegt slys eða veikindi verða erlendis skal hafa samband við: 

SOS International neyðarþjónustuna 
Sími +(45) 70 10 5050.
 

Þar er vakt allan sólarhringinn þar sem sérþjálfað starfsfólk veitir aðstoð og þjónustu við að útvega lækni, sjúkrahúsvist, heimflutning og annað ef slys eða veikindi ber að höndum á ferðalagi. 

Ekki er nauðsynlegt að fá sérstaka staðfestingu á tryggingu áður en haldið er af stað. Ef ferðatryggingarnar fylgja kreditkorti þarf hins vegar að hafa kortanúmerið við höndina þegar tjónið er tilkynnt. 

ATHUGIÐ! Sé um minniháttar slys eða veikindi að ræða bendum við á að hægt er að greiða sjálfur læknis- og lyfjakostnað og sækja um endurgreiðslu þegar heim er komið. 

Góða ferð og áfram Ísland!

Fréttir 03. maí 2018

Undirbúningur GDPR

Evrópusambandið hefur samþykkt nýja reglugerð um persónuvernd sem kemur til með að leysa fyrri persónuverndarreglur af hólmi. Með nýju lögunum vera gerðar töluverðar breytingar á þeim réttarreglum sem gilda um meðferð persónuupplýsinga. Áætlað er að breytingarnar verði lögfestar hér á landi í maí 2018. Öll fyrirtæki og stofnanir sem vinna með persónuupplýsingar þurfa að fylgja hinni nýju löggjöf, þar á meðal Vörður.

Okkur er umhugað um réttindi viðskiptavina og erum að vinna hörðum höndum að tryggja að vinnsla á upplýsingum sem við geymum um viðskiptavini okkar sé í samræmi við kröfur nýju laganna. Undirbúningur er vel á veg komin og munum við á næstunni birta persónuverndarstefnu Varðar sem fjallar um meðferð okkar á persónuupplýsingum sem við söfnum og vinnum með.

Fréttir 08. mar. 2018

Aðalfundur

Vörður hélt aðalfund sinn fimmtudaginn 8. mars. Á fundinum var ársreikningur fyrir árið 2017 samþykktur. Rekstur Varðar gekk vel á síðasta ári líkt og undanfarin ár. Afkoman var sú besta í sögu félagsins eða 957 m.kr. eftir skatta en í því sambandi ber að hafa í huga að samstæðan breyttist mikið við innkomu Okkar líftrygginga. Iðgjöld jukust um 18%, fjárfestingatekjur um 28% og heildareignir um 17% en þær námu 19.997 m.kr. í árslok. Eigið fé félagsins nam í lok árs 6.207 m.kr. og jókst um 16%. Arðsemi eigin fjár var 17% og eiginfjárhlutfall var 31%. Tjón ársins jukust um 24% á árinu og var samsett hlutfall samstæðunnar 98,3%.

Á fundinum var tekin ákvörðun um að greiða 700 m.kr. í arð vegna rekstrarársins 2017.

Í stjórn Varðar trygginga voru kjörin þau Benedikt Olgeirsson, Guðný Benediktsdóttir, Iða Brá Benediktsdóttir, Óskar Hafnfjörð Auðunsson og Sigrún Ragna Ólafsdóttir.

Samhliða var stjórn Varðar líftrygginga, dótturfélags Varðar, kjörin en hana skipa þau Benedikt Olgeirsson, Ásgerður H. Sveinsdóttir og Ingibjörg Arnarsdóttir.

Guðmundur Jóhann Jónsson forstjóri Varðar:

„Síðasta ár var viðburðarríkt í rekstri félagsins, afkoman góð og efnahagurinn traustur. Góð afkoma skýrist helst af mjög góðum rekstri líftryggingafélagsins, ávöxtun fjárfestingaeigna og kostnaðarhagræði. Afkoman af vátryggingastarfseminni var almennt jákvæð fyrir utan ökutækjatryggingar sem reknar voru með umtalsverðu tapi. Samstæðan styrktist mikið með innkomu Okkar líftrygginga og skapar öflugri samstæða fjölmörg sóknartækifæri til framtíðar.“

Um Vörð

Vörður tryggingar hf. er alhliða vátryggingafélag í eigu Arion banka hf. sem býður tryggingar fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Félagið leggur áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti á samkeppnishæfu verði. Meðaltalsfjöldi starfsmanna var á síðasta ári 82 og eru viðskiptavinir félagsins nú yfir 60.000. Starfsfólk Varðar vinnur markvisst að því að efla þjónustu og fjölga valkostum í tryggingaþjónustu til viðskiptavina.

Nánari upplýsingar veitir: Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar í síma, 514 1020 og 824 1020.

Fréttir 27. feb. 2018

Afkomutilkynning 2017

Á stjórnarfundi þann 22. febrúar 2018, samþykkti stjórn og forstjóri samstæðureikning Varðar fyrir árið 2017.

Guðmundur Jóhann Jónsson forstjóri Varðar:

„Afkoma Varðar var góð á síðasta ári og skýrist hún helst af mjög góðum rekstri líftryggingafélagsins, ávöxtun fjárfestingaeigna og kostnaðarhagræði. Afkoman af vátryggingastarfseminni var almennt jákvæð fyrir utan ökutækjatryggingar sem reknar voru með umtalsverðu tapi. Samstæðan styrktist mikið með innkomu Okkar líftrygginga og skapar öflugri samstæða fjölmörg sóknartækifæri til framtíðar.

Árið 2017 var ár umbreytinga hjá Verði. Breytingar voru gerðar á stjórnkerfi og stjórnskipulagi félagsins og unnið var að ýmsum umbótaverkefnum. Ber þar einna hæst þróun á stafrænum lausnum en áhersla er lögð á nútímalegar lausnir og að þjónustuleiðir taki mið af væntingum og þörfum viðskiptavina hverju sinni. Allt miðar þetta að því að efla og styrkja félagið til framtíðar og til þess að viðskiptavinir fái bestu þjónustu sem völ er á.“

Traustur og vaxandi vátryggingarekstur

Starfsemi Varðar gekk vel á árinu 2017 líkt og undanfarin ár og er reksturinn traustur og vaxandi ár frá ári. Í upphafi ársins sameinuðust Okkar líftryggingar og Vörður líftryggingar undir merkjum síðarnefnda félagsins. Sameinað félag er nú í fyrsta sinn hluti af samstæðureikningi Varðar.

Hagnaður Varðar árið 2017 nam 1.151 m.kr. fyrir tekjuskatt en var 751 m.kr. árið 2016. Að teknu tilliti til skatta var hagnaður ársins 957 m.kr. samanborið við 637 m.kr. árið 2016. Hagnaðurinn er sá mesti í sögu félagsins en í því sambandi ber að hafa í huga að samstæðan breyttist mikið við innkomu Okkar líftrygginga.

Iðgjöld ársins hækkuðu um 18% milli ára og námu 9.726 m.kr. samanborið við 8.265 m.kr. árið 2016. Tjón ársins námu 7.171 m.kr. á síðasta ári og jukust um 24% milli ára. Vaxandi tjónaþungi er í ökutækjatjónum og hækkaði tjónshlutfall lögbundinna ökutækjatrygginga úr 94,1%, í 102,9%. Afkoma ökutækjatrygginga er óásættanleg og gildir þá einu hvort horft er til lögboðinna eða frjálsra trygginga. Launahækkanir síðustu ára koma nú fram af fullum þunga í uppgjörum líkamstjóna. Meðaltjón hafa hækkað því sem næst um 50% á undanförnum árum og nálgast kostnaður við uppgjör líkamstjóna í ökutækjatryggingum nú að vera 70% af heildartjónakostnaði í lögboðnum ökutækjatryggingum. Þessu til viðbótar hefur mikil endurnýjun og fjölgun ökutækja orðið á undanförnum árum. Samfara auknum fjölda fjölgar eknum kílómetrum en beint samhengi er á milli tjónafjölda og ekinna kílómetra. Ástand vegakerfis landsins hefur einnig áhrif á tjónakostnað en brýnt er að ráðast í umbætur á vegakerfinu því nútímalegt vegakerfi leiðir af sér fækkun slysa. Þá má nefna að viðgerðarkostnaður nýrra bíla er umtalsvert hærri en eldri bíla.

Fjárfestingatekjur námu 1.181 m.kr. árið 2017 og hækkuðu um 28% milli ára og skilaði eignasafnið um 7% nafnávöxtun. Hreinn rekstrarkostnaður var 2.253 m.kr. og lækkaði um 68 m.kr. milli ára eða um 3%. Kostnaðarhlutfall lækkaði og var 21,1% árið 2017 samanborið við 26,5% árið 2016.

Samsett hlutfall, sem er skilgreint sem tjónakostnaður, endurtryggingakostnaður og rekstrarkostnaður sem hlutfall af iðgjöldum, var 98,3% árið 2017 samanborið við 100,5% árið 2016.

Sterkur efnahagur

Heildareignir Varðar í árslok 2017 námu 19.997 m.kr. í samanburði við 17.044 m.kr. í árslok 2016 og nemur hækkunin liðlega 17%. Fjárfestingaeignir námu 14.033 m.kr. í árslok 2017 og handbært fé nam 1.461 m.kr.

Eigið fé í lok árs 2017 nam 6.207 m.kr. en í árslok 2016 nam það 5.350 m.kr. Eiginfjárhlutfall er sterkt eða 31% í lok árs sem er nærri sama hlutfall og í lok árs 2016. Gjaldþol félagsins samkvæmt Solvency II var 1,41 í árslok 2017 en var 1,76 í lok árs 2016. Arðsemi eiginfjár var 16,6%

Framsækið fyrirtæki í jafnréttismálum

Vörður hlaut fyrst fjármálafyrirtækja á Íslandi jafnlaunavottun árið 2014 og starfrækir félagið jafnlaunakerfi sem samræmist kröfum reglugerðar um vottun jafnlaunakerfa fyrirtækja og stofnana á grundvelli jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Vörður hlaut á árinu 2017 jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins, fyrst fjármálafyrirtækja hér á landi. Jafnlaunamerkið er viðurkenning um að Vörður hafi komið sér upp ferlum sem tryggja að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna eða aðra mismunun. Vottunin styður einnig við þá stefnu og áætlun sem Vörður hefur sett sér í jafnréttismálum um að vera framsækið fyrirtæki og byggja á nútíma gildum. Þess má geta að kynjahlutfall í stjórn og framkvæmdastjórn Varðar er jafnt.

Um Vörð

Vörður tryggingar hf. er alhliða vátryggingafélag í eigu Arion banka hf. sem býður tryggingar fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Félagið leggur áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti á samkeppnishæfu verði. Meðaltalsfjöldi starfsmanna var á síðasta ári 82 og eru viðskiptavinir félagsins nú yfir 60.000. Starfsfólk Varðar vinnur markvisst að því að efla þjónustu og fjölga valkostum í tryggingaþjónustu til viðskiptavina.

Aðalfundir Varðar trygginga hf. og Varðar líftrygginga hf. verða haldnir 8. mars næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir: Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar í síma, 514 1020 og 824 1020

Afkomutilkynning 2017

Fréttir 24. jan. 2018

Framúrskarandi fyrirtæki 2017

Creditinfo hefur staðfest að Vörður tryggingar og Vörður líftryggingar eru í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi árið 2017. Af rúmlega 38.500 skráðum fyrirtækjum á Íslandi uppfylla 862 skilyrði Creditinfo um styrk og stöðugleika.

Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtækin að uppfylla strangt gæðamat byggt á faglegum kröfum og greiningu Creditinfo. 

  • Skilyrðin eru:
  • - Er í lánshæfisflokki 1-3
  • - Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð
  • - Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð
  • - Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
  • - Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
  • - Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
  • - Eignir a.m.k. 90 m.kr. árið 2016 og 80 m.kr. 2015 og 2016


Við erum stolt að vera meðal 2,2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla skilyrðin. 

Fréttir 05. jan. 2018

Vörður styður handboltann

Við hjá Verði styðjum handboltann og erum orðin einn af aðalstyrktaraðilum HSÍ. Við viljum leggja einni af þjóðaríþróttum Íslendinga lið og styðja vel við bakið á strákunum og stelpunum okkar. Gleðin hefst þann 12. janúar þegar flautað verður til leiks á EM karla í Króatíu. Áfram Ísland. 

Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ og Guðmundur J. Jónsson forstjóri Varðar undirrituðu samninginn.

Fréttir 19. des. 2017

Afgreiðslutími yfir jólin

- Þorláksmessa lokað
- Aðfangadagur lokað
- Jóladagur lokað
- Annar í jólum lokað
- 27.–29. desember frá kl. 9:00–16:30
- Gamlársdagur lokað
- Nýársdagur lokað
- 2. janúar opið frá kl. 9:00 - 16:30

Neyðarsími vegna tjóna utan afgreiðslutíma er í síma 514 1099

Við óskum þér og þínum gleði og friðar yfir hátíðirnar og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. 

Með jólakveðju,
starfsfólk Varðar