Líf og heilsa

Líf- og heilsutryggingar eru mikilvægt öryggisnet ef til slysa eða veikinda kemur eða sem öryggissjóður fyrir þá sem eftir standa ef við föllum frá.

Áhættumat

Við umsókn á líf- og heilsutryggingum þarf umsækjandi að fylla út beiðni þar sem hann svarar spurningum er varða heilsufar hans fyrr og nú, fjölskyldusögu, atvinnu og séráhættu.