05. febrúar 2025
Þar sem Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna vegna veðurs frá klukkan 15 í dag munum við loka útibúum okkar þá.
Við stefnum á að opna útibúin aftur klukkan 13 á morgun ef aðstæður leyfa.
Þrátt fyrir þessar lokanir mun starfsfólk okkar í þjónustuveri vera til taks í síma 514 1000 til klukkan 16 í dag og frá klukkan 9 til 16 á morgun. Einnig er hægt að nálgast okkur í gegnum netspjallið á vordur.is og með því að senda okkur póst á netfangið [email protected].
Utan opnunartíma er hægt að hafa samband við neyðarþjónustu Varðar í síma 514 1099.
Vörður tryggingar
05. febrúar 2025