Hvernig getum við aðstoðað?

Hvernig getum við aðstoðað?

Fáðu tilboð

Endilega fylltu út formið og við sendum þér tilboð um hæl.

Ertu með fyrirspurn?

Sendu okkur línu og við höfum samband eins fljótt og auðið er.

Spjallið

Spjallið er opið alla virka daga
frá kl. 9:00 - 16:30.

Fara í spjallið

Tilkynna tjón

Sendu inn tjónstilkynningu og við Höfum samband eins fljótt og auðið er.

Tilkynna tjón

Fáðu tilboð í þínar tryggingar

Takk fyrir! Við höfum móttekið tilboðið þitt og ráðgjafar okkar hafa samband við fyrsta tækifæri.

Endilega fylltu út þetta einfalda form og við sendum þér tilboð um hæl.

Vinsamlegast fyllið út þá reiti sem eru skyldugir.

Kennitala er ekki af réttu formi.

Óskað er eftir tilboði í:

Ertu með fyrirspurn?

Takk fyrir fyrirspurnina.

Við munum svara þér eins fljótt og auðið er.

Endilega fylltu út þetta einfalda form og við svörum eins skjótt og hægt er.

Vinsamlegast fyllið út þá reiti sem eru rauðmerktir.

Mínar síður

EF LÍFIÐ VÆRI LEIKUR

Hver tekur við þínum skuldbindingum ef þú þarft að sitja hjá?

Lesa meira

Fáðu tilboð í tryggingar

Við leggjum áherslu á einfaldar og öruggar tryggingar á hagstæðu verði. Hafðu samband og athugaðu hvað við höfum fram að færa.

FYRIRTÆKJATRYGGINGAR

Fyrirtækjatryggingar ættu að vera sjálfsagður hluti af rekstrinum. 

Heyrðu í okkur og við getum aðstoðað þig við að setja saman tryggingar sem henta þínum rekstri.

Í hvaða atvinnugrein ert þú?

Tilkynna tjón

Ef þú hefur lent í tjóni getur þú tilkynnt það hér fyrir neðan með nokkrum músarsmellum. Ef um neyðartilvik er að ræða, t.d. vatnsleka eða bruna, er nauðsynlegt að hafa samband við okkur eins fljótt og kostur er.

Veistu hvað þú átt?

Hvað er langt síðan þú gafst þér tíma til að velta því fyrir þér hversu mikil verðmæti leynast á þínu heimili?

Gerðu yfirlit yfir allar þínar eignir á einum stað og sjáðu heildarverðmætið á eignunum.

Innbúsreiknir Varðar

Vinsælt efni á vefnum

Skilmálar

Hér er hægt að nálgast alla skilmála sem Vörður hefur upp á að bjóða.

Grunnur afsláttarkerfi

Ef þú ert með þrjár tryggingar hjá okkur geturðu orðið meðlimur í Grunni.

Þjónustuaðilar vegna bílatjóna

Hér eru upplýsingar um þjónustuaðila vegna bílatjóna.

Beiðnir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast allar beiðnir og eyðublöð sem Vörður hefur upp á að bjóða.

Fjölskyldan og heimilið

Fjölskyldan er það mikilvægasta sem við eigum. Og við viljum búa henni öruggt umhverfi.

Líf og heilsa

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, segir máltækið. Það á ekki síst við um góða heilsu.

Ökutæki

Bíllinn er sjálfsagður hluti af fjölskyldunni hjá okkur flestum og við notum mikinn tíma á degi hverjum í að keyra á milli staða.

Fasteignin

Ef heimilið er þar sem hjartað slær þá er sjálft húsið það sem umvefur hjartað okkar og verndar það.

Þú nærð sambandi við okkur

alla virka daga milli 9:00-16:30 í síma 514 1000, netfangið vordur@vordur.is eða í netspjallinu

Fréttir og blogg

Fréttir 27. okt. 2017

Vörður fær jafnlaunamerkið

Vörður hefur fyrst fjármálafyrirtækja á Íslandi hlotið jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins. Vörður hefur frá árinu 2014 starfrækt jafnlaunakerfi sem samræmist kröfum reglugerðar um vottun jafnlaunakerfa fyrirtækja og stofnana á grundvelli jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Jafnlaunamerkið er viðurkenningu um að Vörður hafi komið sér upp ferli sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna eða aðra mismunun. 

„Við erum verulega stolt af þeim árangri að vera fyrst fjármálafyrirtækja til að fá þessa viðurkenningu,“ segir Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar. „Vottunin staðfestir það launajafnrétti sem ríkir hjá Verði og þá stefnu sem félagið hefur í jafnréttismálum. Nefna má að við vorum fyrsta fjármálafyrirtækið sem hlaut jafnlaunavottun VR árið 2014 og áður hlutum við Gullmerkið, jafnlaunavottun PWC. Vörður hefur ætíð lagt áherslu á jafnrétti í launum og starfstækifærum.“

Fréttir 13. sep. 2017

Sjávarútvegssýning

Hnútar hafa skipt sköpum á Íslandi frá landnámi, ekki síst í undirstöðuatvinnugrein eins og sjávarútvegi. Traustir hnútar voru trygging fyrir öryggi og festu eins og íslenskir sjómenn þekkja einna best. Að kunna að búa rétt um hnútana er því einkennandi fyrir sjómennsku – og sömuleiðis tryggingar.

Vörður tekur að venju þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni 2017 og við beinum athygli okkar að hnútum, bæði bókstaflega og einnig sem líkingu, til þess að sjófarendur geti búið vel um sína hnúta á sjó og landi. Tryggingar veita öryggi, á sama hátt og rétt hnýttir hnútar.

 ,,Við höfum staðið vörð um sjávarútveginn um árabil með mörgum af okkar traustustu viðskiptavinum. Hjá okkur býðst fyrirtækjum sem tengjast sjávarútvegi alhliða tryggingaþjónusta, hvort sem um er að ræða útgerð, vinnslu eða útflutning afurða. Við leggjum áherslu á að þekkja okkar viðskiptavini og erum með hæstu einkunn tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni annað árið í röð.“ segir Valtýr Guðmundsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Varðar.

Á sýningunni mun Vörður fara í saumana á mikilvægi trygginga og hefja hnútinn til vegs og virðingar – enda hnúturinn vel þekkt stef í sjómennsku.

„Hnútar virka oft einfaldir við fyrstu sýn en flestir sem reynt hafa að fylgja leiðbeiningum um hnýtingar hafa rekið sig á að oft þarf töluverða þekkingu og rétt handbragð til þess að geta hnýtt af öryggi. Það sama á í raun við um tryggingar – þær þarf að setja rétt saman, af öryggi og þekkingu, svo hægt sé að búa örugglega um tryggingavernd viðskiptavina.“

Vörður tekur þetta svo skrefinu lengra í bási Varðar (G11) og þar geta gestir og gangandi forvitnast um hnúta, lært þá, hnýtt og nýtt og séð hvernig þeir gagnast í leik og starfi þegar þörfin kveður á um öryggi og festu. Notar maður t.d. sama hnút til að draga bíl og festa trampólínið?

  

 

Samfélagsmiðlar