Prófaðu nýjan rafrænan ráðgjafa

Byrja

Fáðu tilboð í tryggingar

Við leggjum áherslu á einfaldar og öruggar tryggingar á hagstæðu verði. Hafðu samband og athugaðu hvað við höfum fram að færa.

Fyrirtækjatryggingar

Fyrirtækjatryggingar ættu að vera sjálfsagður hluti af rekstrinum.

Heyrðu í okkur og við getum aðstoðað þig við að setja saman tryggingar sem henta þínum rekstri.

Tilkynna tjón

Ef þú hefur lent í tjóni getur þú tilkynnt það hér fyrir neðan með nokkrum músarsmellum. Ef um neyðartilvik er að ræða, t.d. vatnsleka eða bruna, er nauðsynlegt að hafa samband við okkur eins fljótt og kostur er.

Enn betri Mínar síður

Við höfum uppfært Mínar síður.

Skráðu þig inn á enn betri Mínar síður, þitt persónulega vefsvæði hjá Verði. Þar hefur þú aðgang að öllum upplýsingum um þín tryggingamál, hvar og hvenær sem þér hentar. Kíktu við og láttu okkur endilega vita hvað þér finnst.

VÖRÐUR HEFUR Á AÐ SKIPA ÞJÓNUSTULIPRU OG VEL UPPLÝSTU STARFSFÓLKI

Þú nærð sambandi við okkur alla virka daga milli kl. 9:00 og 16:30 í síma 514 1000, í netfangið vordur@vordur.is eða á netspjallinu.

FRÉTTIR OG BLOGG

fréttir

29. nóv 2019

Öruggari kertajól

Förum varlega með jólaljósin og skreytingar yfir hátíðar. Dæmin sýna því miður að flestir brunar eru á þessum árstíma vegna kerta sem eru látin loga án eftirlits. Höfum eftirfarandi í huga með jólaskreytingar í desember:

 • Það á að vera liðin tíð að kerti séu sett hlífðarlaus niður í blóma- og greniskreytingar. Hafðu kertaskreytingar á undirlagi sem ekki getur kviknað í.

 • Úðaðu eldvarnaefni yfir skreytingar. Slíkur úði hefur gefið góða raun og fæst í helstu blómaverslunum.

 • Unnt er að fá ýmsar gerðir kertastjaka og íláta fyrir kertin. Hví ekki að leyfa þeim að njóta sín í stað þess að fela með skreytingum?

 • Mundu að fara aldrei frá logandi kertaljósi.

Höfum eftirfarandi í huga með kertaljósin í desember:

 • Festið kertin tryggilega á eldtrega og stöðuga undirstöðu.

 • Hafið þau ekki of nærri hitagjafa, svo sem ofni eða sjónvarpi. Logandi kerti á ekki að standa ofan á raftæki.

 • Hafið þau ekki nærri efnum sem auðveldlega getur kviknað í.

 • Öruggast er að nota þar til gert kertastæði, rafmagnskerti, sjálfslökkvandi kerti eða kertaslökkvara í skreytingar. Sé það ekki gert er mikilvægt að láta skraut ekki liggja að kerti, eldverja skreytinguna og slökkva tímanlega á kertunum.

 • Farið aldrei frá logandi kerti og látið börn ekki komast í eldfæri eða logandi kerti.

Höfum í huga umgengni við kerti

 • Kerti brenna mishratt en stundum er brennslutíma getið á umbúðum.

 • Veldu kertastjaka úr hitaþolnu efni og gætið þess að kertið sé vel skorðað í stjakanum.

 • Húsgagnið sem kertastjaki eða kertaskreyting stendur á verður að þola hita og vera stöðugt.

 • Hafðu aldrei kerti þar sem trekkur er og gætið þess að hafa ekki logandi kerti í gluggakistu þar sem gluggatjöld blakta.

 • Börn eiga aldrei að vera ein í herbergi þar sem logar á kerti.

 • Ekki staðsetja kerti of nálægt hitagjöfum á borð við miðstöðvarofna eða arineld.

 • Logandi kerti á ekki að standa ofan á raftæki.

Það er aldrei of varlega farið, sérstaklega ekki þegar haft er í huga að meirihluti íslenskra heimila sinnir eldvörnum ekki nægilega vel, samkvæmt könnun Eldvarnabandalagsins. Það er mikið í húfi. Þess vegna hvetjum við alla til að fara varlega með kertaljósin.

fréttir

25. nóv 2019

Vörður styttir vinnuvikuna og breytir þjónustutíma

Frá og með 1. desember tekur stytting vinnuvikunnar gildi hjá Verði. Í síðustu kjarasamningum var samið um styttingu vinnutíma frá 1. janúar 2020 um 9 mínútur á dag án skerðingar launa. Að höfðu samráði við starfsfólk var ákveðið að stytta vinnutímann á föstudögum um 45 mínútur.

Samhliða þessu verður gerð breyting á þjónustutíma Varðar. Framvegis verður þjónustutíminn frá klukkan 9 til 16 alla virka daga nema föstudaga, 15:30. Í útibúi Varðar á Akureyri verður þjónustutíminn frá klukkan 9 til 16 alla virka daga. Þjónustuvefurinn Mínar síður er opinn allan sólarhringinn á netinu. Þar er m.a. hægt að skoða yfirlit yfir tryggingar, tilkynna tjón, sækja rafræn skjöl og dreifa greiðslum. Utan skilgreinds þjónustutíma félagsins er sími tjónavaktar opinn allan sólarhringinn.

Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri Varðar, fagnar góðu framtaki aðila vinnumarkaðarins við gerð lífskjarasamnings sem felur í sér nálgun til bættra lífsgæða. Hún segir rannsóknir sýna að styttri vinnuvika leiði til aukinnar ánægju í starfi og aukinna afkasta. Þá muni heilsa og vellíðan batna með styttri vinnudegi og jafnrétti kynjanna aukast.

Móttaka Varðar í Borgartúni 25