Hvernig getum við aðstoðað?

Hvernig getum við aðstoðað?

Fáðu tilboð

Endilega fylltu út formið og við sendum þér tilboð um hæl.

Ertu með fyrirspurn?

Sendu okkur línu og við höfum samband eins fljótt og auðið er.

Spjallið

Spjallið er opið alla virka daga
frá kl. 8:30 - 16:30.

Fara í spjallið

Tilkynna tjón

Sendu inn tjónstilkynningu og við höfum samband eins fljótt og auðið er.

Tilkynna tjón

Fáðu tilboð í þínar tryggingar

Takk fyrir! Við höfum móttekið tilboðið þitt og ráðgjafar okkar hafa samband við fyrsta tækifæri.

Endilega fylltu út þetta einfalda form og við sendum þér tilboð um hæl.

Vinsamlegast fyllið út þá reiti sem eru skyldugir.

Kennitala er ekki af réttu formi.

Óskað er eftir tilboði í:

Ertu með fyrirspurn?

Takk fyrir fyrirspurnina.

Við munum svara þér eins fljótt og auðið er.

Endilega fylltu út þetta einfalda form og við svörum eins skjótt og hægt er.

Vinsamlegast fyllið út þá reiti sem eru rauðmerktir.

Mínar síður

Hæsta einkunn tryggingafélaga

Takk fyrir okkur! Vörður fékk hæstu einkunn tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni. Fáðu tilboð í þínar tryggingar í dag.

Lesa meira

Fáðu tilboð í tryggingar

Við leggjum áherslu á einfaldar og öruggar tryggingar á hagstæðu verði. Hafðu samband og athugaðu hvað við höfum fram að færa.

FYRIRTÆKJATRYGGINGAR

Fyrirtækjatryggingar ættu að vera sjálfsagður hluti af rekstrinum. 

Heyrðu í okkur og við getum aðstoðað þig við að setja saman tryggingar sem henta þínum rekstri.

Í hvaða atvinnugrein ert þú?

Tilkynna tjón

Ef þú hefur lent í tjóni getur þú tilkynnt það hér fyrir neðan með nokkrum músarsmellum. Ef um neyðartilvik er að ræða, t.d. vatnsleka eða bruna, er nauðsynlegt að hafa samband við okkur eins fljótt og kostur er.

Veistu hvað þú átt?

Hvað er langt síðan þú gafst þér tíma til að velta því fyrir þér hversu mikil verðmæti leynast á þínu heimili?

Gerðu yfirlit yfir allar þínar eignir á einum stað og sjáðu heildarverðmætið á eignunum.

Innbúsreiknir Varðar

Vinsælt efni á vefnum

Grunnur afsláttarkerfi

Ef þú ert með þrjár tryggingar hjá okkur geturðu orðið meðlimur í Grunni.

Þjónustuaðilar vegna bílatjóna

Hér eru upplýsingar um þjónustuaðila vegna bílatjóna.

Beiðnir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast allar beiðnir og eyðublöð sem Vörður hefur upp á að bjóða.

Skilmálar

Hér er hægt að nálgast alla skilmála sem Vörður hefur upp á að bjóða.

Fjölskyldan og heimilið

Fjölskyldan er það mikilvægasta sem við eigum. Og við viljum búa henni öruggt umhverfi.

Líf og heilsa

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, segir máltækið. Það á ekki síst við um góða heilsu.

Ökutæki

Bíllinn er sjálfsagður hluti af fjölskyldunni hjá okkur flestum og við notum mikinn tíma á degi hverjum í að keyra á milli staða.

Fasteignin

Ef heimilið er þar sem hjartað slær þá er sjálft húsið það sem umvefur hjartað okkar og verndar það.

Þú nærð sambandi við okkur

alla virka daga milli 8:30-16:30 í síma 514 1000, netfangið vordur@vordur.is eða í netspjallinu

Fréttir og blogg

Fréttir 02. des. 2016

Workplace frá Facebook

Vörður hefur tekið Workplace by Facebook í notkun, fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja. Áður hafa nokkur stór íslensk fyrirtæki nýtt sér lausnina sem býður upp á einfölduð samskipti og bætta upplýsingamiðlun.

Að sögn Guðmundar Jóhanns Jónsonar, forstjóra Varðar, er gríðarleg ásókn fyrirtækja um allan heim að nýta sér kerfið. „Með því að nota Workplace by Facebook gefst okkur tækifæri til að stórefla samskipti okkar og bæta upplýsingagjöf með einföldum og skemmtilegum hætti,“ Guðmundur segist stoltur og ánægður fyrir hönd Varðar að vera meðal fyrstu íslensku fyrirtækjanna til að taka upp kerfið.

Í tilefni þess að Vörður tók upp samskiptakerfið var brugðið á leik og Verði var breytt í lifandi Facebook síðu. Þannig fékk allt starfsfólk „emoji“ í piparkökuformi sem það gat notað til þess að gefa hvert öðru like, eða önnur viðbrögð, og voru hvattir til þess að skilja athugasemdir til samstarfsmanna eftir á borði þeirra. Blaðrarinn Daníel kom og gaf starfsmönnum „emoji“ blöðrur og fengu þeir einnig gátu sem þeir áttu að leysa úr.

Vörður er öflugt og framsækið tryggingafélag sem kappkostar að nýta bestu fáanlegu kerfi í rekstri sínum.

Workplace frá Facebook

Fréttir 01. des. 2016

Heimilin efla eldvarnir

Íslendingar auka eldvarnir á heimilum sínum jafnt og þétt samkvæmt rannsóknum sem Gallup hefur gert fyrir Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Eldvarnabandalagið á undanförnum tíu árum. Nýjasta rannsókn Gallup sýnir að nú eru allt í senn reykskynjarar, eldvarnateppi og slökkvitæki á yfir helmingi íslenskra heimila í fyrsta sinn frá því mælingar hófust. Heimilum sem eiga eldvarnateppi fjölgaði um fimm prósentustig frá 2014 og alls um ríflega átta prósentustig síðan 2006. Slökkvitæki var á ríflega 61 prósent heimila 2006 en rúmlega 72 prósent nú. Þá fjölgar sífellt heimilum með þrjá reykskynjara eða fleiri.

Þótt eldvörnum sé sannarlega verulega ábótavant hjá mörgum er þetta afar ánægjuleg þróun og jákvætt að fá svona niðurstöðu nú þegar við erum að hefja árlegt Eldvarnaátak slökkviliðsmanna í grunnskólum um allt land. Þetta styrkir okkur bara í þeirri trú að eldvarnafræðsla okkar, Eldvarnabandalagsins og fleiri skilar árangri, segir Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS). Nýjasta rannsókn Gallup var gerð fyrir LSS og Eldvarnabandalagið í september og október síðastliðnum en Gallup hefur kannað ástand eldvarna á heimilum fyrir þessa aðila á tveggja ára fresti frá 2006. Þátttakendur nú voru 1.418 og þátttökuhlutfallið 59,1 prósent. 

Helstu niðurstöður könnunar Gallup eru þessar:
- Helmingur heimila eru allt í senn reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnateppi (43,3 prósent 2012).
- Á 28 prósent heimila er enginn eða aðeins einn reykskynjari (38,4 prósent 2006).
- Heimilum með fjóra reykskynjara eða fleiri hefur á sama tíma fjölgað úr 21,5 prósent árið 2006 í 31,9 prósent nú.
- Slökkvitæki eru á um 72 prósent heimila.
- Eldvarnateppi er á nær 65 prósent heimila og fjölgaði um fimm prósentustig frá síðustu könnun árið 2014.
- Eldvarnir eru sem fyrr mun lakari í leiguhúsnæði en hjá þeim sem búa í eigin húsnæði. Ungt fólk er berskjaldaðra fyrir eldsvoðum en aðrir.
- Eldvarnir eru að jafnaði öflugastar hjá þeim sem búa í einbýli.

  

 

Samfélagsmiðlar