Hvernig getum við aðstoðað?

Hvernig getum við aðstoðað?

Fáðu tilboð

Endilega fylltu út formið og við sendum þér tilboð um hæl.

Ertu með fyrirspurn?

Sendu okkur línu og við höfum samband eins fljótt og auðið er.

Spjallið

Spjallið er opið alla virka daga
frá kl. 9:00 - 16:30.

Fara í spjallið

Tilkynna tjón

Sendu inn tjónstilkynningu og við Höfum samband eins fljótt og auðið er.

Tilkynna tjón

Fáðu tilboð í þínar tryggingar

Takk fyrir! Við höfum móttekið tilboðið þitt og ráðgjafar okkar hafa samband við fyrsta tækifæri.

Endilega fylltu út þetta einfalda form og við sendum þér tilboð um hæl.

Vinsamlegast fyllið út þá reiti sem eru skyldugir.

Kennitala er ekki af réttu formi.

Óskað er eftir tilboði í:

Ertu með fyrirspurn?

Takk fyrir fyrirspurnina.

Við munum svara þér eins fljótt og auðið er.

Endilega fylltu út þetta einfalda form og við svörum eins skjótt og hægt er.

Vinsamlegast fyllið út þá reiti sem eru rauðmerktir.

Mínar síður

Hvað ef þú dettur úr leik?

Hafðu samband og saman finnum við út hvaða líf- og sjúkdómatryggingar henta þér og þínum.

Lesa meira

Fáðu tilboð í tryggingar

Við leggjum áherslu á einfaldar og öruggar tryggingar á hagstæðu verði. Hafðu samband og athugaðu hvað við höfum fram að færa.

FYRIRTÆKJATRYGGINGAR

Fyrirtækjatryggingar ættu að vera sjálfsagður hluti af rekstrinum. 

Heyrðu í okkur og við getum aðstoðað þig við að setja saman tryggingar sem henta þínum rekstri.

Í hvaða atvinnugrein ert þú?

Tilkynna tjón

Ef þú hefur lent í tjóni getur þú tilkynnt það hér fyrir neðan með nokkrum músarsmellum. Ef um neyðartilvik er að ræða, t.d. vatnsleka eða bruna, er nauðsynlegt að hafa samband við okkur eins fljótt og kostur er.

Veistu hvað þú átt?

Hvað er langt síðan þú gafst þér tíma til að velta því fyrir þér hversu mikil verðmæti leynast á þínu heimili?

Gerðu yfirlit yfir allar þínar eignir á einum stað og sjáðu heildarverðmætið á eignunum.

Innbúsreiknir Varðar

Vinsælt efni á vefnum

Skilmálar

Hér er hægt að nálgast alla skilmála sem Vörður hefur upp á að bjóða.

Grunnur afsláttarkerfi

Ef þú ert með þrjár tryggingar hjá okkur geturðu orðið meðlimur í Grunni.

Þjónustuaðilar vegna bílatjóna

Hér eru upplýsingar um þjónustuaðila vegna bílatjóna.

Beiðnir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast allar beiðnir og eyðublöð sem Vörður hefur upp á að bjóða.

Fjölskyldan og heimilið

Fjölskyldan er það mikilvægasta sem við eigum. Og við viljum búa henni öruggt umhverfi.

Líf og heilsa

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, segir máltækið. Það á ekki síst við um góða heilsu.

Ökutæki

Bíllinn er sjálfsagður hluti af fjölskyldunni hjá okkur flestum og við notum mikinn tíma á degi hverjum í að keyra á milli staða.

Fasteignin

Ef heimilið er þar sem hjartað slær þá er sjálft húsið það sem umvefur hjartað okkar og verndar það.

Þú nærð sambandi við okkur

alla virka daga milli 9:00-16:30 í síma 514 1000, netfangið vordur@vordur.is eða í netspjallinu

Fréttir og blogg

Fréttir 08. mar. 2018

Aðalfundur

Vörður hélt aðalfund sinn fimmtudaginn 8. mars. Á fundinum var ársreikningur fyrir árið 2017 samþykktur. Rekstur Varðar gekk vel á síðasta ári líkt og undanfarin ár. Afkoman var sú besta í sögu félagsins eða 957 m.kr. eftir skatta en í því sambandi ber að hafa í huga að samstæðan breyttist mikið við innkomu Okkar líftrygginga. Iðgjöld jukust um 18%, fjárfestingatekjur um 28% og heildareignir um 17% en þær námu 19.997 m.kr. í árslok. Eigið fé félagsins nam í lok árs 6.207 m.kr. og jókst um 16%. Arðsemi eigin fjár var 17% og eiginfjárhlutfall var 31%. Tjón ársins jukust um 24% á árinu og var samsett hlutfall samstæðunnar 98,3%.

Á fundinum var tekin ákvörðun um að greiða 700 m.kr. í arð vegna rekstrarársins 2017.

Í stjórn Varðar trygginga voru kjörin þau Benedikt Olgeirsson, Guðný Benediktsdóttir, Iða Brá Benediktsdóttir, Óskar Hafnfjörð Auðunsson og Sigrún Ragna Ólafsdóttir.

Samhliða var stjórn Varðar líftrygginga, dótturfélags Varðar, kjörin en hana skipa þau Benedikt Olgeirsson, Ásgerður H. Sveinsdóttir og Ingibjörg Arnarsdóttir.

Guðmundur Jóhann Jónsson forstjóri Varðar:

„Síðasta ár var viðburðarríkt í rekstri félagsins, afkoman góð og efnahagurinn traustur. Góð afkoma skýrist helst af mjög góðum rekstri líftryggingafélagsins, ávöxtun fjárfestingaeigna og kostnaðarhagræði. Afkoman af vátryggingastarfseminni var almennt jákvæð fyrir utan ökutækjatryggingar sem reknar voru með umtalsverðu tapi. Samstæðan styrktist mikið með innkomu Okkar líftrygginga og skapar öflugri samstæða fjölmörg sóknartækifæri til framtíðar.“

Um Vörð

Vörður tryggingar hf. er alhliða vátryggingafélag í eigu Arion banka hf. sem býður tryggingar fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Félagið leggur áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti á samkeppnishæfu verði. Meðaltalsfjöldi starfsmanna var á síðasta ári 82 og eru viðskiptavinir félagsins nú yfir 60.000. Starfsfólk Varðar vinnur markvisst að því að efla þjónustu og fjölga valkostum í tryggingaþjónustu til viðskiptavina.

Nánari upplýsingar veitir: Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar í síma, 514 1020 og 824 1020.

Fréttir 27. feb. 2018

Afkomutilkynning 2017

Á stjórnarfundi þann 22. febrúar 2018, samþykkti stjórn og forstjóri samstæðureikning Varðar fyrir árið 2017.

Guðmundur Jóhann Jónsson forstjóri Varðar:

„Afkoma Varðar var góð á síðasta ári og skýrist hún helst af mjög góðum rekstri líftryggingafélagsins, ávöxtun fjárfestingaeigna og kostnaðarhagræði. Afkoman af vátryggingastarfseminni var almennt jákvæð fyrir utan ökutækjatryggingar sem reknar voru með umtalsverðu tapi. Samstæðan styrktist mikið með innkomu Okkar líftrygginga og skapar öflugri samstæða fjölmörg sóknartækifæri til framtíðar.

Árið 2017 var ár umbreytinga hjá Verði. Breytingar voru gerðar á stjórnkerfi og stjórnskipulagi félagsins og unnið var að ýmsum umbótaverkefnum. Ber þar einna hæst þróun á stafrænum lausnum en áhersla er lögð á nútímalegar lausnir og að þjónustuleiðir taki mið af væntingum og þörfum viðskiptavina hverju sinni. Allt miðar þetta að því að efla og styrkja félagið til framtíðar og til þess að viðskiptavinir fái bestu þjónustu sem völ er á.“

Traustur og vaxandi vátryggingarekstur

Starfsemi Varðar gekk vel á árinu 2017 líkt og undanfarin ár og er reksturinn traustur og vaxandi ár frá ári. Í upphafi ársins sameinuðust Okkar líftryggingar og Vörður líftryggingar undir merkjum síðarnefnda félagsins. Sameinað félag er nú í fyrsta sinn hluti af samstæðureikningi Varðar.

Hagnaður Varðar árið 2017 nam 1.151 m.kr. fyrir tekjuskatt en var 751 m.kr. árið 2016. Að teknu tilliti til skatta var hagnaður ársins 957 m.kr. samanborið við 637 m.kr. árið 2016. Hagnaðurinn er sá mesti í sögu félagsins en í því sambandi ber að hafa í huga að samstæðan breyttist mikið við innkomu Okkar líftrygginga.

Iðgjöld ársins hækkuðu um 18% milli ára og námu 9.726 m.kr. samanborið við 8.265 m.kr. árið 2016. Tjón ársins námu 7.171 m.kr. á síðasta ári og jukust um 24% milli ára. Vaxandi tjónaþungi er í ökutækjatjónum og hækkaði tjónshlutfall lögbundinna ökutækjatrygginga úr 94,1%, í 102,9%. Afkoma ökutækjatrygginga er óásættanleg og gildir þá einu hvort horft er til lögboðinna eða frjálsra trygginga. Launahækkanir síðustu ára koma nú fram af fullum þunga í uppgjörum líkamstjóna. Meðaltjón hafa hækkað því sem næst um 50% á undanförnum árum og nálgast kostnaður við uppgjör líkamstjóna í ökutækjatryggingum nú að vera 70% af heildartjónakostnaði í lögboðnum ökutækjatryggingum. Þessu til viðbótar hefur mikil endurnýjun og fjölgun ökutækja orðið á undanförnum árum. Samfara auknum fjölda fjölgar eknum kílómetrum en beint samhengi er á milli tjónafjölda og ekinna kílómetra. Ástand vegakerfis landsins hefur einnig áhrif á tjónakostnað en brýnt er að ráðast í umbætur á vegakerfinu því nútímalegt vegakerfi leiðir af sér fækkun slysa. Þá má nefna að viðgerðarkostnaður nýrra bíla er umtalsvert hærri en eldri bíla.

Fjárfestingatekjur námu 1.181 m.kr. árið 2017 og hækkuðu um 28% milli ára og skilaði eignasafnið um 7% nafnávöxtun. Hreinn rekstrarkostnaður var 2.253 m.kr. og lækkaði um 68 m.kr. milli ára eða um 3%. Kostnaðarhlutfall lækkaði og var 21,1% árið 2017 samanborið við 26,5% árið 2016.

Samsett hlutfall, sem er skilgreint sem tjónakostnaður, endurtryggingakostnaður og rekstrarkostnaður sem hlutfall af iðgjöldum, var 98,3% árið 2017 samanborið við 100,5% árið 2016.

Sterkur efnahagur

Heildareignir Varðar í árslok 2017 námu 19.997 m.kr. í samanburði við 17.044 m.kr. í árslok 2016 og nemur hækkunin liðlega 17%. Fjárfestingaeignir námu 14.033 m.kr. í árslok 2017 og handbært fé nam 1.461 m.kr.

Eigið fé í lok árs 2017 nam 6.207 m.kr. en í árslok 2016 nam það 5.350 m.kr. Eiginfjárhlutfall er sterkt eða 31% í lok árs sem er nærri sama hlutfall og í lok árs 2016. Gjaldþol félagsins samkvæmt Solvency II var 1,41 í árslok 2017 en var 1,76 í lok árs 2016. Arðsemi eiginfjár var 16,6%

Framsækið fyrirtæki í jafnréttismálum

Vörður hlaut fyrst fjármálafyrirtækja á Íslandi jafnlaunavottun árið 2014 og starfrækir félagið jafnlaunakerfi sem samræmist kröfum reglugerðar um vottun jafnlaunakerfa fyrirtækja og stofnana á grundvelli jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Vörður hlaut á árinu 2017 jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins, fyrst fjármálafyrirtækja hér á landi. Jafnlaunamerkið er viðurkenning um að Vörður hafi komið sér upp ferlum sem tryggja að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna eða aðra mismunun. Vottunin styður einnig við þá stefnu og áætlun sem Vörður hefur sett sér í jafnréttismálum um að vera framsækið fyrirtæki og byggja á nútíma gildum. Þess má geta að kynjahlutfall í stjórn og framkvæmdastjórn Varðar er jafnt.

Um Vörð

Vörður tryggingar hf. er alhliða vátryggingafélag í eigu Arion banka hf. sem býður tryggingar fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Félagið leggur áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti á samkeppnishæfu verði. Meðaltalsfjöldi starfsmanna var á síðasta ári 82 og eru viðskiptavinir félagsins nú yfir 60.000. Starfsfólk Varðar vinnur markvisst að því að efla þjónustu og fjölga valkostum í tryggingaþjónustu til viðskiptavina.

Aðalfundir Varðar trygginga hf. og Varðar líftrygginga hf. verða haldnir 8. mars næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir: Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar í síma, 514 1020 og 824 1020

Afkomutilkynning 2017

  

 

Samfélagsmiðlar