Prófaðu nýjan rafrænan ráðgjafa

Byrja

Fáðu tilboð í tryggingar

Við leggjum áherslu á einfaldar og öruggar tryggingar á hagstæðu verði. Hafðu samband og athugaðu hvað við höfum fram að færa.

FYRIRTÆKJATRYGGINGAR

Fyrirtækjatryggingar ættu að vera sjálfsagður hluti af rekstrinum.

Heyrðu í okkur og við getum aðstoðað þig við að setja saman tryggingar sem henta þínum rekstri.

Tilkynna tjón

Ef þú hefur lent í tjóni getur þú tilkynnt það hér fyrir neðan með nokkrum músarsmellum. Ef um neyðartilvik er að ræða, t.d. vatnsleka eða bruna, er nauðsynlegt að hafa samband við okkur eins fljótt og kostur er.

Vörður er Fyrirtæki ársins 2019

Við skorum hæst í jafnrétti og höfum bætt okkur á öllum sviðum.

Þess vegna erum við Fyrirtæki ársins 2019 í flokki stórra fyrirtækja samkvæmt árlegri könnun VR. Við þökkum starfsfólki okkar þennan frábæra árangur sem dag hvern skilar sér í framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina.

VÖRÐUR HEFUR Á AÐ SKIPA ÞJÓNUSTULIPRU OG VEL UPPLÝSTU STARFSFÓLKI

Þú nærð sambandi við okkur alla virka daga milli kl. 9:00 og 16:30 í síma 514 1000, í netfangið vordur@vordur.is eða á netspjallinu.

FRÉTTIR OG BLOGG

fréttir

20. ágú 2019

Sæmundur tíar upp á Montecastillo

Sæmundur tíar upp á Montecastillo

Sæmundur Norðfjörð hreppti aðalvinninginn í Regluverðinum 2019 og vann sér inn lúxusgolfferð fyrir tvo á hinn margrómaða Montecastillo völl á Spáni. Regluvörðurinn er golfleikur Varðar og Golfsambands Íslands sem nýtur síaukinna vinsælda. Metþátttaka var í honum í sumar er hann fór fram sjöunda árið í röð.

Í leiknum, sem spilaður er á vef Varðar, geta spilarar kannað þekkingu sína á golfreglunum og þeir sem standast prófið fá hin eftirsóknarverðu Regluvarðar verðlaun. Vinsældir leiksins hafa aukist með ári hverju en í sumar tóku um 30 þúsund þátt og hefur starfsfólk Varðar ekki haft undan að senda verðlaunapeninga til stoltra Regluvarða.

Golfleikurinn sameinar bæði gagn og gaman og um leið eiga spilarar kost á glæsilegum verðlaunum. Leiknum er einnig ætlað að vekja athygli á Golfvernd Varðar, sem er sérstök trygging fyrir kylfinga gegn þjófnaði á golfbúnaði og öðrum óvæntum atvikum utan vallar sem innan.

Sæmundur, sem er kylfingur í golfklúbbi Brautarholts, var dreginn út 19. ágúst sl. úr hópi þeirra sem tóku þátt í golfleiknum og á hann von á skemmtilegri golfferð með Heimsferðum til Spánar í boði Varðar.

Vörður óskar Sæmundi innilega til hamingju með vinninginn og þakkar um leið öllum þeim sem tóku þátt í golfleiknum í sumar.

Á myndinni má sjá (f.v) Hörð Hinrik Arnarson frá Heimsferðum, Hauk Örn Birgisson, forseta GSÍ, Sæmund Norðfjörð, sigurvegara leiksins og Steinunni Hlíf Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra hjá Verði.

Traustsr bakhjarl GSÍ

Vörður er traustur bakhjarl GSÍ og meðal þess sem Vörður veitir fé til er útgáfa alþjóðlegrar reglubókar fyrir íslenska kylfinga. Golf byggir á nákvæmum og dálítið flóknum reglum. Það þarf stundum að láta reyna á reglubókina sem allir kylfingar ættu að hafa með í golfpokanum. Golfreglur og tryggingaskilmálar eiga það sameiginlegt að fjalla af nákvæmni og í smáatriðum um atriði sem fæstir vilja hugsa um. Þegar á reynir er hins vegar gott að geta gripið í reglubókina.

fréttir

22. júl 2019

Vörður kynnir nýjung á tryggingamarkaði

Vörður kynnir nýjung á tryggingamarkað

Vörður býður fyrst allra tryggingafélaga á Íslandi nýja stafræna lausn þar sem neytendur geta líf- og sjúkdómatryggt sig á nokkrum mínútum. Þjónustan er alsjálfvirk og er hægt að ganga frá tryggingum hvar og hvenær sem á netinu, með tölvu eða snjalltæki, og verðar þær strax virkar við lok ferlisins.

Vörður hefur undanfarna mánuði unnið að því að sjálfvirknivæða áhættumat vegna líf- og sjúkdómatrygginga og er afrakstur þeirrar vinnu nú að líta dagsins ljós. Veflausnin er stafræn frá A til Ö á vef félagsins, www.vordur.is/radgjafi og gerir hún fólki kleift að fá niðurstöður úr heilsufarsspurningum um leið og þeim er svarað. Nýtt ráðgjafatól spyr spurninganna og stillir upp tryggingum sem henta fjárhagslegum skuldbindingum hvers og eins. Neytandinn fær verð í tryggingarnar beint í kjölfarið og getur svo gengi frá kaupunum með einföldum hætti, allt í sama ferlinu.

Tryggingar á örfáum mínútum

Hingað til hafa neytendur á Íslandi þurft að senda inn umsókn um líf- og sjúkdómatryggingar og bíða í framhaldinu eftir að fyrstu niðurstöður áhættumats liggi fyrir og er algengt að slík bið taki einhverja daga. Sá biðtími er nú úr sögunni hjá Verði því hann hefur verið styttur niður í nokkrar mínútur. Niðurstaða umsóknar liggur fyrir um leið og spurningum hefur verið svarað og þannig er hægt að tryggja sig með skjótum hætti. Þó geta komið upp dæmi þar sem umsókn þarf að skoða nánar en reynslan af sambærilegri lausn erlendis sýnir að meirihluti þeirra sem fara í gegnum ferlið fá niðurstöðuna strax.

Á vordur.is/radgjafi geta allir skráð sig í lausnina, svarað spurningum og séð niðurstöðurnar með einföldum hætti á svipuðum tíma og það tekur að drekka einn kaffibolla í rólegheitunum. Eina sem þarf til að auðkenna sig í umsóknarferlinu eru rafræn skilríki. Ekki er nauðsynlegt að vera viðskiptavinur Varðar því lausnin er opin öllum.

Steinunn Hlíf Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri ráðgjafar og þjónustu hjá Verði:

„Vörður á og rekur stærsta líftryggingafélag landsins og leggur metnað sinn í að leiða þróun á þessum markaði. Markmið okkar er að fólk geti tryggt sig með sem minnstri fyrirhöfn. Þess vegna ákváðum við að nýta tæknina til að einfalda aðgengi að þessum mikilvægu tryggingum. Líf- og sjúkdómatryggingar eru mikilvægt öryggisnet ef til veikinda kemur eða sem öryggissjóður fyrir þá sem eftir standa ef við föllum frá. Hingað til hefur verið nokkur fyrirhöfn að ganga frá slíkum tryggingum en nú höfum við einfaldað það öllum til hagsbóta.“

Nánari upplýsingar veitir Steinunn Hlíf Sigurðardóttir framkvæmdastjóri í síma 894 0901.

Um Vörð Vörður tryggingar hf. er alhliða vátryggingafélag í eigu Arion banka hf. sem býður tryggingar fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Félagið leggur áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti á samkeppnishæfu verði. Starfsfólk Varðar vinnur markvisst að því að efla þjónustu og fjölga valkostum í tryggingaþjónustu til viðskiptavina.