Enn betri Mínar síður

Kíktu á enn betri Mínar síður en þar ertu alltaf númer eitt í röðinni

SKRÁ MIG INN

Fáðu tilboð í tryggingar

Við leggjum áherslu á einfaldar og öruggar tryggingar á hagstæðu verði. Hafðu samband og athugaðu hvað við höfum fram að færa.

Fyrirtækjatryggingar

Fyrirtækjatryggingar ættu að vera sjálfsagður hluti af rekstrinum.

Heyrðu í okkur og við getum aðstoðað þig við að setja saman tryggingar sem henta þínum rekstri.

Tilkynna tjón

Ef þú hefur lent í tjóni getur þú tilkynnt það hér fyrir neðan með nokkrum músarsmellum. Ef um neyðartilvik er að ræða, t.d. vatnsleka eða bruna, er nauðsynlegt að hafa samband við okkur eins fljótt og kostur er.

Rafrænn ráðgjafi

Eftir hverju ert þú að bíða?

Nýtt ráðgjafatól Varðar spyr nokkurra spurninga og stillir upp tryggingum sem henta fjárhagslegum skuldbindingum hvers og eins. Gakktu frá líf- og sjúkdómatryggingum á örfáum mínútum.

VÖRÐUR HEFUR Á AÐ SKIPA ÞJÓNUSTULIPRU OG VEL UPPLÝSTU STARFSFÓLKI

Þú nærð sambandi við okkur frá mánudegi til fimmtudags milli kl. 9:00 og 16:00 en á föstudögum frá 9:00 til 15:30. Hægt er að hafa samband við okkur í síma 514 1000, í netfangið vordur@vordur.is eða á netspjallinu.

FRÉTTIR OG BLOGG

fréttir

13. feb 2020

Óveður framundan

Rauðar og appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út í öllum landshlutum fyrir föstudaginn 14. febrúar. Sér­lega djúp lægð geng­ur yfir landið og mun hún fyrst hafa áhrif á sunn­an­verðu land­inu aðfaranótt föstu­dags, en síðan um allt land er líða fer á morg­un­inn og fram eft­ir degi. Bú­ast má við víðtæk­um sam­göngu­trufl­un­um á land­inu og ekk­ert ferðaveður er á meðan viðvör­un­in er í gildi. Ef þú lendir í tjóni er gott að hafa eftirfarandi í huga.

VIÐBRÖGÐ VIÐ TJÓNI

 • Mundu, ef þetta er neyðartilvik, að hafa strax samband við 112.

 • Ef ekki skaltu gera ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru, til að draga úr tjóni sé þess nokkur kostur en farðu jafnframt að öllu með gát.

 • Þegar þú hefur brugðist við er næsta skref að tilkynna tjónið til okkar.

 • Að senda myndir með tjónstilkynningu getur flýtt fyrir afgreiðslu.

 • Mat á umfangi tjóns eða viðgerðar hefst ekki fyrr en veðrinu slotar. Það þarf að vera óhætt fyrir almenning að vera á ferðinni svo að tjónaskoðunarmenn komist á staðinn.

 • Eftir að tjón hefur verið tilkynnt hefur starfsfólk Varðar samband við fyrsta tækifæri til að hefja úrvinnslu málsins.

 • Sé brýn neyð á aðstoð vegna tjóns bendum við á neyðarsímann 514 1099 sem opin er allan sólarhringinn.

GOTT AÐ HAFA Í HUGA FYRIR OFSAVEÐUR

Húsnæði og aðrar eignir   

 • Gakktu úr skugga um að þakplötur séu tryggilega festar, einnig þakrennur, grindverk og þess háttar.

 • Heftu fok lausra muna utandyra. Trampólín, útihúsgögn og grill fara gjarnan af stað í ofsaroki.

 • Fullvissaðu þig um að öllum gluggum og hurðum sé tryggilega lokað.

 • Fylgstu með veðri og tilkynningum.

Ferðalög og mannamót

 • Aflýstu ferðalögum og mannamótum og sendu ekki börn í skóla nema í samráði við skóla.

 • Legðu mat á hvort ferðir út á land séu nauðsynlegar og hvort fresta eigi för vegna slæmrar veðurspár.

 • Hlustaðu á tilkynningar og/eða viðvaranir sem kunna að vera gefnar í sjónvarpi eða útvarpi.

Upplýsingar um veður finnur þú á vef Veðurstofunnar og um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.

 

fréttir

12. feb 2020

Vörður bregst við athugasemd FME

Fjármálaeftirlitið hóf í júlí á síðasta ári athugun á því hvernig vátryggingafélög sundurliða kostnað og afslætti vátrygginga við tilboðsgerð til einstaklinga vegna ökutækja- og eignatrygginga. Niðurstöðurnar hafa nú verið birtar á vef Seðlabankans.

Skoðað var annars vegar hvernig tilboðsgerð fer fram hjá félögunum og hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar og hins vegar hvernig uppsetningu tilboða til viðskiptavina er háttað m.t.t. sundurliðunar trygginga, afslátta o.fl.

Vörður fékk eina athugasemd, um að félagið birti lokaverð sem „Samtals með afslætti“ en sýndi þó enga sundurliðaða afslætti niður á einstaka tryggingar í tilboðsgerð ökutækja- og eignatrygginga.

Vörður hefur nú þegar brugðist við athugasemdinni og gert bragarbót á. Þá má geta þess að Vörður hafur ávallt sýnt sundurliðun iðgjalda á tryggingarskírteinum sem útgefin eru af félaginu.