Prófaðu nýjan rafrænan ráðgjafa

Byrja

Fáðu tilboð í tryggingar

Við leggjum áherslu á einfaldar og öruggar tryggingar á hagstæðu verði. Hafðu samband og athugaðu hvað við höfum fram að færa.

Fyrirtækjatryggingar

Fyrirtækjatryggingar ættu að vera sjálfsagður hluti af rekstrinum.

Heyrðu í okkur og við getum aðstoðað þig við að setja saman tryggingar sem henta þínum rekstri.

Tilkynna tjón

Ef þú hefur lent í tjóni getur þú tilkynnt það hér fyrir neðan með nokkrum músarsmellum. Ef um neyðartilvik er að ræða, t.d. vatnsleka eða bruna, er nauðsynlegt að hafa samband við okkur eins fljótt og kostur er.

Enn betri Mínar síður

Við höfum uppfært Mínar síður.

Skráðu þig inn á enn betri Mínar síður, þitt persónulega vefsvæði hjá Verði. Þar hefur þú aðgang að öllum upplýsingum um þín tryggingamál, hvar og hvenær sem þér hentar. Kíktu við og láttu okkur endilega vita hvað þér finnst.

VÖRÐUR HEFUR Á AÐ SKIPA ÞJÓNUSTULIPRU OG VEL UPPLÝSTU STARFSFÓLKI

Þú nærð sambandi við okkur alla virka daga milli kl. 9:00 og 16:30 í síma 514 1000, í netfangið vordur@vordur.is eða á netspjallinu.

FRÉTTIR OG BLOGG

fréttir

6. nóv 2019

Vörður fær viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA

Vörður hefur hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2019. Félag kvenna í atvinnulífinu, ásamt samstarfsaðilum úr forsætisráðuneytinu og viðskiptalífinu standa að hreyfiaflsverkefninu Jafnvægisvogin. Á ráðstefnunni Jafnrétti sem haldin var 5. nóvember sl. voru viðurkenningar veittar í fyrsta sinn til sextán fyrirtækja og tveggja sveitarfélaga.

Fyrirtæki að ná árangri um jöfnun kynjahlutfalls Jafnvægisvogin veitti viðurkenningarnar úr hópi aðila sem undirrituðu viljayfirlýsingu á síðasta ári um að vinna að því að jafna hlutfall karla og kvenna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi og styðja við innleiðingu á kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga. Markmiðið er að árið 2027 verðu kynjahlutfallið 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Stór hluti fyrirtækjanna hafa náð góðum árangri á þessu sviði og fjölgaði þeim sem náðu markmiðinu. Samkvæmt nýlegri könnun hafa fyrirtækin sem skrifuðu undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar í fyrra aukið hlutfall kvenna í millistjórnendastöðum um 15% og stjórnendastöðum um 11%.

Stjórn og framkvæmdastjórn Varðar að meirihluta skipuð konum Vörður hefur skýra sýn og stefnu í jafnréttismálum sem tryggir sanngirni, jöfn tækifæri og kjör alls starfsfólks. Félagið hefur frá árinu 2014 starfrækt jafnlaunakerfi og hlotið Gullmerki PCW, jafnlaunavottun VR og jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins, fyrst fjármálafyrirtækja.  Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar, tók á móti viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar á ráðstefnunni. Hann segir að Vörður leggi mikla áherslu á jafnréttismál í rekstri sínum og hafi skýra stefnu, markmið og aðgerðaráætlun til að tryggja jöfn tækifæri og kjör starfsfólks af báðum kynjum. „Stjórn og framkvæmdastjórn er að meirihluta skipuð konum og hlutfall millistjórnenda er nærri því að vera jafnt. Reynsla Varðar er að fjölbreytt samsetning mannauðs auki víðsýni, kalli fram ólík sjónarhorn og fjölbreytta nálgun verkefna svo ekki sé talað um almenna gleði og ánægju“ segir Guðmundur Jóhann.

forvarnir

29. okt 2019

Vetur genginn í garð

Veturinn er formlega hafinn samkvæmt dagatalinu en fyrsti vetrardagur var laugardaginn 26. október sl. Veturinn heilsaði með norðanátt, frosti og snjókomu um mest allt land. Á suðvesturhorninu var svartahálka í morgun en hún myndast þegar ísing verður í ljósaskiptunum. Svartahálka er nánast ósýnleg hálka og getur verið mjög hættuleg. Þetta minnir okkur á að fara varlega í umferðinni, hvort sem við erum gangandi eða akandi.

Mannbroddar eru mesta þarfaþing í hálku. Þeir fást í einföldum og tiltölulega ódýrum útgáfum í flestum stórverslunum. Þeir sem kjósa að hjóla er bent á að nauðsynlegt er að setja undir nagladekk. Þá er svo sannarlega kominn tími á vetrardekk á bíla landsmanna.

Við minnum einnig á mikilvægi þess að hjólandi, hlaupandi og gangandi vegfarendur séu sýnilegir í umferðinni í skammdeginu. Komdu við hjá okkur og náðu þér í endurskinsmerki. Við tökum vel á móti þér.