Sjáðu þína lækkun

Einstaklingar og fjölskyldur fá þriðjungs lækkun allra trygginga í maí. Þú getur séð þína lækkun á Mínum síðum.

Skoða nánar

Fáðu tilboð í tryggingar

Við leggjum áherslu á einfaldar og öruggar tryggingar á hagstæðu verði. Hafðu samband og athugaðu hvað við höfum fram að færa.

RAFRÆNN RÁÐGJAFI

Gakktu frá líf- og sjúkdómatryggingum á örfáum mínútum

Eftir hverju ert þú að bíða?

Tilkynna tjón

Ef þú hefur lent í tjóni getur þú tilkynnt það hér fyrir neðan með nokkrum músarsmellum. Ef um neyðartilvik er að ræða, t.d. vatnsleka eða bruna, er nauðsynlegt að hafa samband við okkur eins fljótt og kostur er.

Vörður er Fyrirtæki ársins 2020

Við skorum hæst tryggingafélaga og bætum okkur á öllum sviðum

Við þökkum starfsfólki okkar þennan frábæra árangur sem dag hvern skilar sér í framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina

VÖRÐUR HEFUR Á AÐ SKIPA ÞJÓNUSTULIPRU OG VEL UPPLÝSTU STARFSFÓLKI

Þú nærð sambandi við okkur frá mánudegi til fimmtudags milli kl. 9:00 og 16:00 en á föstudögum frá 9:00 til 15:30. Hægt er að hafa samband við okkur í síma 514 1000, í netfangið vordur@vordur.is eða á netspjallinu.

FRÉTTIR OG BLOGG

fréttir

14. maí 2020

Vörður er Fyrirtæki ársins 2020

Samkvæmt árlegri vinnumarkaðskönnun VR sem kynnt var 14. maí er Vörður Fyrirtæki ársins 2020. Vörður fær viðurkenninguna ásamt fjórum öðrum fyrirtækjum í flokki stórra fyrirtækja.

Fyrirtækin voru valin samkvæmt niðurstöðum viðamikillar könnunar á meðal þúsunda starfsfólks hjá fjölbreyttum hópi fyrirtækja á almennum vinnumarkaði. VR hefur staðið fyrir könnuninni í tvo áratugi en markmið hennar er að gefa starfsfólki tækifæri til að koma viðhorfum sínum varðandi vinnustaðinn á framfæri. Könnunin er einnig vettvangur starfsfólks til að koma því á framfæri hvað vel er gert og hvað betur mætti fara innan vinnustaða. Horft er til níu lykilþátta í starfsumhverfi fyrirtækja, m.a. til starfsanda, jafnréttis, vinnuaðstöðu og sveigjanleika í vinnu svo eitthvað sé nefnt.

Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri Varðar, er að vonum ánægð með niðurstöðuna. Hún segir að markvisst hafi verið unnið að því að gera starfsumhverfi Varðar nútímalegt og skapa umgjörð fyrir framsækna hugsun, sveigjanleika, árangur og starfsánægju. Vörður sé með metnaðarfulla mannauðsstefnu sem stöðugt sé verið að styrkja og bæta. „Við erum mjög þakklát fyrir þessa viðurkenningu en hún er bæði staðfesting á því að við erum á réttri leið og hvatning til að halda áfram og gera enn betur,“ segir Harpa.

Vinnumarkaðskönnun VR hefur ávallt verið kynnt við hátíðlega athöfn að viðstöddum forsvarsmönnum fyrirtækja en að þessu sinni var það ekki gert í ljósi aðstæðna í samfélaginu. „Hér innandyra fögnum við þessum sigri innilega og gleðjumst yfir áfanganum með okkar fólki,“ segir Harpa að lokum.

Nánari upplýsingar um heildareinkunn og einkunnir lykilþátta má sjá hér.

fréttir

1. maí 2020

Við opnum þjónustuskrifstofur okkar aftur 5. maí

Þjónustuskrifstofur Varðar, í Reykjavík og Reykjanesbæ, opna aftur þriðjudaginn 5. maí næstkomandi eftir lokun undanfarnar vikur vegna COVID-19. Áfram ætlum við að gæta vel að nálægðartakmörkunum og fylgja fyrirmælum sem gefin hafa verið út. Opnunartími þjónustuskrifstofa okkar er frá klukkan 9 til 16 alla virka daga nema föstudaga, 15:30.

Útibú okkar á Akureyri opnar 12. maí og er þjónustutíminn þar frá klukkan 13:30 til 16:00 alla virka daga.

Við tökum líka vel á móti þér á Mínum síðum Varðar og í netspjalli á vordur.is. Einnig erum við til taks í síma 514 1000 ef þú vilt komast í beint samband við ráðgjafa okkar eða fá aðra þjónustu. Þá er hægt að senda okkur póst á netfangið vordur@vordur.is.

Á Mínum síðum Varðar getur þú fengið allar upplýsingar um þínar tryggingar, séð reikninga og greiðslur, tilkynnt tjón og breytt greiðsluupplýsingum. Á vef Varðar getur þú fengið upplýsingar um tryggingar sem við bjóðum, fengið tilboð í tryggingar og komið í viðskipti.