Hvernig getum við aðstoðað?

Fáðu tilboð

Endilega fylltu út formið og við sendum þér tilboð um hæl.

Ertu með fyrirspurn?

Sendu okkur línu og við höfum samband eins fljótt og auðið er.

Spjallið

Spjallið er opið alla virka daga
frá kl. 9:00 - 16:30.

Tilkynna tjón

Sendu inn tjónstilkynningu og við Höfum samband eins fljótt og auðið er.

Tilkynna tjón

Fáðu tilboð í þínar tryggingar

Takk fyrir! Við höfum móttekið tilboðið þitt og ráðgjafar okkar hafa samband við fyrsta tækifæri.

Endilega fylltu út þetta einfalda form og við sendum þér tilboð um hæl.

Vinsamlegast fyllið út þá reiti sem eru skyldugir.

Kennitala er ekki af réttu formi.

Óskað er eftir tilboði í:

Ertu með fyrirspurn?

Takk fyrir fyrirspurnina.

Við munum svara þér eins fljótt og auðið er.

Endilega fylltu út þetta einfalda form og við svörum eins skjótt og hægt er.

Vinsamlegast fyllið út þá reiti sem eru rauðmerktir.

Mínar síður

Veistu hvað þú átt?

Það er sárt að sjá á bak verðmætum þegar eigur þínar falla í rangar hendur.

Lesa meira

Fáðu tilboð í tryggingar

Við leggjum áherslu á einfaldar og öruggar tryggingar á hagstæðu verði. Hafðu samband og athugaðu hvað við höfum fram að færa.

FYRIRTÆKJATRYGGINGAR

Fyrirtækjatryggingar ættu að vera sjálfsagður hluti af rekstrinum. 

Heyrðu í okkur og við getum aðstoðað þig við að setja saman tryggingar sem henta þínum rekstri.

Í hvaða atvinnugrein ert þú?

Tilkynna tjón

Ef þú hefur lent í tjóni getur þú tilkynnt það hér fyrir neðan með nokkrum músarsmellum. Ef um neyðartilvik er að ræða, t.d. vatnsleka eða bruna, er nauðsynlegt að hafa samband við okkur eins fljótt og kostur er.

Veistu hvað þú átt?

Hvað er langt síðan þú gafst þér tíma til að velta því fyrir þér hversu mikil verðmæti leynast á þínu heimili?

Gerðu yfirlit yfir allar þínar eignir á einum stað og sjáðu heildarverðmætið á eignunum.

Innbúsreiknir Varðar

Vinsælt efni á vefnum

Skilmálar

Hér er hægt að nálgast alla skilmála sem Vörður hefur upp á að bjóða.

Grunnur afsláttarkerfi

Ef þú ert með þrjár tryggingar hjá okkur geturðu orðið meðlimur í Grunni.

Þjónustuaðilar vegna bílatjóna

Hér eru upplýsingar um þjónustuaðila vegna bílatjóna.

Beiðnir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast allar beiðnir og eyðublöð sem Vörður hefur upp á að bjóða.

Fjölskyldan og heimilið

Fjölskyldan er það mikilvægasta sem við eigum. Og við viljum búa henni öruggt umhverfi.

Líf og heilsa

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, segir máltækið. Það á ekki síst við um góða heilsu.

Ökutæki

Bíllinn er sjálfsagður hluti af fjölskyldunni hjá okkur flestum og við notum mikinn tíma á degi hverjum í að keyra á milli staða.

Fasteignin

Ef heimilið er þar sem hjartað slær þá er sjálft húsið það sem umvefur hjartað okkar og verndar það.

Þú nærð sambandi við okkur

alla virka daga milli 9:00-16:30 í síma 514 1000, netfangið vordur@vordur.is eða í netspjallinu

Fréttir og blogg

Fréttir 21. feb. 2019

Afkomutilkynning 2018

Á stjórnarfundi þann 20. febrúar 2019, samþykkti stjórn og forstjóri samstæðureikning Varðar fyrir árið 2018.

Guðmundur Jóhann Jónsson forstjóri Varðar:

„Rekstur Varðar gekk vel á síðasta ári og er afkoman sú besta í sögu félagsins sem er sérlega ánægjulegt. Samsett hlutfall er að lækka, eiginfjárhlutfallið að styrkjast og gjaldþolið að hækka. Allt skilar sér þetta í góðri arðsemi eigin fjár og sterkara félagi. Árið einkenndist af framþróun á öllum sviðum en á sama tíma af meiri umbreytingum í starfseminni en oftast áður. Við erum á góðri vegferð og auðvitað stolt af árangrinum. Starfsfólk félagsins fær stórt hrós fyrir framúrskarandi gott starf.“

Mesti hagnaður í sögu félagsins

Árið 2018 var fyrsta heila rekstrarár Varðar eftir kaupin á Okkar líftryggingum og sameiningu þess við eigið líftryggingafélag, sem heppnaðist ákaflega vel. Umtalsverð samlegðaráhrif náðust fram og stendur Vörður sterkari fótum en áður, með fjölbreyttara þjónustuframboð og öflugan hóp starfsfólks. Starfsemi Varðar gekk vel á árinu líkt og undanfarin ár og er reksturinn traustur. Hagnaður nam 1.558 m.kr. fyrir tekjuskatt en var 1.151 m.kr. árið 2017. Að teknu tilliti til skatta var hagnaður ársins 1.246 m.kr. samanborið við 957 m.kr. árið 2017. Hagnaðurinn er sá mesti í sögu félagsins en hafa ber í huga að samstæðan tók miklum breytingum við áðurnefnd kaup á Okkar líftryggingum. Góð afkoma skýrist helst af mjög góðum rekstri líftryggingafélagsins og kostnaðarhagræði en afkoma af skaðatryggingarekstri batnaði einnig nokkuð. Afkoma af vátryggingastarfseminni var jákvæð að undanskildum sjótryggingum, þar sem stórt tjón féll á félagið. Lögboðnar ökutækjatryggingar voru reknar með tapi eins og undanfarin ár en afkoma greinarinnar batnaði þó umtalsvert milli ára. Iðgjöld ársins hækkuðu um 11% milli ára og námu 10.844 m.kr. samanborið við 9.726 m.kr. árið 2017. Tjón ársins námu 7.831 m.kr. og jukust um 9% milli ára. Fjáreignatekjur námu 896 m.kr. á árinu og lækkuðu um 24% milli ára og skilaði eignasafnið ásættanlegri ávöxtun í ljósi markaðsaðstæðna. Rekstrarkostnaður var 2.159 m.kr. og lækkaði um 4% frá árinu áður. Kostnaðarhlutfall lækkaði og var 18,3% samanborið við 21,1% árið 2017. Samsett hlutfall, sem er skilgreint sem tjónakostnaður, endurtryggingakostnaður og rekstrarkostnaður sem hlutfall af iðgjöldum, var 92,3% samanborið við 98,3% árið 2017.

Sterkur efnahagur

Heildareignir Varðar í árslok 2018 námu 21.660 m.kr. í samanburði við 19.997 m.kr. í árslok 2017 og nemur hækkunin liðlega 8%. Fjáreignir námu 15.773 m.kr. og handbært fé nam 1.340 m.kr. Eigið fé í lok árs nam 6.753 m.kr. en í árslok 2017 nam það 6.207 m.kr. Eiginfjárhlutfall er sterkt eða 31% í lok árs sem er nærri sama hlutfall og í lok árs 2017. Gjaldþol félagsins samkvæmt Solvency II var 148,2% í árslok en var 141,3% í lok árs 2017. Arðsemi eiginfjár var 19,2%.

Framsækin stefna

Vörður vinnur nú eftir nýrri stefnu sem mörkuð var á síðasta ár eftir umfangsmikla undirbúningsvinnu sem stjórnarmenn og stór hluti starfsfólks tók þátt í auk innlendra og erlendra sérfræðinga. Félagið hefur á undanförnum árum styrkt stöðu sína mjög á markaðnum en metnaður eigenda og starfsfólks er mikill og undirbýr félagið áframhaldandi sókn í umhverfi mikilla breytinga. Ný stefna grundvallast á kjarna fyrri stefnu um að viðskiptavinurinn sé ávallt í öndvegi og hagsmunir hans hafðir að leiðarljósi. Lögð er höfuðáhersla á framúrskarandi góða þjónustu, aukið þjónustuframboð og fjölgun samskiptaog sjálfsafgreiðsluleiða, allt með það að markmiði að gera þjónustuna þægilegri fyrir viðskiptavini. Markmið til lengri tíma er að viðskiptavinum standi til boða mismunandi leiðir til samskipta við félagið, hvenær sem er sólarhringsins, allan ársins hring. Í stefnunni er áhersla lögð á stóraukna nýtingu gagna í starfseminni sem mun án efa styrkja þjónustuna þegar fram í sækir. Samstarf við Arion banka verður áfram þróað með það að markmiði að viðskiptavinir samstæðunnar njóti góðs af og sem fyrr er lögð mikil rækt við þróun og þjálfun starfsfólks. Þá ætlar Vörður í auknu mæli að sækja fram í forvarnarstarfi til hagsbóta fyrir viðskiptavini. Félagið stendur með sínum viðskiptavinum þegar eitthvað bjátar á en í anda samfélagslegrar ábyrgðar verður unnið með viðskiptavinum í því skyni að forðast slys og önnur óhöpp.

Áherslur 2019

Áherslur Varðar á þessu ári snúa að þróun stafrænna lausna og þjónustu til samræmis við óskir viðskiptavina. Markmiðið er ekki að gera Vörð að alstafrænu félagi heldur að finna réttu blönduna af stafrænum leiðum og persónulegri þjónustu. Þegar kemur að hefðbundnum rekstri og afkomu félagsins verður áhersla lögð á að ná betri árangri í rekstri skaðatrygginga og vegur þar þyngst að ná bættri afkomu í flokki ökutækjatrygginga. Vörður hefur notið mikillar velgengni á undanförnum árum og verður áfram byggt á þeim góða grunni. Framtíð félagsins er því björt og spennandi. 

Um Vörð

Vörður tryggingar hf. er alhliða vátryggingafélag í eigu Arion banka hf. sem býður tryggingar fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Félagið leggur áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti á samkeppnishæfu verði. Meðaltalsfjöldi stöðugilda var á síðasta ári 86,5 og eru viðskiptavinir félagsins nú yfir 65.000. Starfsfólk Varðar vinnur markvisst að því að efla þjónustu og fjölga valkostum í tryggingaþjónustu til viðskiptavina.

Aðalfundir Varðar trygginga hf. og Varðar líftrygginga hf. verða haldnir 7. mars næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir: Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar í síma, 514 1020 og 824 1020.

Afkomutilkynning 2018

Fréttir 11. feb. 2019

112 dagurinn

112-dagurinn fjallar að þessu sinni um öryggismál heimilisins. Stór hluti símtala í neyðarnúmerið 112 á rætur að rekja til slysa og annarra áfalla á heimilum fólks. Fólk verður alvarlega veikt heima eða slasast, börn komast í lyf og önnur hættuleg efni, eldur kemur upp á heimilinu, þjófar láta greipar sópa, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Slys í heimahúsum eru algeng hér á landi hjá fólki á öllum aldri. Við erum mikið innan veggja heimilisins af veðurfarsástæðum og því ríkari ástæða til þess að huga vel að öryggi allra sem þar eru. Reykskynjara, slökkvitæki, eldvarnarteppi og sjúkrakassar eru dæmi um nauðsynlegan öryggisbúnað sem ætti að vera á hverju heimili.

Eldur og reykur er ein mesta ógn sem getur steðjað að okkur heima. Eldvarnir eru mikilvæg ráðstöfun til að tryggja líf, heilsu, eignir og öryggi fólks. Mikilvægast er að sjálfsögðu að tryggja að fjölskyldan vakni og nái að forða sér ef eldur kemur upp. Margir eiga reykskynjurum líf sitt að launa og hafa þessi ódýru öryggistæki ítrekað sannað gildi sitt.

Sjúkrakassi með nauðsynlegustu sjúkragögnum þarf að vera til á hverju heimili, svo bregðast megi við algengustu slysum í heimahúsum. Hann þarf að innihalda það allra nauðsynlegasta sem grípa þarf til ef slys bera að höndum. Stundum þarf innihald kassans að taka mið af sérþörfum fjölskyldumeðlima, ef t.d. um ofnæmi er að ræða. Sjúkrakassa skal geymdur á vísum stað þar sem allir geta haft aðgang að honum. Þá þarf að muna að bæta í sjúkrakassann um leið og tekið er úr honum.

Skyndihjálp ættu allir að kunna. Gjarnan eru það leikmenn, þ.e. ekki sérmenntaðir heilbrigðisstarfsmenn, sem veita fyrstu hjálp og hlúa að sjúkling þar til sjúkraliðar eða önnur sérþjálfuð hjálp berst. Smávægileg veikindi og slys þarfnast stundum eingöngu þeirrar meðferðar sem felst í skyndihjálp, til dæmis smávægilegur skurður eða lítið brunasár. Slík hjálp felst að jafnaði í einföldum aðferðum. Í sumum tilfellum getur hún skipt sköpum og jafnvel bjargað mannslífum.

Í 112-blaðinu er bent á fjölmargt sem unnt er að gera til að auka öryggi heimilisins, til dæmis með því að læra skyndihjálp, efla fallvarnir og auka eldvarnir og varnir gegn innbrotum. Þá er gott að kynna sér Viðlagahandbókina, það sem viðkemur öryggi heimilisins og Eldvarnir – handbók heimilisins.

Eru tryggingarnar í lagi?

Fjölskyldan er það mikilvægasta sem við eigum. Þess vegna viljum við búa henni öruggt umhverfi, þar sem við eigum okkur skjól saman. Þar komum við hjá Verði til aðstoðar. Við hjálpum þér að tryggja fjölskylduna og heimilið fyrir öllum þessum „hvað ef“ uppákomum sem lífið getur rétt okkur þegar við eigum þess síst von. Starfsfólk Varðar er þér innan handar og leiðbeinir þér um hversu mikla tryggingavernd þú þarft. Hafðu samband núna.

 

  

 

Samfélagsmiðlar