Breyting á þjónustu

Meðan þjónustuskrifstofur eru lokaðar minnum við á að öll þjónusta okkar er aðgengileg á netinu. Við tökum vel á móti þér í netspjalli og erum til taks í síma og tölvupósti. Hafðu það gott heima.

Lesa meira

Fáðu tilboð í tryggingar

Við leggjum áherslu á einfaldar og öruggar tryggingar á hagstæðu verði. Hafðu samband og athugaðu hvað við höfum fram að færa.

Ferðatryggingar, ferðalög og COVID-19

Hér höfum við dregið saman helstu upplýsingar um ferðatryggingar og COVID-19.

Tilkynna tjón

Ef þú hefur lent í tjóni getur þú tilkynnt það hér fyrir neðan með nokkrum músarsmellum. Ef um neyðartilvik er að ræða, t.d. vatnsleka eða bruna, er nauðsynlegt að hafa samband við okkur eins fljótt og kostur er.

VÖRÐUR STENDUR MEÐ VIÐSKIPTAVINUM SÍNUM

Vörður hefur undanfarna daga unnið hörðum höndum að aðgerðum vegna þess ástands sem kórónuveirufaraldurinn veldur.

Aðgerðirnar verða kynntar viðskiptavinum næstu daga.

VÖRÐUR HEFUR Á AÐ SKIPA ÞJÓNUSTULIPRU OG VEL UPPLÝSTU STARFSFÓLKI

Þú nærð sambandi við okkur frá mánudegi til fimmtudags milli kl. 9:00 og 16:00 en á föstudögum frá 9:00 til 15:30. Hægt er að hafa samband við okkur í síma 514 1000, í netfangið vordur@vordur.is eða á netspjallinu.

FRÉTTIR OG BLOGG

fréttir

5. apr 2020

Vörður stendur með viðskiptavinum sínum

Vörður hefur undanfarna daga unnið hörðum höndum að aðgerðum til handa viðskiptavinum vegna þess fordæmalausa ástands sem kórónuveirufaraldurinn veldur. Aðgerðirnar verða kynntar viðskiptavinum næstu daga.

Efnahagslegar afleiðingar faraldursins eru án allrar hliðstæðu og ógnar hann fjárhagslegu öryggi margra. Stjórnvöld hafa hrundið af stað umfangsmiklum aðgerðum til að koma í veg fyrir að fólk missi vinnuna eða að fyrirtæki fari í þrot. Aðgerðirnar eiga einnig að styðja við og verja lífsafkomu fólksins í landinu. Sveitarfélög og fyrirtæki hafa lagt hönd á plóg með stjórnvöldum og kynnt aðgerðir í sama tilgangi. Það er í anda samfélagslegrar ábyrgðar Varðar að gera slíkt hið sama gagnvart sínum viðskiptavinum.

Það sem skiptir okkur þó mestu er heilsa okkar og þeirra sem okkur þykir vænt um. Þess vegna skiptir öllu máli að allt sé gert til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar og tryggja að heilbrigðiskerfið geti hlúð að þeim sem þess þurfa. Þar getum við öll lagst á árarnar og farið eftir fyrirmælum yfirvalda um sóttvarnir. Því hvetjum við viðskiptavini og aðra að „hlýða Víði“ áfram næstu vikurnar og ferðast innanhúss um páskana.

fréttir

4. apr 2020

Aftakaveður um allt land

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir allt landið vegna aftakaveðurs, að höfuðborgarsvæðinu undanskildu, en þar er gul viðvörun í gildi. Spáð er stormi, roki og stórhríð á öllu landinu í dag og á morgun. Meðalvindhraði verður á bilinu 18 til 28 metrar á sekúndu og hvassara í vindhviðum. Við minnum fólk á að ganga tryggilega frá öllum lausamunum utandyra og fylgjast vel með veðri og færð.