Tryggjum allt sem skiptir máli

Það er góð tilfinning að vita til þess að við getum staðið af okkur óvænt áföll. Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum og sjáðu strax hvað þínar tryggingarnar gætu kostað á mánuði.

Líf- og heilsutryggingar

Líftrygging

Styður við fjölskyldur komi til andláts og eykur þannig lífsgæði og fjárhagslegt öryggi þeirra sem eftir standa.

Skoða nánar
Sjúkdómatrygging

Tryggir fjárhagslegt öryggi einstaklinga og fjölskyldna komi til alvarlegra veikinda.

Skoða nánar
Starfsörorkutrygging

Víðtæk vernd sem greiðir bætur vegna tímabundinnar og varanlegrar skerðingar starfsorku í kjölfar veikinda eða slyss.

Skoða nánar
  Hvað er líftrygging?

  Líftrygging er fjárhagsleg vernd fyrir aðstandendur þeirra sem slíka tryggingu hafa.

  Hvernig virkar líftrygging?

  Ef þú ert með líftryggingu og fellur frá af völdum sjúkdóms eða slyss fá aðstandendur þínir, eða þeir sem þú velur, greiddar bætur.

  Hverjir þurfa líftryggingu?

  Þeir sem hafa fyrir öðrum að sjá eða hafa tekið á sig fjárhagsskuldbindingar sem aðrir ábyrgjast ættu að fá sér líftryggingu. Með fjárhagslegum skuldbindingum er t.d. átt við húsnæðislán, bílalán, skuldabréfalán, yfirdráttarlán eða aðrar skuldir.

  Hverjir fá bæturnar?

  Þú ákveður hverjir fá bæturnar úr líftryggingunni þinni. Ef þú nefnir engan sérstakan rennur bótafjárhæðin til maka þíns ef hann er til staðar. Ef þú lætur ekki eftir þig maka rennur bótafjárhæðin til erfingja samkvæmt lögum eða erfðaskrá. Þú getur einnig skráð einstaklinga sem þú vilt að öðlist rétt til greiðslu bóta eins og til dæmis sambúðarmaka.

  Valmöguleikarnir eru þá eftirfarandi:

  • Lögerfingjar: Giftur maki þinn fær 1/3 af fjárhæðinni og börnin þín 2/3 af fjárhæðinni.

  • Ekki tilnefndur rétthafi: Giftur maki þinn fær alla fjárhæðina greidda til sín. Sértu ekki giftur, rennur öll fjárhæðin til barna þinna. Sé ekki maki eða börn til staðar, þá er fjárhæðin greidd til foreldra þinna.

  • Skráning á nafn: Þú velur hver fær bæturnar. Ef þú átt maka en þið eruð ekki gift, þá þarf að nota þessa skráningu ef maki á að fá fjárhæðina greidda til sín.

  Hvernig greiðast bætur?

  Bætur líftryggingar greiðast í einu lagi til rétthafa og eru undanþegnar tekjuskatti.

  Hvað kostar líftrygging?

  Verð líftryggingar er reiknað samkvæmt iðgjaldaskrá og fer eftir tryggingarfjárhæð og aldri þess sem tekur hana. Verðið er óháð kyni og breytist til hækkunar í samræmi við neysluvísitölu og við hækkandi aldur þess sem tekur trygginguna.

  Hversu háar eru bæturnar?

  Þegar þú sækir um líftryggingu ákveður þú bótafjárhæðina. Best er að fjárhæðin taki mið af tekjum, skuldastöðu og fjölskylduhögum þínum. Þú skalt reglulega endurskoða tryggingarfjárhæðina þegar aðstæður þínar eða fjölskylduhagir breytast.

  Hvar gildir líftrygging?

  Líftryggingin gildir hvar sem er í heiminum.

  Hverjir geta líftryggt sig?

  Einstaklingar á aldrinum 18-62 ára geta sótt um líftryggingu og er gildistími hennar til 75 ára aldurs.

Sjúkdómatrygging

Sjá allar spurningar
  Hvað er sjúkdómatrygging?

  Sjúkdómatrygging veitir þér og fjölskyldu þinni fjárhagslega vernd komi til alvarlegra veikinda sem tryggingin tekur til.

  Hverjir þurfa sjúkdómatryggingu?

  Sjúkdómatrygging er flestum nauðsynleg óháð fjölskylduaðstæðum vegna þess að alvarleg veikindi gera ekki boð á undan sér.

  Hvernig virkar sjúkdómatrygging?

  Sjúkdómatrygging greiðir þér bætur ef þú greinist með tiltekinn sjúkdóm. Hún gerir þér kleift að endurskipuleggja líf þitt og einbeita þér að ná heilsu á ný án þess að hafa áhyggjur af fjárhag heimilisins. Sjúkdómar sem falla undir sjúkdómatrygginguna eru taldir upp á upplýsingaskjali og í skilmálum tryggingarinnar.

  Hverjir geta sjúkdómatryggt sig?

  Einstaklingar á aldrinum 18-59 geta sótt um sjúkdómatryggingu og er gildistími hennar til 70 ára aldurs.

  Hvar gildir sjúkdómatrygging?

  Sjúkdómatryggingin gildir hvar sem er í heiminum.

  Hvað kostar sjúkdómatrygging?

  Iðgjald sjúkdómatryggingar tekur mið af vátryggingarfjárhæð og aldri. Við mat á henni er m.a. horft til aðstæðna þinna, s.s. til fjölskyldustærðar, fjárskuldbindinga og hversu lengi þú nýtur launatekna í veikindum. Þá geta ýmsir heilsufars- og lífsstílsþættir haft áhrif á iðgjaldið.

  Hér má sjá til viðmiðunar þær reglur sem áhættumat er unnið eftir.

  Hversu háar eru bæturnar?

  Þú ákveður bótafjárhæð sjúkdómatryggingarinnar. Best er að fjárhæðin taki mið af tekjum þínum, skuldum og fjölskylduaðstæðum. Tryggingin þarf helst að geta bætt ígildi 2-3 ára nettólauna til viðbótar við samningsbundin réttindi launþega í veikindum. Þú getur hækkað vátryggingafjárhæðina ef þú eignast barn, ættleiðir barn eða kaupir íbúðahúsnæði án þess að skila inn nýjum heilsufarsupplýsingum.

  Hvernig greiðast bætur?

  Bætur sjúkdómatryggingar eru greiddar út í formi eingreiðslu og eru undanþegnar tekjuskatti. Aðeins er greitt einu sinni úr hverjum bótaflokki fyrir sig.

  Hvaða sjúkdómar falla undir sjúkdómatryggingu?

  Þeir sjúkdómar sem tryggingin tekur til eru flokkaðir í fimm bótaflokka;

  • Heilaáfall, lömun og málstol

  • Krabbamein

  • Tauga- og hrörnunarsjúkdóma

  • Hjarta og æðasjúkdómar

  • Aðra alvarlega sjúkdóma

  Nánari útlistun má nálgast á upplýsingaskjali tryggingarinnar eða í skilmálum.

  Hvenær eru bæturnar greiddar út?

  Bæturnar greiðast um tveimur vikum eftir að öll nauðsynleg og fullnægjandi gögn hafa borist tryggingafélaginu.

  Hvað er iðgjaldafrelsi?

  Iðgjaldafrelsi er viðbótarvernd inn í sjúkdómatryggingunni sem hægt er að velja á umsókn.

  Það þýðir að ef þú verður óvinnufær, 50% eða meira getur þú sótt um að fá iðgjöld tryggingarinnar lækkuð eða felld niður. Niðurfelling iðgjalda getur að hámarki varað í 5 ár og miðast niðurfelling þeirra við hlutfall óvinnufærni.

  Nánari skilgreiningu á iðgjaldafrelsi má finna í skilmála sjúkdómatryggingarinnar.

Þú gætir haft áhuga á

Fyrst þú ert að kynna kynna þér líf- og heilsutryggingar þá gætir þú jafnframt haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fjölskyldan
Heimilisvernd 1

Einföld og örugg innbús- og ábyrgðartrygging í einum pakka fyrir þá sem ekki þurfa slysa- eða ferðatryggingar.

Skoða nánar
Brunatrygging

Brunatrygging húseigna bætir tjón á fasteign af völdum eldsvoða.

Skoða nánar
Áhugamál
Hjólatrygging

Sérsniðin trygging fyrir hjólreiðafólk sem veitir alhliða vernd gegn þjófnaði, skemmdum á hjóli og búnaði og öðrum óvæntum atvikum við reiðhjólaiðkun.

Skoða nánar