Líftrygging er fjárhagsleg vernd fyrir aðstandendur ef þú fellur frá.
Sjúkdómatrygging veitir þér og fjölskyldu þinni fjárhagslega vernd komi til alvarlegra veikinda sem tryggingin tekur til.
Það kemur þér örugglega á óvart hvað það er ódýrt. Það er einfaldara og ódýrara að ganga frá líf- og sjúkdómatryggingu þegar maður er ungur.
Það er einfalt hér á vefnum. Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum, sérð verðið strax og getur í fáeinum skrefum klárað kaup í gegnum vefinn okkar.
Þú ákveður bótafjárhæðina þegar þú kaupir líf- og sjúkdómatrygginguna. Best er að fjárhæðin taki mið af tekjum, skuldastöðu og fjölskylduhögum þínum. Við mælum með að endurskoða bótafjárhæðina þegar aðstæður þínar eða fjölskylduhagir breytast.
Þú getur hækkað bótafjárhæðina ef þú eignast barn, ættleiðir barn eða kaupir íbúðahúsnæði án þess að skila inn nýjum heilsufarsupplýsingum.
Það eru nokkrir þættir sem koma að því að ákveða verð trygginganna. Bótafjárhæðin sem þú ákveður ræður miklu, því hærri sem hún er því meira borgar þú. Aldur hefur einnig áhrif, því yngri sem þú ert því lægra er iðgjaldið. Þá geta ýmsir heilsufars- og lífsstílsþættir haft áhrif á iðgjaldið.
Hér má sjá til viðmiðunar þær reglur sem áhættumat er unnið eftir.
Sjúkdómatrygging er flestum nauðsynleg óháð fjölskylduaðstæðum. Það getur verið dýrt að veikjast alvarlega og mikill dulinn kostnaður sem oft fylgir veikindum. Því fyrr sem þú tryggir þig, því betra, því alvarleg veikindi gera ekki boð á undan sér.
Þeir sem hafa fyrir öðrum að sjá eða hafa tekið á sig fjárhagsskuldbindingar ættu að fá sér líftryggingu. Með fjárhagslegum skuldbindingum er t.d. átt við húsnæðislán, bílalán, skuldabréfalán, yfirdráttarlán eða aðrar skuldir.
Fyrst þú ert að kynna þér líf- og heilsutryggingar þá gætir þú jafnframt haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.
Einföld og örugg innbús- og ábyrgðartrygging í einum pakka fyrir þá sem ekki þurfa slysa- eða ferðatryggingar.
Brunatrygging húseigna bætir tjón á fasteign af völdum eldsvoða.
Hjólatrygging er sérsniðin trygging fyrir reiðhjól, rafmagnsreiðhjól, rafmagnshlaupahjól, rafmagnsvespur og rafdrifna hjólastóla.