Spurt og svarað

Hér getur þú nálgast skilmála fyrir allar tryggingar sem Vörður hefur upp á að bjóða.

Barnatrygging 1
Hvað er Barnatrygging?

Barnatrygging 1 veitir víðtæka fjárhagslega vernd fyrir börnin okkar vegna slysa eða sjúkdóma sem þau kunna að verða fyrir og geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu þeirra. Tryggingin er fyrst og fremst örorkutrygging en einnig greiðast úr henni bætur til foreldra, sem getur skipt máli fjárhagslega þurfi þeir t.d. að vera frá vinnu í skemmri eða lengri tíma vegna veikinda barnsins.

Hverjir þurfa Barnatryggingu?

Öll börn ættu að vera með barnatryggingu. Hægt er að tryggja börn frá eins mánaða aldri til 18 ára aldurs og gildir tryggingin til 26 ára aldurs.

Hvar gildir Barnatryggingin?

Tryggingin gildir á Norðurlöndunum. Þó gildir tryggingin í allt að eitt ár ef vátryggður flytur frá Norðurlöndunum.

Hversu háar eru bæturnar?

Þú velur hve háar bæturnar eru. Hægt er að velja á milli þriggja grunntryggingarfjárhæða, 5.000.000 kr., 10.000.000 kr. eða 15.000.000 kr.

Hvað þarf ég að hafa í huga þegar ég vel tryggingarfjárhæð?

Þegar tryggingarfjárhæð er valin er mikilvægt að hafa í huga, að ef barn verður öryrki, greiðast einungis lágmarksörorkubætur frá Tryggingastofnun frá 18 ára aldri, en þær duga skammt til heimilisreksturs og sjálfstæðrar framfærslu.

Námsmenn njóta ekki örorkuverndar í námi og réttur til örorkulífeyris í lífeyrissjóðum stofnast fyrst þegar lífeyrisiðgjöld hafa verið greidd í tvö ár. Barnatryggingin brúar þetta bil, greiðir örorkubætur og sér til þess að viðkomandi geti séð sjálfum sér farborða, komi til örorku.

Hvað kostar Barnatrygging?

Iðgjald tryggingarinnar stjórnast af þeirri tryggingarfjárhæð sem þú velur.

Eru börnin mín ekki nægilega vel tryggð í leikskóla/skóla?

Í flestum tilvikum ná tryggingar sveitarfélaga aðeins til sjúkraflutninga og fyrstu aðgerða á slysadeild. Þær ná ekki yfir varanlegar afleiðingar slysa, örorku af völdum slysa eða sjúkdóma og alls ekki til yngstu barna sem enn eru heima.

Barnatrygging 2
Hvað er Barnatrygging?

Barnatrygging er fyrst og fremst örorkutrygging fyrir börnin en einnig greiðast úr henni bætur til foreldra, sem getur skipt máli fjárhagslega þurfi þeir t.d að vera frá vinnu í lengri eða skemmri tíma vegna veikinda barnsins.

Hverjir þurfa Barnatryggingu?

Barnatrygging 2 er fyrir öll börn. Hægt er að tryggja börn frá eins mánaða aldri til 18 ára aldurs og gildir tryggingin til 26 ára aldurs.

Hvar gildir Barnatryggingin?

Tryggingin gildir á Norðurlöndunum. Þó gildir tryggingin í allt að eitt ár ef vátryggður flytur frá Norðurlöndunum.

Hversu háar eru bæturnar?

Grunnvátryggingarfjárhæðin er 8.000.000 kr.

Eru börnin mín tryggð í leikskóla/skóla?

Í flestum tilvikum ná tryggingar sveitarfélaga aðeins til sjúkraflutninga og fyrstu aðgerða á slysadeild. Þær ná ekki yfir afleiðingar slysa, örorku af völdum slysa eða sjúkdóma og alls ekki til yngstu barna sem enn eru heima.

Hvað kostar Barnatrygging 2?

Ársiðgjald fyrir Barnatryggingu 2 er 13.200 kr. eða 1.100 kr. á mánuði.

Barnatryggingar - Almennt
Hvað er Barnatrygging?

Barnatrygging veitir víðtæka fjárhagslega vernd fyrir börnin okkar vegna slysa eða sjúkdóma sem þau kunna að verða fyrir og geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu þeirra.

Þarf ég að tryggja börnin?

Barnatryggingar eru góð viðbót við líf- og sjúkdómatryggingu og fjölskyldutryggingu. Sjúkdómatrygging tryggir börn að helmingi bótafjárhæð foreldis, þó að hámarki 10 milljónir króna, komi til sjúkdóms sem tryggingin tekur til og líftrygging greiðir dánarbætur 750.000 krónur.

Barnatryggingin er fyrst og fremst örorkutrygging vegna sjúkdóma eða slysa en einnig fjárhagslegur stuðningur við foreldra. Tryggingin tekur líka til sjúkdóma sem eru ekki hluti af sjúkdómatryggingu foreldra, líkt og sykursýki 1, ásamt því að greiða sálfræðiþjónustu vegna áfalla.

Hvar gildir Barnatryggingin?

Tryggingin gildir á Norðurlöndunum. Þó gildir tryggingin í allt að eitt ár ef vátryggður flytur frá Norðurlöndunum.

Hvað þarf ég að hafa í huga þegar ég vel tryggingarfjárhæð?

Þegar tryggingarfjárhæð er valin er mikilvægt að hafa í huga, að ef barn verður öryrki, greiðast einungis lágmarksörorkubætur frá Tryggingastofnun frá 18 ára aldri, en þær duga skammt til heimilisreksturs og sjálfstæðrar framfærslu.

Námsmenn njóta ekki örorkuverndar í námi og réttur til örorkulífeyris í lífeyrissjóðum stofnast fyrst þegar lífeyrisiðgjöld hafa verið greidd í tvö ár. Barnatryggingin brúar þetta bil, greiðir örorkubætur og sér til þess að viðkomandi geti séð sjálfum sér farborða, komi til örorku.

Hvað kostar Barnatrygging?

Iðgjald tryggingarinnar stjórnast af þeirri tryggingarfjárhæð sem þú velur.

Eru börnin mín ekki nægilega vel tryggð í leikskóla/skóla?

Í flestum tilvikum ná tryggingar sveitarfélaga aðeins til sjúkraflutninga og fyrstu aðgerða á slysadeild. Þær ná ekki yfir varanlegar afleiðingar slysa, örorku af völdum slysa eða sjúkdóma og alls ekki til yngstu barna sem enn eru heima.

Brunatrygging
Fyrir hvern er Brunatrygging húseigna?

Brunatrygging er skyldutrygging fyrir alla þá sem eiga fasteign.

Hvað er tryggt í Brunatryggingu húseigna?

Húseignin sem tilgreind er í skírteini og venjubundið fylgifé hennar sem fellur undir brunabótamat eignarinnar. Þar undir geta t.d. fallið fastar innréttingar og eldavél. Hægt er að nálgast ítarlegri upplistun á hvað er tryggt og hvað er ekki tryggt í upplýsingaskjali tryggingarinnar.

Hvað þarf ég að gera ef ég sel eignina mína og kaupi mér nýja eign?

Þegar þú kaupir fasteign hjá fasteignsala sendir hann tilkynningu til Fasteignaskrár og færist þá brunatryggingin yfir á kaupanda án þess að hann þurfi að aðhafast neitt sérstaklega. Ef sala fer ekki í gegnum fasteignasala þarf eigandi sjálfur að ganga frá beiðni um tryggingu.

Ef ég er á leigumarkaði, þarf ég þessa tryggingu?

Nei, leigjandi þarf ekki að vera með þessa tryggingu. Aðeins eigandi fasteignarinnar.

Get ég látið hækka/lækka brunabótamatið?

Já, þú getur látið meta eða endurmeta húseign og hefur þá samband við Þjóðskrá Íslands.

Til hvers þarf ég viðbótarbrunatryggingu?

Ef húseign er talin vera verðmætari en brunabótamat segir til um getur viðbótarbrunatrygging verið góður kostur. Viðbótarbrunatrygging eykur verðmæti brunabótamatsins umfram það sem Þjóðskrá Íslands hefur gefið út.

Heimilisvernd 1
Fyrir hvern er Heimilisvernd 1?

Heimilisvernd 1 er einföld og örugg innbús- og ábyrgðartrygging í einum pakka. Hún hentar vel einstaklingum sem eru að byrja að búa, eru barnlausir og þurfa ekki slysa- eða ferðatryggingar. Hún bætir tjón á innbúi heimilis og öðrum persónulegum munum. Heimilisverndin innifelur einnig ábyrgðartryggingu.

Hverjir eru tryggðir?

Tryggingin nær til tryggingataka, maka/sambýlismaka og ógiftra barna. Þessir einstaklingar þurfa að eiga sameiginlegt lögheimili á Íslandi, búa á sama stað og hafi sameiginlegt heimilishald.

Hvað flokkast sem innbú?

Innbú eru munir sem fylgja almennu heimilishaldi og telst ekki vera hluti af fasteign eða almennu fylgifé hennar. Hlutir sem þú myndir almennt taka með þér við flutninga teljast til innbús. Við mælum hinsvegar með því að dýrir hlutir, líkt og listmunir, skartgripir, dýr reiðhjól, sérstök tómstundaáhöld og annað sem þarf að skoða sérstaklega og þarf jafnvel að sértryggja. Bætur vegna tjóns á slíkum munum eru háðar reglum um hámarksbætur sem gera það að verkum að bæturnar kunna að vera lægri en raunverulegt verðmæti hlutanna.

Er ég tryggður á ferðalagi erlendis?

Það eru engar ferðatryggingar innifaldar í Heimilisvernd 1, en þú getur bætt slíkum tryggingum við í Heimilisvernd 2, 3 og 4. Þú gætir einnig verið með ferðatryggingar í gegnum kreditkortið þitt.

Ef ég að að leigja íbúð, þarf ég þessa tryggingu?

Eigandi fasteignarinnar sér um að tryggja fasteignina sjálfa, en þú þarft að sjá um að tryggja þig og innbúið þitt. Það er því skynsamlegt fyrir alla að vera með Heimilisvernd, líka þá sem leigja.

Heimilisvernd 2
Fyrir hvern er Heimilisvernd 2?

Heimilisvernd 2 er grunntrygging fjölskyldunnar og hentar vel einstaklingum og fjölskyldum sem eru að hefja búskap eða minnka við sig. Hún bætir tjón á innbúi heimilis og öðrum persónulegum munum og slys á fjölskyldumeðlimum í frítíma, við heimilisstörf eða við nám. Heimilisverndin inniheldur einnig ábyrgðartryggingu, og fyrir þá sem vilja ferða- og forfallatryggingar.

Hverjir eru tryggðir?

Tryggingin nær til tryggingataka, maka/sambýlismaka og ógiftra barna. Þessir einstaklingar þurfa að eiga sameiginlegt lögheimili á Íslandi, búa á sama stað og hafi sameiginlegt heimilishald.

Hvað flokkast sem innbú?

Innbú eru munir sem fylgja almennu heimilishaldi og telst ekki vera hluti af fasteign eða almennu fylgifé hennar. Hlutir sem þú myndir almennt taka með þér við flutninga teljast til innbús. Við mælum hinsvegar með því að dýrir hlutir, líkt og listmunir, skartgripir, dýr reiðhjól, sérstök tómstundaáhöld og annað sem þarf að skoða sérstaklega og þarf jafnvel að sértryggja. Bætur vegna tjóns á slíkum munum eru háðar reglum um hámarksbætur sem gera það að verkum að bæturnar kunna að vera lægri en raunverulegt verðmæti hlutanna.

Er ég tryggður á ferðalagi erlendis?

Ferðatrygging er valkvæð viðbót í Heimilisvernd 2. Viðbótin inniheldur ferðasjúkratryggingu, farangurstryggingu og forfallatryggingu.

Þarf ég að hafa ferðatryggingu ef ég er með ferðatryggingu á kreditkorti?

Það getur verið mjög misjafnt. Tryggingar eru mismunandi milli kreditkorta og við mælum með að þú skoðir vel hvaða tryggingar fylgja kreditkortinu þínu.

Er allt innbúið mitt tryggt eða þarf ég sérstaklega að tryggja t.d. mjög dýra hluti?

Við mælum með að dýrir hlutir, líkt og listmunir, munir með söfnunargildi, dýr reiðhjól og önnur dýr tómstundaáhöld séu tryggðir sérstaklega. Bætur vegna tjóns á slíkum munum eru háðar reglum um hámarksbætur sem gera það að verkum að bæturnar kunna að vera lægri en raunverulegt verðmæti hlutanna.

Heimilisvernd 3
Fyrir hvern er Heimilisvernd 3?

Heimilisvernd 3 er algengasta fjölskylduvernd Varðar og hentar vel fjölskyldum, litlum sem stórum. Tryggingin veitir víðtæka og alhliða vernd og inniheldur allar helstu tryggingar sem nauðsynlegar eru fyrir heimili og fjölskyldu.

Hverjir eru tryggðir?

Tryggingin nær til tryggingataka, maka/sambýlismaka og ógiftra barna. Þessir einstaklingar þurfa að eiga sameiginlegt lögheimili á Íslandi, búa á sama stað og hafi sameiginlegt heimilishald.

Er allt innbúið mitt tryggt eða þarf ég sérstaklega að tryggja t.d. mjög dýra hluti?

Við mælum með að dýrir hlutir, líkt og listmunir, munir með söfnunargildi, dýr reiðhjól og önnur dýr tómstundaáhöld séu tryggðir sérstaklega. Bætur vegna tjóns á slíkum munum eru háðar reglum um hámarksbætur sem gera það að verkum að bæturnar kunna að vera lægri en raunverulegt verðmæti hlutanna.

Hvað flokkast sem innbú?

Innbú eru munir sem fylgja almennu heimilishaldi og telst ekki vera hluti af fasteign eða almennu fylgifé hennar. Hlutir sem þú myndir almennt taka með þér við flutninga teljast til innbús. Við mælum hinsvegar með því að dýrir hlutir, líkt og listmunir, skartgripir, dýr reiðhjól, sérstök tómstundaáhöld og annað sem þarf að skoða sérstaklega og þarf jafnvel að sértryggja. Bætur vegna tjóns á slíkum munum eru háðar reglum um hámarksbætur sem gera það að verkum að bæturnar kunna að vera lægri en raunverulegt verðmæti hlutanna.

Er ég tryggður á ferðalagi erlendis?

Ferðatrygging er valkvæð viðbót í Heimilisvernd 3. Viðbótin inniheldur ferðasjúkratryggingu, farangurstryggingu, farangurstafatryggingu og forfallatryggingu.

Þarf ég að hafa ferðatryggingu ef ég er með ferðatryggingu á kreditkorti?

Það getur verið mjög misjafnt. Tryggingar eru mismunandi milli kreditkorta og við mælum með að þú skoðir vel hvaða tryggingar fylgja kreditkortinu þínu.

Heimilisvernd 4
Fyrir hvern er Heimilisvernd 4?

Heimilisvernd 4 er víðtækasta fjölskyldvernd Varðar sem inniheldur allar helstu tryggingar heimilisins. Eigin áhætta er almennt lægri og bótafjárhæðir hærri en í Heimilisvernd 1, 2 og 3. Hentar vel þeim sem vilja bestu mögulegu vernd fyrir fjölskylduna og innbúið á hverjum tíma.

Hverjir eru tryggðir?

Tryggingin nær til tryggingataka, maka/sambýlismaka og ógiftra barna. Þessir einstaklingar þurfa að eiga sameiginlegt lögheimili á Íslandi, búa á sama stað og hafi sameiginlegt heimilishald.

Hvað flokkast sem innbú?

Innbú eru munir sem fylgja almennu heimilishaldi og telst ekki vera hluti af fasteign eða almennu fylgifé hennar. Hlutir sem þú myndir almennt taka með þér við flutninga teljast til innbús. Við mælum hinsvegar með því að dýrir hlutir, líkt og listmunir, skartgripir, dýr reiðhjól, sérstök tómstundaáhöld og annað sem þarf að skoða sérstaklega og þarf jafnvel að sértryggja. Bætur vegna tjóns á slíkum munum eru háðar reglum um hámarksbætur sem gera það að verkum að bæturnar kunna að vera lægri en raunverulegt verðmæti hlutanna.

Er ég tryggður á ferðalagi erlendis?

Ferðatrygging er valkvæð viðbót í Heimilisvernd 4. Viðbótin inniheldur ferðasjúkratryggingu, farangurstryggingu, farangurstafatryggingu og forfallatryggingu.

Er allt innbúið mitt tryggt eða þarf ég sérstaklega að tryggja t.d. mjög dýra hluti?

Við mælum með að dýrir hlutir, líkt og listmunir, munir með söfnunargildi, dýr reiðhjól og önnur dýr tómstundaáhöld séu tryggðir sérstaklega. Bætur vegna tjóns á slíkum munum eru háðar reglum um hámarksbætur sem gera það að verkum að bæturnar kunna að vera lægri en raunverulegt verðmæti hlutanna.

Þarf ég að hafa ferðatryggingu ef ég er með ferðatryggingu á kreditkorti?

Það getur verið mjög misjafnt. Tryggingar eru mismunandi milli kreditkorta og við mælum með að þú skoðir vel hvaða tryggingar fylgja kreditkortinu þínu.

Húseigendatrygging
Fyrir hvern er Húseigendatrygging?

Húseigendatrygging er fyrir alla eigendur fasteigna.

Hvað er tryggt í Húseigendatryggingu?

Húseigendatrygging veitir víðtæka og alhliða vernd á fasteigninni og bætir tjón m.a. vegna vatns, foks, innbrots, skýfalls eða asahláku. Þú getur séð ítarlegri upplistun á hvað er tryggt og hvað er ekki tryggt í upplýsingaskjali tryggingarinnar.

Getur verið að húsfélagið mitt sé með þessa tryggingu?

Já, það getur verið að húsfélagið sé með húseigendatryggingu. Við hvetjum þig til að athuga það við fyrsta tækifæri.

Hvað þarf ég að gera ef ég sel eignina mína og kaupi mér nýja eign?

Þegar þú selur eign er meginreglan sú að húseigendatryggingin fellur niður á sama tíma og brunatryggingin. Húseigendatrygging flyst aldrei sjálfkrafa á milli eigna við flutninga. Því er mikilvægt að hafa samband við okkur þegar búið er að kaupa nýja eign og fá tilboð í húseigendatryggingu, ef það er ekki trygging til staðar hjá húsfélagi.

Ef ég er á leigumarkaði, þarf ég þessa tryggingu?

Nei, leigjandi þarf ekki að vera með þessa tryggingu. Aðeins eigandi fasteignarinnar.

Líf og heilsa
Eru allir tryggðir á heimilinu?

Okkur þykir sjálfsagt að tryggja bílinn og hlutina okkar. Þess vegna er mikilvægt að tryggja fjölskylduna vel fyrir áföllum eins og slysum og veikindum. Við ráðleggjum öllum að hafa líf- og sjúkdómatryggingu og fjölskyldutryggingu. 

Hvað er líf- og sjúkdómatrygging?

Líftrygging er fjárhagsleg vernd fyrir aðstandendur ef þú fellur frá.

Sjúkdómatrygging veitir þér og fjölskyldu þinni fjárhagslega vernd komi til alvarlegra veikinda sem tryggingin tekur til.

Hverjir þurfa líf- og sjúk­dóma­trygg­ingu?

Sjúkdómatrygging er flestum nauðsynleg óháð fjölskylduaðstæðum. Það getur verið dýrt að veikjast alvarlega og mikill dulinn kostnaður sem oft fylgir veikindum. Því fyrr sem þú tryggir þig, því betra, því alvarleg veikindi gera ekki boð á undan sér.

Þeir sem hafa fyrir öðrum að sjá eða hafa tekið á sig fjárhagsskuldbindingar ættu að fá sér líftryggingu. Með fjárhagslegum skuldbindingum er t.d. átt við húsnæðislán, bílalán, skuldabréfalán, yfirdráttarlán eða aðrar skuldir.

Hvað er Barnatrygging?

Barnatrygging veitir víðtæka fjárhagslega vernd fyrir börnin okkar vegna slysa eða sjúkdóma sem þau kunna að verða fyrir og geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu þeirra.

Þarf ég að tryggja börnin?

Barnatryggingar eru góð viðbót við líf- og sjúkdómatryggingu og fjölskyldutryggingu. Sjúkdómatrygging tryggir börn að helmingi bótafjárhæð foreldis, þó að hámarki 10 milljónir króna, komi til sjúkdóms sem tryggingin tekur til og líftrygging greiðir dánarbætur 750.000 krónur.

Barnatryggingin er fyrst og fremst örorkutrygging vegna sjúkdóma eða slysa en einnig fjárhagslegur stuðningur við foreldra. Tryggingin tekur líka til sjúkdóma sem eru ekki hluti af sjúkdómatryggingu foreldra, líkt og sykursýki 1, ásamt því að greiða sálfræðiþjónustu vegna áfalla.

Hvað er Heimilisvernd?

Heimilisvernd er samsett fjölskyldutrygging fyrir innbúið og fjölskylduna. Þú velur milli fjögurra mismundandi víðtækra trygginga sem henta þínum þörfum um tryggingavernd fyrir fjölskylduna. Munurinn liggur í tryggingum og fjárhæðum og er Heimilisvernd 4 víðtækasta fjölskyldutryggingin. 

Heimilisvernd 3 er algengasta fjölskylduvernd Varðar og hentar vel fjölskyldum, litlum sem stórum. Tryggingin veitir víðtæka og alhliða vernd og inniheldur allar helstu tryggingar sem nauðsynlegar eru fyrir heimili og fjölskyldu. 

Líf- og sjúkdómatrygging
Hvað er líf- og sjúkdómatrygging?

Líf- og sjúkdómatrygging er samsett trygging sem skiptist í líftryggingu og sjúkdómatryggingu. Tryggingin er fjárhagsleg vernd fyrir þá sem hafa slíka tryggingu og aðstandendur þeirra.

Hvernig virkar líf- og sjúkdómatrygging?

Tryggingin er samansett af Líftryggingu og Sjúkdómatryggingu. Líftrygging greiðir bætur til aðstandenda þinna, eða þeirra sem þú velur, ef þú fellur frá af völdum sjúkdóms eða slyss. Sjúkdómatrygging greiðir þér bætur ef þú greinist með tiltekinn sjúkdóm. Sjúkdómar sem falla undir sjúkdómatrygginguna eru taldir upp á upplýsingaskjali og í skilmálum tryggingarinnar.

Hverjir þurfa líf- og sjúkdómatrygging?

Líf- og sjúkdómatrygging er flestum nauðsynleg óháð fjölskylduaðstæðum vegna þess að alvarleg veikindi eða slys gera ekki boð á undan sér.

Hverjir fá líftryggingar bæturnar?

Þú ákveður hverjir fá bæturnar úr líftryggingunni þinni. Ef þú nefnir engan sérstakan rennur bótafjárhæðin til maka þíns ef hann er til staðar. Ef þú lætur ekki eftir þig maka rennur bótafjárhæðin til erfingja samkvæmt lögum eða erfðaskrá. Þú getur einnig skráð einstaklinga sem þú vilt að öðlist rétt til greiðslu bóta eins og til dæmis sambúðarmaka.

Valmöguleikarnir eru þá eftirfarandi:

 • Lögerfingjar: Giftur maki þinn fær 1/3 af fjárhæðinni og börnin þín 2/3 af fjárhæðinni.

 • Ekki tilnefndur rétthafi: Giftur maki þinn fær alla fjárhæðina greidda til sín. Sértu ekki giftur, rennur öll fjárhæðin til barna þinna. Sé ekki maki eða börn til staðar, þá er fjárhæðin greidd til foreldra þinna.

 • Skráning á nafn: Þú velur hver fær bæturnar. Ef þú átt maka en þið eruð ekki gift, þá þarf að nota þessa skráningu ef maki á að fá fjárhæðina greidda til sín.

Hvaða sjúkdómar falla undir sjúkdómatryggingu?

Þeir sjúkdómar sem tryggingin tekur til eru flokkaðir í fimm bótaflokka;

 • Heilaáfall, lömun og málstol

 • Krabbamein

 • Tauga- og hrörnunarsjúkdóma

 • Hjarta og æðasjúkdómar

 • Aðra alvarlega sjúkdóma

Nánari útlistun má nálgast á upplýsingaskjali tryggingarinnar eða í skilmálum.

Hvernig greiðast bætur?

Bætur líftryggingar greiðast í einu lagi til rétthafa og eru undanþegnar tekjuskatti. Sjúkdómatryggingar eru greiddar út í formi eingreiðslu og aðeins er greitt einu sinni úr hverjum bótaflokki fyrir sig.

Hvar gildir líf- og sjúkdómatrygging?

Líf- og sjúkdómatryggingin gildir hvar sem er í heiminum.

Hverjir geta líf- og sjúkdómatryggt sig?

Einstaklingar á aldrinum 18-29 ára geta sótt um líf- og sjúkdómatryggingu fyrir ungt fólk og er gildistími hennar til 35 ára aldurs.

Líftrygging
Hvað er líf- og sjúkdómatrygging?

Líftrygging er fjárhagsleg vernd fyrir aðstandendur ef þú fellur frá.

Sjúkdómatrygging veitir þér og fjölskyldu þinni fjárhagslega vernd komi til alvarlegra veikinda sem tryggingin tekur til.

Er líf- og sjúk­dóma­trygg­ing ekki dýr?

Það kemur þér örugglega á óvart hvað það er ódýrt. Það er einfaldara og ódýrara að ganga frá líf- og sjúkdómatryggingu þegar maður er ungur.

Hvernig kaupi ég líf- og sjúk­dóma­trygg­ingu?

Það er einfalt hér á vefnum. Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum, sérð verðið strax og getur í fáeinum skrefum klárað kaup í gegnum vefinn okkar.

Hversu háar eru bæturnar?

Þú ákveður bótafjárhæðina þegar þú kaupir líf- og sjúkdómatrygginguna. Best er að fjárhæðin taki mið af tekjum, skuldastöðu og fjölskylduhögum þínum. Við mælum með að endurskoða bótafjárhæðina þegar aðstæður þínar eða fjölskylduhagir breytast.

Þú getur hækkað bótafjárhæðina ef þú eignast barn, ættleiðir barn eða kaupir íbúðahúsnæði án þess að skila inn nýjum heilsufarsupplýsingum.

Hvernig er verð­ið ákveð­ið?

Það eru nokkrir þættir sem koma að því að ákveða verð trygginganna. Bótafjárhæðin sem þú ákveður ræður miklu, því hærri sem hún er því meira borgar þú. Aldur hefur einnig áhrif, því yngri sem þú ert því lægra er iðgjaldið. Þá geta ýmsir heilsufars- og lífsstílsþættir haft áhrif á iðgjaldið.

Hér má sjá til viðmiðunar þær reglur sem áhættumat er unnið eftir.

Hverjir þurfa líf- og sjúk­dóma­trygg­ingu?

Sjúkdómatrygging er flestum nauðsynleg óháð fjölskylduaðstæðum. Það getur verið dýrt að veikjast alvarlega og mikill dulinn kostnaður sem oft fylgir veikindum. Því fyrr sem þú tryggir þig, því betra, því alvarleg veikindi gera ekki boð á undan sér.

Þeir sem hafa fyrir öðrum að sjá eða hafa tekið á sig fjárhagsskuldbindingar ættu að fá sér líftryggingu. Með fjárhagslegum skuldbindingum er t.d. átt við húsnæðislán, bílalán, skuldabréfalán, yfirdráttarlán eða aðrar skuldir.

Líftrygging
Hvað er líftrygging?

Líftrygging er fjárhagsleg vernd fyrir aðstandendur þeirra sem slíka tryggingu hafa.

Hvernig virkar líftrygging?

Ef þú ert með líftryggingu og fellur frá af völdum sjúkdóms eða slyss fá aðstandendur þínir, eða þeir sem þú velur, greiddar bætur.

Hverjir þurfa líftryggingu?

Þeir sem hafa fyrir öðrum að sjá eða hafa tekið á sig fjárhagsskuldbindingar sem aðrir ábyrgjast ættu að fá sér líftryggingu. Með fjárhagslegum skuldbindingum er t.d. átt við húsnæðislán, bílalán, skuldabréfalán, yfirdráttarlán eða aðrar skuldir.

Hverjir fá bæturnar?

Þú ákveður hverjir fá bæturnar úr líftryggingunni þinni. Ef þú nefnir engan sérstakan rennur bótafjárhæðin til maka þíns ef hann er til staðar. Ef þú lætur ekki eftir þig maka rennur bótafjárhæðin til erfingja samkvæmt lögum eða erfðaskrá. Þú getur einnig skráð einstaklinga sem þú vilt að öðlist rétt til greiðslu bóta eins og til dæmis sambúðarmaka.

Valmöguleikarnir eru þá eftirfarandi:

 • Lögerfingjar: Giftur maki þinn fær 1/3 af fjárhæðinni og börnin þín 2/3 af fjárhæðinni.

 • Ekki tilnefndur rétthafi: Giftur maki þinn fær alla fjárhæðina greidda til sín. Sértu ekki giftur, rennur öll fjárhæðin til barna þinna. Sé ekki maki eða börn til staðar, þá er fjárhæðin greidd til foreldra þinna.

 • Skráning á nafn: Þú velur hver fær bæturnar. Ef þú átt maka en þið eruð ekki gift, þá þarf að nota þessa skráningu ef maki á að fá fjárhæðina greidda til sín.

Hvernig greiðast bætur?

Bætur líftryggingar greiðast í einu lagi til rétthafa og eru undanþegnar tekjuskatti.

Hvað kostar líftrygging?

Verð líftryggingar er reiknað samkvæmt iðgjaldaskrá og fer eftir tryggingarfjárhæð og aldri þess sem tekur hana. Verðið er óháð kyni og breytist til hækkunar í samræmi við neysluvísitölu og við hækkandi aldur þess sem tekur trygginguna.

Hversu háar eru bæturnar?

Þegar þú sækir um líftryggingu ákveður þú bótafjárhæðina. Best er að fjárhæðin taki mið af tekjum, skuldastöðu og fjölskylduhögum þínum. Þú skalt reglulega endurskoða tryggingarfjárhæðina þegar aðstæður þínar eða fjölskylduhagir breytast.

Hvar gildir líftrygging?

Líftryggingin gildir hvar sem er í heiminum.

Hverjir geta líftryggt sig?

Einstaklingar á aldrinum 18-62 ára geta sótt um líftryggingu og er gildistími hennar til 75 ára aldurs.

Ökutæki - Spurt og svarað
Hvað er ökutækjatrygging?

Ökutækjatrygging er samsett af ábyrgðartryggingu og slysatryggingu ökumanns og eiganda. Ábyrgðartrygging bætir tjón á mönnum og munum sem ökutækið veldur. Slysatrygging bætir tjón vegna slyss ökumanns, sem veldur tjóni og einnig slysatjón eiganda ökutækis ef hann slasast sem farþegi í eigin ökutæki.

Hvað er kaskótrygging?

Kaskótrygging bætir skemmdir á ökutæki komi til tjóns sem eigandi sjálfur ber ábyrgð á eða ef ökutækið verður fyrir utanaðkomandi tjóni. Sá sem kaupir slíka tryggingu hefur val um eigin áhættu og greiðir hana ef bíllinn skemmist og tryggingafélagið borgar það sem eftir stendur.

Hvað er rúðutrygging?

Rúðutrygging bætir brot á bílrúðu ásamt ísetningarkostnaði. Eigin áhætta í rúðutryggingu er 25% í hverju tjóni en sé gert við bílrúðuna í stað þess að skipta henni út er eigin áhætta engin.

Hvar gildir ökutækjatrygging?

Tryggingin gildir á Íslandi, í öðrum aðildarríkjum EES, Bretlandi og í Sviss. Skilyrði er að sækja alþjóðlegt vátryggingakort fyrir ökutæki, sem kallast „græna kortið“.

Hvað er skráningarskylt ökutæki?

Skráningarskylt ökutæki er bifreið, bifhjól, torfærutæki, dráttarvél, eftirvagn bifreiðar eða dráttarvélar sem gerður er fyrir meira en 750 kg heildarþyngd, hjólhýsi og tjaldvagn. Skylt er að skrá ökutæki áður en það er tekið í notkun.

Hvað ef ökutækið er afskráð eða númerin innlögð?

Þú lætur okkur vita þegar þú hefur afskráð ökutæki og þá er trygging felld frá afskráningardegi, þetta á við um lögboðnar ökutækjatryggingar og frjálsar tryggingar eins og kaskó.

Ef númer eru lögð inn án afskráningar er kaskótrygging ekki sjálfkrafa felld niður, enda bætir trygging allskyns tjón sem geta átt sér stað þrátt fyrir að númer séu innlögð, t.d. skemmdarverk, óveður og þjófnað.

Sjúkdómatrygging
Hvað er sjúkdómatrygging?

Sjúkdómatrygging veitir þér og fjölskyldu þinni fjárhagslega vernd komi til alvarlegra veikinda sem tryggingin tekur til.

Hverjir þurfa sjúkdómatryggingu?

Sjúkdómatrygging er flestum nauðsynleg óháð fjölskylduaðstæðum vegna þess að alvarleg veikindi gera ekki boð á undan sér.

Hvernig virkar sjúkdómatrygging?

Sjúkdómatrygging greiðir þér bætur ef þú greinist með tiltekinn sjúkdóm. Hún gerir þér kleift að endurskipuleggja líf þitt og einbeita þér að ná heilsu á ný án þess að hafa áhyggjur af fjárhag heimilisins. Sjúkdómar sem falla undir sjúkdómatrygginguna eru taldir upp á upplýsingaskjali og í skilmálum tryggingarinnar.

Hverjir geta sjúkdómatryggt sig?

Einstaklingar á aldrinum 18-59 geta sótt um sjúkdómatryggingu og er gildistími hennar til 70 ára aldurs.

Hvar gildir sjúkdómatrygging?

Sjúkdómatryggingin gildir hvar sem er í heiminum.

Hvað kostar sjúkdómatrygging?

Iðgjald sjúkdómatryggingar tekur mið af vátryggingarfjárhæð og aldri. Við mat á henni er m.a. horft til aðstæðna þinna, s.s. til fjölskyldustærðar, fjárskuldbindinga og hversu lengi þú nýtur launatekna í veikindum. Þá geta ýmsir heilsufars- og lífsstílsþættir haft áhrif á iðgjaldið.

Hér má sjá til viðmiðunar þær reglur sem áhættumat er unnið eftir.

Hversu háar eru bæturnar?

Þú ákveður bótafjárhæð sjúkdómatryggingarinnar. Best er að fjárhæðin taki mið af tekjum þínum, skuldum og fjölskylduaðstæðum. Tryggingin þarf helst að geta bætt ígildi 2-3 ára nettólauna til viðbótar við samningsbundin réttindi launþega í veikindum. Þú getur hækkað vátryggingafjárhæðina ef þú eignast barn, ættleiðir barn eða kaupir íbúðahúsnæði án þess að skila inn nýjum heilsufarsupplýsingum.

Hvernig greiðast bætur?

Bætur sjúkdómatryggingar eru greiddar út í formi eingreiðslu og eru undanþegnar tekjuskatti. Aðeins er greitt einu sinni úr hverjum bótaflokki fyrir sig.

Hvaða sjúkdómar falla undir sjúkdómatryggingu?

Þeir sjúkdómar sem tryggingin tekur til eru flokkaðir í fimm bótaflokka;

 • Heilaáfall, lömun og málstol

 • Krabbamein

 • Tauga- og hrörnunarsjúkdóma

 • Hjarta og æðasjúkdómar

 • Aðra alvarlega sjúkdóma

Nánari útlistun má nálgast á upplýsingaskjali tryggingarinnar eða í skilmálum.

Hvenær eru bæturnar greiddar út?

Bæturnar greiðast um tveimur vikum eftir að öll nauðsynleg og fullnægjandi gögn hafa borist tryggingafélaginu.

Hvað er iðgjaldafrelsi?

Iðgjaldafrelsi er viðbótarvernd inn í sjúkdómatryggingunni sem hægt er að velja á umsókn.

Það þýðir að ef þú verður óvinnufær, 50% eða meira getur þú sótt um að fá iðgjöld tryggingarinnar lækkuð eða felld niður. Niðurfelling iðgjalda getur að hámarki varað í 5 ár og miðast niðurfelling þeirra við hlutfall óvinnufærni.

Nánari skilgreiningu á iðgjaldafrelsi má finna í skilmála sjúkdómatryggingarinnar.

Sjúkdómatrygging
Hvað er sjúkdómatrygging?

Sjúkdómatrygging veitir þér og fjölskyldu þinni fjárhagslega vernd komi til alvarlegra veikinda sem tryggingin tekur til.

Hverjir þurfa sjúkdómatryggingu?

Sjúkdómatrygging er flestum nauðsynleg óháð fjölskylduaðstæðum vegna þess að alvarleg veikindi gera ekki boð á undan sér.

Hvernig virkar sjúkdómatrygging?

Sjúkdómatrygging greiðir þér bætur ef þú greinist með tiltekinn sjúkdóm. Hún gerir þér kleift að endurskipuleggja líf þitt og einbeita þér að ná heilsu á ný án þess að hafa áhyggjur af fjárhag heimilisins. Sjúkdómar sem falla undir sjúkdómatrygginguna eru taldir upp á upplýsingaskjali og í skilmálum tryggingarinnar.

Hverjir geta sjúkdómatryggt sig?

Einstaklingar á aldrinum 18-59 geta sótt um sjúkdómatryggingu og er gildistími hennar til 70 ára aldurs.

Hvar gildir sjúkdómatrygging?

Sjúkdómatryggingin gildir hvar sem er í heiminum.

Hvað kostar sjúkdómatrygging?

Iðgjald sjúkdómatryggingar tekur mið af vátryggingarfjárhæð og aldri. Við mat á henni er m.a. horft til aðstæðna þinna, s.s. til fjölskyldustærðar, fjárskuldbindinga og hversu lengi þú nýtur launatekna í veikindum. Þá geta ýmsir heilsufars- og lífsstílsþættir haft áhrif á iðgjaldið.

Hér má sjá til viðmiðunar þær reglur sem áhættumat er unnið eftir.

Hversu háar eru bæturnar?

Þú ákveður bótafjárhæð sjúkdómatryggingarinnar. Best er að fjárhæðin taki mið af tekjum þínum, skuldum og fjölskylduaðstæðum. Tryggingin þarf helst að geta bætt ígildi 2-3 ára nettólauna til viðbótar við samningsbundin réttindi launþega í veikindum. Þú getur hækkað vátryggingafjárhæðina ef þú eignast barn, ættleiðir barn eða kaupir íbúðahúsnæði án þess að skila inn nýjum heilsufarsupplýsingum.

Hvernig greiðast bætur?

Bætur sjúkdómatryggingar eru greiddar út í formi eingreiðslu og eru undanþegnar tekjuskatti. Aðeins er greitt einu sinni úr hverjum bótaflokki fyrir sig.

Hvaða sjúkdómar falla undir sjúkdómatryggingu?

Þeir sjúkdómar sem tryggingin tekur til eru flokkaðir í fimm bótaflokka;

 • Heilaáfall, lömun og málstol

 • Krabbamein

 • Tauga- og hrörnunarsjúkdóma

 • Hjarta og æðasjúkdómar

 • Aðra alvarlega sjúkdóma

Nánari útlistun má nálgast á upplýsingaskjali tryggingarinnar eða í skilmálum.

Hvenær eru bæturnar greiddar út?

Bæturnar greiðast um tveimur vikum eftir að öll nauðsynleg og fullnægjandi gögn hafa borist tryggingafélaginu.

Hvað er iðgjaldafrelsi?

Iðgjaldafrelsi er viðbótarvernd inn í sjúkdómatryggingunni sem hægt er að velja á umsókn.

Það þýðir að ef þú verður óvinnufær, 50% eða meira getur þú sótt um að fá iðgjöld tryggingarinnar lækkuð eða felld niður. Niðurfelling iðgjalda getur að hámarki varað í 5 ár og miðast niðurfelling þeirra við hlutfall óvinnufærni.

Nánari skilgreiningu á iðgjaldafrelsi má finna í skilmála sjúkdómatryggingarinnar.

Spurt og svarað
Af hverju bílrúðumiði?

Bílrúðumiðinn stoppar brotið í rúðunni frá því að stækka sem eykur líkur á að hægt sé að gera við rúðuna. Þá þarf ekki að skipta henni út fyrir nýja með tilheyrandi kolefnisspori.

Af hverju að gera við rúðuna?

Ef viðgerð á rúðunni er möguleg þá greiðir Vörður allan kostnað af viðgerðinni. Sem þýðir engin eigin áhætta og ekkert úr þínum vasa.

Hvernig nota ég bílrúðumiðann?

Ef skemmdin er minni en 100 krónu peningur og ekki í sjónlínu ökumanns eru góðar líkur á að hægt sé að gera við rúðuna. Þurrkaðu yfir skemmdina og smelltu svo límmiðanum á til að stoppa brotið og verja það fyrir óhreinindum og raka. Farðu svo eins fljótt og mögulegt er á næsta viðurkennda bílrúðuverkstæði.

Hver er eigin áhættan ef skipta þarf um rúðu?

Ef viðgerð er ekki möguleg og skipta þarf um rúðu þá er eigin áhætta í rúðutryggingu 25% fyrir hvert tjón.

Tekur lengri tíma að laga rúðuna?

Það er mun fljótlegra að gera við rúðuna heldur en setja nýja í bílinn sem þýðir styttri bið fyrir þig. 

Hvar er hægt að fá bílrúðumiða?

Bílrúðumiðinn er ókeypis og hægt er að nálgast hann á skrifstofum okkar í Borgartúni 19, á Akureyri og í Reykjanesbæ eða með því að hafa samband við okkur og við sendum hann til þín.

Spurt og svarað
Hvað er Golfvernd gjafabréf?

Golfvernd gjafabréf er fullkomin gjöf fyrir kylfinginn sem á allt! Gjafabréfið er askja sem er með sérsniðnum golfpening í og gildir tryggingin í eitt ár fyrir alla á heimili þess sem fær gjafabréfið.

Hvernig kaupi ég Golfvernd gjafabréf?

Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum hér, fyllir svo út formið og við höfum samband við þig. Þú ert þá skráður greiðandi á tryggingunni en tryggingin er gefin út á nafn þess sem á að fá gjafabréfið.

Hvernig gef ég Golfvernd í gjafabréf?

Ef þú vilt kaupa gjafabréf fyrir Golfvernd, eða setja það á óskalistann fyrir aðra, þá er hægt að kaupa gjafabréfið með því að hafa samband við okkur eða pantað hér að ofan. Við gefum síðan út Golfvernd á nafn viðtakanda og tekur hún gildi þann 24. desember 2023. Þau sem fá gjafabréfið þurfa ekki að gera neitt nema njóta þess að vera vel tryggð.

Hvenær tekur Golfvernd gildi?

Við gefum út Golfvernd á nafn viðtakanda og tekur hún gildi þann 24. desember 2023.

Hvað er Golfvernd?

Golfvernd er sérsniðin trygging fyrir kylfinga og gildir fyrir alla á heimilinu. Tryggingin nær m.a. yfir þjófnað á golfbúnaði, slys og önnur óvænt atvik, utan vallar sem innan. Hún tryggir t.d. að ef kylfingur fer holu í höggi þá getur hann gert vel við meðspilara sína.

Hvað gildir Golfvernd lengi?

Golfvernd gildir í eitt ár frá útgáfudegi og endurnýjast þá ef viðtakandi vill halda áfram með trygginguna. Viðtakandi verður þá gerður að greiðanda.

Hvað ef kylfingurinn er nú þegar með Golfvernd?

Við sjáum það hjá okkur og látum þig vita svo þú getur gert aðrar ráðstafanir.

Spurt og svarað - Er ég tryggður á golfvellinum?
Þarf ég að tryggja mig í golfi?

Sérhver dagur á golfvellinum er óútreiknanlegur. Kylfingar þekkja það vel að allt getur gerst og að höggin enda ekki alltaf á brautinni. Stundum gerast hlutir sem ekkert „fore“ getur bjargað. Það er því gott að hafa góðar tryggingar þegar kemur að óhöppum, slysum og öðrum ófyrirséðum atvikum. Fjölskyldutrygging og Golfvernd veita góða vernd þegar á golfvöllinn er komið. 

Hvað er Golfvernd?

Golfvernd er sérsniðin trygging fyrir óvænt atvik sem geta komið upp á golfvellinum. Tryggingin inniheldur átta tryggingar sem veita vernd fyrir óhöppum, slysum, þjófnaði á búnaði og fleira. Þá gerir Golfvernd kylfingi kleift að gera vel við meðspilara sína fari hann holu í höggi.

Hver er munurinn á Golfvernd og Heimilisvernd?

Mörg tjón sem eiga sér stað úti á golfvelli eru tryggð í gegnum Heimilisverndina. Golfverndin er sérsniðin að því sem tengist golfiðkun. Ólíkt Heimilisvernd þá bætir Golfvernd meðal annars árgjaldið í klúbbinn, þjófnað úr settinu og þeim kostnað sem fylgir því að fara holu í höggi.

Er hægt að tryggja holu í höggi?

Við tryggjum ekki að þú farir holu í höggi en við tryggjum að þú getir gert vel við meðspilara þína þegar draumahöggið kemur. Golfvernd greiðir kylfingi 54.000 kr. fyrir sannarlegar holur í höggi. Þetta eru einu tjónin sem við viljum að viðskiptavinir okkar lendi í. Mikil gleði fylgir því að slá holu í höggi og við bætum þér kostnaðinn á 19. holunni með bros á vör.

Spurt og svarað - Fyrirtæki
Er starfsfólkið mitt tryggt í vinnunni?

Ef þú ert með slysatryggingu launþega, þá er svarið já. Þeir sem hafa fólk í vinnu eru, sam­kvæmt kjara­samn­ing­um, skyldug­ir að slysa­tryggja starfs­menn sína. Þess vegna bjóð­um við slysa­trygg­ingu laun­þega. Kost­ur­inn við hana er sá að hún lag­ar sig að ákvæð­um mis­mun­andi kjara­samn­inga og hentar því fyrirtækjum í ólíkri starfsemi.

Hvernig fæ ég tilboð í tryggingar?

Fljótlegasta leiðin til þess að fá tilboð í tryggingar er að smella á „Fá tilboð“. Við köllum eftir helstu upplýsingum frá þér sem hjálpar okkur að senda þér tilboðið hratt og vel. Það er líka hægt að senda okkur póst á [email protected], en það gæti tekið örlítið lengri tíma.

Hvaða grunntryggingar þarf fyrirtækið?

Tryggingavernd fyrirtækis fer eftir starfsemi þess og umfangi. Við mælum með að öll fyrirtæki hafi að lágmarki: ábyrgðartryggingu atvinnurekstrar, slysatryggingu launþega og lausafjártryggingu.

Þú getir alltaf sent okkur tölvupóst á [email protected] eða heyrt í okkur í síma 5141000 ef einhverjar spurningar vakna.

Spurt og svarað - Golfvernd
Hvað er Golfvernd?

Golfvernd er sérsniðin trygging fyrir óvænt atvik sem geta komið upp á golfvellinum. Tryggingin inniheldur átta tryggingar sem veita vernd fyrir óhöppum, slysum, þjófnaði á búnaði og fleira. Þá gerir Golfvernd kylfingi kleift að gera vel við meðspilara sína fari hann holu í höggi.

Fyrir hvern er Golfvernd?

Golfvernd er sérsniðin trygging fyrir alla kylfinga. Tryggingin veitir vernd fyrir óhöppum og slysum sem geta átt sér stað á golfvellinum.

Fæ ég settið bætt ef því er stolið?

Tryggingin bætir golfsettið og þann búnað sem almennt má finna í golfpokanum vegna þjófnaðar eða ráns á golfsvæðinu.

Er árgjaldið í golfklúbbinn tryggt?

Tryggingin bætir árgjaldið í golfklúbbinn ef kylfingurinn verður með öllu ófær um að spila vegna veikinda eða slyss.

Hvað ef ég veld öðrum tjóni?

Tjón sem kylfingur veldur öðrum getur verið skaðabótaskylt eða hreint óhapp. Bæði Heimilis- og Golfvernd taka á slíkum tjónum. Golfvernd er góð trygging ef um hreint óhapp er að ræða þar sem kylfingur hefur ekki bakað sér skaðabótaábyrgð.

Gildir tryggingin í golfferðum erlendis?

Tryggingin gildir á Íslandi og á ferðalögum erlendis í allt að 92 daga frá því þú ferð frá Íslandi.

Spurt og svarað - Hjólatrygging
Þarf ég tryggingu ef ég fer út að hjóla?

Þau sem stunda hvers konar hjólreiðar sem almenningsíþrótt eru flest tryggð hafi þau Slysatryggingu í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4. Afreksfólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega með Almennri slysatryggingu og óska eftir sérstakri áritun þar sem fram kemur að tryggingin nái yfir slys sem eiga sér stað í keppni eða til undirbúnings fyrir keppni.

Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir hvar sem er í heiminum og er hjólreiðafólk því tryggt erlendis.

Þarf ég tryggingu ef ég hjóla á fjöllum?

Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir þegar hjólað er á fjöllum, þó ekki í fjallahjólakeppni.

Þarf ég tryggingu ef ég tek þátt í hjólreiðakeppni?

Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd gildir fyrir þau sem eru að keppa eða æfa fyrir keppni ef um er að ræða götuhjólakeppni þar sem almenningi gefst kostur á þátttöku án skilyrða um lágmarksfærni eða getu. Afreksíþróttafólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega.

Þarf ég tryggingu ef ég hjóla í útlöndum?

Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir hvar sem er í heiminum og er hjólreiðafólk því tryggt erlendis.

Ef hjólinu mínu er stolið fæ ég það bætt?

Ef hjóli er stolið úr læstri íbúð eða bifreið greiðast bætur úr innbústryggingu sem fylgir Heimilisvernd. Hámarksbætur eru 1-2% af tryggingarfjárhæð innbús, allt eftir því í hvaða flokki Heimilisverndin er 1, 2, 3 eða 4. Við mælum alltaf með því að tryggja dýrari hjól sérstaklega með Hjólatryggingu en hún innifelur jafnframt víðtækari þjófnaðartryggingu.

Hjólatrygging bætir þjófnað á læstu hjóli sem geymt er í læstri geymslu eða öðrum húsakynnum og ef það er geymt utandyra. Þjófnaður á hjóli erlendis fellur undir farangurstryggingu sem er hluti af Heimilisvernd 2, 3 og 4.

Er ég tryggður fyrir því ef ég veld öðrum tjóni þegar ég hjóla?

Ábyrgðartrygging einstaklings sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir fyrir tjón sem þú veldur öðrum með skaðabótaskyldum hætti, með vissum takmörkunum. Hjólatrygging inniheldur einnig ábyrgðartryggingu sem tekur til tjóna sem þú veldur öðrum.

Hvenær þarf ég að tryggja hjólið mitt sérstaklega?

Öll reiðhjól eru tryggð í Heimilisvernd upp að vissri fjárhæð. Miklir fjármunir geta leynst í reiðhjólum og búnaði og því er mikilvægt að kynna sér hámarksbótafjárhæð í þeirri Heimilisvernd sem þú ert með. Því verðmætara sem hjólið er því mikilvægara er að tryggja það sérstaklega með Hjólatryggingu.

Er ég tryggður ef hjólið mitt verður fyrir skemmdum?

Hjólatrygging bætir tjón á hjóli af völdum skyndilegra og óvæntra óhappa í flutningi, notkun eða geymslu á vátryggingartímabilinu. Skemmdir á reiðhjóli kunna einnig að falla undir innbústryggingu eða innbúskaskó, en þær eru hluti af Heimilisvernd 1, 2, 3 og 4. Hámarksbótafjárhæð er í Heimilisvernd og því þurfa einstaklingar að tryggja dýr hjól sérstaklega með Hjólatryggingu.

Spurt og svarað - hlaup
Þarf ég tryggingu ef ég fer út að hlaupa?

Þeir sem stunda hvers konar hlaup sem almenningsíþrótt eru flestir tryggðir hafi þeir slysatryggingu í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4. Afreksfólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega með Almennri slysatryggingu.

Þarf ég tryggingu ef ég tek þátt í keppnishlaupi?

Slysatrygging í frítíma, sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir fyrir þá sem eru að keppa eða æfa fyrir keppni ef um er að ræða utanvega-, víðavangs- eða götuhlaup þar sem almenningi gefst kostur á þátttöku án skilyrða um lágmarksfærni eða getu enda sé um áhugamennsku að ræða. Afreksíþróttafólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega.

Þarf ég tryggingu ef ég hleyp á fjöllum?

Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir við hlaup á fjöllum, nema fyrir ofan 4.000 metra.

Þarf ég tryggingu ef ég hleyp í útlöndum?

Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir hvar sem er í heiminum og eru hlauparar því tryggðir erlendis. Afreksfólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega með Almennri slysatryggingu.

Spurt og svarað - Hreyfing
Þarf ég tryggingu ef ég fer út að hlaupa?

Þeir sem stunda hvers konar hlaup sem almenningsíþrótt eru flestir tryggðir hafi þeir slysatryggingu í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4. Afreksfólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega með Almennri slysatryggingu.

Þarf ég að tryggja mig í golfi?

Golfvernd er sérsniðin trygging fyrir óvænt atvik sem geta komið upp á golfvellinum. Hún gildir fyrir alla á heimilinu og inniheldur átta tryggingar sem veita vernd fyrir óhöppum, slysum, þjófnaði á búnaði og fleira. Þá gerir Golfvernd kylfingi kleift að gera vel við meðspilara sína fari hann holu í höggi.

Þarf ég tryggingu ef ég fer út að hjóla?

Þau sem stunda hvers konar hjólreiðar sem almenningsíþrótt eru flest tryggð hafi þau Slysatryggingu í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4. Afreksfólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega með Almennri slysatryggingu og óska eftir sérstakri áritun þar sem fram kemur að tryggingin nái yfir slys sem eiga sér stað í keppni eða til undirbúnings fyrir keppni.

Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir hvar sem er í heiminum og er hjólreiðafólk því tryggt erlendis.

Þarf ég tryggingu ef ég tek þátt í keppnishlaupi?

Slysatrygging í frítíma, sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir fyrir þá sem eru að keppa eða æfa fyrir keppni ef um er að ræða utanvega-, víðavangs- eða götuhlaup þar sem almenningi gefst kostur á þátttöku án skilyrða um lágmarksfærni eða getu enda sé um áhugamennsku að ræða. Afreksíþróttafólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega.

Gildir Golfvernd í golfferðum erlendis?

Tryggingin gildir á Íslandi og á ferðalögum erlendis í allt að 92 daga frá því þú ferð frá Íslandi.

Hvenær þarf ég að tryggja hjólið mitt sérstaklega?

Öll reiðhjól eru tryggð í Heimilisvernd upp að vissri fjárhæð. Miklir fjármunir geta leynst í reiðhjólum og búnaði og því er mikilvægt að kynna sér hámarksbótafjárhæð í þeirri Heimilisvernd sem þú ert með. Því verðmætara sem hjólið er því mikilvægara er að tryggja það sérstaklega með Hjólatryggingu.

Spurt og svarað - Þarf ég að tryggja hjólið mitt?
Hvenær þarf ég að tryggja hjólið mitt sérstaklega?

Öll reiðhjól eru tryggð í Heimilisvernd upp að vissri fjárhæð. Miklir fjármunir geta leynst í reiðhjólum og búnaði og því er mikilvægt að kynna sér hámarksbótafjárhæð í þeirri Heimilisvernd sem þú ert með. Því verðmætara sem hjólið er því mikilvægara er að tryggja það sérstaklega með Hjólatryggingu.

Þarf ég tryggingu ef ég tek þátt í hjólreiðakeppni?

Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd gildir fyrir þau sem eru að keppa eða æfa fyrir keppni ef um er að ræða götuhjólakeppni þar sem almenningi gefst kostur á þátttöku án skilyrða um lágmarksfærni eða getu. Afreksíþróttafólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega.

Þarf ég tryggingu ef ég fer út að hjóla?

Þau sem stunda hvers konar hjólreiðar sem almenningsíþrótt eru flest tryggð hafi þau Slysatryggingu í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4. Afreksfólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega með Almennri slysatryggingu og óska eftir sérstakri áritun þar sem fram kemur að tryggingin nái yfir slys sem eiga sér stað í keppni eða til undirbúnings fyrir keppni.

Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir hvar sem er í heiminum og er hjólreiðafólk því tryggt erlendis.

Er ég tryggður fyrir því ef ég veld öðrum tjóni þegar ég hjóla?

Ábyrgðartrygging einstaklings sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir fyrir tjón sem þú veldur öðrum með skaðabótaskyldum hætti, með vissum takmörkunum. Hjólatrygging inniheldur einnig ábyrgðartryggingu sem tekur til tjóna sem þú veldur öðrum.

Sumarhúsatrygging
Fyrir hvern er Sumarhúsatrygging?

Sumarhúsatrygging er alhliða trygging fyrir alla eigendur sumarbústaða.

Hvað er tryggt í Sumarhúsatryggingu?

Sumarhúsatrygging er samsett úr tveimur tryggingum, þ.e. húseigendatrygging og innbústrygging. Þú getur séð ítarlegri upplistun á hvað er tryggt og hvað er ekki tryggt í upplýsingaskjali tryggingarinnar.

Hvað flokkast sem innbú?

Innbú eru persónulegir munir sem almennt fylgja sumarhúsum og teljast ekki vera hluti af húseign eða almennu fylgifé hennar. Það er hægt að hugsa sér að innbú er allt það sem þú myndir flytja með þér á milli sumarbústaða.

Hvað þarf ég að gera ef ég sel sumarbústaðinn og kaupi mér nýjan?

Þegar þú selur eign er meginreglan sú að sumarbústaðartrygging fellur niður á sama tíma og brunatryggingin. Húseigendatrygging flyst aldrei sjálfkrafa á milli eigna við flutninga. Það þarf að segja innbústryggingunni upp sérstaklega.

Heitapottur og pallur, fellur það undir trygginguna?

Heitur pottur fellur ekki undir húseigendatryggingu og þarf þá að tryggja hann sérstaklega. Pallur og önnur sambærileg verðmæti fyrir utan útveggi húseignarinnar teljast ekki til húseignar nema þau verðmæti séu tiltekin í brunabótamati eignarinnar.

Hvað kostar Sumarhúsatrygging?

Það er misjafnt. Iðgjald Sumarhúsatryggingar fer annars vegar eftir tryggingarfjárhæð innbús og hins vegar brunabótamati sumarhússins. Sjálfsábyrgð er í innbús- og húseigandatjónum og kemur upphæðin fram á skírteini tryggingarinnar.