Spurt og svarað

Hér getur þú nálgast skilmála fyrir allar tryggingar sem Vörður hefur upp á að bjóða.

Barnatrygging 1
Hvað er Barnatrygging?

Barnatrygging 1 veitir víðtæka fjárhagslega vernd fyrir börnin okkar vegna slysa eða sjúkdóma sem þau kunna að verða fyrir og geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu þeirra. Tryggingin er fyrst og fremst örorkutrygging en einnig greiðast úr henni bætur til foreldra, sem getur skipt máli fjárhagslega þurfi þeir t.d. að vera frá vinnu í skemmri eða lengri tíma vegna veikinda barnsins.

Hverjir þurfa Barnatryggingu?

Öll börn ættu að vera með barnatryggingu. Hægt er að tryggja börn frá eins mánaða aldri til 18 ára aldurs og gildir tryggingin til 26 ára aldurs.

Hvar gildir Barnatryggingin?

Tryggingin gildir á Norðurlöndunum. Þó gildir tryggingin í allt að eitt ár ef vátryggður flytur frá Norðurlöndunum.

Hversu háar eru bæturnar?

Þú velur hve háar bæturnar eru. Hægt er að velja á milli þriggja grunntryggingarfjárhæða, 5.000.000 kr., 10.000.000 kr. eða 15.000.000 kr.

Hvað þarf ég að hafa í huga þegar ég vel tryggingarfjárhæð?

Þegar tryggingarfjárhæð er valin er mikilvægt að hafa í huga, að ef barn verður öryrki, greiðast einungis lágmarksörorkubætur frá Tryggingastofnun frá 18 ára aldri, en þær duga skammt til heimilisreksturs og sjálfstæðrar framfærslu.

Námsmenn njóta ekki örorkuverndar í námi og réttur til örorkulífeyris í lífeyrissjóðum stofnast fyrst þegar lífeyrisiðgjöld hafa verið greidd í tvö ár. Barnatryggingin brúar þetta bil, greiðir örorkubætur og sér til þess að viðkomandi geti séð sjálfum sér farborða, komi til örorku.

Hvað kostar Barnatrygging?

Iðgjald tryggingarinnar stjórnast af þeirri tryggingarfjárhæð sem þú velur.

Eru börnin mín ekki nægilega vel tryggð í leikskóla/skóla?

Í flestum tilvikum ná tryggingar sveitarfélaga aðeins til sjúkraflutninga og fyrstu aðgerða á slysadeild. Þær ná ekki yfir varanlegar afleiðingar slysa, örorku af völdum slysa eða sjúkdóma og alls ekki til yngstu barna sem enn eru heima.

Barnatrygging 2
Hvað er Barnatrygging?

Barnatrygging er fyrst og fremst örorkutrygging fyrir börnin en einnig greiðast úr henni bætur til foreldra, sem getur skipt máli fjárhagslega þurfi þeir t.d að vera frá vinnu í lengri eða skemmri tíma vegna veikinda barnsins.

Hverjir þurfa Barnatryggingu?

Barnatrygging 2 er fyrir öll börn. Hægt er að tryggja börn frá eins mánaða aldri til 18 ára aldurs og gildir tryggingin til 26 ára aldurs.

Hvar gildir Barnatryggingin?

Tryggingin gildir á Norðurlöndunum. Þó gildir tryggingin í allt að eitt ár ef vátryggður flytur frá Norðurlöndunum.

Hversu háar eru bæturnar?

Grunnvátryggingarfjárhæðin er 8.000.000 kr.

Eru börnin mín tryggð í leikskóla/skóla?

Í flestum tilvikum ná tryggingar sveitarfélaga aðeins til sjúkraflutninga og fyrstu aðgerða á slysadeild. Þær ná ekki yfir afleiðingar slysa, örorku af völdum slysa eða sjúkdóma og alls ekki til yngstu barna sem enn eru heima.

Hvað kostar Barnatrygging 2?

Ársiðgjald fyrir Barnatryggingu 2 er 13.200 kr. eða 1.100 kr. á mánuði.

Barnatryggingar - Almennt
Hvað er Barnatrygging?

Barnatrygging veitir víðtæka fjárhagslega vernd fyrir börnin okkar vegna slysa eða sjúkdóma sem þau kunna að verða fyrir og geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu þeirra.

Þarf ég að tryggja börnin?

Barnatryggingar eru góð viðbót við líf- og sjúkdómatryggingu og fjölskyldutryggingu. Sjúkdómatrygging tryggir börn að helmingi bótafjárhæð foreldis, þó að hámarki 10 milljónir króna, komi til sjúkdóms sem tryggingin tekur til og líftrygging greiðir dánarbætur 750.000 krónur.

Barnatryggingin er fyrst og fremst örorkutrygging vegna sjúkdóma eða slysa en einnig fjárhagslegur stuðningur við foreldra. Tryggingin tekur líka til sjúkdóma sem eru ekki hluti af sjúkdómatryggingu foreldra, líkt og sykursýki 1, ásamt því að greiða sálfræðiþjónustu vegna áfalla.

Hvar gildir Barnatryggingin?

Tryggingin gildir á Norðurlöndunum. Þó gildir tryggingin í allt að eitt ár ef vátryggður flytur frá Norðurlöndunum.

Hvað þarf ég að hafa í huga þegar ég vel tryggingarfjárhæð?

Þegar tryggingarfjárhæð er valin er mikilvægt að hafa í huga, að ef barn verður öryrki, greiðast einungis lágmarksörorkubætur frá Tryggingastofnun frá 18 ára aldri, en þær duga skammt til heimilisreksturs og sjálfstæðrar framfærslu.

Námsmenn njóta ekki örorkuverndar í námi og réttur til örorkulífeyris í lífeyrissjóðum stofnast fyrst þegar lífeyrisiðgjöld hafa verið greidd í tvö ár. Barnatryggingin brúar þetta bil, greiðir örorkubætur og sér til þess að viðkomandi geti séð sjálfum sér farborða, komi til örorku.

Hvað kostar Barnatrygging?

Iðgjald tryggingarinnar stjórnast af þeirri tryggingarfjárhæð sem þú velur.

Eru börnin mín ekki nægilega vel tryggð í leikskóla/skóla?

Í flestum tilvikum ná tryggingar sveitarfélaga aðeins til sjúkraflutninga og fyrstu aðgerða á slysadeild. Þær ná ekki yfir varanlegar afleiðingar slysa, örorku af völdum slysa eða sjúkdóma og alls ekki til yngstu barna sem enn eru heima.

Brunatrygging
Fyrir hvern er Brunatrygging húseigna?

Brunatrygging er skyldutrygging fyrir alla þá sem eiga fasteign.

Hvað er tryggt í Brunatryggingu húseigna?

Húseignin sem tilgreind er í skírteini og venjubundið fylgifé hennar sem fellur undir brunabótamat eignarinnar. Þar undir geta t.d. fallið fastar innréttingar og eldavél. Hægt er að nálgast ítarlegri upplistun á hvað er tryggt og hvað er ekki tryggt í upplýsingaskjali tryggingarinnar.

Hvað þarf ég að gera ef ég sel eignina mína og kaupi mér nýja eign?

Þegar þú kaupir fasteign hjá fasteignsala sendir hann tilkynningu til Fasteignaskrár og færist þá brunatryggingin yfir á kaupanda án þess að hann þurfi að aðhafast neitt sérstaklega. Ef sala fer ekki í gegnum fasteignasala þarf eigandi sjálfur að ganga frá beiðni um tryggingu.

Ef ég er á leigumarkaði, þarf ég þessa tryggingu?

Nei, leigjandi þarf ekki að vera með þessa tryggingu. Aðeins eigandi fasteignarinnar.

Get ég látið hækka/lækka brunabótamatið?

Já, þú getur látið meta eða endurmeta húseign og hefur þá samband við Þjóðskrá Íslands.

Til hvers þarf ég viðbótarbrunatryggingu?

Ef húseign er talin vera verðmætari en brunabótamat segir til um getur viðbótarbrunatrygging verið góður kostur. Viðbótarbrunatrygging eykur verðmæti brunabótamatsins umfram það sem Þjóðskrá Íslands hefur gefið út.

Heimilisvernd 1
Fyrir hvern er Heimilisvernd 1?

Heimilisvernd 1 er einföld og örugg innbús- og ábyrgðartrygging í einum pakka. Hún hentar vel einstaklingum sem eru að byrja að búa, eru barnlausir og þurfa ekki slysa- eða ferðatryggingar. Hún bætir tjón á innbúi heimilis og öðrum persónulegum munum. Heimilisverndin felur einnig í sér ábyrgðartryggingu.

Hverjir eru tryggðir?

Tryggingin nær til tryggingataka, maka/sambýlismaka og ógiftra barna. Þessir einstaklingar þurfa að eiga sameiginlegt lögheimili á Íslandi, búa á sama stað og hafi sameiginlegt heimilishald.

Hvað flokkast sem innbú?

Innbú eru munir sem fylgja almennu heimilishaldi og telst ekki vera hluti af fasteign eða almennu fylgifé hennar. Hlutir sem þú myndir almennt taka með þér við flutninga teljast til innbús. Við mælum hinsvegar með því að dýrir hlutir, líkt og listmunir, skartgripir, dýr reiðhjól, sérstök tómstundaáhöld og annað sem þarf að skoða sérstaklega og þarf jafnvel að sértryggja. Bætur vegna tjóns á slíkum munum eru háðar reglum um hámarksbætur sem gera það að verkum að bæturnar kunna að vera lægri en raunverulegt verðmæti hlutanna.

Er ég tryggður á ferðalagi erlendis?

Það eru engar ferðatryggingar innifaldar í Heimilisvernd 1, en þú getur bætt slíkum tryggingum við í Heimilisvernd 2, 3 og 4. Þú gætir einnig verið með ferðatryggingar í gegnum kreditkortið þitt.

Ef ég að að leigja íbúð, þarf ég þessa tryggingu?

Eigandi fasteignarinnar sér um að tryggja fasteignina sjálfa, en þú þarft að sjá um að tryggja þig og innbúið þitt. Það er því skynsamlegt fyrir alla að vera með Heimilisvernd, líka þá sem leigja.

Heimilisvernd 2
Fyrir hvern er Heimilisvernd 2?

Heimilisvernd 2 er grunntrygging fjölskyldunnar og hentar vel einstaklingum og fjölskyldum sem eru að hefja búskap eða minnka við sig. Hún bætir tjón á innbúi heimilis og öðrum persónulegum munum og slys á fjölskyldumeðlimum í frítíma, við heimilisstörf eða við nám. Heimilisverndin inniheldur einnig ábyrgðartryggingu, og fyrir þá sem vilja ferða- og forfallatryggingar.

Hverjir eru tryggðir?

Tryggingin nær til tryggingataka, maka/sambýlismaka og ógiftra barna. Þessir einstaklingar þurfa að eiga sameiginlegt lögheimili á Íslandi, búa á sama stað og hafi sameiginlegt heimilishald.

Hvað flokkast sem innbú?

Innbú eru munir sem fylgja almennu heimilishaldi og telst ekki vera hluti af fasteign eða almennu fylgifé hennar. Hlutir sem þú myndir almennt taka með þér við flutninga teljast til innbús. Við mælum hinsvegar með því að dýrir hlutir, líkt og listmunir, skartgripir, dýr reiðhjól, sérstök tómstundaáhöld og annað sem þarf að skoða sérstaklega og þarf jafnvel að sértryggja. Bætur vegna tjóns á slíkum munum eru háðar reglum um hámarksbætur sem gera það að verkum að bæturnar kunna að vera lægri en raunverulegt verðmæti hlutanna.

Er ég tryggður á ferðalagi erlendis?

Ferðatrygging er valkvæð viðbót í Heimilisvernd 2. Viðbótin inniheldur ferðasjúkratryggingu, farangurstryggingu og forfallatryggingu.

Þarf ég að hafa ferðatryggingu ef ég er með ferðatryggingu á kreditkorti?

Það getur verið mjög misjafnt. Tryggingar eru mismunandi milli kreditkorta og við mælum með að þú skoðir vel hvaða tryggingar fylgja kreditkortinu þínu.

Er allt innbúið mitt tryggt eða þarf ég sérstaklega að tryggja t.d. mjög dýra hluti?

Við mælum með að dýrir hlutir, líkt og listmunir, munir með söfnunargildi, dýr reiðhjól og önnur dýr tómstundaáhöld séu tryggðir sérstaklega. Bætur vegna tjóns á slíkum munum eru háðar reglum um hámarksbætur sem gera það að verkum að bæturnar kunna að vera lægri en raunverulegt verðmæti hlutanna.

Heimilisvernd 3
Fyrir hvern er Heimilisvernd 3?

Heimilisvernd 3 er algengasta fjölskylduvernd Varðar og hentar vel fjölskyldum, litlum sem stórum. Tryggingin veitir víðtæka og alhliða vernd og inniheldur allar helstu tryggingar sem nauðsynlegar eru fyrir heimili og fjölskyldu.

Hverjir eru tryggðir?

Tryggingin nær til tryggingataka, maka/sambýlismaka og ógiftra barna. Þessir einstaklingar þurfa að eiga sameiginlegt lögheimili á Íslandi, búa á sama stað og hafi sameiginlegt heimilishald.

Er allt innbúið mitt tryggt eða þarf ég sérstaklega að tryggja t.d. mjög dýra hluti?

Við mælum með að dýrir hlutir, líkt og listmunir, munir með söfnunargildi, dýr reiðhjól og önnur dýr tómstundaáhöld séu tryggðir sérstaklega. Bætur vegna tjóns á slíkum munum eru háðar reglum um hámarksbætur sem gera það að verkum að bæturnar kunna að vera lægri en raunverulegt verðmæti hlutanna.

Hvað flokkast sem innbú?

Innbú eru munir sem fylgja almennu heimilishaldi og telst ekki vera hluti af fasteign eða almennu fylgifé hennar. Hlutir sem þú myndir almennt taka með þér við flutninga teljast til innbús. Við mælum hinsvegar með því að dýrir hlutir, líkt og listmunir, skartgripir, dýr reiðhjól, sérstök tómstundaáhöld og annað sem þarf að skoða sérstaklega og þarf jafnvel að sértryggja. Bætur vegna tjóns á slíkum munum eru háðar reglum um hámarksbætur sem gera það að verkum að bæturnar kunna að vera lægri en raunverulegt verðmæti hlutanna.

Er ég tryggður á ferðalagi erlendis?

Ferðatrygging er valkvæð viðbót í Heimilisvernd 3. Viðbótin inniheldur ferðasjúkratryggingu, farangurstryggingu, farangurstafatryggingu og forfallatryggingu.

Þarf ég að hafa ferðatryggingu ef ég er með ferðatryggingu á kreditkorti?

Það getur verið mjög misjafnt. Tryggingar eru mismunandi milli kreditkorta og við mælum með að þú skoðir vel hvaða tryggingar fylgja kreditkortinu þínu.

Heimilisvernd 4
Fyrir hvern er Heimilisvernd 4?

Heimilisvernd 4 er víðtækasta fjölskyldvernd Varðar sem inniheldur allar helstu tryggingar heimilisins. Eigin áhætta er almennt lægri og bótafjárhæðir hærri en í Heimilisvernd 1, 2 og 3. Hentar vel þeim sem vilja bestu mögulegu vernd fyrir fjölskylduna og innbúið á hverjum tíma.

Hverjir eru tryggðir?

Tryggingin nær til tryggingataka, maka/sambýlismaka og ógiftra barna. Þessir einstaklingar þurfa að eiga sameiginlegt lögheimili á Íslandi, búa á sama stað og hafi sameiginlegt heimilishald.

Hvað flokkast sem innbú?

Innbú eru munir sem fylgja almennu heimilishaldi og telst ekki vera hluti af fasteign eða almennu fylgifé hennar. Hlutir sem þú myndir almennt taka með þér við flutninga teljast til innbús. Við mælum hinsvegar með því að dýrir hlutir, líkt og listmunir, skartgripir, dýr reiðhjól, sérstök tómstundaáhöld og annað sem þarf að skoða sérstaklega og þarf jafnvel að sértryggja. Bætur vegna tjóns á slíkum munum eru háðar reglum um hámarksbætur sem gera það að verkum að bæturnar kunna að vera lægri en raunverulegt verðmæti hlutanna.

Er ég tryggður á ferðalagi erlendis?

Ferðatrygging er valkvæð viðbót í Heimilisvernd 4. Viðbótin inniheldur ferðasjúkratryggingu, farangurstryggingu, farangurstafatryggingu og forfallatryggingu.

Er allt innbúið mitt tryggt eða þarf ég sérstaklega að tryggja t.d. mjög dýra hluti?

Við mælum með að dýrir hlutir, líkt og listmunir, munir með söfnunargildi, dýr reiðhjól og önnur dýr tómstundaáhöld séu tryggðir sérstaklega. Bætur vegna tjóns á slíkum munum eru háðar reglum um hámarksbætur sem gera það að verkum að bæturnar kunna að vera lægri en raunverulegt verðmæti hlutanna.

Þarf ég að hafa ferðatryggingu ef ég er með ferðatryggingu á kreditkorti?

Það getur verið mjög misjafnt. Tryggingar eru mismunandi milli kreditkorta og við mælum með að þú skoðir vel hvaða tryggingar fylgja kreditkortinu þínu.

Húseigendatrygging
Fyrir hvern er Húseigendatrygging?

Húseigendatrygging er fyrir alla eigendur fasteigna.

Hvað er tryggt í Húseigendatryggingu?

Húseigendatrygging veitir víðtæka og alhliða vernd á fasteigninni og bætir tjón m.a. vegna vatns, foks, innbrots, skýfalls eða asahláku. Þú getur séð ítarlegri upplistun á hvað er tryggt og hvað er ekki tryggt í upplýsingaskjali tryggingarinnar.

Getur verið að húsfélagið mitt sé með þessa tryggingu?

Já, það getur verið að húsfélagið sé með húseigendatryggingu. Við hvetjum þig til að athuga það við fyrsta tækifæri.

Hvað þarf ég að gera ef ég sel eignina mína og kaupi mér nýja eign?

Þegar þú selur eign er meginreglan sú að húseigendatryggingin fellur niður á sama tíma og brunatryggingin. Húseigendatrygging flyst aldrei sjálfkrafa á milli eigna við flutninga. Því er mikilvægt að hafa samband við okkur þegar búið er að kaupa nýja eign og fá tilboð í húseigendatryggingu, ef það er ekki trygging til staðar hjá húsfélagi.

Ef ég er á leigumarkaði, þarf ég þessa tryggingu?

Nei, leigjandi þarf ekki að vera með þessa tryggingu. Aðeins eigandi fasteignarinnar.

Líf og heilsa
Eru allir tryggðir á heimilinu?

Okkur þykir sjálfsagt að tryggja bílinn og hlutina okkar. Þess vegna er mikilvægt að tryggja fjölskylduna vel fyrir áföllum eins og slysum og veikindum. Við ráðleggjum öllum að hafa líf- og sjúkdómatryggingu og fjölskyldutryggingu. 

Hvað er líf- og sjúkdómatrygging?

Líftrygging er fjárhagsleg vernd fyrir aðstandendur ef þú fellur frá.

Sjúkdómatrygging veitir þér og fjölskyldu þinni fjárhagslega vernd komi til alvarlegra veikinda sem tryggingin tekur til.

Hverjir þurfa líf- og sjúk­dóma­trygg­ingu?

Sjúkdómatrygging er flestum nauðsynleg óháð fjölskylduaðstæðum. Það getur verið dýrt að veikjast alvarlega og mikill dulinn kostnaður sem oft fylgir veikindum. Því fyrr sem þú tryggir þig, því betra, því alvarleg veikindi gera ekki boð á undan sér.

Þeir sem hafa fyrir öðrum að sjá eða hafa tekið á sig fjárhagsskuldbindingar ættu að fá sér líftryggingu. Með fjárhagslegum skuldbindingum er t.d. átt við húsnæðislán, bílalán, skuldabréfalán, yfirdráttarlán eða aðrar skuldir.

Hvað er Barnatrygging?

Barnatrygging veitir víðtæka fjárhagslega vernd fyrir börnin okkar vegna slysa eða sjúkdóma sem þau kunna að verða fyrir og geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu þeirra.

Þarf ég að tryggja börnin?

Barnatryggingar eru góð viðbót við líf- og sjúkdómatryggingu og fjölskyldutryggingu. Sjúkdómatrygging tryggir börn að helmingi bótafjárhæð foreldis, þó að hámarki 10 milljónir króna, komi til sjúkdóms sem tryggingin tekur til og líftrygging greiðir dánarbætur 750.000 krónur.

Barnatryggingin er fyrst og fremst örorkutrygging vegna sjúkdóma eða slysa en einnig fjárhagslegur stuðningur við foreldra. Tryggingin tekur líka til sjúkdóma sem eru ekki hluti af sjúkdómatryggingu foreldra, líkt og sykursýki 1, ásamt því að greiða sálfræðiþjónustu vegna áfalla.

Hvað er Heimilisvernd?

Heimilisvernd er samsett fjölskyldutrygging fyrir innbúið og fjölskylduna. Þú velur milli fjögurra mismundandi víðtækra trygginga sem henta þínum þörfum um tryggingavernd fyrir fjölskylduna. Munurinn liggur í tryggingum og fjárhæðum og er Heimilisvernd 4 víðtækasta fjölskyldutryggingin. 

Heimilisvernd 3 er algengasta fjölskylduvernd Varðar og hentar vel fjölskyldum, litlum sem stórum. Tryggingin veitir víðtæka og alhliða vernd og inniheldur allar helstu tryggingar sem nauðsynlegar eru fyrir heimili og fjölskyldu. 

Líf- og sjúkdómatrygging
Hvað er líf- og sjúkdómatrygging?

Líf- og sjúkdómatrygging er samsett trygging sem skiptist í líftryggingu og sjúkdómatryggingu. Tryggingin er fjárhagsleg vernd fyrir þá sem hafa slíka tryggingu og aðstandendur þeirra.

Hvernig virkar líf- og sjúkdómatrygging?

Tryggingin er samansett af Líftryggingu og Sjúkdómatryggingu. Líftrygging greiðir bætur til aðstandenda þinna, eða þeirra sem þú velur, ef þú fellur frá af völdum sjúkdóms eða slyss. Sjúkdómatrygging greiðir þér bætur ef þú greinist með tiltekinn sjúkdóm. Sjúkdómar sem falla undir sjúkdómatrygginguna eru taldir upp á upplýsingaskjali og í skilmálum tryggingarinnar.

Hverjir þurfa líf- og sjúkdómatrygging?

Líf- og sjúkdómatrygging er flestum nauðsynleg óháð fjölskylduaðstæðum vegna þess að alvarleg veikindi eða slys gera ekki boð á undan sér.

Hverjir fá líftryggingar bæturnar?

Þú ákveður hverjir fá bæturnar úr líftryggingunni þinni. Ef þú nefnir engan sérstakan rennur bótafjárhæðin til maka þíns ef hann er til staðar. Ef þú lætur ekki eftir þig maka rennur bótafjárhæðin til erfingja samkvæmt lögum eða erfðaskrá. Þú getur einnig skráð einstaklinga sem þú vilt að öðlist rétt til greiðslu bóta eins og til dæmis sambúðarmaka.

Valmöguleikarnir eru þá eftirfarandi:

  • Lögerfingjar: Giftur maki þinn fær 1/3 af fjárhæðinni og börnin þín 2/3 af fjárhæðinni.

  • Ekki tilnefndur rétthafi: Giftur maki þinn fær alla fjárhæðina greidda til sín. Sértu ekki giftur, rennur öll fjárhæðin til barna þinna. Sé ekki maki eða börn til staðar, þá er fjárhæðin greidd til foreldra þinna.

  • Skráning á nafn: Þú velur hver fær bæturnar. Ef þú átt maka en þið eruð ekki gift, þá þarf að nota þessa skráningu ef maki á að fá fjárhæðina greidda til sín.

Hvaða sjúkdómar falla undir sjúkdómatryggingu?

Þeir sjúkdómar sem tryggingin tekur til eru flokkaðir í fimm bótaflokka;

  • Heilaáfall, lömun og málstol

  • Krabbamein

  • Tauga- og hrörnunarsjúkdóma

  • Hjarta og æðasjúkdómar

  • Aðra alvarlega sjúkdóma

Nánari útlistun má nálgast á upplýsingaskjali tryggingarinnar eða í skilmálum.

Hvernig greiðast bætur?

Bætur líftryggingar greiðast í einu lagi til rétthafa og eru undanþegnar tekjuskatti. Sjúkdómatryggingar eru greiddar út í formi eingreiðslu og aðeins er greitt einu sinni úr hverjum bótaflokki fyrir sig.

Hvar gildir líf- og sjúkdómatrygging?

Líf- og sjúkdómatryggingin gildir hvar sem er í heiminum.

Hverjir geta líf- og sjúkdómatryggt sig?

Einstaklingar á aldrinum 18-29 ára geta sótt um líf- og sjúkdómatryggingu fyrir ungt fólk og er gildistími hennar til 35 ára aldurs.

Líftrygging
Hvað er líftrygging?

Líftrygging er fjárhagsleg vernd fyrir aðstandendur þeirra sem slíka tryggingu hafa.

Hvernig virkar líftrygging?

Ef þú ert með líftryggingu og fellur frá af völdum sjúkdóms eða slyss fá aðstandendur þínir, eða þeir sem þú velur, greiddar bætur.

Hverjir þurfa líftryggingu?

Þeir sem hafa fyrir öðrum að sjá eða hafa tekið á sig fjárhagsskuldbindingar sem aðrir ábyrgjast ættu að fá sér líftryggingu. Með fjárhagslegum skuldbindingum er t.d. átt við húsnæðislán, bílalán, skuldabréfalán, yfirdráttarlán eða aðrar skuldir.

Hverjir fá bæturnar?

Þú ákveður hverjir fá bæturnar úr líftryggingunni þinni. Ef þú nefnir engan sérstakan rennur bótafjárhæðin til maka þíns ef hann er til staðar. Ef þú lætur ekki eftir þig maka rennur bótafjárhæðin til erfingja samkvæmt lögum eða erfðaskrá. Þú getur einnig skráð einstaklinga sem þú vilt að öðlist rétt til greiðslu bóta eins og til dæmis sambúðarmaka.

Valmöguleikarnir eru þá eftirfarandi:

  • Lögerfingjar: Giftur maki þinn fær 1/3 af fjárhæðinni og börnin þín 2/3 af fjárhæðinni.

  • Ekki tilnefndur rétthafi: Giftur maki þinn fær alla fjárhæðina greidda til sín. Sértu ekki giftur, rennur öll fjárhæðin til barna þinna. Sé ekki maki eða börn til staðar, þá er fjárhæðin greidd til foreldra þinna.

  • Skráning á nafn: Þú velur hver fær bæturnar. Ef þú átt maka en þið eruð ekki gift, þá þarf að nota þessa skráningu ef maki á að fá fjárhæðina greidda til sín.

Hvernig greiðast bætur?

Bætur líftryggingar greiðast í einu lagi til rétthafa og eru undanþegnar tekjuskatti.

Hvað kostar líftrygging?

Verð líftryggingar er reiknað samkvæmt iðgjaldaskrá og fer eftir tryggingarfjárhæð og aldri þess sem tekur hana. Verðið er óháð kyni og breytist til hækkunar í samræmi við neysluvísitölu og við hækkandi aldur þess sem tekur trygginguna.

Hversu háar eru bæturnar?

Þegar þú sækir um líftryggingu ákveður þú bótafjárhæðina. Best er að fjárhæðin taki mið af tekjum, skuldastöðu og fjölskylduhögum þínum. Þú skalt reglulega endurskoða tryggingarfjárhæðina þegar aðstæður þínar eða fjölskylduhagir breytast.

Hvar gildir líftrygging?

Líftryggingin gildir hvar sem er í heiminum.

Hverjir geta líftryggt sig?

Einstaklingar á aldrinum 18-62 ára geta sótt um líftryggingu og er gildistími hennar til 75 ára aldurs.

Líftrygging
Hvað er líf- og sjúkdómatrygging?

Líftrygging er fjárhagsleg vernd fyrir aðstandendur ef þú fellur frá.

Sjúkdómatrygging veitir þér og fjölskyldu þinni fjárhagslega vernd komi til alvarlegra veikinda sem tryggingin tekur til.

Er líf- og sjúk­dóma­trygg­ing ekki dýr?

Það kemur þér örugglega á óvart hvað það er ódýrt. Það er einfaldara og ódýrara að ganga frá líf- og sjúkdómatryggingu þegar maður er ungur.

Hvernig kaupi ég líf- og sjúk­dóma­trygg­ingu?

Það er einfalt hér á vefnum. Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum, sérð verðið strax og getur í fáeinum skrefum klárað kaup í gegnum vefinn okkar.

Hversu háar eru bæturnar?

Þú ákveður bótafjárhæðina þegar þú kaupir líf- og sjúkdómatrygginguna. Best er að fjárhæðin taki mið af tekjum, skuldastöðu og fjölskylduhögum þínum. Við mælum með að endurskoða bótafjárhæðina þegar aðstæður þínar eða fjölskylduhagir breytast.

Þú getur hækkað bótafjárhæðina ef þú eignast barn, ættleiðir barn eða kaupir íbúðahúsnæði án þess að skila inn nýjum heilsufarsupplýsingum.

Hvernig er verð­ið ákveð­ið?

Það eru nokkrir þættir sem koma að því að ákveða verð trygginganna. Bótafjárhæðin sem þú ákveður ræður miklu, því hærri sem hún er því meira borgar þú. Aldur hefur einnig áhrif, því yngri sem þú ert því lægra er iðgjaldið. Þá geta ýmsir heilsufars- og lífsstílsþættir haft áhrif á iðgjaldið.

Hér má sjá til viðmiðunar þær reglur sem áhættumat er unnið eftir.

Hverjir þurfa líf- og sjúk­dóma­trygg­ingu?

Sjúkdómatrygging er flestum nauðsynleg óháð fjölskylduaðstæðum. Það getur verið dýrt að veikjast alvarlega og mikill dulinn kostnaður sem oft fylgir veikindum. Því fyrr sem þú tryggir þig, því betra, því alvarleg veikindi gera ekki boð á undan sér.

Þeir sem hafa fyrir öðrum að sjá eða hafa tekið á sig fjárhagsskuldbindingar ættu að fá sér líftryggingu. Með fjárhagslegum skuldbindingum er t.d. átt við húsnæðislán, bílalán, skuldabréfalán, yfirdráttarlán eða aðrar skuldir.

Ökutæki - Spurt og svarað
Hvað er ökutækjatrygging?

Ökutækjatrygging er samsett af ábyrgðartryggingu og slysatryggingu ökumanns og eiganda. Ábyrgðartrygging bætir tjón á mönnum og munum sem ökutækið veldur. Slysatrygging bætir tjón vegna slyss ökumanns, sem veldur tjóni og einnig slysatjón eiganda ökutækis ef hann slasast sem farþegi í eigin ökutæki.

Hvað er kaskótrygging?

Kaskótrygging bætir skemmdir á ökutæki komi til tjóns sem eigandi sjálfur ber ábyrgð á eða ef ökutækið verður fyrir utanaðkomandi tjóni. Sá sem kaupir slíka tryggingu hefur val um eigin áhættu og greiðir hana ef bíllinn skemmist og tryggingafélagið borgar það sem eftir stendur.

Hvað er rúðutrygging?

Rúðutrygging bætir brot á bílrúðu ásamt ísetningarkostnaði. Eigin áhætta í rúðutryggingu er 25% í hverju tjóni en sé gert við bílrúðuna í stað þess að skipta henni út er eigin áhætta engin.

Hvar gildir ökutækjatrygging?

Tryggingin gildir á Íslandi, í öðrum aðildarríkjum EES, Bretlandi og í Sviss. Skilyrði er að sækja alþjóðlegt vátryggingakort fyrir ökutæki, sem kallast „græna kortið“.

Hvað er skráningarskylt ökutæki?

Skráningarskylt ökutæki er bifreið, bifhjól, torfærutæki, dráttarvél, eftirvagn bifreiðar eða dráttarvélar sem gerður er fyrir meira en 750 kg heildarþyngd, hjólhýsi og tjaldvagn. Skylt er að skrá ökutæki áður en það er tekið í notkun.

Hvað ef ökutækið er afskráð eða númerin innlögð?

Þú lætur okkur vita þegar þú hefur afskráð ökutæki og þá er trygging felld frá afskráningardegi, þetta á við um lögboðnar ökutækjatryggingar og frjálsar tryggingar eins og kaskó.

Ef númer eru lögð inn án afskráningar er kaskótrygging ekki sjálfkrafa felld niður, enda bætir trygging allskyns tjón sem geta átt sér stað þrátt fyrir að númer séu innlögð, t.d. skemmdarverk, óveður og þjófnað.

Sjúkdómatrygging
Hvað er sjúkdómatrygging?

Sjúkdómatrygging veitir þér og fjölskyldu þinni fjárhagslega vernd komi til alvarlegra veikinda sem tryggingin tekur til.

Hverjir þurfa sjúkdómatryggingu?

Sjúkdómatrygging er flestum nauðsynleg óháð fjölskylduaðstæðum vegna þess að alvarleg veikindi gera ekki boð á undan sér.

Hvernig virkar sjúkdómatrygging?

Sjúkdómatrygging greiðir þér bætur ef þú greinist með tiltekinn sjúkdóm. Hún gerir þér kleift að endurskipuleggja líf þitt og einbeita þér að ná heilsu á ný án þess að hafa áhyggjur af fjárhag heimilisins. Sjúkdómar sem falla undir sjúkdómatrygginguna eru taldir upp á upplýsingaskjali og í skilmálum tryggingarinnar.

Hverjir geta sjúkdómatryggt sig?

Einstaklingar á aldrinum 18-59 geta sótt um sjúkdómatryggingu og er gildistími hennar til 70 ára aldurs.

Hvar gildir sjúkdómatrygging?

Sjúkdómatryggingin gildir hvar sem er í heiminum.

Hvað kostar sjúkdómatrygging?

Iðgjald sjúkdómatryggingar tekur mið af vátryggingarfjárhæð og aldri. Við mat á henni er m.a. horft til aðstæðna þinna, s.s. til fjölskyldustærðar, fjárskuldbindinga og hversu lengi þú nýtur launatekna í veikindum. Þá geta ýmsir heilsufars- og lífsstílsþættir haft áhrif á iðgjaldið.

Hér má sjá til viðmiðunar þær reglur sem áhættumat er unnið eftir.

Hversu háar eru bæturnar?

Þú ákveður bótafjárhæð sjúkdómatryggingarinnar. Best er að fjárhæðin taki mið af tekjum þínum, skuldum og fjölskylduaðstæðum. Tryggingin þarf helst að geta bætt ígildi 2-3 ára nettólauna til viðbótar við samningsbundin réttindi launþega í veikindum. Þú getur hækkað vátryggingafjárhæðina ef þú eignast barn, ættleiðir barn eða kaupir íbúðahúsnæði án þess að skila inn nýjum heilsufarsupplýsingum.

Hvernig greiðast bætur?

Bætur sjúkdómatryggingar eru greiddar út í formi eingreiðslu og eru undanþegnar tekjuskatti. Aðeins er greitt einu sinni úr hverjum bótaflokki fyrir sig.

Hvaða sjúkdómar falla undir sjúkdómatryggingu?

Þeir sjúkdómar sem tryggingin tekur til eru flokkaðir í fimm bótaflokka;

  • Heilaáfall, lömun og málstol

  • Krabbamein

  • Tauga- og hrörnunarsjúkdóma

  • Hjarta og æðasjúkdómar

  • Aðra alvarlega sjúkdóma

Nánari útlistun má nálgast á upplýsingaskjali tryggingarinnar eða í skilmálum.

Hvenær eru bæturnar greiddar út?

Bæturnar greiðast um tveimur vikum eftir að öll nauðsynleg og fullnægjandi gögn hafa borist tryggingafélaginu.

Hvað er iðgjaldafrelsi?

Iðgjaldafrelsi er viðbótarvernd inn í sjúkdómatryggingunni sem hægt er að velja á umsókn.

Það þýðir að ef þú verður óvinnufær, 50% eða meira getur þú sótt um að fá iðgjöld tryggingarinnar lækkuð eða felld niður. Niðurfelling iðgjalda getur að hámarki varað í 5 ár og miðast niðurfelling þeirra við hlutfall óvinnufærni.

Nánari skilgreiningu á iðgjaldafrelsi má finna í skilmála sjúkdómatryggingarinnar.

Sjúkdómatrygging
Hvað er sjúkdómatrygging?

Sjúkdómatrygging veitir þér og fjölskyldu þinni fjárhagslega vernd komi til alvarlegra veikinda sem tryggingin tekur til.

Hverjir þurfa sjúkdómatryggingu?

Sjúkdómatrygging er flestum nauðsynleg óháð fjölskylduaðstæðum vegna þess að alvarleg veikindi gera ekki boð á undan sér.

Hvernig virkar sjúkdómatrygging?

Sjúkdómatrygging greiðir þér bætur ef þú greinist með tiltekinn sjúkdóm. Hún gerir þér kleift að endurskipuleggja líf þitt og einbeita þér að ná heilsu á ný án þess að hafa áhyggjur af fjárhag heimilisins. Sjúkdómar sem falla undir sjúkdómatrygginguna eru taldir upp á upplýsingaskjali og í skilmálum tryggingarinnar.

Hverjir geta sjúkdómatryggt sig?

Einstaklingar á aldrinum 18-59 geta sótt um sjúkdómatryggingu og er gildistími hennar til 70 ára aldurs.

Hvar gildir sjúkdómatrygging?

Sjúkdómatryggingin gildir hvar sem er í heiminum.

Hvað kostar sjúkdómatrygging?

Iðgjald sjúkdómatryggingar tekur mið af vátryggingarfjárhæð og aldri. Við mat á henni er m.a. horft til aðstæðna þinna, s.s. til fjölskyldustærðar, fjárskuldbindinga og hversu lengi þú nýtur launatekna í veikindum. Þá geta ýmsir heilsufars- og lífsstílsþættir haft áhrif á iðgjaldið.

Hér má sjá til viðmiðunar þær reglur sem áhættumat er unnið eftir.

Hversu háar eru bæturnar?

Þú ákveður bótafjárhæð sjúkdómatryggingarinnar. Best er að fjárhæðin taki mið af tekjum þínum, skuldum og fjölskylduaðstæðum. Tryggingin þarf helst að geta bætt ígildi 2-3 ára nettólauna til viðbótar við samningsbundin réttindi launþega í veikindum. Þú getur hækkað vátryggingafjárhæðina ef þú eignast barn, ættleiðir barn eða kaupir íbúðahúsnæði án þess að skila inn nýjum heilsufarsupplýsingum.

Hvernig greiðast bætur?

Bætur sjúkdómatryggingar eru greiddar út í formi eingreiðslu og eru undanþegnar tekjuskatti. Aðeins er greitt einu sinni úr hverjum bótaflokki fyrir sig.

Hvaða sjúkdómar falla undir sjúkdómatryggingu?

Þeir sjúkdómar sem tryggingin tekur til eru flokkaðir í fimm bótaflokka;

  • Heilaáfall, lömun og málstol

  • Krabbamein

  • Tauga- og hrörnunarsjúkdóma

  • Hjarta og æðasjúkdómar

  • Aðra alvarlega sjúkdóma

Nánari útlistun má nálgast á upplýsingaskjali tryggingarinnar eða í skilmálum.

Hvenær eru bæturnar greiddar út?

Bæturnar greiðast um tveimur vikum eftir að öll nauðsynleg og fullnægjandi gögn hafa borist tryggingafélaginu.

Hvað er iðgjaldafrelsi?

Iðgjaldafrelsi er viðbótarvernd inn í sjúkdómatryggingunni sem hægt er að velja á umsókn.

Það þýðir að ef þú verður óvinnufær, 50% eða meira getur þú sótt um að fá iðgjöld tryggingarinnar lækkuð eða felld niður. Niðurfelling iðgjalda getur að hámarki varað í 5 ár og miðast niðurfelling þeirra við hlutfall óvinnufærni.

Nánari skilgreiningu á iðgjaldafrelsi má finna í skilmála sjúkdómatryggingarinnar.

Spurt og svarað
Hvað er Golfvernd gjafabréf?

Golfvernd gjafabréf er fullkomin gjöf fyrir kylfinginn sem á allt! Gjafabréfið er askja sem er með sérsniðnum golfpening í og gildir tryggingin í eitt ár fyrir alla á heimili þess sem fær gjafabréfið.

Hvernig kaupi ég Golfvernd gjafabréf?

Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum hér, fyllir svo út formið og við höfum samband við þig. Þú ert þá skráður greiðandi á tryggingunni en tryggingin er gefin út á nafn þess sem á að fá gjafabréfið.

Hvernig gef ég Golfvernd í gjafabréf?

Ef þú vilt kaupa gjafabréf fyrir Golfvernd, eða setja það á óskalistann fyrir aðra, þá er hægt að kaupa gjafabréfið með því að hafa samband við okkur eða pantað hér að ofan. Við gefum síðan út Golfvernd á nafn viðtakanda og tekur hún gildi þann 24. desember 2023. Þau sem fá gjafabréfið þurfa ekki að gera neitt nema njóta þess að vera vel tryggð.

Hvenær tekur Golfvernd gildi?

Við gefum út Golfvernd á nafn viðtakanda og tekur hún gildi þann 24. desember 2023.

Hvað er Golfvernd?

Golfvernd er sérsniðin trygging fyrir kylfinga og gildir fyrir alla á heimilinu. Tryggingin nær m.a. yfir þjófnað á golfbúnaði, slys og önnur óvænt atvik, utan vallar sem innan. Hún tryggir t.d. að ef kylfingur fer holu í höggi þá getur hann gert vel við meðspilara sína.

Hvað gildir Golfvernd lengi?

Golfvernd gildir í eitt ár frá útgáfudegi og endurnýjast þá ef viðtakandi vill halda áfram með trygginguna. Viðtakandi verður þá gerður að greiðanda.

Hvað ef kylfingurinn er nú þegar með Golfvernd?

Við sjáum það hjá okkur og látum þig vita svo þú getur gert aðrar ráðstafanir.

Spurt og svarað
Af hverju bílrúðumiði?

Bílrúðumiðinn stoppar brotið í rúðunni frá því að stækka sem eykur líkur á að hægt sé að gera við rúðuna. Þá þarf ekki að skipta henni út fyrir nýja með tilheyrandi kolefnisspori.

Af hverju að gera við rúðuna?

Ef viðgerð á rúðunni er möguleg þá greiðir Vörður allan kostnað af viðgerðinni. Sem þýðir engin eigin áhætta og ekkert úr þínum vasa.

Hvernig nota ég bílrúðumiðann?

Ef skemmdin er minni en 100 krónu peningur og ekki í sjónlínu ökumanns eru góðar líkur á að hægt sé að gera við rúðuna. Þurrkaðu yfir skemmdina og smelltu svo límmiðanum á til að stoppa brotið og verja það fyrir óhreinindum og raka. Farðu svo eins fljótt og mögulegt er á næsta viðurkennda bílrúðuverkstæði.

Hver er eigin áhættan ef skipta þarf um rúðu?

Ef viðgerð er ekki möguleg og skipta þarf um rúðu þá er eigin áhætta í rúðutryggingu 25% fyrir hvert tjón.

Tekur lengri tíma að laga rúðuna?

Það er mun fljótlegra að gera við rúðuna heldur en setja nýja í bílinn sem þýðir styttri bið fyrir þig. 

Hvar er hægt að fá bílrúðumiða?

Bílrúðumiðinn er ókeypis og hægt er að nálgast hann á skrifstofum okkar í Borgartúni 19, á Akureyri og í Reykjanesbæ eða með því að hafa samband við okkur og við sendum hann til þín.

Spurt og svarað - Er ég tryggður á golfvellinum?
Þarf ég að tryggja mig í golfi?

Sérhver dagur á golfvellinum er óútreiknanlegur. Kylfingar þekkja það vel að allt getur gerst og að höggin enda ekki alltaf á brautinni. Stundum gerast hlutir sem ekkert „fore“ getur bjargað. Það er því gott að hafa góðar tryggingar þegar kemur að óhöppum, slysum og öðrum ófyrirséðum atvikum. Fjölskyldutrygging og Golfvernd veita góða vernd þegar á golfvöllinn er komið. 

Hvað er Golfvernd?

Golfvernd er sérsniðin trygging fyrir óvænt atvik sem geta komið upp á golfvellinum. Tryggingin inniheldur átta tryggingar sem veita vernd fyrir óhöppum, slysum, þjófnaði á búnaði og fleira. Þá gerir Golfvernd kylfingi kleift að gera vel við meðspilara sína fari hann holu í höggi.

Hver er munurinn á Golfvernd og Heimilisvernd?

Mörg tjón sem eiga sér stað úti á golfvelli eru tryggð í gegnum Heimilisverndina. Golfverndin er sérsniðin að því sem tengist golfiðkun. Ólíkt Heimilisvernd þá bætir Golfvernd meðal annars árgjaldið í klúbbinn, þjófnað úr settinu og þeim kostnað sem fylgir því að fara holu í höggi.

Er hægt að tryggja holu í höggi?

Við tryggjum ekki að þú farir holu í höggi en við tryggjum að þú getir gert vel við meðspilara þína þegar draumahöggið kemur. Golfvernd greiðir kylfingi 54.000 kr. fyrir sannarlegar holur í höggi. Þetta eru einu tjónin sem við viljum að viðskiptavinir okkar lendi í. Mikil gleði fylgir því að slá holu í höggi og við bætum þér kostnaðinn á 19. holunni með bros á vör.

Spurt og svarað - Fyrirtæki
Er starfsfólkið mitt tryggt í vinnunni?

Ef þú ert með slysatryggingu launþega, þá er svarið já. Þeir sem hafa fólk í vinnu eru, sam­kvæmt kjara­samn­ing­um, skyldug­ir að slysa­tryggja starfs­menn sína. Þess vegna bjóð­um við slysa­trygg­ingu laun­þega. Kost­ur­inn við hana er sá að hún lag­ar sig að ákvæð­um mis­mun­andi kjara­samn­inga og hentar því fyrirtækjum í ólíkri starfsemi.

Hvernig fæ ég tilboð í tryggingar?

Fljótlegasta leiðin til þess að fá tilboð í tryggingar er að smella á „Fá tilboð“. Við köllum eftir helstu upplýsingum frá þér sem hjálpar okkur að senda þér tilboðið hratt og vel. Það er líka hægt að senda okkur póst á [email protected], en það gæti tekið örlítið lengri tíma.

Hvaða grunntryggingar þarf fyrirtækið?

Tryggingavernd fyrirtækis fer eftir starfsemi þess og umfangi. Við mælum með að öll fyrirtæki hafi að lágmarki: ábyrgðartryggingu atvinnurekstrar, slysatryggingu launþega og lausafjártryggingu.

Þú getir alltaf sent okkur tölvupóst á [email protected] eða heyrt í okkur í síma 5141000 ef einhverjar spurningar vakna.

Spurt og svarað - Golfvernd
Hvað er Golfvernd?

Golfvernd er sérsniðin trygging fyrir óvænt atvik sem geta komið upp á golfvellinum. Tryggingin inniheldur átta tryggingar sem veita vernd fyrir óhöppum, slysum, þjófnaði á búnaði og fleira. Þá gerir Golfvernd kylfingi kleift að gera vel við meðspilara sína fari hann holu í höggi.

Fyrir hvern er Golfvernd?

Golfvernd er sérsniðin trygging fyrir alla kylfinga. Tryggingin veitir vernd fyrir óhöppum og slysum sem geta átt sér stað á golfvellinum.

Fæ ég settið bætt ef því er stolið?

Tryggingin bætir golfsettið og þann búnað sem almennt má finna í golfpokanum vegna þjófnaðar eða ráns á golfsvæðinu.

Er árgjaldið í golfklúbbinn tryggt?

Tryggingin bætir árgjaldið í golfklúbbinn ef kylfingurinn verður með öllu ófær um að spila vegna veikinda eða slyss.

Hvað ef ég veld öðrum tjóni?

Tjón sem kylfingur veldur öðrum getur verið skaðabótaskylt eða hreint óhapp. Bæði Heimilis- og Golfvernd taka á slíkum tjónum. Golfvernd er góð trygging ef um hreint óhapp er að ræða þar sem kylfingur hefur ekki bakað sér skaðabótaábyrgð.

Gildir tryggingin í golfferðum erlendis?

Tryggingin gildir á Íslandi og á ferðalögum erlendis í allt að 92 daga frá því þú ferð frá Íslandi.

Spurt og svarað - Hjólatrygging
Þarf ég tryggingu ef ég fer út að hjóla?

Þau sem stunda hvers konar hjólreiðar sem almenningsíþrótt eru flest tryggð hafi þau Slysatryggingu í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4. Afreksfólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega með Almennri slysatryggingu og óska eftir sérstakri áritun þar sem fram kemur að tryggingin nái yfir slys sem eiga sér stað í keppni eða til undirbúnings fyrir keppni.

Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir hvar sem er í heiminum og er hjólreiðafólk því tryggt erlendis.

Þarf ég tryggingu ef ég hjóla á fjöllum?

Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir þegar hjólað er á fjöllum, þó ekki í fjallahjólakeppni.

Þarf ég tryggingu ef ég tek þátt í hjólreiðakeppni?

Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd gildir fyrir þau sem eru að keppa eða æfa fyrir keppni ef um er að ræða götuhjólakeppni þar sem almenningi gefst kostur á þátttöku án skilyrða um lágmarksfærni eða getu. Afreksíþróttafólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega.

Þarf ég tryggingu ef ég hjóla í útlöndum?

Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir hvar sem er í heiminum og er hjólreiðafólk því tryggt erlendis.

Ef hjólinu mínu er stolið fæ ég það bætt?

Ef hjóli er stolið úr læstri íbúð eða bifreið greiðast bætur úr innbústryggingu sem fylgir Heimilisvernd. Hámarksbætur eru 1-2% af tryggingarfjárhæð innbús, allt eftir því í hvaða flokki Heimilisverndin er 1, 2, 3 eða 4. Við mælum alltaf með því að tryggja dýrari hjól sérstaklega með Hjólatryggingu en hún felur jafnframt í sér víðtækari þjófnaðartryggingu.

Hjólatrygging bætir þjófnað á læstu hjóli sem geymt er í læstri geymslu eða öðrum húsakynnum og ef það er geymt utandyra. Þjófnaður á hjóli erlendis fellur undir farangurstryggingu sem er hluti af Heimilisvernd 2, 3 og 4.

Er ég tryggður fyrir því ef ég veld öðrum tjóni þegar ég hjóla?

Ábyrgðartrygging einstaklings sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir fyrir tjón sem þú veldur öðrum með skaðabótaskyldum hætti, með vissum takmörkunum. Hjólatrygging inniheldur einnig ábyrgðartryggingu sem tekur til tjóna sem þú veldur öðrum.

Hvenær þarf ég að tryggja hjólið mitt sérstaklega?

Öll reiðhjól eru tryggð í Heimilisvernd upp að vissri fjárhæð. Miklir fjármunir geta leynst í reiðhjólum og búnaði og því er mikilvægt að kynna sér hámarksbótafjárhæð í þeirri Heimilisvernd sem þú ert með. Því verðmætara sem hjólið er því mikilvægara er að tryggja það sérstaklega með Hjólatryggingu.

Er ég tryggður ef hjólið mitt verður fyrir skemmdum?

Hjólatrygging bætir tjón á hjóli af völdum skyndilegra og óvæntra óhappa í flutningi, notkun eða geymslu á vátryggingartímabilinu. Skemmdir á reiðhjóli kunna einnig að falla undir innbústryggingu eða innbúskaskó, en þær eru hluti af Heimilisvernd 1, 2, 3 og 4. Hámarksbótafjárhæð er í Heimilisvernd og því þurfa einstaklingar að tryggja dýr hjól sérstaklega með Hjólatryggingu.

Spurt og svarað - hlaup
Þarf ég tryggingu ef ég fer út að hlaupa?

Þeir sem stunda hvers konar hlaup sem almenningsíþrótt eru flestir tryggðir hafi þeir slysatryggingu í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4. Afreksfólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega með Almennri slysatryggingu.

Þarf ég tryggingu ef ég tek þátt í keppnishlaupi?

Slysatrygging í frítíma, sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir fyrir þá sem eru að keppa eða æfa fyrir keppni ef um er að ræða utanvega-, víðavangs- eða götuhlaup þar sem almenningi gefst kostur á þátttöku án skilyrða um lágmarksfærni eða getu enda sé um áhugamennsku að ræða. Afreksíþróttafólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega.

Þarf ég tryggingu ef ég hleyp á fjöllum?

Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir við hlaup á fjöllum, nema fyrir ofan 4.000 metra.

Þarf ég tryggingu ef ég hleyp í útlöndum?

Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir hvar sem er í heiminum og eru hlauparar því tryggðir erlendis. Afreksfólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega með Almennri slysatryggingu.

Spurt og svarað - Hreyfing
Þarf ég tryggingu ef ég fer út að hlaupa?

Þeir sem stunda hvers konar hlaup sem almenningsíþrótt eru flestir tryggðir hafi þeir slysatryggingu í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4. Afreksfólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega með Almennri slysatryggingu.

Þarf ég að tryggja mig í golfi?

Golfvernd er sérsniðin trygging fyrir óvænt atvik sem geta komið upp á golfvellinum. Hún gildir fyrir alla á heimilinu og inniheldur átta tryggingar sem veita vernd fyrir óhöppum, slysum, þjófnaði á búnaði og fleira. Þá gerir Golfvernd kylfingi kleift að gera vel við meðspilara sína fari hann holu í höggi.

Þarf ég tryggingu ef ég fer út að hjóla?

Þau sem stunda hvers konar hjólreiðar sem almenningsíþrótt eru flest tryggð hafi þau Slysatryggingu í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4. Afreksfólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega með Almennri slysatryggingu og óska eftir sérstakri áritun þar sem fram kemur að tryggingin nái yfir slys sem eiga sér stað í keppni eða til undirbúnings fyrir keppni.

Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir hvar sem er í heiminum og er hjólreiðafólk því tryggt erlendis.

Þarf ég tryggingu ef ég tek þátt í keppnishlaupi?

Slysatrygging í frítíma, sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir fyrir þá sem eru að keppa eða æfa fyrir keppni ef um er að ræða utanvega-, víðavangs- eða götuhlaup þar sem almenningi gefst kostur á þátttöku án skilyrða um lágmarksfærni eða getu enda sé um áhugamennsku að ræða. Afreksíþróttafólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega.

Gildir Golfvernd í golfferðum erlendis?

Tryggingin gildir á Íslandi og á ferðalögum erlendis í allt að 92 daga frá því þú ferð frá Íslandi.

Hvenær þarf ég að tryggja hjólið mitt sérstaklega?

Öll reiðhjól eru tryggð í Heimilisvernd upp að vissri fjárhæð. Miklir fjármunir geta leynst í reiðhjólum og búnaði og því er mikilvægt að kynna sér hámarksbótafjárhæð í þeirri Heimilisvernd sem þú ert með. Því verðmætara sem hjólið er því mikilvægara er að tryggja það sérstaklega með Hjólatryggingu.

Spurt og svarað - Innbúsverðmæti
Hvað telst til innbús?

Innbú er einfaldlega regnhlífarhugtak sem nær utan um allar persónulegar eigur þínar á heimilinu: fatnað, snyrtivörur, snjallsíma og önnur tæki. Einnig hljóðfæri, listaverk, skrautmuni, bækur og hljómplötur, útivistar- og íþróttabúnað – og í raun allt það sem þú myndir taka með þér við flutninga. 

Af hverju er mikilvægt að meta reglulega verðmæti heimilisins?

Eftir því sem tíminn líður þá er viðbúið að fjölskyldan þurfi að bæta ýmsu við, svo sem fatnaði, húsgögnum og tækjum. Eftir því sem hlutunum fjölgar gerum við okkur síður grein fyrir heildarverðmæti þeirra – fyrr en eitthvað kemur fyrir. Þess vegna mælum við með því að þú farir reglulega yfir eigur þínar og þau verðmæti sem leynast á heimilinu.

Hvernig held ég utan um verðmæti heimilisins?

Hér eru nokkur góð ráð til að fylgja

  • Taktu myndir eða myndband af þeim hlutum sem þér bæði þykir vænt um og eru verðmætir. Við mælum með að fara í gegnum hvert herbergi og taka geymsluna síðast.

  • Skrifaðu niður lista yfir alla hlutina hér í fyrsta lið og áætlaðu verðmæti hvers hlutar í krónum talið, til dæmis með því að skoða hvað sambærilegur hlutur kostar í dag.

  • Haltu vel utan um verðmætari hluti líkt og skartgripi, málverk, o.fl. Þú gætir viljað tryggja þá sérstaklega.

  • Taktu saman allar nótur og kvittanir sem tengjast dýrum hlutum – það hjálpar að eiga nóturnar ef hlutirnir verða fyrir tjóni. Við mælum enn fremur með því að taka myndir af nótunum því að þær afmást oft með tímanum.

  • Margir bankar bjóða einnig upp á að hengja kvittanir við kortafærslur í öppum sínum með því að taka myndir af þeim. 

  • Að lokum skaltu áætla heildarupphæð allra þeirra verðmæta sem felast í innbúinu. Þá tölu notarðu svo sem innbúsverðmæti á heimilistrygginguna.

Getið þið hjálpað mér að áætla verðmæti innbúsins?

Auðvitað, til þess erum við! Rafræni ráðgjafinn getur til dæmis komið með tillögur að innbúsverðmæti sem miðast við stærð fjölskyldunnar og stærð húsnæðis. Við mælum samt alltaf með því að fólk fari sjálft vel yfir innbúið og beri saman við tillöguna.

Spurt og svarað - Þarf ég að tryggja hjólið mitt?
Hvenær þarf ég að tryggja hjólið mitt sérstaklega?

Öll reiðhjól eru tryggð í Heimilisvernd upp að vissri fjárhæð. Miklir fjármunir geta leynst í reiðhjólum og búnaði og því er mikilvægt að kynna sér hámarksbótafjárhæð í þeirri Heimilisvernd sem þú ert með. Því verðmætara sem hjólið er því mikilvægara er að tryggja það sérstaklega með Hjólatryggingu.

Þarf ég tryggingu ef ég tek þátt í hjólreiðakeppni?

Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd gildir fyrir þau sem eru að keppa eða æfa fyrir keppni ef um er að ræða götuhjólakeppni þar sem almenningi gefst kostur á þátttöku án skilyrða um lágmarksfærni eða getu. Afreksíþróttafólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega.

Þarf ég tryggingu ef ég fer út að hjóla?

Þau sem stunda hvers konar hjólreiðar sem almenningsíþrótt eru flest tryggð hafi þau Slysatryggingu í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4. Afreksfólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega með Almennri slysatryggingu og óska eftir sérstakri áritun þar sem fram kemur að tryggingin nái yfir slys sem eiga sér stað í keppni eða til undirbúnings fyrir keppni.

Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir hvar sem er í heiminum og er hjólreiðafólk því tryggt erlendis.

Er ég tryggður fyrir því ef ég veld öðrum tjóni þegar ég hjóla?

Ábyrgðartrygging einstaklings sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir fyrir tjón sem þú veldur öðrum með skaðabótaskyldum hætti, með vissum takmörkunum. Hjólatrygging inniheldur einnig ábyrgðartryggingu sem tekur til tjóna sem þú veldur öðrum.

Sumarhúsatrygging
Fyrir hvern er Sumarhúsatrygging?

Sumarhúsatrygging er alhliða trygging fyrir alla eigendur sumarbústaða.

Hvað er tryggt í Sumarhúsatryggingu?

Sumarhúsatrygging er samsett úr tveimur tryggingum, þ.e. húseigendatrygging og innbústrygging. Þú getur séð ítarlegri upplistun á hvað er tryggt og hvað er ekki tryggt í upplýsingaskjali tryggingarinnar.

Hvað flokkast sem innbú?

Innbú eru persónulegir munir sem almennt fylgja sumarhúsum og teljast ekki vera hluti af húseign eða almennu fylgifé hennar. Það er hægt að hugsa sér að innbú er allt það sem þú myndir flytja með þér á milli sumarbústaða.

Hvað þarf ég að gera ef ég sel sumarbústaðinn og kaupi mér nýjan?

Þegar þú selur eign er meginreglan sú að sumarbústaðartrygging fellur niður á sama tíma og brunatryggingin. Húseigendatrygging flyst aldrei sjálfkrafa á milli eigna við flutninga. Það þarf að segja innbústryggingunni upp sérstaklega.

Heitapottur og pallur, fellur það undir trygginguna?

Heitur pottur fellur ekki undir húseigendatryggingu og þarf þá að tryggja hann sérstaklega. Pallur og önnur sambærileg verðmæti fyrir utan útveggi húseignarinnar teljast ekki til húseignar nema þau verðmæti séu tiltekin í brunabótamati eignarinnar.

Hvað kostar Sumarhúsatrygging?

Það er misjafnt. Iðgjald Sumarhúsatryggingar fer annars vegar eftir tryggingarfjárhæð innbús og hins vegar brunabótamati sumarhússins. Sjálfsábyrgð er í innbús- og húseigandatjónum og kemur upphæðin fram á skírteini tryggingarinnar.

Viðbrögð við tjóni - Dýr
Hvað geri ég ef dýrið mitt slasast eða veikist?
  • Ef dýrið er alvarlega veikt eða illa slasað, hafðu samband við dýralækni til að fá leiðbeiningar um næstu skref. Hægt er að nálgast upplýsingar um vaktsíma dýralækna á heimasíðu Matvælastofnunar.

  • Best er að tilkynna veikindi dýra eða slys eins fljótt og hægt er. Þú getur tilkynnt tjón með því að smella hér.

Hvaða gögnum þarf ég að skila inn?
  • Senda þarf inn afrit af vottorði og reikningum frá dýralækni. Þetta er gert svo hægt sé að taka afstöðu til tjóns og reikna út bætur ef það er bótaskylt.

  • Nafn dýrs og númer þarf að koma fram á reikningnum, sem þarf að vera skýr og auðlesanlegur.

  • Dýralæknar geta sent inn rafræn vottorð í gegnum heimasíðu Varðar.

Hvernig virkar eigin áhætta?
  • Í gæludýratryggingu er eigin áhætta 10% af sjúkrakostnaði, lágmarksupphæð kemur fram á skírteini tryggingarinnar.

  • Eig­in áhætta í gæludýra­tjón­um gild­ir í allt að 60 daga vegna sömu veik­inda/slyss, eft­ir það endurnýjast hún.

  • Í hestatryggingu er eigin áhætta 10% af sjúkrakostnaði, lágmarksupphæð kemur fram á skírteini tryggingarinnar.

Hvað gerist ef gæludýr tapast?
  • Ef líftryggt gæludýr týnist, eða er stolið, skal tilkynna það til Varðar. Ef dýrið finnst ekki innan 60 daga frá tilkynningu er hægt að sækja um að fá líftrygginguna greidda – að því gefnu að eðlileg leit hafi farið fram og opinberar auglýsingar birtar.

  • Munið að skila inn upplýsingum um hvarf dýrsins og hvernig eftirgrennslan fór fram.

  • Hámarksbætur samkvæmt þessum lið er 75% af vátryggingarfjárhæð.

Hvað gerist ef hestur tapast?
  • Ef líftryggður hestur týnist, eða er stolið, skal tilkynna það til Varðar. Ef hesturinn finnst ekki innan 120 daga frá tilkynningu er hægt að sækja um að fá líftrygginguna greidda – að því gefnu að eðlileg leit hafi farið fram og opinberar auglýsingar birtar.

  • Munið að skila inn upplýsingum um hvarf hestsins og hvernig eftirgrennslan fór fram.

  • Hámarksbætur samkvæmt þessum lið er 75% af vátryggingarfjárhæð.

Hvað geri ég ef ekið er á búfé?
  • Ef um harðan árekstur er að ræða, eða ef slys verða á fólki, skal kalla til lögreglu.

  • Best er að tilkynna tjónið eins fljótt og hægt er. Mikilvægt er að eftirfarandi upplýsingar komi fram:

    • Bílnúmer ökutækis (ef vitað).

    • Kennitala ökumanns (ef hún liggur fyrir).

    • Staðsetning slyss.

    • Kennitala eiganda búfjár.

    • Númer dýrsins/dýranna.

Hvað ef dýrið mitt verður langveikt?
  • Eftirfarandi kostnaður fellur undir tryggingar ef dýrið þitt verður langveikt og/eða þarf að vera á sérfæði ævilangt:

    • Sjúkrakostnaður, m.a. vegna skoðunar og meðferðar við sjúkdómum sem falla undir trygginguna.

    • Lyf sem sérfræðingur gefur við skoðun, eða til meðferðar vegna sjúkdómsins.

  • Kostnaður við sérfæði, heilsuvörur og hjálpartæki fellur ekki undir trygginguna, jafnvel þótt dýralæknir ráðleggi notkun þeirra.

Hvað ef ég kemst ekki til dýralæknis á almennum opnunartíma?
  • Tryggingin greiðir eingöngu fyrir aukaálag vegna vitjunar ef dýralæknir telur að um neyðartilvik sé að ræða.

Hvað með tanntjón?
  • Tryggingin greiðir eingöngu fyrir tannviðgerðir séu þær bein afleiðing af slysi.

  • Tannsjúkdómar, tannviðgerðir, tannhreinsun eða annar kostnaður sem snýr að tannheilsu gæludýrsins, fellur ekki undir trygginguna.

Viðbrögð við tjóni - Fasteignir
Hver eru fyrstu viðbrögð við fasteignatjóni?
  • Best er að til­kynna tjón­ið eins fljótt og hægt er. Þú getur tilkynnt tjón með því að smella hér.

  • Ekki hika við að hafa samband ef um er að ræða umfangsmikið tjón á húseign eða innbúi vegna vatns eða bruna.

  • Athugaðu, ef um vatnstjón er að ræða þarf að skrúfa fyrir inntakið til að koma í veg fyrir frekara tjón.

  • Ef atvikið á sér stað utan skrifstofutíma geturðu hringt í neyðarvakt Varðar í síma 514-1099.

  • Hringdu strax í 112 ef grun­ur er um inn­brot, skemmd­ar­verk eða ann­ars kon­ar lög­brot.

Hvaða gögnum þarf ég að skila inn?
  • Þú þarft að skila inn myndum af vettvangi og af þeim munum sem urðu fyrir tjóni. Mundu að ítarlegar og góðar upplýsingar í tilkynningu flýta fyrir afgreiðslu málsins.

Hvað gerist næst?
  • Ef það þarf að bregðast strax við sendir tjónafulltrúi skoðunarmenn eða verktaka á staðinn til að taka við aðgerðum.

  • Tjónafulltrúar fara yfir innsend gögn, myndir og skýrslur og kalla eftir frekari gögnum ef þess er þörf.

  • Uppgjör og tjónavinnsla tekur mislangan tíma, allt eftir umfangi hvers tjóns. Stundum þurfa margir aðilar að koma að úrvinnslu á sama tjóninu – við leggjum okkur þó fram við að vinna mál af fagmennsku og á sem skemmstum tíma.

Hversu há er eigin áhætta í Húseigendatryggingu íbúðarhúsa?
  • Vatnstjón: 130.900

  • Glertjón: 20% af tjónsfjárhæð, lágmarksupphæð kemur fram á skírteini tryggingarinnar.

  • Önnur tjón: 28.400

  • Ath. eigin áhætta uppfærist um hver áramót.

Hver er eigin áhætta í Ábyrgðartryggingu húseiganda?
  • Eigin áhætta er 10% af tjónsfjárhæð, lágmarksupphæð kemur fram á skírteini tryggingarinnar.

  • Ath. eigin áhætta uppfærist um hver áramót.

Viðbrögð við tjóni - Ferðalög
Hver eru fyrstu viðbrögð við tjóni?
  • Í neyðartilvikum og ef um alvarleg veikindi eða slys er að ræða skal hafa beint samband við neyðarþjónustu SOS International í síma 0045 3848 8210.

  • Hægt er að tilkynna tjón til SOS International með því að hringja eða fara í gegnum rafrænt ferli:

Hvernig tilkynni ég tjón til SOS International?
  • Ef upp koma alvarleg veikindi eða slys á ferðalagi erlendis ráðleggjum við þér að hafa strax samband við neyðarþjónustu SOS International í síma 0045 3848 8210.

  • Þjónusta SOS International felst meðal annars í því að veita ráðgjöf og eiga samskipti við sjúkrastofnanir og aðstandendur, auk þess að aðstoða við heimflutning ef þess gerist þörf.

  • Hjá SOS International er sólarhringsvakt þar sem sérþjálfað starfsfólk getur aðstoðað þig við að útvega lækni, sjúkrahúsvist og heimflutning.

  • Hægt er að tilkynna tjón til SOS International með því að hringja eða fara í gegnum rafrænt ferli:

Hvað ef ég veikist eða lendi í slysi erlendis?
  • Ef upp koma alvarleg veikindi eða slys á ferðalagi erlendis ráðleggjum við þér að hafa strax samband við neyðarþjónustu SOS International í síma 0045 3848 8210.

  • Ef leita þarf til sjúkrastofnunar vegna slyss eða veikinda gæti viðkomandi stofnun óskað eftir staðfestingu á ferðatryggingu. Hægt er að nálgast slíka staðfestingu á Mínum síðum.

  • Innan Evrópu getur þú í vissum tilvikum framvísað Evrópska sjúkratryggingakortinu. Hægt er að nálgast frekar upplýsingar um sjúkratryggingakortið á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands.

    • Ath. Kortið gildir eingöngu hjá þjónustuaðilum innan hins opinbera sjúkratryggingakerfis EES landa.

  • Í tilvikum þar sem ekki er þörf á sjúkrahúsvist greiðir þú útlagðan kostnað og tilkynnir tjónið til Varðar við fyrsta tækifæri. Mikilvægt er að halda vel utan um allar kvittanir, reikninga, læknisvottorð og önnur sjúkragögn.

  • Mikilvægt er að halda vel utan um öll ferðagögn eins og farseðla, kvittanir og önnur gögn sem tengjast atvikinu.

Hvaða gögn þurfa að fylgja tjónstilkynningu?
  • Þegar þú tilkynnir okkur um slys eða veikindi erlendis þurfa eftirfarandi gögn að fylgja tjónstilkynningunni:

    • Flugmiði eða ferðagögn.

    • Sjúkragögn, t.d. vottorð frá lækni og/eða meðferðaraðila.

    • Kvittanir fyrir útlögum kostnaði.

    • Lögregluskýrsla ef það á við.

Hvað ef ég kemst ekki ferð, t.d. vegna veikinda?
  • Komist þú ekki í fyrirhugaða ferð gætir þú átt rétt á endurgreiðslu á fyrirframgreiddum kostnaði vegna ferðarinnar.

  • Tilkynna þarf forföllin til ferðaskrifstofu/flugfélagsins og kanna rétt þinn til endurgreiðslu.

  • Tilkynntu atvikið sem fyrst inni á Mínum síðum. Mikilvægt að umbeðin gögn fylgi með tjónstilkynningunni:

    • Flugmiði eða ferðagögn.

    • Staðfesting á afbókun frá ferðaskrifstofu og upphæð endurgreiðslu.

    • Staðfesting frá flugfélagi um að þú hafir ekki mætt í flug ef ekki tókst að afbóka.

    • Greiðslukvittanir fyrir ferða- og gistikostnað.

    • Læknisvottorð vegna veikinda eða slyss, þar sem eðli veikinda kemur fram.

    • Önnur viðeigandi gögn eftir því sem við á, t.d. dánartilkynning.

Hver eru fyrstu viðbrögð við tjóni á lausamunum erlendis, t.d. þjófnaði?
  • Tilkynntu þjófnað/rán til lögreglu í viðkomandi landi sem allra fyrst, sem og til fararstjóra ef við á.

  • Mikilvægt er að fá afrit af lögregluskýrslu og öðrum gögnum sem tengjast málinu, þar sem þau gögn þurfa að fylgja tjónstilkynningu til okkar.

  • Tilkynntu tjón sem fyrst inni á Mínum síðum.

Hvað ef farangur verður fyrir tjóni?
  • Ef farangur skemmist eða týnist í flugi er mikilvægt að fylla út staðfestingareyðublað á flugvellinum (PIR- Property Irregularity Report).

    • Afrit af staðfestingunni þarf síðar að fylgja með tjónstilkynningunni til okkar.

  • Framvísa þarf sönnun um skemmda muni t.d. ljósmyndir.

  • Útbúa þarf lista yfir þá muni sem skemmdust og taka fram verðmæti þeirra.

    • Þú gætir þurft að sýna fram á verðmæti muna með greiðslukvittunum.

  • Tilkynntu tjón sem fyrst inni á Mínum síðum. Mikilvægt er að láta öll nauðsynleg gögn fylgja, líkt og:

    • Flugmiði og ferðagögn.

    • Staðfesting frá flugvelli (PIR eyðublað).

    • Lögregluskýrsla ef um þjófnað eða rán var að ræða.

Hvað ef ég þarf að fara fyrr heim úr ferð?
  • Ef upp koma aðstæður í heimalandi sem valda því að þú verðir að fara strax heim, t.d. alvarleg veikindi, slys eða andlát náinna ættingja, þá gætir þú átt rétt á því að fá nýja heimflugið endurgreitt.

  • Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja með tjónstilkynningunni:

    • Flugmiði og ferðagögn vegna upprunalegu ferðarinnar.

    • Flugmiði og ferðagögn vegna nýrrar heimferðar.

    • Læknisvottorð ef um er að ræða ferðarof vegna slyss eða veikinda.

Hvað ef afhending á farangri tefst?
  • Ef innritaður farangur kemur ekki á áfangastað, hvort sem farangurinn er afhentur síðar eða týnist, þá átt þú hugsanlega rétt á bótum til kaupa á helstu nauðsynjum.

    • Ath. Farangurstafatryggingin gildir ekki á heimleið.

  • Bætur vegna farangurstafar eru staðlaðar, þ.e. föst fjárhæð. Fjárhæðin fer eftir tegund tryggingar og lengd tafarinnar.

Hvað ef ég lendi í ferðatöf?
  • Ef veðurfar, verkfallsaðgerðir eða vélarbilun veldur a.m.k. 12 klukkustunda töf á brottför almenningsfaratækis, t.d. flugvélar, kannt þú að eiga rétt á bótum.

  • Tilkynntu tjón sem fyrst inni á Mínum síðum.

  • Mikilvægt er að láta öll nauðsynleg gögn fylgja með tjónstilkynningu:

    • Flugmiði eða ferðagögn.

    • Staðfesting frá flutningsaðila þar sem orsök og tímalengd tafar kemur skýrt fram.

Hvað ef ég lendi í tjóni á bílaleigubíl erlendis?
  • Ef þú lendir í tjóni á bílaleigubíl sem þú ert með á leigu erlendis byrjar þú á því að tilkynna tjónið til bílaleigunnar.

  • Tilkynntu tjón sem fyrst inni á Mínum síðum.

  • Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja með tilkynningunni:

    • Afrit af leigusamningi við bílaleiguna.

    • Afrit af tjónstilkynningu ökutækis og lögregluskýrsla ef við á.

    • Afrit af tjónaskýrslu bílaleigunnar.

    • Viðgerðarmat bílaleigunnar.

    • Staðfesting á greiðslum vegna tjónsins.

    • Flugmiði og/eða ferðagögn

Hver er minn réttur á bótum?
  • Réttur þinn til bóta er metinn þegar tjónið hefur verið tilkynnt til okkar og fullnægjandi gögn hafa borist.

  • Við bendum þó á að þú fyrirgerir ekki bótarétti þínum ef þú þarft að stofna til kostnaðar til þess að lágmarka frekara tjón.

Hvar get ég séð upplýsingar um upphæð eigin áhættu?
  • Upplýsingar um eigin áhættu er hægt að finna á Mínum síðum, t.d. með því að sækja ferðastaðfestingu.

Viðbrögð við tjóni - líf- og heilsa
Hver eru fyrstu viðbrögð við veikindum, slysi eða andláti?

Það skiptir máli að bregðast rétt við þegar óhöpp verða. Þú getur tilkynnt tjón á vefnum okkar með einföldum hætti, en þannig getur afgreiðsla málsins hafist hratt og örugglega.

  • Ef um er að ræða alvarlegt slys eða veikindi, hafðu strax samband við 112.

  • Ef grunur leikur á að um lögbrot sé að ræða, t.d. líkamsárás, skaltu einnig hafa samband við 112.

  • Þegar þú hefur brugðist við á vettvangi er næsta skref að tilkynna tjónið til félagsins.

Hvað ef ég lendi í vinnuslysi?
  • Við ráðleggjum þér að tilkynna slysið um leið og þú treystir þér til.

  • Ef um vinnuslys er að ræða þarf vinnuveitandi að tilkynna slysið til Sjúkratrygginga Íslands og Vinnueftirlitsins.

  • Ef slysið er alvarlegt þarf að tilkynna það til lögreglu og Vinnueftirlitsins, auk þess að gera vettvangsrannsókn innan sólarhrings.

Hvernig skila ég inn nauðsynlegum gögnum?
  • Þú skilar m.a. gögnum þegar þú ferð í gegnum tilkynningarferlið á vef okkar. Einnig köllum við eftir nauðsynlegum gögnum ef þörf er á eftir að tilkynningunni hefur verið skilað inn. Athugaðu að gagnaöflun í slysamálum getur tekið nokkrar vikur.

  • Athugaðu að þú þarft að veita upplýst samþykki til gagnaöflunar. Það gerir okkur kleift að kalla eftir sjúkragögnum vegna slyssins. Þú undirritar samþykkið þegar þú ferð í gegnum tilkynningarferlið á vef okkar.

  • Gott er að halda utan um allar kvittanir vegna læknisheimsókna, lyfja eða annarra hluta sem tengjast tjóninu.

    • Athugaðu að við þurfum að sjá hvað liggur að baki kostnaðar og því getur félagið ekki greitt samkvæmt bankayfirliti.

  • Þú getur sent viðkvæm gögn sem innihalda persónuupplýsingar, eins og læknabréf, vottorð, umsóknir og fleira, í gegnum sérstaka gagnagátt. Athugaðu að til þess þarft þú að vera með rafræn skilríki.

Hvað er eigin áhættan?
  • Í sumum tilfellum tjóna þarf að greiða eigin áhættu.

  • Eigin áhætta, eða sjálfsábyrgð, er þinn hluti af tjónakostnaði eða tjónabótum.

  • Sjá má eigin áhættu á Mínum síðum, á skírteini hverrar tryggingar fyrir sig.

Á ég rétt á bótum?
  • Þegar þú hefur tilkynnt atvikið og við höfum fengið öll nauðsynleg gögn, metum við rétt þinn á bótum.

Hvernig virkar Frítímaslysatrygging?
  • Tryggingin bætir tjón vegna slysa, svo sem tannbrota eða annarra óhappa, sem leiða til tímabundins missis á starfsorku eða varanlegrar örorku. Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum og nær yfir slys í frístundum, við heimilisstörf, í skóla eða við almenna íþróttaiðkun.

  • Frítímaslysatrygging er innifalin í Heimilisvernd 2,3, og 4. Athugaðu að munur er á bótafjárhæðum, upphæð eigin áhættu og hversu víðtæk verndin er.

  • Þú getur séð hvort þú ert með frítímaslysatryggingu á yfirliti trygginga inni á Mínum síðum.

  • Ef þú lendir í slysi sem leiðir til varanlegrar örorku eða tímabundins missis á starfsorku biðjum við þig að tilkynna það við fyrsta tækifæri. Við höfum svo samband við þig varðandi framhaldið.

  • Mundu að halda utan um kvittanir fyrir útlögðum kostnaði þar til við höfum metið rétt þinn á bótum.

Hvernig virkar Almenn slysatrygging?
  • Tryggingin greiðir bætur fyrir varanlega örorku, tímabundna óvinnufærni, tannbrot og andlát.

  • Ef þú lendir í slysi í frítíma eða sem leiðir til varanlegrar örorku eða tímabundins missi starfsorku, hvetjum við þig til þess að tilkynna tjónið við fyrsta tækifæri. Við höfum svo samband við þig varðandi framhaldið.

Hvernig tilkynni ég veikindi, slys eða andlát?
  • Við ráðleggjum þér að tilkynna veikindi, slys og andlát um leið og þú treystir þér til. Athugaðu þó að frestur til þess er eitt ár.

  • Þú þarft að skila inn sérstakri tilkynningu vegna slyss og veikinda, hvort sem um bílslys eða slys í frítíma er að ræða. Þú getur tilkynnt tjón með því að smella hér.

  • Ef um vinnuslys er að ræða þarf vinnuveitandi að tilkynna slysið til Sjúkratrygginga Íslands og Vinnueftirlitsins. Ef slysið er alvarlegt þarf að tilkynna það til lögreglu og Vinnueftirlitsins, auk þess að gera vettvangsrannsókn innan sólarhrings.

Hvað ef ég lendi í umferðarslysi?
  • Ef þú lendir í umferðarslysi sem hefur varanlegar afleiðingar biðjum við þig að tilkynna okkur það um leið og þú treystir þér til.

  • Við bendum þér á að halda vel utan um kvittanir fyrir útlögðum kostnaði þar til við höfum metið rétt þinn á bótum.

  • Lögboðin ábyrgðartrygging ökutækis samanstendur af ábyrgðartryggingu og slysatryggingu ökumanns og eiganda.

    • Ábyrgðartrygging ökutækis bætir tjón vegna umferðarslysa sem ökumenn og farþegar verða fyrir af völdum vátryggðs ökutækis.

    • Slysatrygging ökumanns og eiganda bætir líkamstjón sem ökumaður eða eigandi vátryggða ökutækisins verður fyrir.

Hver eru næstu skref eftir að tjón hefur verið tilkynnt?
  • Þegar þú hefur skilað inn tilkynningu förum við yfir málið og köllum eftir nauðsynlegum gögnum. Í kjölfarið metum við hvort tjónið sé bótaskylt. Athugaðu að gagnaöflun í slysamálum getur tekið nokkrar vikur.

  • Það getur tekið mislangan tíma að meta afleiðingar slysa. Mál af þessu tagi eru misjöfn og því gott að hafa í huga að í sumum tilfellum getur ferlið tekið þó nokkurn tíma.

Er lögmaður í málinu?
  • Ef þú réðst lögmann er best að hann sjái um öll samskipti við Vörð.

Hvernig virkar Slysatrygging launþega?
  • Atvinnurekendur eru skyldugir að bæta slys sem starfsfólk verður fyrir í vinnu sinni.

  • Bótafjárhæðir byggja á kjarasamningum við stéttarfélög. Í vissum tilfellum gildir tryggingin einnig í frítíma ef það kemur fram í kjarasamningum.

  • Vinnuveitendur þurfa að tilkynna öll vinnuslys til Vinnueftirlitsins og Sjúkratrygginga Íslands eins fljótt og hægt er.

  • Ef um alvarlegt vinnuslys er að ræða skal einnig tilkynna málið til lögreglu.

Hvernig virkar Sjúkdómatrygging?
  • Sjúkdómatrygging tryggir þér bætur ef þú greinist með sjúkdóm sem fellur undir bótasvið tryggingarinnar.

  • Bæturnar eru greiddar út í einu lagi og ekki þarf að greiða af þeim tekjuskatt. Aðeins er greitt einu sinni úr hverjum bótaflokki fyrir sig.

  • Ef þú hefur greinst með sjúkdóm sem fellur undir trygginguna hvetjum við þig til að tilkynna það sem fyrst. Þegar við höfum móttekið tilkynninguna öflum við nauðsynlegra sjúkragagna svo við getum metið rétt þinn til bóta.

  • Þegar við höfum fengið öll nauðsynleg gögn munum við hafa samband við þig varðandi framhaldið.

Hvað er Líftrygging?
  • Líftryggingu er ætlað að styðja við fjölskyldur ef til andláts kemur og tryggja fjárhagslegt öryggi þeirra sem standa eftir.

  • Ef líftryggður einstaklingur fellur frá vegna sjúkdóms eða slyss fá aðstandendur, eða rétthafi, greiddar bætur.

  • Bæturnar eru greiddar í einu lagi og ekki þarf að greiða af þeim tekjuskatt.

  • Ef einhver nákominn þér hefur fallið frá hvetjum við þig til að tilkynna það um leið og þú treystir þér til. Þegar við höfum móttekið tilkynninguna óskum við eftir nauðsynlegum gögnum svo við getum ákvarðað bótaskyldu og greitt bætur.

Viðbrögð við tjóni - Munir
Hver eru fyrstu viðbrögð við munatjóni?
  • Best er að til­kynna tjón­ið eins fljótt og hægt er. Þú getur tilkynnt tjón með því að smella hér.

  • Ekki hika við að hafa samband ef um er að ræða umfangsmikið tjón á húseign eða innbúi vegna vatns eða bruna.

  • Athugaðu, ef um vatnstjón er að ræða þarf að skrúfa fyrir inntakið til að koma í veg fyrir frekara tjón.

  • Ef atvikið á sér stað utan skrifstofutíma geturðu hringt í neyðarvakt Varðar í síma 514-1099.

  • Hringdu strax í 112 ef grun­ur er um inn­brot, skemmd­ar­verk eða ann­ars kon­ar lög­brot.

Hvaða gögnum þarf ég að skila? - Símar og fartölvur
  • Ítarlegar upplýsingar um tegund tækis.

  • Kvittun fyrir tæki.

  • Myndir af skemmdum.

  • Tjónamat frá viðurkenndum aðila, ef það á við.

Hvaða gögnum þarf ég að skila? - Gleraugu
  • Tjónamat frá viðurkenndum aðila.

  • Myndir af skemmdum.

  • Staðfestingu á aldri gleraugna.

Hvaða gögnum þarf ég að skila? - Matvæli

  • Listi yfir þau matvæli sem skemmdust, ásamt virði þeirra.

  • Myndir af matvælunum sem skemmdust.

  • Upplýsingar um aldur kæliskáps/kistu (kvittun ef til er).

Hvaða gögnum þarf ég að skila? - Sjónvarp
  • Kvittun fyrir tæki.

  • Myndir af skemmdum.

Hvaða gögnum þarf ég að skila? - Þjófnaður á reiðhjóli
  • Kvittun eða ábyrgðarskírteini.

  • Einnig þarf að tilkynna þjófnað til lögreglu.

Hvað er eigin áhætta?
  • Eigin áhætta, eða sjálfsábyrgð, er þinn hluti af tjónakostnaði eða tjónabótum. Ef tjónabætur eða verðmæti hlutarins sem skemmist er lægra er ekki greitt úr tryggingunni.

  • Sjá má eigin áhættu á skírteini hverrar tryggingar fyrir sig.

Hvað gerist næst?
  • Tjónafulltrúar fara yfir innsend gögn, myndir og skýrslur og kalla eftir frekari gögnum ef þess er þörf.

  • Uppgjör og tjónavinnsla tekur mislangan tíma, allt eftir umfangi hvers tjóns. Við leggjum okkur þó fram við að vinna mál af fagmennsku og á sem skemmstum tíma.

Fæ ég tjónið mitt bætt að fullu?
  • Það er auðvitað alltaf áfall að lenda í tjóni. Almenna reglan er að bæta þá hluti sem skemmast, að teknu tilliti til aldurs, notkunar og slits.

  • Í skilmálum Heimilisverndar er hægt að lesa sér til um ákvörðun bóta, hlutfall hámarksbóta, afskriftir og aðra þætti sem geta haft áhrif á bótafjárhæðina.

Viðbrögð við tjóni - Ökutæki
Hvenær á ég að hringja í 112?
  • Ef slys verða á fólki.

  • Ef ökutæki er það skemmt að ekki er hægt að aka því, eða það skapar hættu fyrir aðra.

  • Ef grunur leikur á að umferðarlög hafi verið brotin, sbr. hraðakstur, ölvunarakstur eða ef öðrum ákvæðum umferðalaga er ekki framfylgt.

Hver eru fyrstu viðbrögð við tjóni?
  • Athugaðu hvort slys hafi orðið á fólki, ef svo er skaltu hringja strax í 112.

  • Kveiktu á viðvörunarljósum og hugaðu að öryggi á slysstað.

  • Áður en ökutæki eru færð er gott að taka myndir af aðstæðum.

  • Árekstur.is - Aðstoð og Öryggi ehf. - 578-9090 veita aðstoð við tjónaskýrslu, myndatöku á vettvangi og senda skýrslu á tryggingafélög.

Hvernig tilkynni ég tjón?
  • Tilkynntu tjón sem fyrst inni á Mínum síðum.

  • Góð lýsing og ítarlegar upplýsingar í tilkynningu flýta fyrir afgreiðslu málsins.

  • Ef slys er á fólki skal ávallt tilkynna það til okkar.

  • Árekstur.is - Aðstoð og Öryggi ehf. - 578-9090 veita aðstoð við tjónaskýrslu, myndatöku á vettvangi og senda skýrslu á tryggingafélög.

Fæ ég bílaleigubíl á meðan viðgerð stendur?
  • Ef þú ert í Grunni áttu rétt á bílaleigubíl í A-flokki í allt að fimm daga á meðan viðgerð stendur. Ef þú vilt frekar fá greiddan afnotamissi (5.000 kr. á dag) skaltu senda tölvupóst á netfangið [email protected] að viðgerð lokinni. Þá liggur fyrir fjöldi daga sem bíllinn var á verkstæði og upphæðin reiknuð út frá því.

  • Afnotamissir og afnot af bílaleigubíl miðast við eðlilegan viðgerðartíma. Ef um lengri tíma er að ræða skaltu hafa samband við okkur og við skoðum málið með þér.

  • Athugaðu að við greiðum ekki fyrir bílaleigubíl, eða afnotamissi, fyrir þann tíma sem viðgerð tefst, t.d. vegna óvenjulangs afhendingartíma varahluta.

Hvernig virka samkomulagsbætur?
  • Ef þú vilt fá greiddar samkomulagsbætur læturðu meta tjónið á viðurkenndu verkstæði og tekur fram að þú óskir eftir bótum í stað viðgerðar. Þetta er gert svo varahlutir séu ekki pantaðir. Því næst sendirðu tölvupóst á [email protected], óskar eftir samkomulagsbótum og lætur reikningsnúmer fylgja með.

  • Ef ökutæki er í eigu lánastofnunar, eða með veðbönd, þarf veðhafi að gefa leyfi svo tjónið verði greitt út. Lánastofnunin fær bæturnar, nema um annað sé samið.

  • Ef um kaskótjón er að ræða eru ekki greiddar samkomulagsbætur.

Hvað geri ég ef ökutækið er óökufært?
  • Ef það þurfti að draga ökutækið af tjónsstað munum við hafa samband við þig varðandi næstu skref. Ef þú heyrir ekki í okk­ur skaltu endi­lega senda skilaboð í gegnum net­spjallið, eða hringja í síma 514-1000 og við aðstoð­um þig.

  • Tjóna­mat þarf að fara fram á við­ur­kenndu verk­stæði (linkur á lista yfir þjónustuaðila). Ef það er mögulegt að gera við ökutækið veitum við verk­stæð­inu samþykki og þú færð tíma í við­gerð.

  • Ef viðgerð borgar sig ekki mun­um við hafa sam­band við þig varð­andi kaup á öku­tæk­inu.

Hversu há er eigin áhætta?
  • Eigin áhætta er skráð á vátryggingaskírteini ökutækis, sem þú finnur á Mínum síðum.

  • Eigin áhætta í ábyrgðartjónum er 45.800 kr. ef kostnaður við tjón sem þú veldur fer yfir 120.000 kr.

  • Engin eigin áhætta er í ábyrgðartjónum fyrir viðskiptavini í Grunni.

Hvað geri ég þegar bílrúða skemmist?
  • Ef skemmdin er minni en 100 krónu peningur og ekki í sjónlínu ökumanns eru góðar líkur á að hægt sé að gera við rúðuna.

  • Þurrkaðu yfir skemmdina og settu bílrúðulímmiða yfir brotið. Farðu svo eins fljótt og mögulegt er á næsta viðurkennda bílrúðuverkstæði.

  • Ef það er hægt að gera við rúðuna greiðir Vörður allan kostnað af viðgerðinni. Sem þýðir engin eigin áhætta og ekkert úr þínum vasa.

Hvernig tilkynni ég bílrúðutjón?
  • Þú tilkynnir bílrúðutjón inni á Mínum síðum.

  • Að því loknu færðu tjónsnúmer sem þú lætur viðgerðaraðilann hafa.

  • Næsta skref er að velja verkstæði, lista yfir viðgerðaraðila má finna hér.

Hversu há er eigin áhætta þegar kemur að bílrúðutjóni?
  • Eigin áhættan í rúðuskiptum er 25% af heildartjóni.

  • Engin eigin áhætta er á rúðuviðgerðum.

Hvernig tilkynni ég tjón á fyrirtækjabíl?
  • Ef tilkynna á tjón á fyrirtækjabíl skal skrá sig inn á Mínar síður fyrirtækisins með kennitölu og lykilorði.

  • Ef þú ert ekki með lykilorð smellir þú á Vantar lykilorð? Lykilorðið verður þá aðgengilegt í heimabanka fyrirtækisins, undir rafræn skjöl.