Einföld fjölskyldutrygging sem hentar þeim sem eru að hefja búskap og þurfa ekki slysa- og ferðatryggingar.
Greiðir bætur vegna tjóns á innbúi af völdum bruna, vatns og innbrots.
Greiðir bætur vegna skyndilegra tjóna á innbúi og persónulegum munum.
Greiðir tjón sem þú eða aðrir sem falla undir trygginguna eru gerðir ábyrgir fyrir.
Upptalning er ekki tæmandi. Sjá nánar skilmála tryggingar.
Heimilisvernd 1 er einföld og örugg innbús- og ábyrgðartrygging í einum pakka. Hún hentar vel einstaklingum sem eru að byrja að búa, eru barnlausir og þurfa ekki slysa- eða ferðatryggingar. Hún bætir tjón á innbúi heimilis og öðrum persónulegum munum. Heimilisverndin felur einnig í sér ábyrgðartryggingu.
Tryggingin nær til tryggingataka, maka/sambýlismaka og ógiftra barna. Þessir einstaklingar þurfa að eiga sameiginlegt lögheimili á Íslandi, búa á sama stað og hafi sameiginlegt heimilishald.
Innbú eru munir sem fylgja almennu heimilishaldi og telst ekki vera hluti af fasteign eða almennu fylgifé hennar. Hlutir sem þú myndir almennt taka með þér við flutninga teljast til innbús. Við mælum hinsvegar með því að dýrir hlutir, líkt og listmunir, skartgripir, dýr reiðhjól, sérstök tómstundaáhöld og annað sem þarf að skoða sérstaklega og þarf jafnvel að sértryggja. Bætur vegna tjóns á slíkum munum eru háðar reglum um hámarksbætur sem gera það að verkum að bæturnar kunna að vera lægri en raunverulegt verðmæti hlutanna.
Það eru engar ferðatryggingar innifaldar í Heimilisvernd 1, en þú getur bætt slíkum tryggingum við í Heimilisvernd 2, 3 og 4. Þú gætir einnig verið með ferðatryggingar í gegnum kreditkortið þitt.
Eigandi fasteignarinnar sér um að tryggja fasteignina sjálfa, en þú þarft að sjá um að tryggja þig og innbúið þitt. Það er því skynsamlegt fyrir alla að vera með Heimilisvernd, líka þá sem leigja.
1
2
3
4
Innbústrygging
Innbúskaskó
Ábyrgðartrygging
Slysatrygging í frítíma
Sjúkrakostnaður innanlands vegna frítímaslysa
Umönnunartrygging barna
Sjúkrahúslegutrygging
Réttaraðstoðartrygging
Áfallatrygging
Ferðarofs- og sjúkrakostnaðartrygging
Farangurtrygging
Farangurstafatrygging
Forfallatrygging
Tryggingamál getur verið flókið. Til að gera okkur skiljanlegri höfum við tekið saman allar helstu upplýsingar um trygginguna í upplýsingaskjal sem hægt er að skoða með skilmálum.
Brunatrygging húseigna bætir tjón á fasteign af völdum eldsvoða.
Víðtæk og alhliða vernd fyrir fasteignina sem tekur til óvæntra áfalla og óhappa á borð við leka, óveðurs og innbrota.
Mikilvægt öryggisnet ef til slysa eða veikinda kemur eða sem öryggissjóður fyrir þá sem eftir standa ef við föllum frá.