Sjúkdómatrygging

Sjúkdómatryggingu er ætlað að styðja við fjölskyldur komi til alvarlegra veikinda og gera þeim kleift að einbeita sér að því að ná heilsu á ný án þess að hafa áhyggjur af fjárhag heimilisins.

Bótaflokkar

Tryggingunni er skipt upp í fimm megin bótaflokka.

Upptalning er ekki tæmandi. Sjá nánar skilmála tryggingar.

Líf- og sjúkdómatryggingar

Þú getur gengið frá líf- og sjúkdómatryggingu, sem er sérsniðin að þínum skuldbindingum, á örfáum mínútum. Eftir hverju ert þú að bíða?

Byrja

Spurt og svarað

Sjá allar spurningar
 • Hvað er sjúkdómatrygging?

  Sjúkdómatrygging veitir þér og fjölskyldu þinni fjárhagslega vernd komi til alvarlegra veikinda sem tryggingin tekur til.

  Hverjir þurfa sjúkdómatryggingu?

  Sjúkdómatrygging er flestum nauðsynleg óháð fjölskylduaðstæðum vegna þess að alvarleg veikindi gera ekki boð á undan sér.

  Hvernig virkar sjúkdómatrygging?

  Sjúkdómatrygging greiðir þér bætur ef þú greinist með tiltekinn sjúkdóm. Hún gerir þér kleift að endurskipuleggja líf þitt og einbeita þér að ná heilsu á ný án þess að hafa áhyggjur af fjárhag heimilisins. Sjúkdómar sem falla undir sjúkdómatrygginguna eru taldir upp á upplýsingaskjali og í skilmálum tryggingarinnar.

  Hverjir geta sjúkdómatryggt sig?

  Einstaklingar á aldrinum 18-59 geta sótt um sjúkdómatryggingu og er gildistími hennar til 70 ára aldurs.

  Hvar gildir sjúkdómatrygging?

  Sjúkdómatryggingin gildir hvar sem er í heiminum.

  Hvað kostar sjúkdómatrygging?

  Iðgjald sjúkdómatryggingar tekur mið af vátryggingarfjárhæð og aldri. Við mat á henni er m.a. horft til aðstæðna þinna, s.s. til fjölskyldustærðar, fjárskuldbindinga og hversu lengi þú nýtur launatekna í veikindum. Þá geta ýmsir heilsufars- og lífsstílsþættir haft áhrif á iðgjaldið.

  Hér má sjá til viðmiðunar þær reglur sem áhættumat er unnið eftir.

 • Hversu háar eru bæturnar?

  Þú ákveður bótafjárhæð sjúkdómatryggingarinnar. Best er að fjárhæðin taki mið af tekjum þínum, skuldum og fjölskylduaðstæðum. Tryggingin þarf helst að geta bætt ígildi 2-3 ára nettólauna til viðbótar við samningsbundin réttindi launþega í veikindum. Þú getur hækkað vátryggingafjárhæðina ef þú eignast barn, ættleiðir barn eða kaupir íbúðahúsnæði án þess að skila inn nýjum heilsufarsupplýsingum.

  Hvernig greiðast bætur?

  Bætur sjúkdómatryggingar eru greiddar út í formi eingreiðslu og eru undanþegnar tekjuskatti. Aðeins er greitt einu sinni úr hverjum bótaflokki fyrir sig.

  Hvaða sjúkdómar falla undir sjúkdómatryggingu?

  Þeir sjúkdómar sem tryggingin tekur til eru flokkaðir í fimm bótaflokka;

  • Heilaáfall, lömun og málstol

  • Krabbamein

  • Tauga- og hrörnunarsjúkdóma

  • Hjarta og æðasjúkdómar

  • Aðra alvarlega sjúkdóma

  Nánari útlistun má nálgast á upplýsingaskjali tryggingarinnar eða í skilmálum.

  Hvenær eru bæturnar greiddar út?

  Bæturnar greiðast um tveimur vikum eftir að öll nauðsynleg og fullnægjandi gögn hafa borist tryggingafélaginu.

  Hvað er iðgjaldafrelsi?

  Iðgjaldafrelsi er viðbótarvernd inn í sjúkdómatryggingunni sem hægt er að velja á umsókn.

  Það þýðir að ef þú verður óvinnufær, 50% eða meira getur þú sótt um að fá iðgjöld tryggingarinnar lækkuð eða felld niður. Niðurfelling iðgjalda getur að hámarki varað í 5 ár og miðast niðurfelling þeirra við hlutfall óvinnufærni.

  Nánari skilgreiningu á iðgjaldafrelsi má finna í skilmála sjúkdómatryggingarinnar.

Tryggingar á mannamáli

Tryggingamál getur verið flókið. Til að gera okkur meira skiljanlegri höfum við tekið saman allar helstu upplýsingar um trygginguna í upplýsingaskjal sem hægt er að skoða með skilmálum.

Þú gætir haft áhuga á

Fyrst þú ert að kynna kynna þér líf- og heilsutryggingar þá gætir þú jafnframt haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.