Brunatrygging húseigna bætir tjón á fasteign af völdum eldsvoða.
Upptalning er ekki tæmandi. Sjá nánar skilmála tryggingar.
Brunatrygging er skyldutrygging fyrir alla þá sem eiga fasteign.
Húseignin sem tilgreind er í skírteini og venjubundið fylgifé hennar sem fellur undir brunabótamat eignarinnar. Þar undir geta t.d. fallið fastar innréttingar og eldavél. Hægt er að nálgast ítarlegri upplistun á hvað er tryggt og hvað er ekki tryggt í upplýsingaskjali tryggingarinnar.
Þegar þú kaupir fasteign hjá fasteignsala sendir hann tilkynningu til Fasteignaskrár og færist þá brunatryggingin yfir á kaupanda án þess að hann þurfi að aðhafast neitt sérstaklega. Ef sala fer ekki í gegnum fasteignasala þarf eigandi sjálfur að ganga frá beiðni um tryggingu.
Nei, leigjandi þarf ekki að vera með þessa tryggingu. Aðeins eigandi fasteignarinnar.
Já, þú getur látið meta eða endurmeta húseign og hefur þá samband við Þjóðskrá Íslands.
Ef húseign er talin vera verðmætari en brunabótamat segir til um getur viðbótarbrunatrygging verið góður kostur. Viðbótarbrunatrygging eykur verðmæti brunabótamatsins umfram það sem Þjóðskrá Íslands hefur gefið út.
Tryggingamál getur verið flókið. Til að gera okkur meira skiljanlegri höfum við tekið saman allar helstu upplýsingar um trygginguna í upplýsingaskjal sem hægt er að skoða með skilmálum.
Fyrst þú ert að kynna þér Brunatryggingu húseigna þá gætir þú jafnframt haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.
Alhliða vernd sem inniheldur allar helstu tryggingar sem nauðsynlegar eru fyrir heimili og fjölskyldu.
Víðtæk og alhliða vernd fyrir fasteignina sem tekur til óvæntra áfalla og óhappa á borð við leka, óveðurs og innbrota.
Mikilvægt öryggisnet ef til slysa eða veikinda kemur eða sem öryggissjóður fyrir þá sem eftir standa ef við föllum frá.