Örorkutrygging er tengd viðbótarlífeyrissparnaði hjá Arion banka. Tryggingin sér til þess að markmið um tekjur að loknu ævistarfi náist þrátt fyrir hugsanlegt tekjutap sökum óvæntrar örorku vegna slysa eða sjúkdóma.
Bætur vegna varanlegrar læknisfræðilegrar örorku af völdum slyss eða sjúkdóms.
Varanlega læknisfræðilega örorku af völdum sjúkdóms eða slyss, ef örorka er metin 25% eða meiri.
Afleiðingar sjúkdóms eða meins sem hefur komið fram (þ.e. einkenni eða greining) fyrir gildistöku vátryggingarinnar og vátryggður veit eða mátti vita um við undirritun vátryggingasamnings eða eftir að vátryggingin féll úr gildi.
Afleiðingar slyss sem rekja má til atburðar sem vátryggður veit eða mátti vita um og átti sér stað fyrir undirritun vátryggingasamnings eða eftir að vátryggingin féll úr gildi.
Slys sem vátryggður verður fyrir í handalögmáli, við þátttöku í refsiverðum verknaði, undir hvers kyns vímuefna, nema sannað sé að ekkert samband hafi verið milli ástands þessa og slyssins.
Slys eða sjúkdóma sem verða vegna meðvitaðrar háttsemi, ásetnings eða stórkostlegs gáleysis vátryggðs.
Slys sem verða við fjallaklifur, klettaklifur, bjargsig, hnefaleika, glímu- og bardagaíþróttir, akstursíþróttir, fallhlífastökk og froskköfun.
Sjúkdóma eða slysa sem orsakast af neyslu áfengis, eitur-, deyfi- og nautnalyfja.
Upptalning er ekki tæmandi. Sjá nánar skilmála tryggingar.
Ársiðgjald er jafnvirði fyrstu tveggja greiðslna einstaklings í séreignarsjóðinn sinn.
T.d. einstaklingur sem borgar 31.975 kr. í mánaðarlega greiðslu í séreignarsjóð sinn mun því borga 63.951 kr. í ársiðgjald fyrir Örorkutryggingu.
Ársiðgjaldið helst óbreytt út samningstímann.
Ársiðgjaldið sem hefur verið ákveðið, starfsheiti og aldur er það sem ákveður tryggingarfjárhæðina. Þar sem ársiðgjaldið helst óbreytt við endurnýjun þá lækkar tryggingarfjárhæðin við hækkaðan aldur skv. iðgjaldatöflu.
Ársiðgjaldið sem var ákveðið í upphafi er dregið beint af inneign í séreignarsjóð. Mánaðarlega er gerð keyrsla við séreignarsjóðinn til þess að greiða iðgöld á þessari tryggingu.
Ef ekki er næg innistæða í séreignarsjóði hjá ákveðnum einstaklingi í fyrstu tilraun þá er gerð önnur tilraun í næstu keyrslu þangað til næst að draga iðgjald af inneign í sjóðnum að hámarki 10 mánuðum seinna.
Ef til örorkumats kemur er bótafjárhæðin lögð beint inn á séreignarsjóð viðkomandi og greiðist út skv. gildandi lögum um útborgun lífeyrissparnaðar.
Tryggingamál getur verið flókið. Til að gera okkur skiljanlegri höfum við tekið saman allar helstu upplýsingar um trygginguna í upplýsingaskjal sem hægt er að skoða með skilmálum.
Til að bæta upplifun þína á vefnum og styðja við markaðsaðgerðir.