Stefna um einelti, áreitni, áreiti og ofbeldi.

EKKO - SKILGREINING OG STEFNUYFIRLÝSING

Einelti er síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Háttsemin á sér stað í tiltekin tíma og hefur margs konar birtingarform. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.

Kynbundið áreiti/ofbeldi er hvers kyns ósanngjörn og/eða móðgandi hegðun, sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu þess sem fyrir henni verður og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.

Kynferðisleg áreitni er hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.

Ofbeldi er hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis.

Það er yfirlýst stefna Varðar að öll slík hegðun er talin óviðunandi í hvaða mynd sem hún birtist. Við viljum vera virk í því að hindra slíka framkomu og bregðast skjótt við ef það á sér stað. Skilgreiningar þessar ásamt viðbragðsáætlun félagsins í lýsir vilja Varðar til að greina og koma í veg fyrir hegðun af þessu tagi meðal starfsfólks fyrirtækisins.

Uppfært 20. janúar 2021