Jafnréttis og mannréttindastefna

Jafnréttis- og mannréttindastefnu Varðar er ætlað að tryggja almenn mannréttindi og  skyldur sem fram koma í lögum og reglum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, en jafnlaunakerfi félagsins byggir á þessum þáttum. Með stefnunni vill félagið sjá til þess að fyllsta jafnræðis og mannréttinda sé gætt. Starfsfólk sé metið á eigin forsendum, unnið sé gegn margþættri mismunun og konur og karlar eigi í reynd jafna möguleika til starfa, starfsþróunar og fái jöfn laun ef um er að ræða sömu eða jafn verðmæt störf og ábyrgð.

 

Markmið stefnunnar er að virða mannréttindi í allri starfssemi og tryggja jöfn tækifæri starfsfólks án tillits til þjóðernis, stéttar, hjúskaparstöðu, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs- eða stjórnmálaskoðana, kyns, kynhneigðar, aldurs, fötlunar, atgervis eða efnahags. Að sama skapi gerir félagið kröfu á hagsmunaaðilar sýni mannréttindum sömu virðingu. Stefnan er jafnframt leiðarljós um starfshætti sem stuðla að sanngirni og jafnrétti og skal áherslan á jafnan rétt allra einstaklinga vera sýnileg í allri starfseminni. Þá er það einnig markmið að útrýma kynbundinni mismunun sé hún til staðar og stuðla að jafnræði og mannréttindum í hvívetna.

Félagið líður ekki barnaþrælkun né nauðungarvinnu, fer að lögum og reglum í allri starfssemi sinni og virðir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hvað réttindi barna og ungmenna varðar. Félagið tryggir öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í samfélaginu. Áhættumat starfa er framkvæmt reglulega til að stuðla að sem bestri heilsu, öryggi og forvörnum á vinnustaðnum.

1.  Kjaramál Allt starfsfólk óháð þjóðerni, stétt, hjúskaparstöðu, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs- eða stjórnmálaskoðunum, kyns, kynhneigðar, aldurs, fötlunar, atgervis eða efnahags njóti sömu launakjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Launamunur skal einungis endurspegla mismunandi ábyrgð, starfsreynslu, eðli starfa, menntun, frammistöðu og hæfni.

2.   Ráðningar og störf Við nýráðningar og tilfærslur í starfi skal unnið að jafnri kynjaskiptingu svo sem innan sviða, innan starfaflokka eða í stjórnendastörf. Undir engum kringumstæðum skal gefa í skyn eða auglýsa sérstaklega eftir öðru kyni umfram annað í starfsauglýsingum félagsins.

3.  Starfsþjálfun og endurmenntun Allt starfsfólk njóti sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar. Einnig skal allt starfsfólk hvatt til að koma að fræðslu og þjálfun innan félagsins. Fræðslustefna félagsins sem og stefna félagsins til námsstyrkja endurspeglar vilja félagsins til öflugrar endurmenntunar alls starfsfólks.

4.  Þátttaka í nefndum Við skipun í nefndir og starfshópa innan félagsins ræður fagþekking mestu um val einstaklinga, en horft skal sérstaklega til þess að hafa hlut kvenna og karla sem jafnastan og fjölbreytileikann sem mestan verði því við komið.

5.  Starfsandi og líðan starfsfólks Lögð er áhersla á að starfsfólki líði vel, aðbúnaður sé góður, sveigjanleiki sé til staðar, hlúð sé að fólkinu og það sé gaman í vinnunni. Vinna skal markvisst að almennri vinnuvernd, heilsuvernd og heilsueflingu og gripið skal til viðeigandi ráðstafana til að stuðla að því. Þá skal sérstaklega horft til forvarna í starfsumhverfinu. Lögð er rík áhersla á að starfsfólk hafi tök á að taka þátt í hvers konar umbótum í starfsemi félagsins. Félagið mælir þessa þætti í mánaðarlegum vinnustaðagreiningum og grípur til ráðstafana þegar þess gerist þörf.

6.  Samræming vinnu og einkalífs Félagið vil stuðla að því að sveigjanleiki í vinnu sé sé til staðar og hefur stigið skref í þá átt t.d. með breyttum opnunartíma skrifstofu, styttingu vinnuvikunnar og leiðbeinandi tilmæli um fjarvinnu. Tekið er tillit til kvenna á meðgöngutíma, foreldra við umönnun barna sem og starfsfólks við umönnun maka, foreldra eða annarra ættmenna. Félagið reynir í hvívetna að haga hlutum með þeim hætti að þægilegt sé að samræma vinnu og einkalíf og horfir til þarfa og óska starfsfólks í þeim efnum.

7.  Kynferðisleg áreitni og einelti Einelti, kynbundið áreiti, kynferðisleg áreitni eða ofbeldi verður ekki liðið innan fyrirtækisins (EKKO stefna). Viðbragðsáætlun og boðleiðir vegna slíkra mála eru virkar, öllum sýnilegar og aðgengilegar hjá félaginu. Félagið einsetur sér að vera vel vakandi fyrir þessum hlutum meðal annars með því að gera reglulegar kannanir og greiningar á slíkum málum sem og bjóða reglulega upp á fræðslu þessu tengt.

8.  Mannréttindi, barnaþrælkun og nauðungarvinna Félagið virðir mannréttindi, líður ekki barnaþrælkun né nauðungarvinnu og fer að lögum og reglum er þetta varðar í allri starfssemi sinni. Félagið tryggir öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í samfélaginu. Áhættumat starfa er framkvæmt reglulega til að tryggja heilsu, öryggi og forvarnir á vinnustaðnum. Vinnustaðagreiningar eru framkvæmdar mánaðarlega og snerta þætti er snúa að virðingu, samskiptum, vinnuumhverfi og jafnrétti.

9.  Framkvæmd og eftirfylgni Hjá Verði er starfandi velferðarnefnd sem hefur það hlutverk að ræða og yfirfara allar reglur sem varða jafnrétti, mannréttindi, vellíðan og velferð starfsfólks innan félagsins. Í nefndinni eiga sæti mannauðsstjóri ásamt starfsfólki en nefndin hefur aðgengi að fagaðila þegar þess gerist þörf. Nefndin er skipuð til þriggja ára í senn.

Velferðarnefnd skal fylgjast með og stuðla að því að farið sé eftir lögum um jafnrétti og almenn mannréttindi hjá félaginu séu virt, kanna réttmæti ábendinga um að frá þeim sé vikið og bregðast við með viðeigandi hætti komi í ljós að svo sé. Nefndin skal gæta þess að upplýsingar um störf nefndarinnar séu aðgengileg á sameiginlegu skjalasvæði. Velferðarnefnd skal jafnframt tryggja það að allir nýráðnir starfsmenn Varðar fái kynningu á jafnréttis- og mannréttindastefnunni, áætlun og öðrum stefnum sem snúa að velferð starfsfólks sem og störfum nefndarinnar. Nefndin skal einnig sjá til þess að árleg kynning fari fram á stefnu félagsins í þessum málum.

Nefndin kemur saman fjórum sinnum á ári að jafnaði. Hægt er að ná nefndinni saman oftar ef þörf þykir. Nefndin skal árlega skrifa samantekt um störf sín.

Uppfært 19.02.21