Vörður hefur sett sér siðareglur. Tilgangur siðareglna félagsins er að vinna að samfélagslegri ábyrgð, stuðla að heiðarleika, réttsýni og sanngirni í viðskiptum og efla traust viðskiptavina og almennings á Verði.
Vörður hefur sett sér stefnu um sjálfbærni sem byggir á ESG viðmiðum Nasdaq. Síbreytilegur heimur hefur áhrif á allt umhverfi og samfélög og hafa breytingarnar áhrif á viðskiptavini, starfsfólk og starfsemi félagsins. Til að mæta þeim, til hagsbóta fyrir alla hagaðila, ætlar Vörður að hafa áhrif á umhverfið og samfélagið sem það starfar í með ábyrgum og sjálfbærum hætti í rekstri sínum. Stjórnendur gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem félagið hefur gagnvart viðskiptavinum, hluthöfum, starfsfólki og samfélaginu. Starfsfólk Varðar vinnur eftir siðareglum sem eiga að tryggja eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og m.a. koma í veg fyrir spillingu og mútur. Félagið gerir kröfur til sinna samstarfsaðila um gott siðferði og hefur sett eftirfarandi siðareglur fyrir sína birgja:
Siðferði í viðskiptum Hlíti lögum og reglum sem við þá eiga og starfi í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti. Vinni ávallt gegn spillingu, þ.m.t. mútum, kúgun og fjársvikum. Þeir bjóði ekki eða biðji um, krefjist, veiti eða þiggi mútur með beinum eða óbeinum hætti, fyrir sjálfa sig eða aðra.
Umhverfismál Að þeir þekki umhverfisáhrif starfsemi sinnar og leitist eftir því að draga úr þeim með markvissum hætti.
Barnaþrælkun og nauðungarvinna Tryggi að starfsfólk vinni af fúsum og frjálsum vilja og án nauðungar. Ráði ekki börn undir lögaldri til að framkvæma vinnu sem er hættuleg eða skaðleg heilsu þeirra og öryggi.
Félagafrelsi og réttur til kjarasamninga Virði og viðurkenni rétt starfsfólks til félagafrelsis og gerð kjarasamninga. Sé réttur til félagafrelsis og/eða gerð kjarasamninga takmarkaður samkvæmt lögum í viðkomandi landi skulu birgjar heimila starfsfólki að kjósa sér fulltrúa til að verja rétt þeirra á vinnustað.
Laun, vinnutími, vinnuskilyrði og vinnulöggjöf Greiði starfsfólki sínu regluleg laun (að lágmarki mánaðarlega) og að greiðslur, eða hluti þeirra, verði ekki eftir hjá milliliðum. Greidd skulu a.m.k. lágmarkslaun eins og gerð er krafa um í lögum, reglum og/eða kjarasamningum í viðkomandi landi. Virði lög og reglur um réttindi starfsfólks t.d. til hvíldar, lengd vinnutíma, orlofs, veikindaréttar og annarra launakjara.
Heilsa og öryggi Tryggi öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi sem er í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í samfélaginu. Þeir geri ráðstafanir til að minnka slysahættu og neikvæð áhrif á heilsu starfsfólks.
Mismunun Tryggi að starfsmenn fái jöfn tækifæri og njóti jafnréttis án mismununar vegna kyns, kynþáttar, trúarbragða, aldurs, fötlunar, kynhneigðar, þjóðernis, skoðana, efnahags, ætternis eða stöðu að öðru leyti. Vinni í anda jafnréttis þar sem einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi er fordæmt.
Hagsmunaárekstrar Forðist hvers konar hagsmunaárekstra í viðskiptum sínum við félagið. Með hagsmunaárekstrum er t.d. átt við að fulltrúi birgja, vinir hans eða skyldmenni hafi eða geti haft persónulega hagsmuni af þeim viðskiptum sem um ræðir. Birgi tilkynni félaginu án undantekninga um mögulega hagsmunaárekstra.
Reglunum er ætlað að brýna fyrir öllum starfsmönnum Varðar að forðast hverskyns hagsmunaárekstra og vafasama viðskiptahætti er rýrt geti ásýnd félagsins og þeirra sjálfra. Þær veita víðtæka leiðsögn að því er varðar ráðvendni og viðskiptasiðferði og skilgreina þær leiðir sem við förum til að mæta áskorunum í starfi okkar.
Reglurnar taka sérstaklega á þáttum eins og faglegri hegðun, stuðningi við orðspor félagsins, meðferð upplýsinga og afhendingu gagna frá félaginu, ábyrgð starfsmanna, veitir ramma og leiðsögn við ákvarðanatöku þegar siðferðisleg mál koma upp, veitir leiðsögn er varðar framkomu starfsmanna og störf þeirra, veitir leiðbeiningar varðandi meðhöndlun eigna félagsins, samskipti við fjölmiðla og eftirlitsaðila sem og virðingu fyrir lögum og eftirlitsaðilum.
Siðanefnd er starfandi innan félagsins en hún hefur það hlutverk að móta og yfirfara reglurnar, vinna úr tilkynningum og fyrirspurnum og meta ábendingar um brot á siðareglunum.
Siðareglur starfsfólks Sækja PDF