Sjálfbærni Varðar

Við viljum vera til fyrirmyndar þegar horft er til ábyrgra og arðbærra viðskiptahátta. Leiðarljós Varðar er að hafa jákvæð áhrif á hagaðila með beinum og óbeinum umhverfis- og félagslegum áhrifum, ásamt því að styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Vörður og sjálfbærni

Við hjá Verði vinnum af heilindum að sjálfbærnimálum og viljum hafa jákvæð áhrif á þróun málaflokksins út í samfélagið. Það er okkur mikilvægt að vera öðrum fyrirmynd um ábyrga viðskiptahætti sem taka mið af umhverfi, samfélagi og góðum stjórnarháttum. þannig stöndum við vörð um samfélagið.

Hlutverk Varðar sem tryggingafélags er að vera til staðar fyrir viðskiptavini okkar þegar þau þurfa á okkar þjónustu að halda. Með öflugum forvörnum sem auka öryggi viðskiptavina okkar og almennings.

Stefna Varðar er að vera til fyrirmyndar þegar horft er til ábyrgra og arðbærra viðskiptahátta sem einnig ná til umhverfis, samfélags og stjórnarhátta. Vörður vinnur af heilindum að sjálfbærnimálum með það að leiðarljósi að hafa jákvæð áhrif á hagaðila með beinum og óbeinum umhverfis- og félagslegum áhrifum af starfsemi sinni ásamt því að styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Vörður setur sér mælanleg markmið til lengri og skemmri tíma til þess að fylgja eftir framkvæmd stefnunnar og takmarka neikvæð áhrif. Með markvissum hætti er stefnt að því að auka þekkingu starfsfólks, samstarfsaðila, birgja, viðskiptavina og annarra hagaðila á sjálfbærni. Vörður styður heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, og leggur sérstaka áherslu á eftirfarandi markmið þar sem þau eiga best við kjarnastarfsemi félagsins.

  • Heimsmarkmið númer 3 - Heilsa og vellíðan: Með öflugum forvörnum eru viðskiptavinir Varðar og almenningur hvattir til að huga að heilsu sinni og vellíðan.

    • Undirmarkmið 3.6 felur í sér að fækka slysum í umferðinni.

  • Heimsmarkmið númer 5 - Jafnrétti kynjanna: Jafnrétti kynjanna er félaginu hjartans mál og mun Vörður halda áfram að vera talsmaður jafnréttis á öllum sviðum samfélagsins.

    • Undirmarkmið 5.1 felur í sér að öll mismunum verði afnumin alls staðar.

  • Heimsmarkmið númer 8 – Góð atvinna og hagvöxtur: Vörður leggur atvinnulífinu lið með öflugum forvörnum sem tryggja góðar undirstöður atvinnu og hagvaxtar.

    • Undirmarkmið 8.8 felur í sér að stuðla að öruggu og tryggu vinnuumhverfi fyrir allt launafólk.

  • Heimsmarkmið númer 12 - Ábyrg neysla og framleiðsla: Vörður leggur áherslu á sjálfbærni í daglegum rekstri og hefur jafnframt áhrif á sína birgja í gegnum árlegt birgjamat.

    • Undirmarkmið 12.6 felur í sér hvatningu um sjálfbæra starfsemi og skýrslugjöf.

Vörður setur markmið og birtir árangur hvað varðar þá þætti sem við höfum mest áhrif á með okkar starfsemi, svo sem forvarnir, tjónaviðgerðir og knýjandi samfélagsleg málefni hverju sinni. Árangur Varðar í sjálfbærnimálum er birtur árlega.

Umhverfisþættir

Vörður leggur áherslu á að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfseminni í lágmarki og gætir að umhverfissjónarmiðum í tengslum við hana.

Vörður leggur að auki áherslu á ábyrg og traust samskipti við hagaðila um sjálfbærni og auknum verðmætum fyrir samfélagið.

Sem fjárfestir skal Vörður þekkja möguleg áhrif loftslagsbreytinga á eignasafn sitt og þau áhrif sem félagið getur haft á loftslagsbreytingar í gegnum það og einsetur sér að lágmarka neikvæðu áhrifin. Félagið starfar eftir alþjóðlegum viðmiðum um ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar.

Félagsþættir

Félagsleg sjónarmið eru höfð að leiðarljósi í allri starfsemi Varðar. Félagið virðir mannréttindi hagaðila líkt og kveðið er á um í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Gerð er sama krafa til hagaðila.

Stjórnarhættir

Stjórn Varðar leggur áherslu á góða stjórnarhætti, samkvæmt lögum um hlutafélög nr. 2/1995, lögum um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016 og leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq Iceland hf. og Samtök atvinnulífsins hafa gefið út, síðast í maí 2015.

Góðir stjórnarhættir leggja grunninn að ábyrgri stjórnun og vandaðri ákvarðanatöku og stuðla að traustum samskiptum milli hluthafa, stjórnar, stjórnenda, starfsfólks og annarra hagaðila og draga þannig úr líkum á hagsmunaárekstrum.

Arion samstæðan

Til viðbótar við allt ofangreint starfar Vörður innan samstæðu Arion banka og á þar af leiðandi hlut að margvíslegum ráðstöfunum á samstæðugrundvelli. Vörður er þannig bæði beinn og óbeinn þátttakandi í ýmsum markmiðum og aðgerðum sem gripið er til innan samstæðunnar, m.a. í tengslum við daglegan rekstur, starfsstöðvar, mannauðsmál, aðfangakeðju og útvistun.

Markmið til ársins 2030
  • Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af eigin starfsemi (umfang 1 og 2) um 80% m.v. árið 2018 og kolefnisjafna þá losun sem eftir stendur.

  • Vinna stöðugt að því að ná betur utan um losun vegna aðkeyptra vara og þjónustu (umfang 3) í starfsemi félagsins.

Markmið fyrir lok ársins 2025
  • Hlutfall rúðuviðgerða fari ekki undir 18%.

  • Að viðhalda góðum árangri þegar kemur að launajafnrétti.

  • Að hlutfall miðgildis heildarlauna karla og kvenna sé ekki hærra en 1,25.

  • Að niðurstöður í könnun um upplifun starfsfólks á jafnvægi milli vinnu og einkalífs verði áfram yfir 4,2.

  • Að starfsfólk nýti fæðingarorlofsrétt sinn og leyfi vegna veikinda barna óháð kyni.

  • Að þátttaka stjórnenda í fræðslu vegna jafnréttismála sé yfir 90%.

  • Að fræðsluvísitala sé 100%.

  • Að vera vinnustaður sem leggur áherslu á inngildingu.

  • Að allt starfsfólk ljúki skyldufræðslu, m.a. um siðareglur, upplýsingaöryggi, varnir gegn peningaþvætti og persónuvernd.

  • Að a.m.k. 90% nýrra birgja sem gera samning við félagið hafi farið í gegnum birgjamat þar sem frammistaða í umhverfis- og félagsþáttum og stjórnarháttum er metin og að sama hlutfall nýrra birgja hafi samþykkt siðareglur félagsins.

  • Innleiðing viðeigandi löggjafa og skýrslugjöf í samræmi við þær.

Endurskoðun

Skjal þetta skal rýnt og uppfært eftir þörfum.

Birgjamat

Við hjá Verði Tryggingum viljum vanda til verka og leggja okkar af mörkum til sjálfbærrar þróunar og við leitumst við að eiga í viðskiptum við birgja sem deila þessari sýn okkar.

Opna eyðublað

Assessment of supplier

At Vörður Insurance we want to do things right and make a real contribution to sustainable development and we strive to do business with suppliers who share our vision.

Open form