Barnatrygging 1

Barnatrygging tryggir börnin okkar fyrir hugsanlegum áföllum vegna slysa og veikinda ásamt því að veita fjölskyldum fjárhagslega aðstoð.

Hvaða fjárhæð hentar þér?

Fjárhæðaþrep

1

2

3

Vátryggingafjárhæð

5.000.000
10.000.000
15.000.000

Iðgjald á mánuði

625 kr
1.250 kr
1.875 kr

Iðgjald á ári

7.500 kr
15.000 kr
22.500 kr

Hámark greiðslu bóta

15.000.000
30.000.000
45.000.000

Spurt og svarað

Sjá allar spurningar
  • Hvað er Barnatrygging?

    Barnatrygging 1 veitir víðtæka fjárhagslega vernd fyrir börnin okkar vegna slysa eða sjúkdóma sem þau kunna að verða fyrir og geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu þeirra. Tryggingin er fyrst og fremst örorkutrygging en einnig greiðast úr henni bætur til foreldra, sem getur skipt máli fjárhagslega þurfi þeir t.d. að vera frá vinnu í skemmri eða lengri tíma vegna veikinda barnsins.

    Hverjir þurfa Barnatryggingu?

    Öll börn ættu að vera með barnatryggingu. Hægt er að tryggja börn frá eins mánaða aldri til 18 ára aldurs og gildir tryggingin til 26 ára aldurs.

    Hvar gildir Barnatryggingin?

    Tryggingin gildir á Norðurlöndunum. Þó gildir tryggingin í allt að eitt ár ef vátryggður flytur frá Norðurlöndunum.

    Hversu háar eru bæturnar?

    Þú velur hve háar bæturnar eru. Hægt er að velja á milli þriggja grunntryggingarfjárhæða, 5.000.000 kr., 10.000.000 kr. eða 15.000.000 kr.

  • Hvað þarf ég að hafa í huga þegar ég vel tryggingarfjárhæð?

    Þegar tryggingarfjárhæð er valin er mikilvægt að hafa í huga, að ef barn verður öryrki, greiðast einungis lágmarksörorkubætur frá Tryggingastofnun frá 18 ára aldri, en þær duga skammt til heimilisreksturs og sjálfstæðrar framfærslu.

    Námsmenn njóta ekki örorkuverndar í námi og réttur til örorkulífeyris í lífeyrissjóðum stofnast fyrst þegar lífeyrisiðgjöld hafa verið greidd í tvö ár. Barnatryggingin brúar þetta bil, greiðir örorkubætur og sér til þess að viðkomandi geti séð sjálfum sér farborða, komi til örorku.

    Hvað kostar Barnatrygging?

    Iðgjald tryggingarinnar stjórnast af þeirri tryggingarfjárhæð sem þú velur.

    Eru börnin mín ekki nægilega vel tryggð í leikskóla/skóla?

    Í flestum tilvikum ná tryggingar sveitarfélaga aðeins til sjúkraflutninga og fyrstu aðgerða á slysadeild. Þær ná ekki yfir varanlegar afleiðingar slysa, örorku af völdum slysa eða sjúkdóma og alls ekki til yngstu barna sem enn eru heima.

Tryggingar á mannamáli

Tryggingamál getur verið flókið. Til að gera okkur meira skiljanlegri höfum við tekið saman allar helstu upplýsingar um trygginguna í upplýsingaskjal sem hægt er að skoða með skilmálum.