Barnatrygging 2

Barnatrygging án heilsufarsskoðunar sem nær ekki til afleiðinga slysa eða veikinda sem vitað erum um við töku tryggingarinnar.

Spurt og svarað

Sjá allar spurningar
 • Hvað er Barnatrygging?

  Barnatrygging er fyrst og fremst örorkutrygging fyrir börnin en einnig greiðast úr henni bætur til foreldra, sem getur skipt máli fjárhagslega þurfi þeir t.d að vera frá vinnu í lengri eða skemmri tíma vegna veikinda barnsins.

  Hverjir þurfa Barnatryggingu?

  Barnatrygging 2 er fyrir öll börn. Hægt er að tryggja börn frá eins mánaða aldri til 18 ára aldurs og gildir tryggingin til 26 ára aldurs.

  Hvar gildir Barnatryggingin?

  Tryggingin gildir á Norðurlöndunum. Þó gildir tryggingin í allt að eitt ár ef vátryggður flytur frá Norðurlöndunum.

 • Hversu háar eru bæturnar?

  Grunnvátryggingarfjárhæðin er 8.000.000 kr.

  Eru börnin mín tryggð í leikskóla/skóla?

  Í flestum tilvikum ná tryggingar sveitarfélaga aðeins til sjúkraflutninga og fyrstu aðgerða á slysadeild. Þær ná ekki yfir afleiðingar slysa, örorku af völdum slysa eða sjúkdóma og alls ekki til yngstu barna sem enn eru heima.

  Hvað kostar Barnatrygging 2?

  Ársiðgjald fyrir Barnatryggingu 2 er 13.200 kr. eða 1.100 kr. á mánuði.

Tryggingar á mannamáli

Tryggingamál getur verið flókið. Til að gera okkur meira skiljanlegri höfum við tekið saman allar helstu upplýsingar um trygginguna í upplýsingaskjal sem hægt er að skoða með skilmálum.