Líf- og sjúkdómatrygging fyrir ungt fólk

Trygging fyrir ungt fólk á aldrinum 18-35 ára með litlar fjárhagslegar skuldbindingar komi til alvarlegra veikinda eða andláts.

Eftir hverju ert þú að bíða?

Sæktu um trygginguna með því að smella á hnappinn hér að neðan, rafræn umsókn og undirritun er það eina sem þarf. Tryggjum allt sem skiptir máli.

Byrja

Spurt og svarað

Sjá allar spurningar
  • Hvað er líf- og sjúkdómatrygging?

    Líf- og sjúkdómatrygging er samsett trygging sem skiptist í líftryggingu og sjúkdómatryggingu. Tryggingin er fjárhagsleg vernd fyrir þá sem hafa slíka tryggingu og aðstandendur þeirra.

    Hvernig virkar líf- og sjúkdómatrygging?

    Tryggingin er samansett af Líftryggingu og Sjúkdómatryggingu. Líftrygging greiðir bætur til aðstandenda þinna, eða þeirra sem þú velur, ef þú fellur frá af völdum sjúkdóms eða slyss. Sjúkdómatrygging greiðir þér bætur ef þú greinist með tiltekinn sjúkdóm. Sjúkdómar sem falla undir sjúkdómatrygginguna eru taldir upp á upplýsingaskjali og í skilmálum tryggingarinnar.

    Hverjir þurfa líf- og sjúkdómatrygging?

    Líf- og sjúkdómatrygging er flestum nauðsynleg óháð fjölskylduaðstæðum vegna þess að alvarleg veikindi eða slys gera ekki boð á undan sér.

    Hverjir fá líftryggingar bæturnar?

    Þú ákveður hverjir fá bæturnar úr líftryggingunni þinni. Ef þú nefnir engan sérstakan rennur bótafjárhæðin til maka þíns ef hann er til staðar. Ef þú lætur ekki eftir þig maka rennur bótafjárhæðin til erfingja samkvæmt lögum eða erfðaskrá. Þú getur einnig skráð einstaklinga sem þú vilt að öðlist rétt til greiðslu bóta eins og til dæmis sambúðarmaka.

    Valmöguleikarnir eru þá eftirfarandi:

    • Lögerfingjar: Giftur maki þinn fær 1/3 af fjárhæðinni og börnin þín 2/3 af fjárhæðinni.

    • Ekki tilnefndur rétthafi: Giftur maki þinn fær alla fjárhæðina greidda til sín. Sértu ekki giftur, rennur öll fjárhæðin til barna þinna. Sé ekki maki eða börn til staðar, þá er fjárhæðin greidd til foreldra þinna.

    • Skráning á nafn: Þú velur hver fær bæturnar. Ef þú átt maka en þið eruð ekki gift, þá þarf að nota þessa skráningu ef maki á að fá fjárhæðina greidda til sín.

  • Hvaða sjúkdómar falla undir sjúkdómatryggingu?

    Þeir sjúkdómar sem tryggingin tekur til eru flokkaðir í fimm bótaflokka;

    • Heilaáfall, lömun og málstol

    • Krabbamein

    • Tauga- og hrörnunarsjúkdóma

    • Hjarta og æðasjúkdómar

    • Aðra alvarlega sjúkdóma

    Nánari útlistun má nálgast á upplýsingaskjali tryggingarinnar eða í skilmálum.

    Hvernig greiðast bætur?

    Bætur líftryggingar greiðast í einu lagi til rétthafa og eru undanþegnar tekjuskatti. Sjúkdómatryggingar eru greiddar út í formi eingreiðslu og aðeins er greitt einu sinni úr hverjum bótaflokki fyrir sig.

    Hvar gildir líf- og sjúkdómatrygging?

    Líf- og sjúkdómatryggingin gildir hvar sem er í heiminum.

    Hverjir geta líf- og sjúkdómatryggt sig?

    Einstaklingar á aldrinum 18-29 ára geta sótt um líf- og sjúkdómatryggingu fyrir ungt fólk og er gildistími hennar til 35 ára aldurs.

Tryggingar á mannamáli

Tryggingamál getur verið flókið. Til að gera okkur meira skiljanlegri höfum við tekið saman allar helstu upplýsingar um trygginguna í upplýsingaskjal sem hægt er að skoða með skilmálum.