Heimilisvernd 1

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini.

Hvernig trygging er Heimilisvernd 1?

Heimilisvernd 1 er einföld og örugg innbús- og ábyrgðartrygging í einum pakka fyrir þá sem ekki þurfa slysa- og ferðatrygggingar. Hún tjón á innbúi heimilis og öðrum persónulegum munum. Heimilisverndin innifelur einnig ábyrgðartryggingu.

Hvað er bætt?
Innbústrygging

Tjón vegna eldsvoða eða sprengingar, svo og skyndilegs sótfalls frá kynditækjum.

Skemmdir af völdum vatns, olíu eða annars vökva sem skyndilega og óvænt streymir úr leiðslum hússins þó ekki niðurföllum eða þakrennum.

Tjón vegna yfirborðsvatns, vegna skyndilegs úrhellis eða asahláku.

Tjón vegna innbrots í læst húsnæði eða bifreið. Ólæst húsnæði í ákveðnum tilfellum, sjá nánar skilmála.

Tjón vegna töku muna með líkamlegu ofbeldi eða hótunum (rán).

Skemmdarverk þ.e. skemmdir á tryggðum munum sem valdið er af ásetningi, þó ekki ef valdið af tryggðum sjálfum. Tjón af völdum óveðurs, skilyrði að vindhraði nái a.m.k. 28,5 m/sek.

Tjón sem verður vegna ófyrirsjáanlegrar stöðvunar á kælikerfi ísskáps eða frystikistu enda leiði það til skemmda á matvælum.

Tjón sem verður vegna skammhlaups í raftækjum.

Skemmdir á hinu tryggða af völdum óveðurs, skilyrði að vindhraði nái a.m.k. 28,5 m/sek.

Skaðabætur hafi tryggður bakað sér skaðabótaábyrgð og sá sem verður fyrir tjóni ekki meðsekur eða meðábyrgur.

Kostnað sem tryggður verður fyrir ef skaðabótakrafa er gerð á hendur honum.

Bætir tjón sem barn tryggðs, yngra en 10 ára veldur, án tillits til skaðabótaskyldu.

Innbúskaskó

Tjón af völdum skyndilegra og ófyrirsjáanlegra atburða, sem ekki eru bótaskyld skv. hefðbundinni innbústryggingu.

Ábyrgðartrygging

Skaðabætur hafi tryggður bakað sér skaðabótaábyrgð og sá sem verður fyrir tjóni ekki meðsekur eða meðábyrgur.

Kostnað sem tryggður verður fyrir ef skaðabótakrafa er gerð á hendur honum.

Bætir tjón sem barn tryggðs, yngra en 10 ára veldur, án tillits til skaðabótaskyldu.

Hvað er ekki bætt?
Innbústrygging

Tjón á dýrum.

Tjón á vélknúnum ökutækjum, hjólhýsum og tjaldvögnum.

Tjón á vörum sem ætlaðar eru til sölu.

Tjón vegna vinnu með sprengiefni við verklegar framkvæmdir.

Tjón vegna utanaðkomandi vatns, s.s. grunnvatns, úrkomu, flóða eða vatns frá þakrennum.

Tjón á innbúi vegna búferlaflutninga.

Tjón sem tryggðir valda hverjir öðrum.

Tjón á munum sem tryggður hefur að láni, til leigu eða geymslu.

Tjón sem verður vegna atvinnu, hvort sem um er að ræða eigin atvinnurekstur eða atvinnu í þjónustu annarra.

Innbúskaskó

Hlut sem týnist, gleymist eða er skilinn eftir á almannafæri.

Tjón af völdum eðlilegs slits, ófullnægjandi viðhalds eða framleiðslugalla.

Tjón af völdum heimilisdýra.

Ábyrgðartrygging

Tjón sem tryggðir valda hverjir öðrum.

Tjón á munum sem tryggður hefur að láni, til leigu eða geymslu.

Tjón sem verður vegna atvinnu, hvort sem um er að ræða eigin atvinnurekstur eða atvinnu í þjónustu annarra.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.

Vátryggðum ber að sjá til þess í óupphituðum húsum að lokað sé fyrir vatnsstreymi og vatnslagnir og viðfest tæki séu tæmd af vatni þegar hætta er á frosti.

Vátryggðum er skylt, að svo miklu leyti sem það er á hans valdi, að hafa niðurföll í lagi með því að hreinsa úr þeim aur eða klaka.

Læsa ber tryggilega íbúðarhúsnæði, bílum og öðrum stöðum sem vátryggingin nær til. Einnig skal loka gluggum og krækja aftur og ganga þannig frá að óviðkomandi eigi ekki greiðan aðgang að verðmætum.

Vátryggður skal sjá til þess að notkun á rafmagnstækja sé í samræmi við notkunarleiðbeiningar.

Fleiri varúðarreglur má finna í skilmála tryggingarinnar.

Hvar gildir tryggingin?

Mismunandi eftir því hvaða þáttur tryggingarinnar er undir. Almennt gildir vátryggingin á Íslandi og á ferðalögum erlendis eftir því sem við á, í allt að 92 daga frá brottfarardegi frá Íslandi. Nánari upplýsingar um gildissvið má finna í skilmála tryggingarinnar.

Hverjar eru skyldur þess tryggða?

Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun eða breytingar á tryggingunni eða við tjónstilkynningu.

Tilkynna um tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.

Hvenær hefst vátryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Vátryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykktu tilboði og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á vátryggingartímabilinu.