Húseigendatrygging íbúðarhúsa

Víðtæk og alhliða vernd fyrir fasteignina sem tekur til óvæntra áfalla og óhappa á borð við leka, óveðurs og innbrota.

Spurt og svarað

Sjá allar spurningar
  Fyrir hvern er Húseigendatrygging?

  Húseigendatrygging er fyrir alla eigendur fasteigna.

  Hvað er tryggt í Húseigendatryggingu?

  Húseigendatrygging veitir víðtæka og alhliða vernd á fasteigninni og bætir tjón m.a. vegna vatns, foks, innbrots, skýfalls eða asahláku. Þú getur séð ítarlegri upplistun á hvað er tryggt og hvað er ekki tryggt í upplýsingaskjali tryggingarinnar.

  Getur verið að húsfélagið mitt sé með þessa tryggingu?

  Já, það getur verið að húsfélagið sé með húseigendatryggingu. Við hvetjum þig til að athuga það við fyrsta tækifæri.

  Hvað þarf ég að gera ef ég sel eignina mína og kaupi mér nýja eign?

  Þegar þú selur eign er meginreglan sú að húseigendatryggingin fellur niður á sama tíma og brunatryggingin. Húseigendatrygging flyst aldrei sjálfkrafa á milli eigna við flutninga. Því er mikilvægt að hafa samband við okkur þegar búið er að kaupa nýja eign og fá tilboð í húseigendatryggingu, ef það er ekki trygging til staðar hjá húsfélagi.

  Ef ég er á leigumarkaði, þarf ég þessa tryggingu?

  Nei, leigjandi þarf ekki að vera með þessa tryggingu. Aðeins eigandi fasteignarinnar.

Tryggingar á mannamáli

Tryggingamál getur verið flókið. Til að gera okkur meira skiljanlegri höfum við tekið saman allar helstu upplýsingar um trygginguna í upplýsingaskjal sem hægt er að skoða með skilmálum.