Er fyrirtækið þitt tryggt?

Það er mikilvægt að hafa réttar tryggingar fyrir fyrirtækið, hvort sem það á við um starfsemina eða starfsfólkið. Ráðgjafi okkar hefur samband með hvað hentar þínum rekstri.

Fyrirtækjaþjónusta

Vörður nýtur trausts hjá yfir 6.000 fyrirtækjum og stofnunum. Sérfræðingar okkar búa yfir mikilli þekkingu og reynslu þegar kemur að fyrirtækjum. Við leggjum áherslu á persónulega og faglega þjónustu sem tekur mið af þörfum fyrirtækisins hverju sinni.

Fá tilboð

Spurt of svarað

Sjá allar spurningar
  • Er starfsfólkið mitt tryggt í vinnunni?

    Ef þú ert með slysatryggingu launþega, þá er svarið já. Þeir sem hafa fólk í vinnu eru, sam­kvæmt kjara­samn­ing­um, skyldug­ir að slysa­tryggja starfs­menn sína. Þess vegna bjóð­um við slysa­trygg­ingu laun­þega. Kost­ur­inn við hana er sá að hún lag­ar sig að ákvæð­um mis­mun­andi kjara­samn­inga og hentar því fyrirtækjum í ólíkri starfsemi.

    Hvernig fæ ég tilboð í tryggingar?

    Fljótlegasta leiðin til þess að fá tilboð í tryggingar er að smella á „Fá tilboð“. Við köllum eftir helstu upplýsingum frá þér sem hjálpar okkur að senda þér tilboðið hratt og vel. Það er líka hægt að senda okkur póst á [email protected], en það gæti tekið örlítið lengri tíma.

  • Hvaða grunntryggingar þarf fyrirtækið?

    Tryggingavernd fyrirtækis fer eftir starfsemi þess og umfangi. Við mælum með að öll fyrirtæki hafi að lágmarki: ábyrgðartryggingu atvinnurekstrar, slysatryggingu launþega og lausafjártryggingu.

    Þú getir alltaf sent okkur tölvupóst á [email protected] eða heyrt í okkur í síma 5141000 ef einhverjar spurningar vakna.

Tryggingar fyrir þinn rekstur

Hér getur þú séð þær tryggingar sem við mælum með að þú skoðir fyrir þitt fyrirtæki, eftir því í hvaða geira það starfar.

Fræðsla og forvarnir

Með virku forvarnarstarfi lágmörkum við líkur á óhöppum. Forvarnarþjónusta er í boði til fyrirtækja í samræmi við umfang viðskipta. Aðgangur að almennu fræðsluefni er lýtur að öryggi fyrirtækja og heimsóknir frá forvarnafulltrúa.

Tjónaþjónusta

Við skiljum að óvænt tjón geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir afkomu og rekstur ef tryggingavernd er ekki rétt. Við leggjum metnað í að veita góða tjónaþjónustu og erum á vakt allan sólarhringinn komi til tjóns.

Skoða nánar