Vörður nýtur trausts hjá yfir 6.000 fyrirtækjum og stofnunum. Sérfræðingar okkar búa yfir mikilli þekkingu og reynslu þegar kemur að fyrirtækjum. Við leggjum áherslu á persónulega og faglega þjónustu sem tekur mið af þörfum fyrirtækisins hverju sinni.
Fá tilboðEf þú ert með slysatryggingu launþega, þá er svarið já. Þeir sem hafa fólk í vinnu eru, samkvæmt kjarasamningum, skyldugir að slysatryggja starfsmenn sína. Þess vegna bjóðum við slysatryggingu launþega. Kosturinn við hana er sá að hún lagar sig að ákvæðum mismunandi kjarasamninga og hentar því fyrirtækjum í ólíkri starfsemi.
Fljótlegasta leiðin til þess að fá tilboð í tryggingar er að smella á „Fá tilboð“. Við köllum eftir helstu upplýsingum frá þér sem hjálpar okkur að senda þér tilboðið hratt og vel. Það er líka hægt að senda okkur póst á [email protected], en það gæti tekið örlítið lengri tíma.
Tryggingavernd fyrirtækis fer eftir starfsemi þess og umfangi. Við mælum með að öll fyrirtæki hafi að lágmarki: ábyrgðartryggingu atvinnurekstrar, slysatryggingu launþega og lausafjártryggingu.
Þú getir alltaf sent okkur tölvupóst á [email protected] eða heyrt í okkur í síma 5141000 ef einhverjar spurningar vakna.
Hér getur þú séð þær tryggingar sem við mælum með að þú skoðir fyrir þitt fyrirtæki, eftir því í hvaða geira það starfar.
Verslun og þjónusta er ein helsta atvinnugrein landsins. Innan hennar starfar fjöldi fólks og fyrirtækja sem þurfa viðeigandi tryggingavernd fyrir starfsemi sína.
Það er ekki áhættulaust að vinna á fiskmiðum sem geta verið jafn kröfuhörð og þau eru gjöful. Þess vegna er skynsamlegt að velja tryggingar sem vernda afla, aflamenn og fley, stór sem smá
Fyrirtæki í framleiðslu og iðnaði eru afar fjölbreytt og hafa ólíkar kröfur um tryggingar. Mikilvægt er að meta hvaða tryggingar henta starfseminni best.
Bændur og búalið þurfa ekki síður tryggingar en aðrar starfstéttir enda spyrja slys og óhöpp hvorki um stétt né stöðu.
Ferðaþjónusta er fjölbreytt og skapandi atvinnugrein og hefur verið ein helsta undirstaða íslensks efnahagslífs. Huga þarf vel að tryggingum á öllu því sem tilheyrir rekstrinum svo allt sé rétt tryggt komi til tjóns.
Tryggingaþörf fyrirtækja í heilbrigðis- og sérfræðiþjónustu er margvísleg og fer eftir eðli starfseminar og umfangi. Mikilvægt er að reksturinn sé rétt tryggður til að geta brugðist við óvæntum atvikum.
Með virku forvarnarstarfi lágmörkum við líkur á óhöppum. Forvarnarþjónusta er í boði til fyrirtækja í samræmi við umfang viðskipta. Aðgangur að almennu fræðsluefni er lýtur að öryggi fyrirtækja og heimsóknir frá forvarnafulltrúa.
Við skiljum að óvænt tjón geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir afkomu og rekstur ef tryggingavernd er ekki rétt. Við leggjum metnað í að veita góða tjónaþjónustu og erum á vakt allan sólarhringinn komi til tjóns.
Skoða nánar