09. júní 2021
Vörður hefur uppfært kaskótryggingu sína og gert hana enn víðtækari. Núna bætir hún tjón sem verða á undirvagni m.a. á rafhlöðu, vélbúnaði, dekkjum og felgum, ef bíllinn rekst niður í akstri, laust grjót hrekkur upp undir hann og vegna vatns á malbiki. Þetta á við um alla bíla hvort sem þeir eru bensín-, dísel-, tvinn- eða rafbílar.
Með þessari breytingu tekur kaskó nú á bílnum í heild sinni og sama eigin áhætta í bótaskyldum tjónum. Minnum á að það eru undanþágur á skemmdum sem verða vegna aksturs utan vega. Breytingin hefur tekið gildi og iðgjaldið helst óbreytt.
Vörður tryggingar
09. júní 2021