04. júní 2024
Við höfum opnað þjónustuskrifstofu með Arion banka á Bíldshöfða 20, í sama húsi og Húsgagnahöllin er til húsa. Á nýju þjónustuskrifstofunni verður hægt að sækja sér trausta og öfluga trygginga- og bankaþjónustu á einum og sama stað.
Vörður tryggingar vill leggja aukna áherslu á að veita þjónustu í nærumhverfi viðskiptavina sinna og er opnun nýrrar þjónustuskrifstofu á Bíldshöfða liður í þeirri vegferð.
„Við hjá Verði hlökkum mikið til að taka á móti viðskiptavinum á nýrri þjónustuskrifstofu með Arion banka á Höfða. Á nýjum stað geta viðskiptavinir sótt trausta ráðgjöf og þjónustu varðandi tryggingar og fjármál á einum og sama stað. Við leggjum áfram áherslu á að auka framboð í stafrænni þjónustu en á sama tíma einfalda aðgengi að persónulegri þjónustu til þeirra sem vilja koma í heimsókn.“ segir Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði tryggingum.
Áfram verður lögð áhersla á einfalda og þægilega tryggingaþjónustu með ánægju viðskiptavina að leiðarljósi. Við hlökkum til að taka vel á móti þér á Bíldshöfða 20 alla virka daga milli klukkan 10:00-16:00.
Vörður tryggingar
04. júní 2024