Út að leika með Verði og Silju Úlfars 13. júní

29. maí 2024

Hreyfing getur verið allskonar, hvort sem það er hlaup, hjól, golf eða einfaldlega að fara út að leika!

Viðburðurinn hefst klukkan 18.00 þann 13. júní og verður haldinn á túninu á bak við Borgartún 19. Silja Úlfars mun hita hópinn vel upp og stýra leiknum Kíló, sem margir kannast eflaust við úr íþróttatímum skóla.

Til að halda uppi stuðinu mun Gústi B mæta og þeyta skífum. Einnig verður ís frá Skúbb í boði fyrir gesti.

Æfingin hentar vel fyrir alla fjölskylduna og markmiðið er að hafa gaman. Það þarf aðeins að mæta með góða skapið í farteskinu og klæða sig eftir veðri.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Stöndum vörð um heilsuna

Vörður vill stuðla að hollri hreyfingu og heilbrigðu líferni enda er góð næring og dagleg hreyfing nauðsynleg undirstaða heilbrigðis lífs. Regluleg hreyfing hefur margþættan ávinning fyrir heilsuna, hún minnkar líkur á sjúkdómum, eykur lífsgæði og lengir líf okkar. Að hreyfa sig er samfélagsleg ábyrgð í verki og með þátttöku styðja viðskiptavinir og Vörður saman við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer þrjú um heilsu og vellíðan.

author

Vörður tryggingar

29. maí 2024

Deila Frétt