forvarnir

Góð ráð gegn hvassviðri

24. maí 2024

Við hvetjum viðskiptavini til þess að fara varlega í hvassviðri og skoða veðurspá vel. Notum tímann áður en veðrið skellur á og göngum frá öllum lausum hlutum svo þeir fjúki ekki út í veður og vind. Munum sérstaklega eftir að ganga frá öllu lauslegu í garðinum og á svölum. Bindum ruslatunnurnar niður svo þær taki ekki flugið.

Gott að hafa í huga fyrir rok

  • Gangið úr skugga um að ruslatunnur fjúki ekki upp og af stað. Bindið lokin niður og komið tunnum í skjól því við viljum ekki þær fjúki á bíla eða hús.

  • Trampólín, útihúsgögn og grill fara gjarnan af stað í roki.

  • Fullvissið ykkur um að öllum gluggum og hurðum sé tryggilega lokað.

  • Fylgist með veðri og tilkynningum.

Upp­lýs­ing­ar má sjá á vef Bliku, Veður­stof­unn­ar og Vega­gerðar­inn­ar.

Viðbrögð við tjóni

  • Mundu ef þetta er neyðartilvik að hafa strax samband við 112.

  • Ef ekki skaltu gera þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru, til að draga úr tjóni sé þess nokkur kostur en farið jafnframt að öllu með gát.

  • Þegar þú hefur brugðist við þá er næsta skref að tilkynna tjónið hjá okkur.

  • Að senda myndir með tjónstilkynningu getur flýtt fyrir afgreiðslu.

  • Mat á umfangi tjóns eða viðgerðar hefst ekki fyrr en veðrinu hefur slotað. Það þarf að vera óhætt fyrir almenning að vera á ferðinni svo að tjónaskoðunarmenn komist á staðinn.

  • Eftir að tjón hefur verið tilkynnt hafa starfsmenn samband við fyrsta tækifæri til að hefja úrvinnslu málsins.

Sé brýn neyð á aðstoð vegna tjóns bendum við á neyðarsímann 514 1099 sem opin er allan sólarhringinn.

Einfaldari tjónstilkynningar

Ef þú þarft að tilkynna tjón er einfaldast að gera það hér á vefnum. Það hefur aldrei verið einfaldara.

Byrja

author

Vörður tryggingar

24. maí 2024

Deila Frétt