24. júní 2024
Steinunn Kristín Þórðardóttir hefur tekið sæti í stjórn Varðar trygginga. Hún er stofnandi og stjórnarformaður Acton Capital AS og stjórnarformaður Norsk-íslenska viðskiptaráðsins. Steinunn hefur setið í stjórn Arion banka frá árinu 2017, og tók nýverið sæti í stjórn hugbúnaðarfyrirtækisins Öldu.
Steinunn býr í Osló og situr í stjórn YES-EU AS í Noregi, sem er leiðandi á markaði í rafvæddum farartækjum fyrir almenningssamgöngur. Hún er einnig fjárfestir í ýmsum fyrirtækjum í Noregi, m.a. í hugbúnaðarfyrirtækjum.Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Beringer Finance og hjá Íslandsbanka (síðar Glitni).
Steinunn er með meistaragráðu (MiM) í alþjóðlegri stjórnun og fjármálum frá Thunderbird í Bandaríkjunum og BA-gráðu í alþjóðaviðskiptum og stjórnmálafræði frá University of South Carolina í Bandaríkjunum.
Vörður tryggingar
24. júní 2024