Heimilisvernd 4

Víðtækasta fjölskyldutrygging Varðar. Inniheldur allar helstu tryggingar heimilisins auk þess sem hægt er að bæta við ferðatryggingum eftir þörfum.

Eigin áhætta er almennt lægri og bótafjárhæðir hærri en í Heimilisvernd 1, 2 og 3. Hentar vel þeim sem vilja bestu mögulegu vernd fyrir fjölskylduna og innbúið á hverjum tíma.

EFTIRFARANDI ER INNIFALIÐ Í TRYGGINGUNNI

INNBÚSTRYGGING

Bætir innbú heimilisins við meiri háttar tjón, svo sem vegna bruna, vatns, innbrots, umferðaróhapps, ráns, skemmdarverka, hruns, óveðurs, ofhitunar þvotts, þjófnaðar úr grunnskóla, og skammhlaups í rafmagnstækjum. Bætir einnig fyrir tjón á frystivörum vegna skyndilegrar bilunar á kæli eða frysti.

INNBÚSKASKÓ

Innbúskaskó er viðbót sem tekur til tjóns á almennu innbúi og persónulegum munum heimilisins sem fæst ekki bætt samkvæmt hefðbundnum skilmálum.

ÁBYRGÐARTRYGGING

Greiðir skaðabætur vegna tjóns gagnvart þriðja aðila sem vátryggður eða aðrir heimilismeðlimir sem undir trygginguna falla eru gerðir ábyrgir fyrir samkvæmt íslenskum réttarreglum um skaðabótaábyrgð.

SLYSATRYGGING Í FRÍTÍMA

Þessi trygging greiðir bætur vegna slyss sem heimilisfólk kann að verða fyrir í frítíma sínum, við heimilisstörf eða nám. Bætur greiðast vegna andláts, varanlegrar örorku, tímabundins missis starfsorku og tannbrots.

UMÖNNUNARTRYGGING BARNA

Tryggingin greiðir bætur þegar barn yngra en 16 ára þarf að dveljast á sjúkrahúsi lengur en 5 samfellda daga. Bótatíminn er lengstur 180 dagar vegna sama sjúkdóms eða slyss. Trygging þessi greiðir þó ekki bætur vegna sjúkdóma sem eru fyrir hendi við fæðingu barnsins eða greinast innan 90 daga frá fæðingu.

SJÚKRAHÚSLEGUTRYGGING

Bætur greiðast að tiltekinni fjárhæð fyrir hvern sólarhring umfram 5 sólarhringa sem sá vátryggði dvelur samfellt á sjúkrahúsi vegna sjúkdóms eða slyss og innan hvers vátryggingatímabils.

SJÚKRAKOSTNAÐARTRYGGING INNANLANDS

Sá sem hefur fengið greiddar bætur vegna varanlegrar örorku eða tímabundins missis starfsorku vegna slyss í frítíma á rétt á greiðslu innlends sjúkrakostnaðar vegna sama slyss.

GREIÐSLUKORTATRYGGING

Trygging þessi gildir á Íslandi sem og á ferðalögum erlendis. Hún bætir tjón sem verður við það að greiðslukort glatast og óviðkomandi aðili notar það með sviksamlegum hætti.

RÉTTARAÐSTOÐARTRYGGING

Þessi trygging greiðir málskostnað vegna ágreinings í einkamálum.

FERÐATRYGGINGAR (VALKVÆTT)

Ferðasjúkratrygging greiðir kostnað á ferðalagi erlendis vegna slysa, veikinda eða andláts.

Ferðarofstrygging endurgreiðir nauðsynleg viðbótarútgjöld ef rjúfa þarf ferðina áður en hún er hálfnuð vegna veikinda eða slysa hins vátryggða eða náinna ættingja.

FARANGURSTRYGGING (VALKVÆTT)

Farangurstrygging tekur til farangurs á ferðalagi erlendis og bætir tjón m.a. vegna bruna, innbrota, skemmdarverka eða þess ef farangur tapast hjá flutningsaðila. Ef ferðast er með dýra hluti er nauðsynlegt að vátryggja þá sérstaklega.

Farangurstafatrygging greiðir bætur vegna tafar á afhendingu farangurs í áætlunar- eða leiguflugi.

FORFALLATRYGGING (VALKVÆTT)

Greiðir fyrirframgreiddan ferðakostnað ef hinn vátryggði neyðist til að hætta við ferð.

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Ítarlegri upplýsingar má nálgast í skilmálum tryggingarinnar.