

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini.
Tryggingin skiptist annars vegar í líftryggingu og hins vegar sjúkdómatryggingu fyrir ungt fólk á aldrinum 18 - 39 ára.
Tryggingin inniheldur einnig meðgöngu- og foreldravernd sem tekur til tiltekinna læknisfræðilegra atvika á meðgöngu, í tengslum við fæðingu og meðfætt heilsufarsástand barns. Bætur eru í eingreiðslu að ákveðinni fárhæð óháð grunntryggingarfárhæð tryggðs og er greitt út einu sinni á meðgöngu eða vegna hvers barns. Þá er jafnframt boðið uppá stuðning með samtölum við fagaðila á borð við sálfræðing að hámarki 5 viðtala ef tryggður verður fyrir tilteknum áföllum í tengslum við meðgöngu eða fæðingu
Félagið greiðir rétthafa bætur ef vátryggður deyr á gildistíma vátryggingar.
Ef lifandi fætt barn vátryggðs andast á vátryggingartímanum greiðir félagið dánarbætur samkvæmt því sem fram kemur á vátryggingarskírteini.
Vátryggður getur óskað eftir greiðslu sem er ígildi líftryggingar ef hann greinist með sjúkdóm á lokastigi til 39 ára aldurs.
Bráða kransæðastífla/hjartadrep (Myocardial Infarction)
Kransæðaskurðaðgerð/hjáveituaðgerð (Coronary Artery Bypass Surgery)
Hjartalokuskurðaðgerð – lokuskipti eða viðgerð (Heart Valve Sugery)
Ósæðarskurðaðgerð (Aorta Graft Surgery)
Heilablóðfall/Slag (Stroke)
Þverlögum (Paraplegia)
Málstol (Aphasia)
Illkynja æxli sem einkennist af stjórnlausum vexti og dreifingu illkynja fruma ásamt ífarandi vexti í vefi.
MS (Multiple Sclerosis).
MND fyrir 60 ára aldur (Alzheimer‘s Disease).
Parkinsonveiki fyrir 60 ára aldur (Parkisons´s Disease).
Góðkynja heilaæxli (Benign Brain Tumour).
Meiriháttar líffæraflutningur (Major Organ Transplantation).
Nýrnabilun (Kidney Failure) lokastig nýrnasjúkdóms.
Alvarleg brunasár (Third Degree Burns) þriðja stigs, sem þekja a.m.k. 20% af yfirborði líkamans.
Útlimamissir (Loss of Limbs) tveggja eða fleiri útlima.
Blinda (Blindness), varanleg og ólæknanleg sjónskerðing.
Eyðnismit við blóðgjöf, líkamsárás eða framkvæmd tiltekinna starfa (HIV Infection in blood transfusions, physical assaults, or in the performance of certain tasks).
Heyrnarleysi (Deafness) óafturkallanlegt.
Heilahimnubólga af völdum bakteríusýkingar (Bacterial Meningitis).
Alvarlegur höfuðáverki (Serious Head Wounds).
Ef barn vátryggðs greinist með sömu sjúkdóma.
Ef barn vátryggðs, 3ja mánaða til 18 ára gamalt, verður á vátryggingartímanum fyrir vátryggingaratburði, greiðir félagið 50% vátryggingarfjárhæðar sjúkdómatryggingarinnar, þó að hámarki kr. 2.000.000 samkvæmt því sem kemur fram í skilmálanum.
Ef tryggður greinist með eitt af eftirfarandi á meðgöngu eða við fæðingu eru greiddar eingreiðslubætur 1.000.000 kr.:
Meðgöngueitrun
Utanlegsfóstur sem krefst aðgerðar
Missir á meðgöngu eftir 14+0 viku og þungunarrofs vegna staðfestrar greiningar á alvarlegu fósturfráviki
Alvarleg morgunógleði
Alvarleg blæðing eftir fæðingu ≥1.500 ml
Alvarleg spangarrifa (3. og 4. stigs)
Innvaxin fylgja
Fylgjulos
DIC (dreifð blóðstorknun)
Ef barn tryggðs greinist með eitt af eftirfarandi við fæðingu eða á fyrsta ári ævi sinnar eru greiddar eingreiðslubætur 1.000.000 kr.:
CP-heilalömun
Vatnshöfuð
Klofinn hryggur
Meðfæddir hjartagallar
Holgómi og klofin vör
Alvarleg meðfædd byggingarfrávik í kviðvegg eða þind
Litningarfrávik
Klumbufótur og alvarlegt útlimafrávik
Aðrir sjaldgæfir sjúkdómar sem uppfyllir allavega 2 skilyrði
Tryggingin veitir að hámarki fimm tíma stuðningssamtöl vegna eftirfarandi:
Bótaskylt atvik úr meðgöngu- og foreldravernd
Meðgöngu- og fæðingarþunglyndi
Missir á meðgöngu fyrir 14+0 viku
Erfið eða áfallatengd fæðingareynsla
Bráðakeisaraskurður
Ofbeldi í nánu sambandi
Afleiðingar leka á mænuvökva við mænudeyfingu (t.d. spinal höfuðverkur).
Mjög ótímabær fæðing, þ.e. barn fæðist fyrir 32. viku meðgöngutíma og hafi þurft innlögn á spítala eftir fæðingu vegna ótímabærs þroska.
Fjölburaþungun fleiri en tvö börn
Við missi á meðgöngu getur tryggður einnig óskað eftir stuðningssamtölum fyrir börn tryggðs að teknu tilliti til aldurs og aðstæðna.
Andlát, þegar hinn vátryggði sviptir sig lífi innan árs frá því að vátrygging öðlast gildi.
Andlát, sem rekja má til afleiðinga sjúkdóms eða meins sem hefur komið fram (þ.e. einkenni eða greining) fyrir gildistöku vátryggingarinnar og vátryggður veit eða mátti vita um við undirritun vátryggingarsamnings eða eftir að vátryggingin féll úr gildi.
Varðandi Bráð kransæðastífla/hjartadrep (Myocardial Infarction), er undanskilið hjartadrep án ST-hækkana (NSTEMI), með hækkun á Tróponíi I eða T ásamt öðrum bráðum kransæðatilfellum (acute coronary syndrome).
Varðandi Kransæðaskurðaðgerð/hjáveituaðgerð (Coronary Artery Bypass Surgery), er undanskilið aðrar aðgerðir sem ekki eru opnar, t.d. kransæðavíkkanir (PCI) og laseraðgerðir.
Varðandi Ósæðarskurðaðgerð (Aorta Graft Surgery) er undanskilið aðgerðir sem framkvæmdar eru á greinum ósæðar utan brjóst- eða kviðarhols.
Varðandi Heilaáfall/slag (Stroke) er undanskilið skammvinnt blóðþurrðarkast í heila (TIA) og einkenni frá taugakerfi vegna mígrenis.
Varðandi Málstol (Aphasia) er undanskilið málstol sem á rætur að rekja til sálrænna kvilla.
Forstigseinkenni krabbameins.
Æxli sem eru staðbundin og ekki ífarandi (in situ).
Öll stig CIN (innanþekjuæxlisvaxtar í leghálsi).
Hodgkins-sjúkdómur á stigi 1.
Langvinnt eitilfrumuhvítblæði.
Æxli í blöðruhálskirtli á stigi T1 og Gleason-stigi 6 eða lægra.
Allar tegundir æxla þegar alnæmi er til staðar (HIV).
Kaposi‘s sarcoma.
Öll húðkrabbamein, önnur en illkynja, ífarandi sortuæxli.
Krabbamein sem greinist á fyrstu þremur mánuðum eftir gildistöku vátryggingarinnar.
Varðandi Parkinsonsveiki (Parkinson’s Disease), undanskilið er Parkinsonsveiki sem er afleiðing misnotkunar áfengis eða vímuefna.
Varðandi Góðkynja heilaæxli (Benign Brain Tumour), undanskilið eru blöðrur (cysts), hnúðar (granulomas), heilahimnuæxli (meningiomas), seilaræxli (chordomas), æðagallar í eða á slagæðum eða bláæðum og heilamar og æxli í heiladingli eða mænu.
Varðandi Eyðnismit (HIV), undanskilið er HIV-smit sem stafar af öðrum orsökum, en þeim sem taldar eru upp í skilmála.
Ef hægt er að rekja orsakir vátryggingaratburðar til sjúkdómsástands, sem ættleitt barn var haldið áður en það var ættleitt.
Ennfremur eru bætur ekki greiddar vegna aðgerða sem framkvæmdar eru á aldrinum 3ja mánaða til 18 ára aldurs ef greining sem leiddi til aðgerðar var fyrir 3ja mánaða aldur.
Sjúkdóma eða kvilla sem voru til staðar áður en tryggingin tók gildi, þar á meðal greiningar eða einkenni sem má rekja til ástands sem hófst fyrir meðgöngu.
Þungunarrof af öðrum orsökum en læknisfræðilegum.
Önnur tilvik eða sjúkdómar sem ekki eru tilgreindir í skilmálum tryggingarinnar.
Sjúkdóma, líkamságalla eða annarra kvilla sem að einhverju leyti má rekja til neyslu áfengis, lyfja eða vímuefna.
Sjúkdóma sem eiga rót sína að rekja til fegrunar- eða lýtaaðgerða á meðgöngu.
Heilsufarsástand barns sem var til staðar áður en viðauki þessi tók gildi, þar á meðal greiningar eða einkenni.
Tryggingarfjárhæðin er aðeins greidd fyrir eina af greiningunum sem taldar eru upp hér að neðan, jafnvel þótt barnið sé með fleiri greiningar.
Skilyrði fyrir bótagreiðslu er að barnið lifi í 30 daga frá því að það greinist með sjúkdóm, aðgerð var framkvæmd eða annar tryggingaratburður átti sér stað.
Áföll eða sjúkdómar sem greindust áður en tryggingin tók gildi eða vernd hófst falla ekki undir bótagreiðslur.
Önnur undanskilin atriði koma skýrt fram í skilmálum viðkomandi tryggingar.
Aukakostnaður, svo sem ferðakostnaður eða sambærilegar útgjaldaliðir, er ekki greiddur úr tryggingunni.
Ekki eru greiddar bætur vegna krabbameins sem greinist á fyrstu þremur mánuðum eftir gildistöku tryggingarinnar.
Bætur fyrir sjúkdómatryggingu barna greiðast einungis einu sinni fyrir hvert barn.
Bætur greiðast aðeins einu sinni úr hverjum bótaflokki og fellur sá bótaflokkur niður eftir útgreiðslu bóta. Bætur greiðast ekki nema úr einum bótaflokki fyrir hvern vátryggðan
Tilkynna skal um sjúkdóm innan tveggja ára frá greiningu.
Tryggingin fellur niður við andlát vátryggðs.
Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.
Vátryggðum ber að kynna sér skilmála tryggingarinnar.
Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum.
Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun eða breytingar á tryggingunni.
Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.
Tryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.
Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á vátryggingartímabilinu.