Þarf ég að tryggja hjólið?

Það er mikilvægt að hafa réttar tryggingar fyrir alla fjölskylduna og heimilið. Fáðu tilboð í þínar tryggingar í fáeinum smellum. Tryggjum allt sem skiptir máli.

Hjólatrygging

Hjólatrygging er sérsniðin trygging fyrir reiðhjól, rafmagnsreiðhjól, rafmagnshlaupahjól, rafmagnsvespur og rafdrifna hjólastóla.

Skoða nánar

Spurt og svarað

Sjá allar spurningar
  • Hvenær þarf ég að tryggja hjólið mitt sérstaklega?

    Öll reiðhjól eru tryggð í Heimilisvernd upp að vissri fjárhæð. Miklir fjármunir geta leynst í reiðhjólum og búnaði og því er mikilvægt að kynna sér hámarksbótafjárhæð í þeirri Heimilisvernd sem þú ert með. Því verðmætara sem hjólið er því mikilvægara er að tryggja það sérstaklega með Hjólatryggingu.

    Þarf ég tryggingu ef ég tek þátt í hjólreiðakeppni?

    Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd gildir fyrir þau sem eru að keppa eða æfa fyrir keppni ef um er að ræða götuhjólakeppni þar sem almenningi gefst kostur á þátttöku án skilyrða um lágmarksfærni eða getu. Afreksíþróttafólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega.

  • Þarf ég tryggingu ef ég fer út að hjóla?

    Þau sem stunda hvers konar hjólreiðar sem almenningsíþrótt eru flest tryggð hafi þau Slysatryggingu í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4. Afreksfólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega með Almennri slysatryggingu og óska eftir sérstakri áritun þar sem fram kemur að tryggingin nái yfir slys sem eiga sér stað í keppni eða til undirbúnings fyrir keppni.

    Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir hvar sem er í heiminum og er hjólreiðafólk því tryggt erlendis.

    Er ég tryggður fyrir því ef ég veld öðrum tjóni þegar ég hjóla?

    Ábyrgðartrygging einstaklings sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir fyrir tjón sem þú veldur öðrum með skaðabótaskyldum hætti, með vissum takmörkunum. Hjólatrygging inniheldur einnig ábyrgðartryggingu sem tekur til tjóna sem þú veldur öðrum.

Tryggðu hjólið í fáeinum skrefum

Það tekur þig aðeins 2 mínútur að tryggja hjólið þitt. Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum, slærð inn upplýsingar um hjólið og þann búnað sem þú villt tryggja og sérð þá hvað tryggingin kostar á mánuði.