fréttir

Vörður í nýja Útvegsspilinu

24. september 2020

Spilaþyrstir Íslendingar geta nú hugsað sér gott til glóðarinnar því nýtt upplag af Útvegsspilinu er komið í verslanir, 43 árum eftir að það kom fyrst út. Þetta goðsagnakennda spil reyndist vinsælasta jólagjöfin árið 1977 og hvert upplagið af öðru seldist upp. Beðið hefur verið eftir nýja spilinu með talsverði eftirvæntingu. Útvegsspilið hefur alla tíð skipað sérstakan sess í þjóðarsálinni og notið mikilla vinsælda en þeir sem eiga spilið hafa legið á því eins og ormar á gulli. Stöku eintök hafa ratað í Kolaportið eða viðlíka verslanir í Reykjavík og jafnharðan selst en að öðru leyti hefur spilið verið ófáanlegt. Það er ánægjulegt að segja frá því að Vörður er þátttakandi í nýja Útvegsspilinu. Líkt og í raunheimum, þar sem Vörður býður upp á allar tegundir trygginga fyrir fyrirtækin í landinu, geta þeir sem spila nýja Útvegsspilið keypt tryggingu frá Verði fyrir útgerðina sína í spilinu. Það margborgar sig vera vel tryggður, hvort sem það er í Útvegsspilinu eða í lífinu almennt.

Menn að leik við út­gáfu fyrsta upp­lags Útvegs­spils­ins árið 1977.

author

Vörður tryggingar

24. september 2020

Deila Frétt