18. maí 2021
Samkvæmt árlegri vinnumarkaðskönnun VR sem kynnt var 17. maí er Vörður Fyrirtæki ársins 2021. Vörður fær viðurkenninguna ásamt fjórum öðrum fyrirtækjum í flokki stórra fyrirtækja. Fyrirtækin voru valin samkvæmt niðurstöðum viðamikillar könnunar á meðal þúsunda starfsfólks hjá fjölbreyttum hópi fyrirtækja á almennum vinnumarkaði.
VR hefur staðið fyrir könnuninni í tvo áratugi en markmið hennar er að gefa starfsfólki tækifæri til að koma viðhorfum sínum varðandi vinnustaðinn á framfæri. Könnunin er einnig vettvangur starfsfólks til að koma því á framfæri hvað vel er gert og hvað betur megi fara innan vinnustaða. Horft er til níu lykilþátta í starfsumhverfi fyrirtækja, m.a. til starfsanda, jafnréttis, vinnuaðstöðu og sveigjanleika í vinnu svo eitthvað sé nefnt.
Fyrirtæki ársins þriðja árið í röð
Vörður er Fyrirtæki ársins þriðja árið í röð og fær hæstu einkunn stóru fyrirtækjanna í fjórum af níu lykilþáttum sem allir hækka milli ára. Þeir eru stjórnun, sveigjanleiki í vinnu, sjálfstæði í starfi og jafnrétti. Annað árið í röð skorar jafnrétti hæst hjá Verði en félagið hefur skýra sýn og stefnu í jafnréttismálum sem tryggir sanngirni, jöfn tækifæri og kjör alls starfsfólks. Vörður hefur frá árinu 2014 starfrækt jafnlaunakerfi og hlotið Gullmerki PCW, jafnlaunavottun VR og jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins, fyrst fjármálafyrirtækja.
Nánari upplýsingar um heildareinkunn og einkunnir lykilþátta má sjá hér.
Til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi
Harpa Víðisdóttir er mannauðsstjóri Varðar og er hún hæst ánægð með niðurstöðuna
Vörður einsetur sér að vera til fyrirmyndar í atvinnulífinu og leggur ekki bara áherslu á að skapa framúrskarandi vinnuumhverfi heldur tekur líka virkan þátt í að efla umhverfismál, félagslega þætti og ábyrga stjórnarhætti, viðskiptavinum og samfélaginu öllu til hagsbóta. Þá er það stefna Varðar að vinna að heilindum að sjálfbærnimálum sem stuðla að sjálfbærri þróun íslensks samfélags ásamt því að styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þannig stendur félagið vörð um samfélagið.
Vörður tryggingar
18. maí 2021