11. maí 2021
Þjónustuskrifstofur okkar í Reykjavík og Reykjanesbæ opna aftur þriðjudaginn 11. maí en þær hafa verið lokaðar undanfarnar vikur vegna farsóttarinnar. Til þess að tryggja öryggi okkar allra er grímuskylda og áfram gætt vel að nálægðartakmörkunum.
Opnunartími þjónustuskrifstofa okkar er frá klukkan 9 til 16 alla virka daga nema föstudaga, þá til 15:30.
Útibú okkar á Akureyri hefur nú þegar opnað og er þjónustutíminn þar frá klukkan 10:00 til 16:00 alla virka daga.
Við tökum líka vel á móti þér á Mínum síðum Varðar og í netspjalli á vordur.is. Einnig erum við til taks í síma 514 1000 ef þú vilt komast í beint samband við ráðgjafa okkar eða fá aðra þjónustu. Þá er hægt að senda okkur póst á netfangið [email protected].
Á Mínum síðum Varðar getur þú fengið allar upplýsingar um þínar tryggingar, séð reikninga og greiðslur, tilkynnt tjón og breytt greiðsluupplýsingum. Á vef Varðar getur þú fengið upplýsingar um tryggingar sem við bjóðum, fengið tilboð í tryggingar og komið í viðskipti.
Vörður tryggingar
11. maí 2021