forvarnir

Vatnsveður framundan

20. mars 2020

Á sunnudaginn gerir Veðurstofan ráð fyrir sunnan hvassviðri eða stormi um allt land. Búast má við talsverðri rigningu og miklum leysingum. Við minnum á mikilvægi þess að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Sýnum líka aðgát því þegar rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó getur myndast mikil hálka.

Til að tryggja að leysingavatn eigi greiða leið er gott að moka snjó og klaka frá niðurföllum og tryggja að þau séu ekki stífluð. Það á einnig við um rennur og niðurföll svala og þaka, sér í lagi flatra þaka en gæta þarf ítrustu varúðar og tryggja öryggi. Þá er gott að hreinsa snjó frá anddyrum kjallara sem og frá húsveggjum því vatn getur leitað í sprungur í veggjum ef það á ekki greiða leið burt.

Sýnum fyrirhyggju og aðgát um helgina og fylgjumst vel með veðri og færð áður en lagt er í hann.

author

Vörður tryggingar

20. mars 2020

Deila Frétt