tilkynning

Þægilegri vefur fyrir þig

23. september 2020

Við kynnum með stolti nýja og endurbætta heimasíðu Varðar. Vefurinn hefur verið uppfærður með það að markmiði að einfalda samtal okkar við viðskiptavini og auka gæði ráðgjafar Varðar. Við höfum aukið aðgengi viðskiptavina að réttum upplýsingum og gert framsetningu allra trygginga skýrari og þægilegri, til dæmis með því að útskýra betur hvað er bætt og hvað ekki. Heimasíðan er í stöðugri þróun og eru ábendingar og athugasemdir alltaf vel þegnar. Ekki hika við að segja okkur hvað þér finnst.

author

Guðjón Ólafsson

23. september 2020

Deila Frétt