27. september 2020
Við stöndum vörð um samfélagið og lokum tímabundið þjónustuskrifstofum okkar í Borgartúnim, Reykjanesbæ og á Akureyri. Við tökum áfram vel á móti þér í netspjalli og síma 514-1000 og svörum við öllum tölvupósti eins fljótt og mögulegt er.
Á Mínum síðum getur þú fengið allar upplýsingar um þínar tryggingar, séð reikninga og greiðslur, tilkynnt tjón og breytt greiðsluupplýsingum. Á vef Varðar getur þú fengið upplýsingar um tryggingar sem við bjóðum, fengið tilboð í tryggingar og komið í viðskipti.
Tryggjum öryggi okkar og förum eftir öllum tilmælum almannavarna, hugum vel að persónulegu hreinlæti til að draga úr sýkingarhættu og virðum takmarkanir. Umfram allt förum varlega og pössum upp á hvert annað.
Vörður tryggingar
27. september 2020