tilkynningar

Lækkun trygginga sýnileg á Mínum síðum

30. apríl 2020

Viðskiptavinir Varðar, einstaklingar og fjölskyldur, fá þriðjungs lækkun á iðgjöld trygginga vegna maí mánaðar. Lækkunin gerist sjálfkrafa og er sýnileg á Mínum síðum. Þar er líka hægt að sjá hvernig hún sundurliðast á hverja tryggingu.

Hvernig lækka iðgjöldin í maí?

Lækkunin reiknast á tryggingar heimilisins sem eru í gildi þann 1. maí og lækkar þá maí hluti ársiðgjaldsins um 33%. 

  • Ef þú ert að greiða til okkar kröfu 1. maí er sú krafa lægri en ella hefði orðið.

  • Ef þú ert með tryggingar á greiðslukorti kemur lækkunin fram með færslunni á kortið 1. júní.

  • Ef þú hefur nú þegar staðgreitt tryggingarnar þínar eða greitt að fullu endurgreiðum við inn á bankareikning.

  • Ef þú hefur ekki greitt tryggingar á réttum tíma fer endurgreiðslan upp í það sem gjaldfallið er.

Skráðu þig inn á Mínar síður og skoðaðu þína lækkun í maí.

author

Vörður tryggingar

30. apríl 2020

Deila Frétt