forvarnir

Komum öll heil heim

29. maí 2020

Vörður minnir vegfarendur á að fara varlega í umferðinni um Hvítasunnuhelgina sem er fyrsta stóra ferðahelgi sumarsins. Búast má við aukinni umferð um vegi landsins og því er mikilvægt að aka eftir aðstæðum og gefa sér góðan tíma til að komast á milli staða. Mikilvægt er að hafa fulla aðgát við framúrakstur en hann er alltaf varasamur í þungri umferð. Nauðsynlegt er að velja vel stund og stað þannig að unnt sé án áhættu að taka framúr öðru ökutæki.

Við minnum ökumenn og farþega á að nota alltaf bílbelti og að ökumenn bera ábyrgð á öryggisbúnaði barna undir 15 ára aldri. Höfum augun á veginum, virðum leyfðan hámarkshraða og pössumbilið. Ökum ekki undir áhrifum áfengis, lyfja eða annarra vímuefna og leggjum ekki af stað þreytt eða þunn því vímuefni og þreyta sljóvgar dómgreind manna.

Skemmtum okkur vel um helgina og komum öll heil heim.

author

Vörður tryggingar

29. maí 2020

Deila Frétt