tilkynningar

Ekkert ferðaveður með ferðavagna

25. júní 2021

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular viðvaranir vegna hvassviðris fyrir Breiðafjörð, Norðurlandi eystra, Strandir og Norðurland vestra í dag. Þá verða gular viðvaranir í gildi á Vestfjörðum, Suðurlandi og á miðhálendinu. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, allt að 40 m/s. Ekki er ráðlegt að ferðast með ferðavagna í slíkum vindi og þá getur verið mjög erfitt að vera í tjaldi. Mikilvægt er að göngufólk geti leitað skjóls í húsum. Lausamunir geta fokið og nauðsynlegt er að festa niður eða taka inn trampolín og garðhúsgögn. Sjá nánar um gular og appelsínugular viðvaranir sem eru í gildi á vef Veðurstofu Íslands.

Akstur með ferðavagna

Öll viljum við ferðast um landið okkar á öruggan og áfallalausan hátt. Við höfum tekið saman helstu upplýsingar um akstur með ferðavagn.

Skoða nánar

author

Vörður tryggingar

25. júní 2021

Deila Frétt