30. desember 2025


Gaman er að segja frá því að mælingar okkar fyrir árið 2025 sýndu að viðskiptavinir Varðar voru ánægðari en nokkru sinni fyrr með þjónustu okkar. Við þökkum ykkur kærlega fyrir endurgjöfina og höldum auðvitað áfram að gera enn betur og veita ykkur framúrskarandi þjónustu á hverjum degi árið 2026.
Nú þegar áramótin nálgast langar okkur að segja ykkur frá því helsta sem við gerðum á árinu sem er að líða.
Á árinu vildum við skoða hvernig við gætum bætt tryggingar okkar svo að fleiri fengju notið tryggingaverndar. Fyrsta skrefið var að gera mikilvæga breytingu, sem áður hafði ekki verið gert í tryggingum á Íslandi, og kynna Neyðaraðstoð fyrir þolendur heimilisofbeldis. Þessi trygging er nú hluti af öllum heimilistryggingum Varðar – fyrir öll kyn og án viðbótarkostnaðar.
Heimilisofbeldi er samfélagslegt mein og við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þolendum að komast úr slæmum aðstæðum.

Heimilið á að vera öruggur staður. Einstaklingar sem búa við ofbeldi í nánum samböndum geta sótt fjárhagslegar bætur í heimilistryggingu Varðar til þess að taka skref í átt að breyttum aðstæðum.
Skoða nánarSíðar á árinu kynntum við í fyrsta sinn á Íslandi meðgöngu- og foreldravernd sem hluta af sjúkdómatryggingum Varðar. Hún veitir fjárhagslegan og andlegan stuðning ef alvarleg atvik koma upp á meðgöngu, í fæðingu eða eftir að barn fæðist. Hingað til hafa verðandi mæður og foreldrar ekki notið slíkrar verndar nema með sértryggingu. Þetta tímabil í lífi margra er nú hluti af hefðbundnum tryggingum hjá okkur. Viðskiptavinir Varðar eru tryggðir á meðgöngu, án aukakostnaðar. Allir verðandi foreldrar með þessa tryggingu eru svo hvattir til að koma og sækja gjöf frá okkur en þeir geta valið á milli þess að fá bílstólaspegil eða snúningslak.

Meðgöngu- og foreldravernd er ný viðbótarvernd í sjúkdómatryggingu Varðar sem styður við verðandi mæður og foreldra með fjárhagslegri vernd og andlegum stuðningi ef alvarleg atvik koma upp á meðgöngu eða í fæðingu.
Það var einstaklega gleðilegt að fylgjast með kvennaliði Breiðabliks í knattspyrnu verða Íslandsmeistari á árinu, en Vörður hefur verið aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildarinnar frá árinu 2010. Regluvörðurinn var svo á sínum stað í sumar, þar sem kylfingar reyndu á þekkingu sína á golfreglunum í þessum sívinsæla golfleik Varðar og GSÍ, en Vörður hefur verið bakhjarl GSÍ frá árinu 2012. Við erum stolt af samstarfi okkar við þessi fyrirmyndaríþróttafélög og hlökkum til framhaldsins.
Fátt er okkur mikilvægara en að sinna forvarnarskyldu okkar og minna á góð ráð til að koma í veg fyrir tjón. Í byrjun árs fór í loftið forvarnarherferðin „Ekki geispa golunni“ í samstarfi við Samgöngustofu. Árlega má rekja fjölda slysa í umferðinni til þess að ökumenn sofna undir stýri. Kannanir sýna að 20% þjóðarinnar hefur dottað undir stýri, sem er auðvitað stórhættulegt. Markmiðið með herferðinni var að vekja athygli á þessari óhugnanlegu staðreynd og minna ökumenn á að setjast aldrei syfjaðir eða vansvefta undir stýri. Auglýsinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Árstíðabundnar forvarnir fylgdu í kjölfarið. Yfir vor- og sumarmánuði deildum við meðal annars ráðleggingum um hvernig verjast megi innbrotum þegar farið er í frí. Á veturna minnum við jafnan á mikilvægi þess að bíllinn sé með réttum búnaði enda allra veðra von hér á landi. Að venju reyndum við að birgja viðskiptavini okkar upp af rúðusköfum og endurskinsmerkjum þegar sól fór að lækka á lofti. Í allan vetur má nálgast slíkt í útibúunum okkar um allt land, ykkur að kostnaðarlausu.
Nú þegar hátíð ljóss og friðar gengur í garð er sérstaklega mikilvægt að minna á eldvarnir. Slökkvitæki og eldvarnarteppi ættu að vera skyldubúnaður á hverju heimili, að ógleymdum reykskynjurunum sem við mælum með að setja í öll herbergi. Mikilvægt er að kanna stöðuna á batteríinu en fá öryggistæki hafa bjargað fleiri mannslífum en reykskynjarinn. Vert er að minna á að þið, viðskiptavinir Varðar, fáið afslátt á brunavörnum hjá bæði Öryggismiðstöðinni og hjá Ólafi Gísla og co.

Þegar líða fer að jólum fjölgar oft fréttum af eldsvoðum þar sem reykskynjari bjargar mannslífum og kemur í veg fyrir stórbruna. Alþjóðlegur dagur reykskynjarans er í byrjun desember ár hvert en þá er fólk hvatt til að huga að eldvörnum á heimilum sínum.
Lesa meiraVið óskum ykkur gleðilegrar hátíðar, þökkum viðskiptin og samfylgdina á árinu sem er að líða og óskum ykkur farsældar á nýju ári.
Ef þið þurfið að heyra í okkur yfir hátíðirnar getið þið séð opnunartíma okkar hér.

Vörður tryggingar
30. desember 2025