Hér að neðan er rafrænt eyðublað fyrir neyðaraðstoð vegna ofbeldis í nánu sambandi. Í því munum við biðja þig um að gefa okkur örfáar upplýsingar, t.a.m. frá hvaða fagaðila þú hefur fengið aðstoð upp á staðfestingu og hvaða greiðsluleið hentar þér.
Það mun hvergi birtast á tryggingayfirliti eða á Mínum síðum að þú hafir fyllt út þetta eyðublað.
Þegar þú hefur fyllt út eyðublaðið munum við hafa samband við tilgreindan fagaðila og hefja svo greiðsluferlið. Við reynum eftir fremsta megni að afgreiða beiðni þína eins fljótt og við getum.
Fyrir frekari upplýsingar getur þú haft samband við okkur í gegnum [email protected].
Click here to file a claim in English for emergency assistance due to domestic violence.
Ný vernd hefur bæst við heimilistryggingar Varðar. Markmiðið með nýju verndinni er að veita neyðaraðstoð, í formi fjárhagslegra bóta, fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum og gera þeim frekar kleift að breyta aðstæðum sínum.
Verndin er nú hluti af öllum heimilistryggingum Varðar, gildir fyrir öll kyn og kemur án viðbótarkostnaðar.
Verndin er ekki valkvæð heldur alltaf hluti af tryggingunni.
Með því að fylla út eyðublað sem finna má hér efst á síðunni. Þú getur einnig nálgast eyðublaðið með því að smella hér.
Þú getur valið að fylla út eyðublaðið með eða án rafrænna skilríka.
Eyðublaðið er einnig í boði á ensku. Þú getur nálgast eyðublaðið á ensku með því að smella hér.
Eftir að beiðnin hefur verið send inn til Varðar tekur sérþjálfað starfsfólk við henni og hefur samband við þann fagaðila sem þú tilgreinir, líkt og Kvennaathvarfið.
Fagaðilinn veitir staðfestingu á því að einstaklingur sé að vinna í að koma sér út úr ofbeldi í nánu sambandi með aðstoð þeirra.
Þegar staðfestingin er komin frá fagaðilanum greiðum við út bæturnar.
Hver einstaklingur getur fengið greitt úr tryggingunni í eitt skipti.
Bæturnar koma í allt að þremur greiðslum.
Hægt er að óska eftir að fá bótafjárhæð greidda í formi gjafakorts eða að greitt sé inn á bankareikning.
Athugið að mikilvægt er að vera viss um að þú ein/n sért eini aðilinn sem hefur aðgang að þeim reikningi sem gefinn er upp. Ef þú ert ekki viss eða átt ekki bankareikning, þá er mögulega öruggara fyrir þig að velja að sækja gjafakort þar sem það er ekki skráð á nafn.
Nei, ekki er gerð krafa um tilkynningu né kæru til lögreglu.
Það er heldur ekki gerð krafa um sjáanlega líkamlega áverka.
Við þurfum aðeins að fá staðfestingu frá fagaðila um að viðkomandi sé að vinna í að koma sér út úr ofbeldi í nánu sambandi með aðstoð þeirra.
Já, viðkomandi þarf að hafa sótt þjónustu fagaðila að minnsta kosti fimm sinnum eða dvalið í Kvennaathvarfinu.
Þú getur fyllt út umsóknina þótt þú sért ekki með aðgengi að rafrænum skilríkjum.
Þú getur einnig smellt hér til þess að nálgast eyðublaðið.
Öll sem falla undir Heimilisvernd hjá Verði geta sótt um.
Undir Heimilisvernd falla þeir sem eru undir sama lögheimili og tryggingataki og halda heimili saman.
Tryggingin er ný viðbót í heimilistryggingum Varðar og er innifalin í allar þær heimilistryggingar sem eru nú þegar í gildi.
Tryggingin er ekki valkvæð heldur alltaf hluti af tryggingunni og kemur án viðbótarkostnaðar.
Ofbeldi í nánum samböndum er ofbeldi sem einstaklingur verður fyrir af hálfu einhvers sem er honum nákominn, skyldur eða tengdur, eins og maki, barn, foreldri, barnsfaðir, systkini eða forráðamaður.
Tryggingin bætir tilfallinn kostnað þurfi tryggður að breyta aðstæðum sínum vegna ofbeldis í nánu sambandi.
Dæmi um kostnað er matarkaup, samgöngur, fatnaður og hreinlætisvörur.
Fylla þarf út eyðublað sem finna má hér efst á síðunni. Þú getur einnig nálgast eyðublaðið með því að smella hér.
Í kjölfarið höfum við samband við tilgreindan fagaðila upp á að fá staðfestingu.
Ekki er gerð krafa um tilkynningu né kæru til lögreglu.
Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi neyðaraðstoðina og vegna úrvinnslu tilkynntra mála á [email protected].
Eftir að beiðnin hefur verið send inn til Varðar tekur starfsfólk við henni og hefur samband við tilgreindan fagaðila, líkt og Kvennaathvarfið.
Fagaðili veitir staðfestingu á því að einstaklingur sé að koma sér út úr ofbeldi í nánu sambandi.
Þegar staðfestingin er komin frá fagaðilanum greiðum við út bæturnar.
Til að tryggja öryggi umsækjenda fær enginn annar tilkynningu eða upplýsingar þegar sótt er í þessa tryggingarvernd.
Til að sækja um er ekki farið í gegnum Mínar síður, heldur þarf að fylla út eyðublað sem finna má hér efst á síðunni. Með þessari leið tryggjum við að tryggingataki sjái ekki að sótt hafi verið í verndina.
Tilkynning mun ekki hafa áhrif á verð, viðskiptasögu, eða endurgreiðslu Arion.
Það eiga öll kyn rétt á þessum bótum.
Öll sem eru með Heimilisvernd eru með þessa vernd nú þegar og geta því sótt í trygginguna. Bætur eru sóttar í trygginguna með því að fylla út eyðublað sem finna má hér efst á síðunni.
Kvennaathvarfið er fyrsti staðfesti fagaðilinn sem veitir staðfestingu á því að einstaklingur sé að vinna í að koma sér út úr ofbeldi í nánu sambandi með aðstoð þeirra. Við vonumst til að geta bætt við fleiri staðfestum fagaðilum sem fyrst.
Ef þitt tilfelli fellur ekki undir þjónustu Kvennaathvarfsins, en þú hefur fengið aðstoð í tengslum við aðstæður þína hjá öðrum fagaðila sem sérhæfir sig í ofbeldismálum, þá getur þú samt sem áður sótt um bætur og hvetjum við þig til þess. Í þeim tilfellum er mikilvægt að tilgreina hvaða viðbragðsaðila þú hefur leitað til í umsóknarferlinu svo við getum unnið beiðnina þína áfram með þeim aðilum.
Tilkynning mun ekki hafa áhrif á verð, viðskiptasögu, eða endurgreiðslu Arion.
Tryggingarverndin er mótuð með faglegri ráðgjöf frá Kvennaathvarfinu.
Kvennaathvarfið er einnig fyrsti staðfesti fagaðilinn sem veitir staðfestingu á því að einstaklingur sé að vinna í að koma sér út úr ofbeldi í nánu sambandi. Við vonumst til að geta bætt við fleiri staðfestum fagaðilum sem fyrst.
Ofbeldi í nánum samböndum er ofbeldi sem einstaklingur verður fyrir af hálfu einhvers sem er honum nákominn, skyldur eða tengdur, eins og maki, barn, foreldri, barnsfaðir, systkini eða forráðamaður. Ofbeldi getur átt sér stað óháð kyni, aldri, kynhneigð eða hverju öðru.
Vaktsími kvennaathvarfsins er opinn allan sólarhringinn. Hægt er að hafa samband í síma 561 1205 til að fá hjálp, stuðning eða ráðgjöf. Athugið að í neyðartilfellum á alltaf að hafa samband við 112.