21. nóvember 2025


Í 16 ár hefur Creditinfo unnið að greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur að baki framúrskarandi árangri en til þess að komast á þennan eftirsótta lista þarf að standast ströng skilyrði.
Við hjá Verði og Arion banka erum afar hreykin af því að vera í samstarfi við fjöldamörg framúrskarandi fyrirtæki. Við ákváðum því að fagna verðskuldaðri viðurkenningu þeirra með því að láta gott af okkur leiða.
Hvert og eitt framúrskarandi fyrirtæki, í viðskiptum við Vörð og/eða Arion banka, fékk val um að styrkja eitt eftirfarandi góðgerðarsamtaka í boði okkar: Barnaheill, Amnesty International eða Kraft. Öll hafa þessi samtök látið til sín taka í íslensku samfélagi og unnið þarft starf. Barnaheill vinna að mannréttindum barna, Amnesty International er alþjóðleg mannréttindahreyfing og Kraftur veitir ungu fólki, sem greinst hefur með krabbamein, stuðning.
Samtals hljóðaði styrkurinn upp á 2.988.000 kr.

Vörður tryggingar
21. nóvember 2025