18. desember 2025


Verna mun hætta að bjóða upp á tryggingar í lok janúar 2026.
Vörður hefur verið vátryggjandi Verna frá 1. október, auk þess að sjá um tjónaþjónustu fyrir félagið. Því munu ökutækjatryggingarnar viðskiptavina Verna færast sjálfkrafa til Varðar 1. febrúar næstkomandi.
Viðskiptavinir Verna þurfa ekkert að gera– verndin helst óbreytt og á sambærilegum kjörum. Á Mínum síðum finna viðskiptavinir Verna nú allar upplýsingar um sínar tryggingar, kjör, reikninga og greiðslur á einum stað.

Við hlökkum til að vera viðskiptavinum Verna innan handar með allar sínar tryggingaþarfir. Ef þú ert með spurningar tökum við vel á móti þér í netspjalli, á [email protected], í síma 514-1000 eða á þjónustuskrifstofum okkar.

Vörður tryggingar
18. desember 2025