Nú eruð þið tryggð á meðgöngunni

Meðgöngu- og foreldravernd er ný viðbótarvernd í sjúkdómatryggingu Varðar sem styður við verðandi mæður og foreldra með fjárhagslegri vernd og andlegum stuðningi ef alvarleg atvik koma upp á meðgöngu eða í fæðingu.

Meðganga og fæðing eru einstök tímamót í lífi fjölskyldu

Við stöndum með fjölskyldum og viljum að verðandi mæður og foreldrar geti gengið inn í meðgöngutímabilið án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort þau séu tryggð. Þess vegna er meðgöngu- og foreldravernd nú hluti af hefðbundnum sjúkdómatryggingum hjá okkur.

Sjáðu verðið strax

Það tekur aðeins tvær mínútur að fá áætlað verð í þína sjúkdómatryggingu. Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum og sérð strax hvað þínar tryggingar gætu kostað á mánuði.

Byrja

Glaðningur til verðandi foreldra

Okkur langar að gleðja verðandi foreldra sem eru með sjúkdómatryggingu hjá okkur með fallegri gjöf — snúningslaki frá Snoozle eða barnaspegli frá Maxi-Cosi, þitt er valið! Gjöfina geturðu nálgast í næstu þjónustuskrifstofu okkar.

Þjónustuskrifstofur

Spurt og svarað

Sjá allar spurningar
  • Hvað þarf ég að gera til að fá meðgöngu- og foreldravernd hjá Verði?
    • Ef þú ert nú þegar með sjúkdómatryggingu hjá Verði, þá ertu sjálfkrafa með nýju viðbótarverndina.

    • Ef ekki, þá er nóg að sækja um sjúkdómatryggingu hjá okkur til að fá verndina.

    Hvernig fæ ég greitt út úr verndinni?
    • Þú getur fengið greitt úr verndinni á hverri meðgöngu ef alvarlegt atvik kemur upp á meðgöngu eða við fæðingu. Hægt er að tilkynna um atvikið á Mínum síðum á vef Varðar.

    • Verndin nær til þeirra sem eru með sjúkdómatryggingu og gildir fyrir atvik sem eiga sér stað eftir 15. október 2025, þegar breytingin tók gildi.

    Hvernig get ég sótt um verndina ef ég á von á barni?
    • Ef þú ert ekki með sjúkdómatryggingu hjá Verði geturðu sótt um hana um leið og þú veist að þú átt von á barni.

    • Ef þú ert nú þegar með sjúkdómatryggingu tekur viðbótin sjálfkrafa gildi frá og með 15. október 2025. Ef eitthvað af því sem verndin nær yfir gerist eftir þann tíma, gætir þú átt rétt á bótum eða samtölum við ráðgjafa okkar.

    Hvað ef ég fékk höfnun á sjúkdómatryggingu?
    • Ef þú fékkst höfnun á sjúkdómatryggingu, þá bjóðum við einnig upp á samsetta líf- og sjúkdómatryggingu fyrir ungt fólk sem er sérstaklega hönnuð með þarfir ungs fólks í huga.

    • Tryggingin er í boði fyrir alla unga einstaklinga, án þess að krafist sé heilsufarsyfirlýsingar. Hún gildir til 39 ára og er með stöðluðum fjárhæðum.

    • Nýja viðbótarverndin fyrir verðandi foreldra er einnig innifalin í þessari tryggingu.

    Hvað nær verndin yfir á meðgöngu og í fæðingu?
    • Verndin veitir bætur ef alvarleg atvik koma upp á meðgöngu eða við fæðingu, til dæmis meðgöngueitrun, alvarleg blæðing í fæðingu eða missir á meðgöngu eftir 14. viku.

    • Einnig geta foreldrar fengið stuðningssamtöl hjá fagaðila ef upp koma áföll á meðgöngu- eða fæðingartíma, til dæmis vegna erfiðrar fæðingarreynslu eða fæðingarþunglyndis.

    Yfir hvaða tímabil gildir verndin?
    • Verndin gildir á meðan meðgöngu stendur, í fæðingu og þar til barn nær 1 árs aldri.

    • Við mælum með því að um leið og barnið nær 1 mánaðar aldri að tryggja barnið sérstaklega með Barnatryggingu okkar.

    Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að geta sótt bætur?
    • Verndin nær til þeirra atvika sem eru sérstaklega tilgreind í skilmála sjúkdómatrygginar. Meðgöngu- og fæðingartengd atvik eru:

      • Meðgöngueitrun

      • Utanlegsfóstur sem krefst aðgerðar

      • Missir á meðgöngu eftir 14+0 viku og þungunarrofs í kjölfar staðfestu fósturfráviki

      • Alvarleg morgunógleði

      • Alvarleg blæðing eftir fæðingu

      • Alvarleg spangarrifa

      • Innvaxin fylgja

      • Fylgjulos

      • DIC (dreifð blóðstorknun)

    • Meðfætt heilsufarsástand barns eru:

      • CP-heilalömun

      • Vatnshöfuð

      • Klofinn hryggur

      • Meðfæddir hjartagallar

      • Holgómi og klofin vör

      • Alvarleg meðfædd byggingarfrávik í kviðvegg eða þind

      • Litningarfrávik

      • Klumbufótur og alvarlegt útlimafrávik

      • Alvarlegur súrefnaskortur í fæðingu

      • Aðrir sjaldgæfir sjúkdómar sem uppfylla ákveðin skilyrði

  • Hvað eru bætur úr Meðgöngu- og foreldravernd háar?
    • Meðgöngu- og foreldravernd veitir fjárhagslega vernd vegna ýmissa atvika sem geta komið upp á meðgöngu, í fæðingu eða ef barn greinst með meðfætt heilsufarsástand.

      • Bætur vegna meðgöngu- og fæðingar atvika eru 1.000.000 kr.

      • Bætur vegna meðfæddu heilsufarsástandi barns eru 1.000.000 kr.

      • Að auki útvegar félagið tryggðum foreldrum stuðningssamtöl hjá fagaðila, að hámarki 5 tímar.

    Hversu oft er hægt að fá greitt úr verndinni?
    • Bætur vegna meðgöngu- og fæðingar atvika eru greiddar einu sinni fyrir hverja meðgöngu. Ef barn greinist með meðfætt heilsufarsástand, greiðast bætur fyrir hvert barn sem það á við.

    Hvað kostar verndin?
    • Nýja viðbótin kostar ekkert aukalega og veldur ekki hækkun á iðgjaldi sjúkdómatryggingarinnar.

    • Verndin gildir fyrir alla sem eru sjúkdómatryggðir hjá Verði – óháð aldri eða fjölskyldustöðu.

    Hvað fela stuðningssamtöl í sér?
    • Stuðningssamtöl fela í sér allt að fimm samtöl hjá þjónustuaðila sem Vörður hefur gert samning við.

    • Þjónustan miðar að því að styðja tryggðan við að vinna úr erfiðum atvikum í tengslum við meðgöngu eða fæðingu.

    • Samtölin geta skipt sköpum þegar fjölskyldan stendur frammi fyrir áfalli eða erfiðum aðstæðum. Þessi samtöl eru greidd af verndinni og veitir foreldrum tækifæri til að vinna úr reynslu sinni með faglegri aðstoð.

    Hvað þarf að eiga sér stað svo ég geti fengið stuðningssamtöl?
    • Stuðningssamtöl fela í sér allt að fimm samtöl hjá þjónustuaðila sem Vörður hefur gert samning við.

    • Stuðningssamtöl er sá hluti meðgöngu- og foreldraverndar sem snýr að andlegum stuðningi sem foreldrum býðst ef upp koma áföll á meðgöngu eða fæðingartímabili. Eftirfarandi áföll eru eftirfarandi:

      • Bótaskyldu meðgöngu- eða fæðingar atvik eða greiningu á meðfæddu heilsufarsástandi barns.

      • Meðgöngu- og fæðingarþunglyndi.

      • Missi á meðgöngu fyrir 14+0 meðgöngutíma.

      • Erfið eða áfallatengd fæðingareynsla.

      • Bráðakeisaraskurður.

      • Ofbeldi í nánu sambandi.

      • Afleiðingar leka á mænuvökva við mænurótardeyfingu (t.d. spinal höfuðverkur).

      • Mjög ótímabær fæðing, þ.e. barn fæðist fyrir 32. viku meðgöngutíma.

      • Fjölburaþungun fleiri en tvö börn.

      • Við missi á meðgöngu getur tryggður einnig óskað eftir stuðningssamtölum fyrir börn tryggðs að teknu tilliti til aldurs og aðstæðna.

    Hver eru almenn réttindi mín ef eitthvað kemur upp á í fæðingu, á meðgöngu eða eftir að barnið er fætt?
    • Ef veikindi eða alvarlegir atvik koma upp á meðgöngu, í fæðingu eða eftir fæðingu, getið þið sem foreldrar átt rétt á stuðningi frá ýmsum aðilum svo sem ríkinu, stéttarfélagi eða vinnuveitanda. Réttindi ykkar ráðast af því hvort þið séuð launþegar, sjálfstætt starfandi eða í námi.

    • Meðgöngu- og foreldravernd veitir fjárhagslegan og sálrænan stuðning við tiltekin alvarleg atvik sem geta komið upp á meðgöngu, í fæðingu eða eftir fæðingu. Þetta eru atvik sem geta haft veruleg áhrif á líkamlega eða andlega líðan foreldra.

    • Greiðslur úr verndinni koma til viðbótar við önnur réttindi sem foreldrar kunna að eiga, t.d. frá vinnuveitanda, stéttarfélagi eða hinu opinbera. Það skiptir ekki máli hvort þú sért með fullan rétt samkvæmt kjarasamningi, verndin tekur mið af atvikinu sjálfu og veitir stuðning óháð öðrum greiðslum.

    • Hægt er að lesa nánar um almenn réttindi á island.is en þau eru meðal annars:

      Veikindaréttur á meðgöngu

      Sem launþegi áttu rétt á veikindagreiðslum samkvæmt kjarasamningi, óháð því hvort þú sért barnshafandi eða ekki. Ef þú hefur nýtt þann rétt að fullu getur stéttarfélagið þitt veitt frekari stuðning.

      • Aukinn réttur fæðingarorlofs vegna veikinda

        Ef foreldri sem gengur með barn verður ófært um að annast barn sitt í fæðingarorlofi vegna alvarlegra veikinda sem má rekja til meðgöngu eða fæðingar, er heimilt að lengja fæðingarorlof eða fæðingarstyrk.

      • Sorgarstyrkur

        Foreldrar sem missa barn fyrir 18 ára aldur þ.m.t. ef barn fæðist andvana eftir 22 vikna eða ef missir á meðgöngu verður eftir 18 vikna meðgöngu, eiga rétt á sorgarleyfi eða sorgarstyrk.

      • Veikindaréttur vegna veikinda barns

        Ef barn veikist alvarlega eða er langveikt tryggja kjarasamningar rétt á launuðu leyfi vegna barna.

        Athugið að réttur samkvæmt kjarasamningum á eingöngu við um þau sem eru launþegar en ekki t.d. um sjálfstæða atvinnurekendur eða námsmenn.

      • Ef þú greiðir í sjúkrasjóð stéttarfélags getur þú átt rétt á greiðslum úr honum vegna veikindi barns.

        Einnig getur Tryggingarstofnun ríkisins veitt umönnunargreiðslur ef barn veikist alvarlega eða er langveikt.

Tryggingar á mannamáli

Tryggingamál getur verið flókið. Til að gera okkur meira skiljanlegri höfum við tekið saman allar helstu upplýsingar um trygginguna í upplýsingaskjal sem hægt er að skoða með skilmálum.