Sjúkdómatrygging

Sjúkdómatrygging er fjárhagsleg vernd fyrir vátryggðan og fjölskyldu hans ef til alvarlegra veikinda kemur sem tryggingin tekur til.

Bætur sjúkdómatryggingarinnar gera tryggingartaka og fjölskyldu hans kleift að endurskipuleggja líf sitt og einbeita sér að því að ná heilsu á ný án þess að hafa áhyggjur af fjárhag heimilisins.

TRYGGINGIN HJÁLPAR VÁTRYGGÐUM MEÐAL ANNARS VIÐ AÐ:

  • Minnka fjárhagslegar skuldbindingar, svo sem húsnæðislán, bílalán, greiðslukortaskuldir og aðrar skuldir.

  • Auka lífsgæði með því að breyta heimili ef aðstæður kalla á það, skipta um ökutæki ef þörf er á, taka sér aukið veikindafrí með maka eða ráða sér húshjálp.

  • Standa undir stórauknum kostnaði vegna læknisþjónustu og lyfja við erfiða læknismeðferð.

  • Verja meiri tíma með fjölskyldunni og auka lífsgæði og batahorfur með því að einbeita sér að því að ná heilsu á ný.

EFTIRFARANDI ER INNIFALIÐ Í TRYGGINGUNNI

FIMM BÓTAFLOKKAR Í SJÚKDÓMATRYGGINGUNNI

Sjúkdómatryggingunni er skipt upp í fimm bótaflokka, sem hver um sig innifelur sjúkdóma og slysatilfelli sem eru bótaskyld. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum félagsins.

  1. Hjarta- og æðasjúkdómar Bráð kransæðastífla/hjartadrep (Myocardial Infarction) Kransæðaskurðaðgerð/hjáveituaðgerð (Coronary Artery Bypass Surgery) Hjartalokuskurðaðgerð, lokuskipti eða -viðgerð (Heart Valve Surgery) Ósæðarskurðaðgerð (Aorta Graft Surgery)

  2. Heilaáfall, lömun og málstol Heilablóðfall/slag (Stroke) Þverlömun (Paraplegia) Málstol (Aphasia)

  3. Krabbamein – öll krabbamein sem eru illkynja og ífarandi (Cancer)

  4. Tauga- og hrörnunarsjúkdómar MS (Multiple Sclerosis) MND (Motor Neurone Disease) Alzheimer fyrir 60 ára aldur (Alzheimer´s Disease) Parkinsonsveiki fyrir 60 ára aldur (Parkinson´s Disease)

  5. Aðrir alvarlegir sjúkdómar og slys Góðkynja heilaæxli (Benign Brain Tumor) Meiriháttar líffæraflutningur (Major Organ Transplantation) Nýrnabilun (Kidney Failure) Alvarleg brunasár (Third Degree Burns) Útlimamissir (Loss of Limbs) Blinda (Blindness) Heyrnarleysi (Deafness) Alnæmi (HIV) við blóðgjöf, líkamsárás eða framkvæmd tiltekinna starfa Heilahimnubólga (Meningitis) Alvarlegur heilaáverki

IÐGJALD ÓHÁÐ KYNI

Iðgjald tryggingarinnar er óháð kyni, er reiknað af vátryggingarfjárhæð og breytist á hverju ári í samræmi við aldur vátryggðs. Fram til 55 ára aldurs hækkar iðgjald á aðalgjalddaga í samræmi við aldur vátryggðs. Frá og með 56 ára aldri tekur iðgjaldið vísitölubreytingum ár hvert og vátryggingarfjárhæðin lækkar í samræmi við hækkandi aldur vátryggðs.

VÁTRYGGINGARFJÁRHÆÐ

Við mat á vátryggingarfjárhæð þarf meðal annars að horfa til fjölskyldustærðar, fjárskuldbindinga og þess hversu lengi vátryggður nýtur launatekna í veikindum. Launafólk á í flestum tilvikum veikindarétt sem er á bilinu 3–6 mánuðir hjá vinnuveitanda. Sjúkrasjóðir stéttarfélaga greiða flestir 80% af launum í allt að níu mánuði. Vátryggingin þarf því helst að bæta ígildi 2–3 ára nettólauna til viðbótar við samningsbundin réttindi til launa í veikindum.

ENDURNÝJUN ÁN YFIRLÝSINGAR UM HEILSUFAR

Þegar bætur úr tryggingunni hafa verið greiddar gildir hún áfram en undanskilinn er sá bótaflokkur sem þegar hefur verið greitt úr. Þannig er hægt að fá bætur einu sinni úr hverjum flokki.

BÖRNIN TRYGGÐ

Börn vátryggðs, frá þriggja mánaða til 18 ára aldurs, eru ennfremur tryggð án aukagjalds í tryggingu foreldra sinna. Vátryggingarfjárhæð nemur 50% af vátryggingarfjárhæð foreldra, en að hámarki 10 milljónum króna.

SKATTFRJÁLSAR BÆTUR

Allir einstaklingar á aldrinum 18–59 ára geta sótt um sjúkdómatryggingu, en gildistími hennar er til 70 ára aldurs vátryggðs. Sjúkdómatryggingin gildir hvar sem er í heiminum. Bætur greiðast í samræmi við gildandi vátryggingarfjárhæð vegna bótaskylds vátryggingaratburðar. Bætur eru greiddar út í formi eingreiðslu og eru undanþegnar tekjuskatti.