fréttir

Vörður styrkir COVAX

16. júní 2021

Vörður styrkir neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi vegna þátt þeirra í COVAX samstarfinu. Verkefninu er ætlað að stuðla að því að bóluefni við COVID-19 komist til lág- og millitekjuríkja. UNICEF gegnir lykilhlutverki í COVAX-samstarfinu sem tryggja á jafna dreifingu bóluefnis gegn kórónaveirunni meðal efnaminni ríkja heims en markmiðið er að tryggja tvo milljarða skammta af bóluefnum fyrir lok þessa árs.

COVAX-samstarfið vinnur með stjórnvöldum og framleiðendum til að tryggja sanngjarnan aðgang að bóluefnum meðal ríkja heims. Þetta er stærsta verkefni UNICEF á sviði bólusetninga fyrr og síðar enda aldrei jafn mikið verið í húfi.

Það er stefna okkar hjá Verði að vera til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi og taka virkan þátt í að efla umhverfismál, félagslega þætti og ábyrga stjórnarhætti, auk þess að styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þannig stöndum við vörð um samfélagið.

Við hvetjum alla til að leggja þessu góða málefni lið. Komum því til skila!

author

Vörður tryggingar

16. júní 2021

Deila Frétt